Tíminn - 11.06.1977, Blaðsíða 28

Tíminn - 11.06.1977, Blaðsíða 28
28 Laugardagur ll.júní 1977 Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um AsTu barnatíminn eins og þeim væri fært. Nú þurfti fyrst og fremst að fá vitneskju um hvert Árni yrði fluttur. Það valt mikið á verustaðn- um. Liklega fengju þau ekki fulla vissu um það fyrr en eftir vikutima. Fyrst þurfti að ljúka að fullu réttarhöldunum. Málafærslumaðurinn hafði heyrt, að þeim sakfelldu yrði dreift hér og þar um Síberiu, til þess að hindra það að nokkurt samband gæti orðið á milli þeirra. Berit spurði hvort hægt væri að hafa nokk- ur áhrif á það, hvert Árni yrði sendur, en það sagði málafærslu- maðurinn að væri alveg útilokað. Föngunum væri skipt niður af dómurum i Irkutsk og þeim úrskurði væri ekki hægt að fá breytt. Þetta væri lika erfitt starf, þar sem skipta þyrfti niður mörg þúsund saka- mönnum árlega. Næsta dag óku Berit og kona málafærslumanns- ins til fangabúðanna. Berit vonaði að hún fengi að sjá Árna, og ef til vill tala við hann, en það fékk hún ekki, en i varðstofunni voru henni afhentir munir hans all ir, fatnaður og fleira, þar sem hún var hans nánasta skyldmenni. Berit fannst sem Árni væri dáinn og henni væri þess vegna af- hentirmunir hans og föt. Varðmaðurinn, sem sá hvernig Berit leið, vildi sýna samúð og gleðja þessa ungu fallegu stúlku. Hann sagði, að Árna liði vel. Hann hefði verið færður i fangabúninginn i gær og það liti svo út, sem hann myndi sætta sig við sitt hlutskipti. Hlekkina nefndi hann ekki. Þvi næst kvöddu þær fanga- vörðinn og óku aftur heim. 14. Næstu daga reyndu hjónin, sem þau gátu að gleðja Berit og láta hana gleyma um stund hinum grimmu örlögum þeirra systkina. Þau buðu fólki til sin á ýmsum timum dags. Stundum i súkku- laðiveizlu, stundum kaffi, stundum te. Þannig liðu dagarnir. Á kvöldin var dannsað og farið i leikhús. En mest þótti Berit gaman i ,, torikaskemmtitúr un- um”. (Torika er rúss- neskur sleði með þrem- ur hestum fyrir). í þess um sleðum var þotið um slétturnar og mjallrokið huldi hestana og sleðann. Smátt og smátt kynntist Berit fólkinu og allir voru henni góðir og þægilegir i viðmóti eins og Rússar eru yfirleitt. Annars var það ekkert að undra þótt Berit væri vel tekið. Hún var bæði ung og fögur, og fas hennar og yndis- þokki hreif alla við fyrstu kynningu og þó var framkoman látlaus. Auk þess hafði allur bærinn heyrt brot af ævisögu þeirra systkina og frétt um ákvörðun hennar að fylgja bróður sínum i útlegðina. Það var likast þvi aðallir vildu gera dvöl hennar i Tomsk sem ánægjuleg- asta. Berit fannst líka mjög gaman að njóta lifsins: dansa.borða sæl- gæti o is og hlusta á skjall og hrósyrði. Það var Iangt síðan hún hafði leikið sér með lifsglöðu fólki. En i miðjum dansin- um og gleðinni var stundum sem ský drægi fyrir sólu, er hún minnt- ist þess, hve Árni átti erfiða daga. Hún reyndi að harka af sér. Eins og sakir stóðu, gat hún ekk- ert fyrir hann gert. Hún vissi það líka, að mesta gleði Árna væri að henni liði vel. Þessum gleðistundum hennar færi lika að fækka, þar sem hún hafði fastráðið það að fylgja Árna i útlegðina. Vesalings Árni átti bágt þessa daga. í stað 'þess að dansa og skemmta sér, varð hann að æfa þá list i fanga- búðunum að ganga i hlekkjum.Hann varð að læra það að lyfta ekki fótunum of hátt. Hann varð að læra það að lyfta fótunum aðeins það hátt, að þeir skreiddust ineð jörðinni. Vegna járn- anna varð gangan hjá Árna hálfálappaleg. Hann gekk iboginn og hikandi og gat varla stillt sig um að gripa i járnin til að létta sér fótaburðinn. En hann vandist þvi smátt og smátt að lyfta fótunum lágt og fann að vel mátti ganga allmikið með þessa hlekki. Já, Árni lærði margt þessa dagana. Smátt og smátt kynntist hann þjáningabræðrum sin- um, og sér til mikillar undrunar, komst hann að raun um það, að þeir voru hvorki likir ræningjum eða upp- hlaupsmönnum, eins og hann hafði hugsað sér þá. Vitanlega voru þeir órakaðir og hálf ógeðs- legir i þessum and- styggilega fangabúningi en liklega leit hann eins út i þeirra augum. Við nánari kynni kom það i ljós, að þessir fangar voru hjálpsamir og alúðlegir. Marg- ir þeirra voru auk þess hámenntaðir. Þarna voru lögmenn, læknar og listamenn. Margir þeirra höfðu áður verið i röð fremstu manna keisaradæmisins rúss- neska. Þetta voru menn sem höfðu tekið þátt i byltingartilraunum af ráðnum huga og fyrir- fram gert sér ljósa áhættuna sem þessu fylgdi. Þeir tóku þvi ör- lögum sinum með fullri ró. Árni sætti sig lika bet- ur við ógæfu sina, er hann kynntist þessum mönnum. Hann fann ekki eins til þess að vera einmana en fór að lita á þessa menn sem félaga sina og varð eins og þátttakandi i þessu hættulega tafli byltingarmannanna, þótt hann hefði óvitandi lent i þeirra hópi. Með slikum mönnum var fjögra ára útlegð og fangabúðaþrældómur ekki vonlaus. Hann myndi þola þessa raun. 15. Eftir hálfsmánaðar bið, fékk Berit loks að vita hvar Árna yrði val- inn staður i útlegðinni. Ásamt sautján öðrum, dæmdum sakamönnum átti hann að fara til Werchojansk. Lög- maðurinn verjandi systkinanna varð alveg undrandi. Werchojansk var sá staður i rúss- neska keisaradæminu sem talinn var ömurleg- astur og afskekktastur. Hann er i norðaustur Siberiu, ekki allfjarri Norður-íshafinu. Allir veðurfræðingar þekkja þennan stað. Hann er álitinn kaldasti staður heimsins. Meðalhiti vetrarins er 4-60 stig (Þ.e. 60 stiga frost). Klaki fer ekki úr jörð . allt árið. Lögmaðurinn áleit að þetta væri einhver mis- I skilningur eðamistök, að Árni skyldi vera sendur ! til þessa hræðilega staðar. Venjulega voru aðeins sendir þangað menn, sem höfðu verið dæmdir i tiu ára fangelsi eða meira. Allir þeir, sem fara áttu i þetta sinn með Árna voru dæmdir i tiu ára útlegð eða meira nema hann. Lögmaðurinn sendi þvi 1 simskeyti til lögfræðings i Irkutsk og bað hann að kynna sér þetta mál. Svarið kom næsta dag. Nei, — þvi miður voru þetta engin mistök. Lög- Dúfa t 11 FolKÐUM OKKUfl* KfiCrGÍ, KtMUR ö l'ó ÐkVfiAoMQÍMC'ÍAlN M/'KLÍ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.