Tíminn - 23.06.1977, Qupperneq 18

Tíminn - 23.06.1977, Qupperneq 18
Hjónin Hjörtur Bjarnason og Ásrún Knudsen Lárusdóttir 18________________________________ Gef oss drottinn góðan dag gott og fagurt sólarlag. Eptir lffsins endaö skeiö oss i vegsemd þin leiö. I dag er hann afi minn lagöur til hinztu hvlldar. Hann var fæddur 19. mal 1894 á Gneistavöllum á Akranesi sonur hjónanna Sigur- laugar Helgadóttur frá Neöra Nesi I Stafholtstungum og Bjarna Guömundssonar sem ættaður var frá Bjarghól I Húnavatnssýslu. Afi ólst upp meö sex systkinum I fööurhúsum, og var aöeins niu ára þegar hann fór aö sækja sjóinn meö fööur sinum. Þa voru timarnir aörir en nú þekkist, og þaö hefur þótt sjálfsagt aö strákurinn legöi hönd á plóginn er aldur og kraftar leyfðu. En honum féll þetta vel enda þekkti hann ekkert annaö en sjóinn og vandist ekki ööru. Strax eftir fermingu réöi hann sig á skútuna Millý. 1 fyrsta túrnum höföu þeir siglt vestur um og lagt inn I Aöal- vlk, og þar vildi þaö óhapp til aö pilturinn féll rænuiaus fyrir borö, en það tókst aö krækja I hann og honum var borgiö. Þannig var nú byrjunin á hálfrar aldar sjólífi hans. En fall er fararheill. 1 sjö vertiöir var hann á skútum. Ariö 1914 réöi hann sig á b.v. Rán meö þeim sama skipstjóra sem vigöi hann til sjómennskunnar foröum. En eftir það fór hann á ýmsa mótorbáta sem Haraldur Böövar- son átti, t.d. M.b. Val. Um þaö leyti læröi hann til mótorista hjá Ölafi Kelvin sem kallaöur var svo, og réöi sig síðan á m.b. Víking sem mótorista, og siðar á aöra báta sem vélstjóri, t.d. Keili, Reyni, Ver og Ægi. Annan janúar 1925 er afi svo lögskráöur háseti á Sírlusi gamla (Ceresia) frá Hull. Fyrsta túrinn fóru þeir austur aö Horni. Lentu þeir I slæmu veöri og fengu á sig brotsjó, minnstu munaöi aö hann afa minn tæki þá út, þvi hann sat úti á lunningu er sjóinn skolaöi burt. En eftir aö gert var viö skipiö héldu þeir á Halamiö. Þetta var 6. feb. 1925. Barst þá á hiö versta veöur og hófst þá löng og hörö barátta aö ná til lands, en þar beið hún amma min elskuleg, þá ung kona I blóma lifsins. Þessa nótt, þann 7. febrúar, ól hún afa mlnum dóttur. Mikil gleði hefur rikt viö heim- komuna er hún heimti eigin- manninn úr slikum háska. Þau eignuöust saman fjögur börn: Helgu, sem gift er Jóni Gislasyni trésm.m., Hauk, sem giftur er Gisleyju Gisladóttur, Héðin, sem giftur er Hrefnu Jónsdóttur og Asu, sem gift er Gunnari Bjarna- syni bifv.v. Ýmis atvik uröu á sjómannsævi afa mins sem aldrei fyrntust i huga hans. Má þar nefna tvennt hér. Annaö var hin erfiöa og tvi- sýna barátta aö bjarga skip- verjum af Jóni forseta er hann strandaöi 27. febrúar 1928. Fór afi ásamt mörgum öörum til hjálpar. Hann hafði veriö háseti á Jóni forseta og um borö voru margir vinir hans og félagar. Tiu mönnum tókst að bjarga en hinir drukknuöu. Hitt var björgun Pourquoi Pas 18. september 1936. Þá var afi á Ægi frá Akranesi og fóru þeir ásamt björgunarsveit Akraness á strandstaö. Með í feröinni var bróöir afa mins, Siguröur Bjarnason, en hann var mótoristi á Ægi. Þarna bjargaðist aöeins einn af 39 mönnum. Viö báöum afa oft aö segja okkur frá þessu og fannst merkilegt að fá aö skoöa skjaliö og oröuna sem veitt var fyrir þetta björgunarafrek. En þetta geymdi afi alltaf upp- vafiö i sivölum bauk. Eftir aö afi hætti á sjónum vann hann viö hafnargerö á Akranesi þar til hann varö fyrir vinnuslysi áriö 1950, og varö óvinnufær I tvö og hálft ár. Um þetta leyti fékk ég aö fara til sumardvalar til afa og ömmu. Þau bjuggu þá I húsi er þau byggöu aö Suöurgötu 23 á Akranesi. Ég var 6ára og minn- ingarnar eru bjartar og kærar. Ég minnist afa mins sem hossaöi mér á höndum sér, og ömmu minnar sem strauk mér bliölega um andiit og hendur og breiddi yfir mig I stóra rúminu slnu. Margar sllkar minningar veita mér gleöi nú, þegar þau eru horfin yfir landamæri lifs og dauöa. Þau sýndu kærleik sinn og umhyggju á margan hátt. Mig langar aö minnast á fyrstu kynni min af afa. Þá var hann enn á sjónum. Ég get ekki munað aö ég hafi séö hann þessi fyrstu ár ævi minnar en stundum á morgnana þegar viö fórum á fætur, lá kippa af nýjum fiski i tröppunum handa okkur. Þá haföi afi fengið aö skjótast þennan spöl upp á Bjarkargötu en ekki haft neina stund til aö gera vart viö sig. En hann sýndi hug sinn i verki og þreyttur eftir róöur hefur hann gengiö meö fiskinn þessa leiö og ekki hefur nú verið mikill timi til hvildar framundan þegar flýtir- inn var slikur. 1 mal 1954 fluttu afi og amma til Reykjavikur og eignuöust Ibúð örskammt frá heimili okkar. Afi vann sem vakt- maður um tlma en vann slöan hjá Eimskipafélagi Islands þar til hann haföi náö 73 ára aldri. En afi minn var atorkumaöur og karl- menni aö buröum og honum féll þungt aö fá ekki aö vinna. En til siöasta dags fann hann sér ein- hvern starfa. Þótt árin yröu 83 bar hann þaö ekki meö sér. Hann var vel ern og sterkur. En þaö er aöeins eitt fótmál héöan og yfir um — og nú er hann allur. A miðjum morgni 16. júnf s.l. lézt hann á Hrafnistu þar sem hann haföi dvalið I liölega 7 ár. Slöasti dagurinn I llfi hans byrjaöi ekki ööruvisi en aörir dagar, og þegar kalliö kom hafði gamli maöurinn veriö aö frá þvl snemma morguns og lokiö þvl sem öörum þætti ágætt dagsverk. Amma min var fædd 15. april 1898 I Stykkishólmi. Foreldrar hennar voru Lárus Michael Knudsen fæddur I Keflavik, og Guöriöur Eyleifsdóttir fædd á Akranesi. Þau bjuggu lengst af sinum búskap I Stykkishólmi og þar ólst amma mín upp meö tveim systkinum slnum. Sem ung stúlka fluttist hún til Reykjavíkur og réði sig þar i vist. Oft sagöi hún mér frá þeirri vandvirkni sem krafizt var af henni, enda varö hún mesta myndarkona I hvi- vetna. Slðan fluttist hún til Akra- ness. Meöan hún enn dvaldist I Reykjavik eignaöist hún sina beztu vinkonu og entist sú vinátta allt þar til dauðinn aöskildi þær. Þessi vinstúlka var Guöborg Ingi- Fimmtudagur 23. júnl 1977 mundardóttir fædd 20. desember 1896 aö Staöarhóli i Dalasýslu, dáin I september 1931. Arið 1920 giftist hún Glsla Jónssyni Hvann- dal, sem var fæddur i Ytri Galta- vik I Skilmannahreppi 3. marz 1895, dáinn 27. nóvember 1929. Ariö 1921 tóku þau viö búi I Ytri- Galtavik, er faðir Glsla lézt. GIsli og Guöborg eignuðust sex börn, en þau voru öll á unga aidri er foreldrar þeirra féllu frá. Elzti sonur þeirra varð mörgum árum siöar faöir minn, og þykir mér alltaf gaman aö hugsa til þess aö báöar ömmur minar skuli hafa veriö svo góöar vinkonur á upp- vaxtarárum sinum. Asrún amma min og Hjörtur afi stofnuöu heimili sitt á Akranesi, og bjuggu á Breiöinni, allta þar tií þau eignuðust húsiö viö Suöur- götu 23. Amma var alla tiö I stúk- unni á Akranesi, sat Stórstúku- þing og starfaði aö bindindis- málum sem henni voru hugleikin. Hún lézt 12. júli 1967. Nú eru liðin 10 ár frá því hún lézt, og enn lengra siðan ég kvaddi hana i slðasta sinn. Þá var ég á förum vestur um haf með eina lang- ömmubarniö hennar sem þá var. Um nóttina rétt áöur en ég hélt af stað komu gömlu hjónin og leiddust upp holtiö, eins og svo oft áöur. Þau komu til aö kveðja okkur, þá fann ég svo vel kær- leikann ‘sem I þeim bjó. Þessi kveðjustund hefur varöveitzt I minningunni um hana ömmu mina og er mér ógleymanleg. Þegar ég hugsa til baka man ég aðeins brosandi andlit hennar. Hún fann alltaf björtu hliðarnar, og hvatti okkur ætiö. Oft minnist ég þeirra stunda er amma, mamma og ég sátum þrjár og unnum saman aö slátri, bakstri eöa ööru. Sjálfsagt hefur nú ekki veriö mikiö liö I mér viö hliö þeirra mæögna, en ég fékk aö vera meö, og þaö er gott aö eiga slikar minningar. Sem siöustu kveöju til þessara horfnu ástvina minna og einnig I minningu fööur- foreldra minna læt ég fylgja hér á eftir þessi fallegu erindi Sveins Víkings. i ljóssins átt stefnir llfsins þrá sú leit er þvi dýpst I eðlið borin. Að vaxa til dýrðar duftinu frá er draumurinn ljúfi, sem rætist á vorin. Óttastu ei. Sú hönd er mild og hlý, sem hvarmi f þreyttum lokar hinzta sinn. Þá nóttin dvinar, dagur rfs við ský og dauðinn, lífsins þjónn, er vinur þinn. Já dauðinn, hann er Drottins hinzta gjöf til dauðlegs manns, sem ferðast hér á jörð. Og fegra llf þin biður bak við gröf, þvi ber að kveðja hér með þakkargjörð. Guðborg Jónsdóttir. Bændur — Athugið, » a o < COCURA5 Magnesiumauðug steinefnablanda. Notist 2 til 3 vikur fyrir og eftir að útbeit hefst. Fyrirliggjandi hjá: Samband isl. samvinnufélaga Kauplélögin UM ALLTIAND INNFLUTNINGSDEILD Átthagafélag Strandamanna fer skemmtiferð á Snæfellsnes og Breiða- fjarðareyjar föstudaginn 1. júlí nk. kl. 8 aðkvöldi frá Umferöarmiöstöð. Gist I Stykkishóimi. Uppiýsingar I slmum 38266 — 12901 — 73417. Stjórnin Kvenfélag Borgarness sendir þakkir öllum þeim, er minntust 50 ára afmælis þess, með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum 7. júnl s.l. Stjórnin. A myndinni má sjá bróðurpartinn af þeim rörum, sem flytja eiga heita vatnið til Akureyrar. Að sögn Gunnars Sverrissonar hitaveitustjóra hefst lagning röranna I iok þessa mánaðar og byrjað verður á Þveráreyrum. Vegalengdin er 12,5 kllómetrar, og er það Miðfell h/f, sem annast verkiö. — Tfmamynd: Sumarferðalag Frikirkjusafnaðarins Kás-Reykjavik. Næstkomandi sunnudag fer Frlkirkjusöfnuöur- inn i Hafnarfiröi i sitt árlega sumarferöalag. Aö þessu sinni verður fariö um Suöurnes og m.a. hlýtt á messu i Útskála- kirkju. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast i siöasta lagi fimmtudaginn 23. júnl. Tilkynna skal þátttöku til eftir- talinna aðila, sem einnig veita nánari upplýsingar: Rutar Guö- mundsdóttur ölduslóö 18, simi 50582, Sóiveigar Sveinbjarnar- dóttur Alfaskeiöi 38, simi 50110 og Guölaugs B. Þóröarson Suöur- götu 35, simi 50303. MÖL-Reykjavik. Prestastefna Islands veröur aö þessu sinni haldin aö Eiöum dagana 28.-30. júni n.k. og veröurhún settfyrsta daginn i Egilsstaöakirkju, þar sem biskup Islands, herra Sigur- björn Einarsson, flytur ávarp og yfirlitsræöu. Meginefni Prestastefnunnar I ár eru umræöur um álit starfs- háttanefndar, sem hefur starfaö undanfariö I umræðuhópum, sem skiptazt eftir deildum presta- félagsins. Flutt verða erindi, bæði að Eiðum og i útvarpi og einnig verða haldnar kvöldvökur. Þá verður haldinn aöalfundur Prestafélags íslands svo og Prestakvennafélags Islands.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.