Tíminn - 23.06.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.06.1977, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 23. júni 1977 19 lesendur segja N átttr öll íhaldsins Föstudagskvöldiö 3. júni fór fram i sjónvarpinu (bein út- sending) umræBur um kaup- og kjaradeilu þá, sem nú stendur yfir. Þátttakendur voru fjórir, tveir frá hvorum aBila. Stjórn- andi umræBna Ómar Ragnars- son. Þarna birtist á skjánum, meBal annarra, myndarlegur maBur aB nafni Viglundur, full- trúi atvinnurekenda. Hann var aB gefnu tilefni spurBur um leiB- ir til sparnaBar I rekstri rikis- ins. KvaBst hann aB visu ekki hafa fullmótaBar tillögur þar um, handbærar, en benda mætti strax á aB ástæBulaust væri aB sjúklingar á sjúkrahúsum fengu fritt fæBi, spara mætti hundruB milljóna á þessum eina liB og al- veg væri ástæBulaust aB fólk fengi ókeypis aö borBa þótt þaÐ leggöist á sjúkrahús. Vitnaöi Viglundur I Matthias ráBherra, og kvaö hann hafa hreyft þessu máli. Ekki veit ég hvort þarna er rétt haft eftir Matthiasi ráö- herra, og ekki heldur hvor Matthiasinn þaö er, hitt er aug- ljóst, aB menn, sem ala meö sér sllkan hugsunarhátt, og blygö- ast sln ekki fyrir aö birta han I áheyrn alþjóöar, eiga hvergi aö vera til ráöuneytis haföir, þegar fjallaö er um félagsmál. Þetta er hugarfar fyrri alda, alda fátæktar og kúgunar, höföu þó fyrri alda menn sér til af- sökunar fátækt og minni upp- lýsingu almennt en nú er. Þessi andi kúgunar, mannfyrirlitn- ingar og mannúöarleysis, , eBa ætti a.m.k. aö vera, hverjum andlega heilbrigöum manni viö- bjóöur. Ekki er furöa þótt erfiö- lega gangi meB réttlætismál kjarasamninganna, ef margir eru I hópi samningamanna vinnuveitenda meB „Vlglundar- hneigBir”. Ég vil trúa þvl, aö þetta, sem hann Víglundur sagBi, hafi veriö slys, stafaö af þvi aö maBurinn hafi ekki veriö I jafnvægi, alls ekki meint þetta, og Matthías- inn hafi aldrei sagt orö I þessa átt, þvi þaö þarf meira en meöal mannvonsku til aö ætla aö tor- velda fátækum sjúklingum og févana gamalmennum aö leita sér heilsubótar á þeim stofnun- um, sem til þess eru reistar fyr- ir almannafé. Laufási 6. Egilsstööum 5. 6.1977. Páll Lárusson Saga flugmála á íslandi Saga flugmála á islandi í Timanum I dag (2. júni) er dálitil fréttagrein þar sem segir aö áhugamenn hafi „bundizt samtökum um stofnun félags, er hafi þaB aö markmiöi aö skrá og halda til haga Islenzkri flug- sögu” ásamt fleiru. Er ekki nema gott eitt um þetta aö segja. En almennum lesendum til glöggvunar finnst mér rétt aö minna á — áhugamenn um flug og sögu flugs vita þaö að sjálf- sögöu —- aö á árunum 1971-1973 komu út þrjú bindi af ritinu Annálar Islenzkra flugmála á 'vegum barnablaðsins Æskunn- ar. Ritiö er I stóru broti og með fjölda mynda, 582 blaösiður samtals. Hefur höfundurinn, Arngrimur Sigurðsson kennari, safna ð hér saman miklum fróð- leik, bæði i texta og myndum, og mun sumt af þvi ekki hafa legið á hvers manns götu. En þessi þrjú bindi taka ekki yfir söguna lengur en fram á árið 1936, og má af því nokkuð marka hve ná- kvæm efnissöfnunin hefur veriö, en sagan hefst 1917. Höfundur- inn mun hafa tilbúið efni i eitt bindi til viöbótar að minnsta kosti, en markaöur fyrir bindin sem út eru komin hefur ekki reynzt svo góöur að útgáfan hafi staðið undir sér. Mætti þaö vera áhyggjuefni öllum, sem fróöleik unna og ekki er sama um hið al- menna þekkingarstig þjóöfé- lagsþegnanna, aö vandað og vel unnið rit um þróun og sögu svo mikils og merkilegs þáttar I at- vinnulífi þjóðarinnar sem flugið er skuli ekki seljast fyrir bein- um útgáfukostnaöi. A þaö reyndar við á fleiri sviöum. 2. júnl 1977 Ólafur Þ. Kristjánsson Hallgrímskirkja í Saurbæ 1 blaöi yðar hinn 28. mai segir, aö „Hallgrímskirkja” hafi verið „flutt i Vindáshliö frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.” Vegna þessarar fréttar vil ég undir- ritaður leyfa mér aö upplýsa eftirfarandi: Kirkjan I Vindáshliö, sem Saurbæjarsöfnuður á Hval- fjaröarströnd gaf K.F.U.M. fyrir 20 árum, eftir aö Hallgrimskirkja i Sauöbæ haföi verið reist og vlgð, bar aldrei nafn séra Hallgrims. Kirkjuna lét séra Þorvaldur Böövarsson reisa áriö 1878, og veröur hún þvi 100 ára á næsta ári. I öllum skýrslum, visitaziugjöröum og embættisbókum Saurbæjar- prestakalls er kirkja þessi nefnd Saurbæjarkirkja, svo sem verið haföi um allar kirkjur i Saurbæ, þar til minningarkirkjan var byggö, sú er nú stendur. Tillaga um minningarkirkju séra Hallgrims I Saurbæ kom fyrst fram á héraðsfundi Borgar- fjaröarprófastsdæmis áriö 1916, og var þá þegar gert ráð fyrir þvl, aö hún bæri nafn séra Hallgrims. Núverandi kirkja er eina kirkjan hér, sem boriö hef- ur heitið Hallgrlmskirkja. Meö þökk fyrir birtinguna. Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, 1. júni 1977 Jón Einarsson, sóknarprestur. Á hvítasunnudags- morgun 1977 Þá er ylur I blænum og von okkar vis. Þá er vorsöngur allra á hæöum. Og i hjartanu ástleitni draumfagra dis, og dægurljóö næmust i æöum. Og vinirnir brosandi fara á flot, og fögnuður rikir i skutnum. Og þá heyrast titrandi skot eftir skot, og skipt verður engum hlutnum. Jón Jóhannesson Þrjú vers Ég þakka þessa æsku. Ég pakka Drottins gæzku, sem leyfir lúnu eyra sitt lausnarorð að heyra. Ég þakka þessa tungu og þekku bros og ungu — Ó, ástar alúö þina Guö, um pau láttu skina. Ég hylli þig, ó herra, sem harma lætur þverra, en kveikir brosið Djarta, sem býr i unglings hjarta. Jón Jóhannesson VARAHLUTIR-AUKAHLUTIR II ©• \ # % •IV • m J**. \*r $ Á 9 ifflmnaust h.f SlDUMULA 7—0 SIMI 82722 Þar sem úrvallO er mest 1 bfllnn Brúðuvagnar og kerrur Póstsendum VAGNAR KR. 10.900 OG KR. 7.900 KERRUR KR. 2.300 OG KR. 4.700 Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10, sími 14806 Viðskipta vinum Kassagerðar Reykjavikur er hér með bent á að verksmiðjan verður lokuð vegna sumar- leyfa frá 11. júlí til 8. ágúst Pantanir á umbúðum sem afgreiðast eiga fyrir sumarleyfi þurfa að berast fyrir næstkomandi mánaðamót. Kassagerð Reykjavíkur Kleppsvegi 33. ORKUSTOFNUN óskar eftir að taka á leigu nokkrar jeppabifreiðar Upplýsingar i sima 2-88-28 frá kl. 9-10 f.h. næstu daga. ORKUSTOFNUN Laugavegi 116.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.