Tíminn - 11.06.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.06.1977, Blaðsíða 19
Laugardagur ll.júní 1977 19 Wmám -----------——.... ...... — En hvaða upplýsingar fæ ég um þig, Einar? — Ég fæddist nú hérna i Kópa- voginum, og hef alltaf átt lög- heimili hér, þótt ég, eins og kona min, væri svo heppinn að vera i sveit i mörg sumur. Faðir minn er austan frá Stöövarfirði, en mamma er frá Flatey á Breiða- firði. Þaö má þvi segja um okkur hjónakornin, hið sama og sagt hefur verið um flesta sem búa hér á þessu svokallaða Stór-Reykja- vikursvæði, að þeir eigi skammt að rekja til dreifbýlisins. Ef það er ekki pabbinn og mamman, þá eru afinn og amman annars stað- ar frá. Þetta er auðvitað mjög eðlilegt. Mestur hluti hins mikla þéttbýlis hér við Faxaflóann er aðeins fárra ára, — og er reyndar enn i mótun. Kannski er það lika skýringin á þvi, að ýmsir eiga erfitt með að festa hér rætur. Mjög margir eiga endurminning- ar um annars konar lifnaðarhætti en þá sem óhjákvæmilega fylgja miklu þéttbýli. Ef við hefðum keypt einbýlishús... — En eru nú samt ekki margir félagar ykkar, frændur og ná- grannar, hissa á þessari ráða- breytni, og halda jafnvel að þið séuð eitthvað skrýtin i kollinum, að iáta ykkur detta þetta i hug? — Vinnufélagar mlnir, segir Einar, láta mjög vel yfir þessu, en bændur sem ég hef talað við, eru ekki eins hrifnir. Þeim finnst ég hafa keypt jöröina of dýrt. Mér er ekki grunlaugt um að sumir haldi jafnvel að ég sé nú kominn fram á brún hengiflugs, og eigi i raun og veru ekki annaö eftir en að steypast íram af. — Þeim finnst ógætilegt af okkur að yfir- gefa allt blessað öryggið hérna, ibúðina, vinnuna, þetta, að fá kaupiö sitt alltaf reglulega i hverri viku, og svo framvegis. En ég held, að þeir sem tala um, að jörðin sem við keyptum, hafi ver- ið of dýr, hafi ekki fylgzt nógu vel með verðbólgunni, og þvi, hversu gifurlega jarðaverð hefur stigið að undanförnu. Og ibúðaverð einnig. Ég býst varla við að neinum hefði þótt það skrýtið, þótt við hefðum farið inn i miðja Reykjavik og keypt þar einbýlis- hús, eða lúxusibúð, á tuttugu og þrjár milljónir. Það hefði þótl sjálfsagt mál, eða i bezta falli myndarskapur, en þegar um er að ræða bújörð i sveit, verða allir, eða a.m.k. margir, hissa. En þetta er nú einu sinni svona, að annaö hvort langar fólk til þess að gera hlutina eða ekki. Þeir sem aldrei hafa kynnzt sveitalifi vita ekkert hvernig það er, láta sér auðvitað flestir fátt um finnast. þótt ein og ein fjölskylda yfirgefi þéttbýlið, en hinir, sem alltaf hafa átt heima i sveit, þekkja. sem eðlilegt er, ekki hungui þeirra, sem langar i sveitina, en hafa lengst af orðið að sætta sig við að vera án hennar. Ætla að koma upp kúabúi — Voruð þið búin að kynna ykkur jarðaverð annars staðar i landinu, þannig að þið hefðuð eitt- hvað til samanburðar? — Já, við höfðum athugað þetta nokkur undanfarin ár. Við gátum að visu fengið jarðir á viðráðanlegu veröi annars staðar, en ef verðið var lágt, var jörðin undantekningarlitiö af- skekkt, eða á einhvern hátt illa i sveit sett. Og svo var nú þetta, að okkur langaði i Borgarfjörð, þvi að hann má heita æskustöðvar okkar beggja. Það er næstum eins og að fara heim að flytjast að Kollslæk. Margar af þeim jörðum, sem við hefðum getað átt kost á, eru lika einkum fyrir sauðfjár- búskap, en við höfum hug á aö koma upp kúabúi, þegar ástæður leyfa. Þá er maður þó alltaf að fá innlegg, alla daga ársins, og skoðun okkar er sú, að það verði drýgra fjárhagslega, ekki sizt þegar til lengdar lætur. — Þurfið þið nú ekki að kaupa ýmislegt fleira en jörðina og þau hús sem á henni eru? — Jú, við keyptum tvö hundruð og sjötiu kindur, sem bóndinn átti, sömuleiðis traktor og nauðsynlegustu tæki. Að öðru leyti fæ ég lánaðar vélar á bæn- um, þar sem ég var sumardval- ardrengur forðum. Og þá á ég við þannig lán, að mér er heimilt að fá vélarnar einn og einn dag, þegar mér liggur á. — Ekki getið þið keypt kýr strax á fyrsta búskaparsumri ykkar? — Nei, og auk þess er fjósið ekki tilbúið að taka á móti mjólk- urkúm. Bóndinn, sem hefur búið þarna, hefur alið upp holdanaut, og fjósið er byggt fyrir kálfa, og sem „hjarðfjós”. Kálfarnir eru hafðir i stium, en þegar nautin stækka, eru þau látin ganga laus I fjósinu. Það þarf með öðrum orö- um að breyta innréttingu fjóssins, viö höfum hug á að stækka það inn i hlöðuna, liklega gera hana alla að fjósi og byggja svo aðra hlöðu. En það tekur minnst fjóra mánuði að fá samþykki fyrir þessu hjá Stofnlánadeild land- búnaðarins, siðan er að afla fjár og framkvæma, — og að þvi loknu er hægt að fara að kynna sér verð á kúm. — Fylgj3 jörðinni nokkur hlunnindi? — Það er veiði i Reykjadalsá, en hún er leigð út, og okkur skilst, að tekjur Kollslækjar af ánni séu eitthvað um þrjátiu þúsund krón- ur á ári. Enn fremur mun jörðin eiga aðgang að veiðivötnum frammi á Arnarvatnsheiði, — og kannski á maður eftir aö fara þangað, þótt seinna verði. Varö orðlaus — Nú eigifi þifi hjónin ljómandi gófia ibúð hér i Kópavogi. Þifi getið aufivitafi komifi henni I verfi á stundinni? — Bóndinn, sem selur okkur jörðina og hluta af bústofni sin- um, tekur Ibúðina okkar upp i út- borgun, og gefur tiu milljónir fyrir hana. Þar að auki greiðum við hálfa aðra milljón I peningum. Búslóðina flytjum við að sjálf- sögðu með okkur. Kunningi minn, sem á vörubil, hefur lofað að flytja búslóðina og annaö, sem við þurfum með okkur að hafa, upp að Kollslæk, og ekki aðeins hina dauðu hluti, heldur okkur sjálf lika. En þetta er reyndar all- margt heimilisfólk, sex manns. Það eru þá fyrst við hjónin, sonur okkar fjögurra ára, dóttir hálfs annars árs, barnfóstra sem er tólf ára, og svo sautján ára kaupa- maður. A eftir þessu langar mig aö segja þér tvennt, eingöngu til gamans. Sonur okkar fjögurra ára, heldur endilega að viö séum að fara i útilegu, og er iðulega að tala við okkur um tjald og svefn- poka. Þannig skynjar hann hug- takið ,,að flytja út i sveit”, — og er fullkomlega eðlilegt frá hans bæjardyrum séð. Hin sagan er öllu ótrúlegri: Skömmu eftir að þetta kom til tals, ræddum við búferlaflutning- ana við nokkra kunningja okkar. Þá sagði einn ágætur maður: Hvað ætlið þið að gera við sófa- settið ykkar? Það var eins og blessuðum manninum dytti ekki i hug að bændur þyrftu nokkurn tima að setjast niður og hvila sig, hvað þá að gestir kæmu á sveita- bæi, og að þar gæti verið þörf fyrir stól og jafnvel stofukrili! Þó hefur einn nágranna minna gert mig meira undrandi en allir hinir i sameiningu. Kvöld eitt, ekki alls fyrir löngu, kom hann að máli við mig og bað mig að finna sig. Ég hélt að hann ætlaði að biðja mig að rétta sér hjálpar- hönd, og við fylgdumst að, þang- að til komið var að útihúsum nokkrum. Þá kom erindi manns- ins i ljós: Hann sýndi mér gráa hryssu, sjö vetra gamla, sem stóð þar við stall, og bað mig þiggja. Ég varð gersamlega orðlaus og hélt fyrst að þessi góðkunningi minn væri að gera að gamni sinu, en það var nú öðru nær. Honum var bláköld alvara. Ég átti ekki annars kost en að taka við gjöf- inni, — og sannarlega gladdi hún mig mjög, ekki sizt þar sem ég þóttist skilja, að hún væri nokkurs konar verðlaun til okkar hjón- anna fyrir það framtak að ætla nú að hefja búskap i sveit. Að vanda sig — En kvifiifi þiö ekkert þeim tima, sem þifi verfiifi aö aölagast hinum nýju aöstæöum? — Við verðum' áreiðanlega nokkra mánuði að gera okkur grein fyrir breytingunni, ekki sizt hinum fjárhagslegu umskiptum. Nú kemur ekki neitt launaumslag á föstudögum, og helgarinnkaup- in eru úr sögunni. I langan tima höfum við i rauninni ekki neinar tekjur, þvi að lömbín okkar, sem eru að vaxa frammi á heiðum, gefa ekki af sér neitt viku- eða mánaðarkaup. Engu að siður verðum við að standa skil á vöxt- um og afborgunum á þessu ári, þótt tekjur af dilkunum komi ekki fyrr en næsta ár. En þá er bara að vera bjartsýn og vona að þetta heppnist einhvern veginn. Ef til vill lumar þetta sögufræga hérað á einhverjum hollvættum vin- veittum ungu fólki, sem er að hefja búskap á tuttugustu öld i námunda við stöðvar Egils og Snorra. — Hvenær á svo aö flytja I sveitina? — Það verður núna fyrsta júni. Þá förum við að koma okkur fyrir á nýja staðnum, en verið getur þó að ég komi hingað suður aftur, segir Einar, og vinni hér I júni- mánuði, ef aðstæður leyfa. Við hjónin hlökkum bæði til breytingarinnar, en okkur er ljóst, að sveitabúskapur er ekki eintómurdans á rósum. Vel getur verið, að það sé ekki svo ýkjamik- ill vandi að vera bóndi i sveit, ef menn hugsa aðeins um að komast einhvern veginn fram úr þvi, bæöi hvað snertir umgengni og fjár- hagslega afkomu. En ef menn á hinn bóginn vilja að búskapur þeirra geri hvort tveggja I einu, að vera landi og þjóö til heilla og veita fólkinu sem við hann vinnur fjárhagslegt öryggi og lifsfyll- ingu, þá dugir ekkert minna en að leggja sig allan fram og gera alltaf sitt bezta. Þegar ungu hjónin i Kópavogi hafa svo mælt, er ekki annað eftir en að þakka þeim spjallið og óska þeim alls velfarnaðar i hinum nýju heimkynnum. hyggj |a á sveita foúsl ka p 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.