Tíminn - 23.06.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.06.1977, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 23. júni 1977 17 Norðurlandasamband stangaveiðimanna: Þúsundir veiðivatna hafa eyðilagzt vegna sýrumengunar gébé Reykjavik — Nýlega var haldiö þing Noröurlandasam- bands stangaveiöimanna I Hanaholmen i Finnlandi. Þar var kjörinn nýr formaöur fyrir sambandiö, Hákon Jóhannsson, tslandi. Ritarastörf sambands- ins voru falin Landssambandi Isl. stangaveiöifélaga næstu þrjú árin og var Friörik Sigfús- son, kjörinn ritari. Finnar önn- uöust áöur þessi ritarastörf. Noröurlandasamband stangaveiðimanna, eru samtök félaga stangaveiöimanna á öll- um Noröurlöndum. A þingi þess I Finnlandi, var m.a. samþykkt ályktun um aö styrkja sam- vinnu viö ýmis alþjóöasamtök, og þá einkum Noröurlandaráð. Þar var rædd sportveiöi á Nord- kalottsvæðinu, og var ákveöið aö beita sér fyrir fræðslu á breiðum grundvelli um þetta mál fljótlega. Þá samþykkti þingið yfirlýs- ingu, sem beint var til rikis- stjórna Norðurlanda og Norður- landaráös, varöandi sýrumeng- un, einkum af völdum brenni- steins, sem veitt hefur veriö út i umhverfið og hefur orðið þess valdandi aö ótal mörg veiöivötn, einkum i suöurhluta Skandina- viu, hafa eyöilagzt. Fer yfirlýs- ing þessi hér á eftir: Sýring (mengun) vatna og vatnsfalla á vissum svæðum á Noröurlöndum stefnir nú i hættu þúsundum veiöivatna. Mikils- verðir möguleikar á hvíld, sem veiði og útivera veitir, eru þar með úr sögunni. Félagslegt gagn og gildi stangaveiöa gefur tilefni til verulega aukins fram- lags af þjóöfélagsins hálfu til þess að koma i veg fyrir þessa þróun. Þær rúmar fjórar milljónir manna er sportveiði stunda á Noröurlöndum, bera alvarlegan kviöboga i brjósti vegna þróun- arinnar og beina þvi þeirri ein- dregnu áskorun til rlkisstjórna Noröurlanda og Norðurlanda- ráös að efla mengunarvarnir. Noröurlandasamband stangaveiöimanna fer þess einnig á leit, að rikisstjórnirnar veiti þvi virkan stuöning að kalk sé notaö gegn menguninni og komiö veröi á verulegu tilrauna- og rannsóknastarfi I þessu sam- bandi. Sambandiö mælist einnig til þess, aöNoröurlandaráö beiti sér fyrir virkri samstöðu meö þaö fyrir augum að efla á allan hátt baráttuna gegn mengun- inni og orsökum hennar. Frá vinstri er Friðrik Sigfússon, nýkjörinn ritari Norðurlanda- sambands stangaveiðimanna og Hákon Jóhannsson, nýkjörinn formaður þess. Kapp- reiðar Sindra við Pétursey Laugardaginn 25. júni heldur hestamannafélagið Sindri sinar árlegu kappreiðar við Pétursey. Þær hefjast kl. 2 með hópreið hestamanna. Siðan fer fram gæð- ingakeppni með spjaldadómum, og einnig er valinn fegursti gæð- ingur Sindra af áhorfendum með atkvæðagreiðslu þeirra. Þá fara fram kappreiðar. Keppt verður i 250 m skeiði, fyrstu verðlaun eru 7.500 kr. 800 m stökki, fyrstu verðlaun 7.500 kr. 300 m stökki, fyrstu verðlaun 4.500 kr. 250 m folahlaupi, fyrstu verðlaun 3.000 kr. og 800 m brokki, en að auki fá þrir fljótustu hestar hverrar keppnisgreinar verðlaunapeninga. Þá koma fram börn sem verið hafa I reiðskóla Sindra, hrossa- ræktunarmönnum býðst að koma fram með hóp afkvæma notaðs stóðhests af félagssvæðinu og siðast eru valdir gæðingar Sindra til að taka þátt I Stórmóti sunn- lenzkra hestamanna, sem fer fram á Rangárbökkum helgina 6. til 7. ágúst I sumar. Þeir sem hyggjast taka þátt i kappreiðum Sindra með keppnis- hross þurfa að tilkynna þátttöku sina til Sigurjóns Arnasonari Vik fyrir fimmtudag 23. júni. Loka- skráning keppnishrossa Sindrafé- laga fer fram á fimmtudagskvöld á Sindravelli. Eftir kappreiðar heldur hesta- mannafélagið Sindri dansleik i Leikskálum i Vik, sem hefst um kvöldið kl. 9. Hljómsveitin Glit- brá sér um fjörið. Munió alþjóðieyt hjálparstarf Rauóa . krossins. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Grjótaþorp: IFORGARÐI FJALAKATTARINS KEJ-Reykjavik — ibúasamtök Grjótaþorpsins fundu sér verðugt verkefni að vinna fyrir þjóðhátiðina um siðustu helgi og tóku til i forgarði Fjalarkatt- arins. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir hefur vel til tekizt og hinn ágætasti útivistar- blettur er kominn I stað haugs af drasli og ryðguðum bilhræum sem þarna mátti sjá áöur. Laufey Jakobsdóttir, sem á sæti i fimm manna framkvæmda- nefnd fbúasamtakanna, sagði i viðtali við Timann, að hún vonaði að þetta væri aðeins upp- hafið að frekari fram- kvæmdum. Fólki blöskraði orðið sóðaskapurinn, og hafizt var handa um tiltekt og sfðan þróaðist þetta stig af stigi unz búið var að tyrfa, mála og garðurinn orðinn þvi sem næst óþekkjanlegur. Umræddur garður er bak við Morgunblaðshöllina og litla hvitmálaða húsið, sem sézt á myndinni, mun einhverntima hafa verið rafstöð fyrir Fjala ■ köttinn. Laufey tjáði okkur að sumir kölluðu húsin tvö Davið og Goliat, en ekki færi siður vel á að nefna þetta forgarð Fjala kattarins. Vonandi væri þetta upphafið að viðreisn Fjalakatt- arins sem elzta leikhúss Reykjavikur. Sagði Laufey, að mikill áhugi væri einmitt fyrir endurreisn Fjalakattarins, ekki sizthjá áhugasamri æsku lands- ins. Margt er það enn sem miður fer i Grjótaþorpi. Sagði Laufey okkur, að ekki væri nóg með að bil væri lagt þar I hverja smugu á daginn heldur hefst á kvöldin rúntaksturinn um Grjótaþorp og torfæruakstur mótorhjóla. Þá má nefna vanhirðuna á sumum húsunum, ekki sizt þeirra sem eru i eigu borgar- innar, og ýmis sjónspjöll eru þarna, sem auðvelt ætti að vera að kippa i lag. Sagði Laufey að t.d. væri fullur hugur á að fá að hlaða grjótgirðingar I stað margra forljótra bárujárns- girðinga og svo væri með fleira. Fjörutíu endursendu boðskortin JH-Reykjavik — Sá atburður gerðist I Sviþjóð að fjörutiu ts- lendingar, liklega flestir I Uppsöl- um, endursendu sendiherra ts- lendinga I Stokkhólmi, Guðmundi t. Guðmundssyni, boðskort er hann sendi þeim fyrir þjóðhátið- ardaginn, er hann efndi til kokk- teilsboðs i sendiráöinu. Þeirsem að þessari endursend- ingu stóðu báru þvi við að þeir gætu ekki þegið þetta boð vegna þess, sem á milli bæri i náms- lánamálum, launamálum og verkalýðsmálum. Tónleikar KEJ-Reykjavik — Nk. fimmtu- dagskvöld kl. hálf niu verður i Norræna húsinu haldnir tónleikar fyrir þá sem áhuga hafa á vand- aðri popptónlist með svolitlum klassiskum keim. Hljómsveitin heitir Melchir og flytur eingöngu frumsamda tónlist. Meðlimir hljómsveitarinnar eru 10 og hljóðfæraskipan nokkuð frumleg, leikið á viólur, selló, klassiskan gitar og einnig rafmagnshljóð- færi. Miðar á tónleikana verða seldir við innganginn og munu kosta 300 kr. Happdrætti Krabba- meins- félagsins Dregið var i happdrætti Krabba- meinsfélagsins 17. júni s.l. Eftirtalin númer hlutu vinninga semhérsegir: Nr. 71241: Bifreið, Pontiac-Ventura Coupé, árgerð 1977. Nr. 68445: Bifreið, Austin Mini 1000, árgerð 1977. Vinninga skal vitjað að skrif- stofu happdrættisins að Suður- götu 24, Reykjavik, simi 15033. Auglýsið í Tímanum Héraðsskólanum á Laugarvatni slitið ATH-Reykjavik. Héraðsskólan- um á Laugarvatni var slitið fyrir nokkru. Benedikt Sigvaldason skýrði I skólaslitaræðu sinni frá helztu þáttum skóiastarfsins og niðurstöðum prófa, að þvi marki, sem heimilt er samkvæmt grunn- skólalögum. Nemendur voru með fæsta móti, um 80 lengst af, þar af luku 71 vorprófum sinum. t fram- haldsdeild (uppeldisbraut) luku 7 nemendur prófi og var hæst Hanna Jóna Björnsdóttir frá Vopnafirði: 6,7. Gagnfræðaprófi luku 22 nemendur og grunnskóla- prófi 23. Verðlaun fyrir góðan náms- árangur (þ.á.m. frá danska sendiráðinu i Reykjavik) hlutu Hanna Jóna Björnsdóttir frá Vopnafirði og Bergljót Hreins- dóttir og Elisabet Benediktsdóttir frá Reyðarfirði. Hinn 20. mai siðastliöinn heimsóttu skólann nemendur. er útskrifuðust vorið 1966. Þeir færðu skólanum stóra rafmagns- klukku að gjöf, sem þegar hefur verið komið fyrir i stafni miðbustar skólans. Gjöfin er sér- staklega tileinkuð minningu tveggja piita úr hópnum, sem drukknað höfðu I sjó, þeirra Þór- arins G. Reynissonar frá Mjó- sundi I Villingaholtshreppi og Agústs ólafssonar frá Eyrar- bakka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.