Tíminn - 11.06.1977, Page 23

Tíminn - 11.06.1977, Page 23
Laugardagur 11 júni 1977 23 Helgarsagan hugmyndaflug en lyftudyrnar. En ég krefst þess að gluggaskreyt- ingar minar séu settar upp ná- kvæmlega eins og ég teikna þær! Mona stifnaöi. Hugboöið hefði átt að vara hana við. Hún hefði átt að gera sér grein fyrir að þessi ungi maður var ekki bara einn þeirra sem átti leið framhjá, eins og hann haföi hagað sér. Hann hlaut að vera nýi maðurinn á aðalskrifstofunni, sá sem hafði verið lýst sem „ungum hæfileika- manni, tilfinningarikum lista- manni”. — Heyrðu, sagði Mona þreytu- lega. — Ert þú þessi Nicholas Haddock? — Haddow, leiörétti hann. — Já, ég er Nicholas Haddow og ég eyddi löngum tima i að gera þessa skreytingu, svo hún yrði fullkomin og rétt I öllum smáatr- iðum. Mér geðjast ekki að þvl aö sjá farið illa með hana af ein- hverjum duttlungafullum nema. — Ég er ekki nemi, hvæsti Mona. — Og ég er heldur ekki duttlungafull. Þetta var hugboð og reynsla min og skýringin litur mun betur út svona, en hún hefði gert annars. Hann var reiðilegur á svip og var búinn að opna munninn til að segja eitthvað, þegar lyftan nam staðar og dyrnar opnuðust. — Heyrðu mig, sagði Mona. — Þö þú hafir fengið orð fyrir að vera hæfileikamaður, geta verið til aðrir sem hafa lika gott auga fyrir skreytingum. Reynslan skiptir miklu máli og ég hef meira af henni en þú. — En kanínan átti að standa þannig að hún virtist ætla að klifra upp i tréð til að komast sem fyrst inn I búðina, sagöi hann I þrjózkutón. — Kaninur klifra ekki i trjám, svaraði Mona kuldalega og ekki alveg án hæöni. — Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem reynsla rhln var- ar mig við slikum mistökum. Þá leiðrétti ég þau. — Nú hún átti að vera hægra megin við tréö. — Allt I lagi! sagði hún og hristi höfuðið. — Þá vinn ég yfirvinnu i dag til að gera eins og þú vilt. Ertu þá ánægður? Hann nam staðar og hélt opnum fyrir hana dyrunum af kaffistof- unni, — Kannski þetta megi vera eins og þú geröir það, bara i þetta eina sinn. Hann var greinilega kominn I varnarstöðu og Mona brosti með sjálfri sér. En það var best að pressa hann svolftið. Hún hafði ekkert á móti þvi að leika pislar- vott öðru hverju. — Ó, nei, sagöi hún ákveðin. — Þaö skal verða eins og þú vilt! Hann var kominn með sektar- svip. —■ Elsku góöa, byrjaði hann. — Þetta var leiðinlegt. Kannske við ættum að fá okkur kaffi sam- an og ræða málin? — Nei, þakka þér fyrir, svaraði Mona. — Vinur minn situr þarna fyrir handan og ég held að hann yrði ekki sérlega ánægður yfir að sjá mig með öðrum. Hann verður heldur ekki ánægður yfir að ég þurfi að vinna yfirvinnu. Við ætl- um út I kvöld, en nú verð ég að minnsta kosti klukkutíma of sein. Nú var Nicholas Haddow orðinn nákvæmlega eins og sankti Bern- harðshundur. Þvi meira sem hún horfði á hann, þeim mun likari hundinum varð hann. Allt andlitið varð dapurlegt og það var ásökun i stóru, brúnu augunum. Hann vantaði ekkert nema konlaks- tunnuna um hálsinn. Sigri hrósandi gekk hún frá honum og þvert yfir gólfið að boröinu þar sem Ted Sturrock sat einn meö kaffibollann sinn. Hún sá engan annan en Ted sem hún þekkti þarna inni og nú varð hún að fara til einhvers. Hún sá hann sperra upp augun af óvæntri ánægju, þegar það rann upp fyrir honum, að hún ætl- aði að setjast við boröið hjá hon- um. Hann stóö riddaralegur upp og dró út stólinn fyrir hana. — Þetta var gaman, sagði hann brosandi. — Ég var farinn aö halda, að allt erfiði mitt væri árangurslaust. Maður eins og Ted var llklega óvanur sliku, hugsaði Mona. Hann var alræmdur kvenna- maður og hafði boöið öllum stúlk- um I fyrirtækinu út. Monu hafði fundist hann einum of smeöjuleg- ur en gladdist nú yfir að hann skyldi taka komu hennar svo létt. Einmitt meðan Nicholas Haddow horfði á þau. — Það hefur ekki verið alveg árangurslaust, svaraði hún glettnislega. — Gleður mig að heyra það, sagöi hann brosandi. — Þá mætti ég kannski bjóöa þér út að borða I kvöld líka? — Ekki I kvöld, svaraði hún. — Ég þarf að ljúka við gluggann minn. Hún horföi á hann. Ted líktist ref, gljáandi, hálum ref meö lymskuleg augu og hvitar rán- dýrstennur i sibrosandi munni. — Hvenær þá? spurði hann. — Æ, ég veit það ekki. Næstu vikurnar er á alveg upptekin, svaraði hún og vonaði að það hljómaði sennilega, þó það væri alls ekki satt. — Get ég ekki fengið þig til aö skipta um skoöun? spurði hann. — Svo þú svlkir einhvern annan fyrir mig, Mona? Útundan sér sá hún að Nicholas Haddow hafði auga með henni og hún brosti og lagði hönd sina létt á hönd Teds. — Kannske, sagði hún og brosti blftt. — Það er ekki al- veg útilokað. Nicholas tekk til dyra. Mona stóð upp. — Ég þarf vist að fara núna, Ted, sagði hún. — Svo ég verði ekki allt of sein i kvöld. — Slittu þér ekki alveg út, sagði hann brosandi. —- Þú hefur allt of falleg augu til aö erfiðiö megi skemma þau. Hún ætti ekki að láta þetta hafa áhrif á sig. Hann sagði þetta áreiðanlega við aöra hverja stúlku, sem hann hitti, en þó gladdi það hana. Ekki var hægt að segja, að gullhömrunum heföi verið ausiö yfir hana, slðan hún kom til bæjarins. — Nei, ég skal ekki ofreyna mig, sagöi hún aöeins. — Sjáumst aftur, Ted. Þegar Mona var háttuð um kvöldið, lá hún og hugsaði um ár- ið sem liðiö var siöan hún fór að heiman. Það hafði ekki verið mjög skemmtilegt. 1 fyrstu hafði allt verið svo auðvelt. Að vlsu var henni boöiö út, en allir karlmenn virtust vera á höttunum eftir þvi eina og sama og Mona varð ekki svo hrifin af neinum, að hana langaði til þess. Henni var sjaldnar boöið út og nú sat hún oftast ein á kvöldin og las eða horfði á sjónvarpiö. Þetta kvöld var enn dapurlegra en mörg þeirra. Enfaldur kvöld- verðurinn var bragðlaus og þurr og það var allt of hljótt inni. Hún hefði getað verið úti með Ted, borðað góðan mat á fallegum stað, horft á annað fólk, hlustað á tónlist, drukkið vin og verið kát og fjörug. Hún huggaði sig með þvi að hugsa um hvernig hún hafði gengið frá Nicholas Haddow, en það reyndist sáralitil huggun núna. Hann hafði orðið sár. Jæja, þaö var best að gleyma þvi öllu. Næstu daga var hún að skreyta glugga i minni verslunum fyrir- tækisins og kom ekki aftur á deild Teds fyrr en á mánudagsmorgun. Hún átti að setja þar upp skreyt- ingu, sem kallaöist Sumarhvild. Nicholas hafði teiknað hana og hún fór samvizkusamlega eftir teikningunni, allt frá litnum á sól- hlifinni til minnstu skeljarinnar. — Þetta er gott, sannarlega gott, heyröi hún einhvern segja og þegar hún sneri sér við, sá hún Nicholas standa og virða fyrir sér gluggann. — Jæja, sagöi hún þurrlega. — Mig minnir að þú hafir einhvern- tima sagt að ég eyðilegði fyrir þér, ekki satt? — Nei, nei, alls ekki. Langt frá þvi. Þaö var allt annaö. Ég heyrði á skrifstofunni aö þú værir ein af þeim bestu og mér datt I hug að þú vildir kannske taka þátt I sam- keppninni um gluggann i barna- deildinni. Hann á að vera eitthvað alveg sérstakt. Hefurðu ekki heyrt um þaö? Það veröur sýning daginn sem opnað verður eftir aö viðbyggingin er búin. Við erum að vinna að þessu á aðalskrifstof- unni og sigurvegarinn fær góð verðlaun. Svo mér datt I hug, að.... — Gott, svaraði Mona. — Þetta hljómar ágætlega. Ég gæti vel hugsaö mér að reyna, en ég hef varla möguleika. — Ég held að þú hafir þá áreiðanlega, sagði hann alvarleg- ur. — Ég er að hugsa um þetta sem þú sagðir um kaninuna. Auðvitað er það rétt hjá þér. — Fallegt af þér að segja það. Ég var vist dónaleg þá. — Ég lika. — Jæja, það er búið núna, sagöi Mona létt. — Nú er ég búin hérna og ég fer og fæ mér matarbita áöur en ég fer heim. — Ég er eimitt aö fara að boröa lika, sagði hann fljótmæltur. — Gætum við ekki fariö út saman? — Jú, við getum það alveg eins. Þegar þau sátu viö borðiö I litlu veitingahúsi handan götunnar, minntist hann aftur á, hvað hún hafði haft rétt fyrir sér varöandi fyrri gluggann hans og svo bætti hann við: — Ég vona að vini þin- um hafi fundist þetta allt I lagi. Þú hlýtur að hafa orðið of sein? — Hvað þá? Vin.... ó, nei, það var allt i lagi, þakka þér fyrir. Hann beið. Hún roðnaði og vonaöi að hann tæki ekki eftir þvi. Hann fór að tala um eitthvaö annað og Monu gafst gott tækifæri til að virða hann fyrir sér. Hann var myndarlegur. Andlitið var að visu óreglulegt, en það fallega kom meira innan frá. Hann var eitthvað svo manneskjulegur og liktist æ meira notalegum sankti Bernharðshundi. Góðum, bliðum og fallegum hundi. Þau voru að ljúka úr bollunum, þegar Ted kom inn I veitingastof- una. Augu hans ljómuðu þegar hann sá hana. — Mona, vina min, sagði hann brosandi — og hér er llka hæfi- leikamaðurinn af aðalskrifstof- unni. — Þetta er Ted Sturrock, flýtti Mona sér að segja, — og Nicholas Haddow. — Ég þarf að fara núna, sagöi Nicholas, — þið hafið vafalaust ýmislegt um að ræöa, svo ég ætla ekki aö trufla ykkur. — Maöurinn hlýtur að hafa fundið þetta á sér, sagöi Ted og hló þegar Nicholas var farinn. — Reglulega greindur ungur maður það má nú segja. Hann vissi aö viö þurftum að ræða eitt og ann- að. — Þurftum við þess? spurði Mona hissa. — Auðvitaö. Að minnsta kosti ég og til að byrja með get ég sagt þér aö þú litur alveg prýöisvel út I dag. — Takk. — Ég meina það og I þetta sinn tek ég ekki nei sem svar. Ég er ákveöinn i að fara út að dansa með þér á laugardagskvöldiö. Ég sit hérna þangað til þú segir já. Hann var aölaðandi og Mona hafði bara setið heima undanfar- iö. — Állt I lagi, Ted, þá segi ég já. — Gott. Hann brosti. — Þá sæki ég þig klukkan sjö. Sé þig. Hann þrýsti hönd hennar og hraðaði sér út áður en hún gat sagt meira. Mona hugsaði um góða tillögu i barnadeildargluggann alla vik- una en var alveg andlaus og datt ekkert annað i hug en það venju- lega, sem flest hafði verið notað áður. A laugardaginn kom Ted og sótti hana klukkan nákvæmlega sjö. Hann fór með hana á besta veitingahús bæjarins og kom fram eins og sönnum herramanni sæmir, gaf henni rós sem hann festi á öxlina á henni, en allt til einskis. Mona get ekki um annað hugsaö en gluggaskreytinguna. Ted varð að segja það sama mörgum sinnum, áöur en hún ( heyrði það. Loks hallaði hann sér ' fram á borðið og leit á hana. — Mér finnst þetta ekki sérlega t gaman, sagði hann. — Hvað segirðu? — Ég sagði að mér fyndist ekki sérlega gaman að fara út meö stúlku, sem tekur ekki eftir mér allt kvöldið, — Æ, Ted, mér þykir það leiðin- legt, en ég er I klemmu. Ég á að gera tillögu að gluggaskreytingu og mér dettur ekkert i hug. Þetta er samkeppni, skilurðu. — Hef heyrt um hana. — Mér dettur bara ekkert i hug. — Viö skulum dansa, sagði hann og dró hana upp úr stólnum. — Við erum að skemmta okkur, vina min. Vertu ekki að hugsa um þennan glugga núna. Hann dansaði vel. Hún vissi þaö fyrir. Hann stýrði henni ákveðiö, en lipurlega. Áftur minnti hann hana á ref. Mjótt andlitið, glitr- andi, grænu augun og hreyfing- arnar. — Þú og ég, Mona, hvislaði hann I eyra hennar. — Við getum gert stóra hluti saman. Helduröu það ekki? — Ég veit ekki hvað þú átt við, Ted. — Jú, vina min, það hlýturðu að vita. Ég er vitlaus I þig. Með þér gæti ég oröið heimakær. Hún hló. — Það held ég ekki, Ted, þér finnst of vænt um staöi eins og þennan, tónlist, veisluhöld og fólk. — Ég játa það, svaraöi hann, — en með þér.... Lagiö endaði og hann leiddi hana aö borðinu aftur. Hann horfði á hana eins og hún væri fallegasta stúlkan i öllum heimin- um, en hversu margar aðrar hafði hann ekki horft þannig á? Þegar þau óku heimleiðis, sat hann með handlegginn yfir axlir hennar. Það hefði verið ágætt ef hún hefði veriö ástfangin af hon- um. En i hennar augum yrði hann aldrei annað en kátur, þægilegur og aðlaðandi vinur. Hann fylgdi henni að útidyrun- um. Þegar hann kyssti hana, fannst henni andartak að hana langaði ekki til að hann færi. En þá tók skynsemin yfirhöndina. Hann hlaut að vera sérfræðingur til að geta kysst svona og sérfræð- ingar verða menn ekki nema hafa mikla reynslu eða vera ástfangn- ir. Og Ted var aö minnsta kosti ekki ástfanginn af henni. — Ekki gera þetta aftur, Ted, sagöi hún. — Þetta er nóg. En hann vafði handleggjunum bara fastar um hana og varir hans liðu yfir háls hennar og niö- ur að hálsmálinu á kjólnum. — Þetta er nóg, Ted. Svona gera bara úlfar og refir og Mona sá fyrir sér úlf sem hljóp á eftir hænu. Eöa var það refur? Þaö var refur og hún var hænan. Hún fór að hlæja og hann sleppti henni snögglega. krossgáta dagsins 2504. Lárétt DKóngi 6) Liti 8)Góð 10)Þannig 12)Kind 13)Fornafn 14)Skaði 16)Alin 17)Stafurinn 19)Fuglar Lóðrétt 2)Smávegis 3)öölast 4)Þak 5)Afturgöngu 7)Svigni 9)Sómi lDMótor 15)Tvennd 16)Skeljar 18)Röð Ráöning á gátu No. 2503 Lárétt Dlndus 6)Mór 8)Hól 10)Tár 12)01 13)La 14)Lim 16)Oft 17)öld 19)Snædd Lóðrétt 2)NML 3)Dó 4)Urt 5)Ahöld 7)Hratt 9)Óli lDAlf 15)Mön 16)Odd 18)Læ 10 V a ö 7~ „Ef þú bara reyndir þetta einu sinni, mamma. Þetta er skem mtilegra en þú getur imyndað þér.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.