Tíminn - 23.06.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 23.06.1977, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 23. Jlinl 1977 21 Elmar Geirsson alkominn heim frá V-Þ\ 99 Ekki uppörvandi að vera settur í árs leikbann” — segir Elmar, sem má ekki leika með Fram-liðinu fyrr en næsta sumar — Þaö voru ekki beint uppörvandi fréttir, sem maöur fékk viö heim- komuna. Auövitaö er þaö leiöinlegt aö geta ekki leikiö meö gömlu félögunum í Fram i sumar, sagöi Elmar Geirsson, knattspyrnukapp- inn kunni úr Fram, sem hefur dvalizt i V-Þýzkalandi undanfarin ár viö tannlæknisnám, auk þess sem hann hefur leikiö sem atvinnumaöur meö Eintracht Trier undanfarin tvö ár, viö góöan oröstír. Elmar ætlaöi aö byrja aö æfa og leika meö Fram-liöinu fljótlega eftir heimkomuna, en nú er útséö um aö hann veröur ekki gjaídgengur i Islenzka knatt- spyrnu fyrr en næsta sumar. Astæöan fyrir því er, aö i áhugamannareglum K.S.I. stend- ur, aö þeir leikmenn, sem hafa veriö atvinnuknattspyrnumenn erlendis, geta ekki öðlazt áhuga- mannaréttindi að nýju fyrr en 6 mánuðum eftir að atvinnu- mennsku lauk. — Auðvitað er það ekki uppörvandi að vera settur I „bann” frá knattspyrnu þegar maöur kemur alkominn heim. Það er niðurdrepandi fyrir knatt- spyrnumenn, aö þurfa að biða i ár eftir að fá að leika hér aö nýju sagöi Elmar. Elmar sagði, að sjálfsagt væri að hafa reglur — en reglur, sem útilokuðu leikmenn frá þvi að taka þátt i knattspyrnuleikjum hér heima i heilt ár, væru engin lausn. — Það er allt gert til aö koma i veg fyrir að leikmenn fari til aö leika með erlendum liðum, en ekkert er gert til að laða leik- menn heim aftur, heldur er þeim settur stóllinn fyrir dyrnar, sagöi Elmar. — Þaö er oft svo, að ef leik- menn fá ekki aö leika einhvern tima, þá slaka þeir á og missa áhugann fyrir þvi að æfa. Og ef menn hætta að leika knattspyrnu um tima, þá er erfitt fyrir þá að byrja aftur sagði Elmar. — Ætlar þú þá ekki að æfa i sumar? — Jú, ég mun að sjálfsögðu byrja að æfa eftir að ég er búinn að koma mér fyrir. Þótt að Elmar sé útilokaður frá þvi að keppa með Fram-liðinu i knattspyrnumótum hér á landi, þá á hann möguleika á aö leika tvo leiki með Frarft i sumar — i UEFA-bikarkeppni Evrópu. Reglur K.S.I. um áhugamanna- réttindi ná ekki til Evrópukeppni. Þegar við spurðum Elmar að þvi hvort hann hafi ekki áhuga á að leika með Fram i UEFA-bikar- keppninni, sagði hann, að ef Framarar kærðu sig um að nota krafta hans og það væri pláss fyrir hann i Framliðinu, myndi hann æfa á fullu og gefa kost á sér i Evrópuleikina. Þá er einnig útséð um aö Guð- geir Leifsson geti leikið með Vestmannaeyjaliðinu i sumar, en hann hefur tilkynnt um félaga- skipti frá belgiska félaginu Charleroi til Týs i Eyjum. Ahugamannareglur K.S.I. sem voru samþykktar 1971, voru sett- ar til þess aö fyrirbyggja að leik- menn, sem leika erlendis með at- vinnumannaliöum geti komið hingað og leikið á sumrin, en horfið siðan aftur á veturna til útlanda sem atvinnumenn. Gott dæmi um það er Guðgeir Leifs- son, sem hefur hug á þvi að vera áfram i atvinnumennsku — en hann kemur hingað heim á meðan hann er að biða eftir tilboði frá nýju félagi erlendis, og ætlaði hann sér að leika hér nokkra leiki i sumar með Vestmannaeyjalið- inu meðan millibilsástand væri á knattspyrnuferli hans. Aftur á móti eru erfiðara fyrir Elmar aö sætta sig við þetta þar sem hann er alkominn heim — og hann þarf að biða i ár áöur en hann getur farið að leika með sfnu gamla félagi. —SOS ELMAR...er byrjaöur aö vinna viö tannlækningar. Hér á myndinni sést hann aö störf- um (Tímamynd Róbert) Tvö skallamörk tryggöu Viking- um sigur (2:0) yfir KR-ingum i 1. deildarkeppninni i knattspyrnu I gærkvöldi á Laugardalsvellinum. Bæöi mörk Vikinga komu i fyrri hálfleik — fyrst skallaöi Viöar Eliasson knöttinn i markiö hjá KR-ingum, eftir sendingu frá Ragnari Gislasvni, en siöari markiö skoraöi Kári Kaaber, þegar hann sneiddi knöttinn skemmtilega i netiö meö skalla, eftir sendingu frá Róberti Agnarssyni, sem Iék aö nýju meö Vikingum, eftir meiöslin sem hann hefur átt viö aö stríöa f sum- ar. Vikingar léku með þrjá miö- verði i gærkvöldi — Róbert Agnarsson, Helga Helgason og Kára Kaaber. Astæöan fyrir þvi var, aöDiörik Ólafsson gekk ekki heill til skógar — hann byrjaði ( Skallamörk frá Viðari og Kára — tryggðu Vikingum sigur (2:0) yfir KR-ingum leikinn draghaltur. KR-ingar áttu erfitt með að brjótast upp miöj- una, fram hjá þessum hávöxnu miöherjum, sem börðustvel. Vik- ingar, sem leika mjög enska knattspyrnu, réðu gangi leiksins i fyrri hálfleik, enda réöu þeir gangi leiksins á miðjum vellin- um. KR-ingar komu ákveðnir til leiks i siðari hálfleik og náöu þeir ofthættulegum sóknarlotum, sem þeir gátu ekki fullnýtt. örn Óskarsson komst t.d. einn inn fyrir Vikingsvörnina og reyndi að vippa knettinum yfir Diðrik Ólafsson, sem var kominn út úr markinu. En Diörik náði að koma hendi á knöttinn á siðustu stundu og bjarga marki. Stuttu siðar komst Arni Guðmundsson inn fyrir Vikingsvörnina — laust skot hans af stuttu færi hafnaði í fang- inu á Diöriki. Þetta voru ekki einu mark- tækifæri KR-inga, þvi að Orn Óskarsson og Vilhelm Freöriksen skutu yfir mark Vikinga I dauöa- færum. KR-ingar komu þó knett- inum einu sinni I markið hjá Vik- ingum. Orn óskarsson átti þá hörkuskot af stuttu færi, sam skall i brjóstkassa Diöriks, markvarðar Vikings — þaðan þeyttist knötturinn út til Arna Guðmundssonar, sem skoraði ör- ugglega i mannlaust mark Vik- inga.KR-ingarfögnuöu marki, en þá kom dómari leiksins, Grétar Norðfjörð á óvart — hann dæmdi markið af, þar sem hann taldi aö Orn hefði sparkað knettinum úr höndunum á Diðriki. Þessi dómur hans var út i hött, þvi að Om var Framhald á bls. 23 Ómar lokaði markinu — og Blikarnir unnu óvæntan sigur (1:0) yfir Skagamönnum i gærkvöldi Ómar Guömundsson, nýliöinn I marki Breiöabliks, var hinum sókndjörfu Skagamönnum erfiö- ur á Fifuhvammsvellinum I Kópavogi i gærkvöldi, þar sem Blikarnir náöu aö skella Skaga- mönnum — og tryggja sér sætan sigur 1:0. Þessi 24 ára markvörö- ur, sem hefur leikiö f marki Kópa- vogsliösins undanfarna þrjá leiki, sýndi stórkostlega markvörzlu — hann varöi hvaö eftir annaö snilldarlega frá hinum mark- sæknu miöherjum Skagamanna, Kristni Björnssyni og Pétri Pét- urssyni og lagöi þar meö grunninn aö sigri Blikanna. Sigur Blikanna var ekki sann- gjarn eftir gangi leiksins, þvi aö Skagamenn sýndu stórgóöa knattspyrnu og héldu upp nær lát- lausri sókn að marki Blikanna, sem léku varnarleik frá fyrstu min. til þeirrar siöustu. Skagamenn byrjuðu leikinn strax á miklum sóknarlotum, en þess á milli náðu Blikarnir hættu- legum skyndisóknum — og úr einni þeirra skoruðu þeir sigur- markiö. Það var á 20. min. þegar Hinrik Þórhallsson sendi góöan stungubolta á Þór Hreiðarsson, sem hljóp með varnarmenn Skagamanna á hælunum upp að marki þeirra — og siðan sendi hann knöttinn fram hjá Jóni Þor- björnssyni. Skagamenn tviefldust svo eftir markiö að þeir juku sóknarþunga sinn jafnt og þétt. Blikarnir gerðu allt til aö halda forskotinu — þeir byrjuðu á þvi að taka þá Kristinn og Pétur úr umferö i síöari hálf- leik, — með þvi að láta Valdimar Valdimarsson og Ólaf Friöriks- son elta þá. Þegar lOmln. voru til leiksloka náðu Skagamenn að jafna — 1:1, en á sorglegan hátt var markið dæmt af þeim. Aðdragandinn aö markinu var þannig, að Jón Al- freðsson náöi að sundra vörn Blikanna — og siðan sendi hann knöttinn til Péturs Péturssonar, sem stóð fyrir opnu marki og sendi hann knöttinn I mark Blik- anna. En þegar knötturinn var á leiðinni i netiö, flautaði Magnús Pétursson, dómari og dæmdi hann aukaspyrnu á Hinrik Þór- hallsson, miövörö Blikanna. Þetta voru stór mistök hjá Magnúsi, þvi að þarna högnuöust Blikarnir á broti — og Skaga- menn misstu af löglegu marki og þar með af einu dýrmætu stigi, en Blikarnir fögnuðu óvæntum sigri — 1:0. Maður leiksins: Ómar Guö- mundsson. i-:: A Stór- góður enda- sprettur Eyja- manna tryggðl þeim stórsigur (4:1) yfir FH-ingum Eyjamenn tryggðu sérsigur (4:1) yfir FH-ingum I Vest- mannaeyjum i gærkvöldi meö mjög góðum endaspretti, þeg- ar þeir skoruöu þrjú mörk á sjö siðustu mínútunum. Stað- an var jöfn (1:1) þegar markavél Eyjamanna fór i gang og höfðu FH-ingar þá varla við að hirða knöttinn úr netinu hjá sér. Eyjamenn byrjuöu á þvi að skora i gærkvöldi þegar Karl Sveinsson sendi knöttinn i net- iö hjá Hafnfirðingunum, sem náðu síðan að jafna (1:1) með marki frá Janusi Guölaugs- syni. Siðan misnotaöi Sigurlás Þorleifsson vitaspyrnu, og var staðan jöfn 7. min. fyrir leiks- lok — 1:1. Þá skoraöi Tómas Pálsson og fjórum min. siöar bættihann öðru marki viö, eft- ir góða sendingu Sigurlásar, sem sundraöi varnarvegg FH- inga á skemmtilegan hátt. Sigurlás gulltryggði sfðan Eyjamönnum sigurinn (4:1) á siðustu min. leiksins MAÐUR LEIKSINS: Sigur- lás Þorleifsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.