Tíminn - 11.06.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 11.06.1977, Blaðsíða 21
Laugardagur ll.júní 1977 IMi'Jl'l'MÍ 21 * Ssftel' * wi \ 'irQr'í'' ,, ^ . - Með dýr á heilanum MONA Davis haföi fært rau&u plastkanínuna yfir á hina hliö fagurgræna trésins og stóö nú og hallaöi undir flatt og virti fyrir sér handarverk sin, þegar hreyf- ing utan við sýningargluggann vakti athygli hennar. Þar var ungur maöur, vel klæddur, i nýtýzku jakkafötum og fallegri skyrtu. Hann var meö dökkbrúnt ár og rétt nógu sitt til að þaö liöaðist niöur yfir kragann. Hún sneri sér frá honum aftur. Þetta var ekki i fyrsta sinn sem þeir sem áttu leiö framhjá, námu staðar og horf&u á hana stilla út i glugga. En hvaö i ósköpunum var aö manninum? Hann hagaöi sér eins og hann væri ekki meö fullu viti? Hún sneri sér óþolinmóölega viö og horföi á hann. Hann veifaöi handleggjunum og var oröinn eldrau&ur í framan. Nú klappaöi hann saman lófunum og lfktist helzt kjánalegu sæljóni i dýra- garði. Hann kinkaöi kolli og benti á kaninuna og Monu skildist a& hann vildi að hún færöi hana þangað sem hún haföi veriö áöur, eins og hún ætlaði aö klifra upp I tréð. En kaninur klifra ekki og auk þess var Mona reynd i gluggaskreytingum og vissi hvaö fór bezt. Þessi sæljónsmaður skyldi ekki fá að skipta sér af verkum hennar. Hún gat ekki annaö en brosaö meö sjálfri sér. Þaö kom oft fyrir aö hún bar fólk saman viö dýr. Starfsmannastjórinn var eins og horuö hýena og frú North i tán- ingadeildinni liktist páfagauk, sem baröist örvæntingarfullri baráttu viö aldurinn. Nokkrum minútum siöar var hún búin meö gluggann. Hún setti i kassa allt sem af gekk og sneri sér að lyftunni. En þarna kom ungi maöurinn aö utan yfir gólfiö I áttina til hennar. Göngulagiö var ákveöiö og hann var rauöur i andliti af æs- ingi. Nú liktist hann ekki lengur sæljóni, en Monu datt ekkert ann- aö dýr i huga i fljótheitum til aö líkja honum viö. — Hvaö helduröu aö þú sért eiginlega aö gera viö gluggar©? sagöi hann, þegar hann kom til hennar. Mona ýtti á lyftuhnappinn. — Þaö er ekki þitt mál, sagöi hún stuttaralega. — Reyndu ekki aö kenna mér starf mitt. — En, en.... stama&i hann. — Þú gerir þaö ekki rétt. — Heyrðu mig, sagöi hún þolin- móö. — Nú er ég búin að erfiöa hálfan daginn viö aö fá eitthvaö nothæft út úr þessari skreytingu sem einhver teikna&i sem hefur álika mikiö hugmyndaflug og lyftudyrnar hérna. — Ég skil, sagöi ungi maöurinn kuldalega, — álika og lyftudyr? — Jæja, þar sem þú hefur feng- i& svar viö spurningunni, vildiröu kannske vera svo almennilegur aö færa þig, svo ég komist inn i lyftuna. Ég er þreytt og mig lang- ar afskaplega i kaffi. En áöur en hún vissi af, var ungi maöurinn kominn inn i lyft- una og stóö viö hliö hennar. Hann halla&i sér upp aö veggnum og horf&i á hana ýta á hnappinn aö þriöju hæö. — Þaö getur veriö, sagöi hann hægt, — aö ég hafi ekki meira Framhald á bls. 2a Hún likti gjarnan fólki við dýr. I þetta sinn var um að ræða tvo karlmenn i lifi hennar. Annar liktist ref- hinn sanktibernharðshundi. Spumingin var bara hvort hún vildi láta elta sig eða bjarga sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.