Tíminn - 23.06.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.06.1977, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. jlinl 1977 7 Ósnyrtileg umgengni þekkist víðar en á ís- landi. Jafnvel islendingum blöskrar hún í skuggahverfum útlendra stórborga. I Los Angeles er verið að reyna að snúa við blaðinu. Þótti krass á húsveggjum í fátækrahverfum keyra úr hófi en þá fékk einhver þá snjöllu hugmynd að skynsamlegra væri að leyfa spellvirkjunum að spreyta sig við annars kon- ar veggskreytingar. Var úthlutað leyfum til þeirra, sem þess óskuðu, að myndskreyta til- tekna húsveggi eftir sinu höfði. Útkoman þyk- ir góð, útkrössuðum veggjum hefur fækkað, en í staðinn eru sum borgarhverfi nánast orðin eins og listasöfn.Myndirnar hér á síðunni eru af nokkrum þessara listaverka. Ætlarðu að velta þér upp úr dögg á Jónsmessu- nótt? Kristinn Hallgrimsson, vinnur hjá SIS: Nei ekki núna en ég held aB það megi segja að það sé góður siður. Sigrún Hjartardóttir, afgreiðslu- kona: — Ég held að það hafi æöi litla þýðingu. Svo er ég hrædd um að veröi engin dögg. Haraldur Briem, vinnur hjá Póst- inum: — Nei, og ég hef aldrei heyrt af neinum sem hefur gert það. Stefania Bjarnadóttir, húsfrú: — Svo sannarlega! Hvar? 1 brekk- unum upp á Kjalarnesi. Eyþór Eliasson, bókari: — Alls ekki. Ég er á móti öllu hjátrúar- rugli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.