Tíminn - 23.06.1977, Síða 24
28644
H’M.'-II 28645
fasteignasala öldugötu 8
Fasteignasalan sem sparar hvorki
tíma néfyrirhöfntil að veita yður sem
Sölumaöur: Finnur^Jrlisjn^^aígarður S'igurösson
mtmmmmmmmtm heimasími 4-34-70 lögf rædingur
HREVFlLL
Sími 8-55-22
^ - ..........^
Nútíma búskapur þarfnast
BIUfER
haugsugu
Guöbjörn
Guðjónsson
FRIÐRIK MUN
KEPPA UM FOR-
SETASTÓLINN
— hyggst stuðla að einvigi
Fischers og Karpovs nái
hann kjöri
Menn, sem kunna að fara með orf og ljá:
Tíu sláttumenn gáfu
sig fram í Reykjavík
Gsal-Reykjavlk — Sú kúnst aö
kunna aö slá meö orfi og Ijá
heyrir senn fortiöinni til, enda
hefur véltæknin tekiö viö á þess-
um sviöum sem fleiri. Þó er
ekki alltaf hægt aö koma viö
tækninni, eins og t.d. i kirkju-
göröum, þar sem slá veröur
grasiö upp á gamla móöinn. Þaö
vakti athygli okkar um daginn
auglýsing frá Kirkjugöröum
Reykjavikur, þar sem auglýst
var eftir sláttumönnum sem
kynnu aö slá meö orfi og ljá.
Viö ræddum viö Martein Þ.
Gislason, yfirverkstjóra Kirkju-
garöanna i gær, og inntum hann
eftir framboöi. Marteinn sagöi,
aö 10 menn heföu sótt um, en aö-
eins heföi veriö þörf fyrir 3, svo
framboöiö heföi veriö nóg.
Marteinn bætti viö, aö allir
þessir menn heföu veriö komnir
áfulloröinsár,enda kynnu ungir
menn ekki lengur til þessara
verka.
Hér er um aö ræöa heildags-
vinnu yfir sumarmánuöina aö
sögn Marteins.
Þeim fækkar óöum, sem kunna aöslá meö orfiog ljá. —Timamynd: Gunnar.
Gsal—Reykjavik — Friörik
Ólafsson stórmeistari hefur
ákveöiö aö gefa kost á sér sem
forseti Aiþjóöaskáksambandsins
(FIDG) en kjör forseta fer fram
haustiö 1978 á þingi, sem haldiö
veröur um leiö og Olympiuskák-
mótiö fer fram I Amsterdam I
Hollandi. Friörik kunngeröi þessa
ákvöröun á fundi meö frétta-
mönnum I gær og þar var lögö
fram eftirfarandi fréttatilkynn-
ing:
,,Meö þvi aö Friörik ólafsson,
stórmeistari, hefur meö bréfi
dags. 14. júni sl., tilkynnt Skák-
sambandi tslands, aö hann hafi
ákveöið aö veröa viö óskum um
aö vera I kjöri, er kosinn veröur
nýr forseti Alþjóöaskáksam-
bandsins (FIDG) á næsta ári,
hefur hann nú veriö tilnefndur
formlega af hálfu Skáksambands
tsiands, sem forsetaefni, meö
sérstakri tilkynningu þar um til
FIDG.
Jafnframt hcfur riksstjórn
tslands veriö kunngert um fram-
boðið, en hún haföi áöur lýst yfir
áhuga sinum og falið ráöherrum
mennta og fjámála aö fylgjast
meö framvindu málsins.
F.h. stjórnar Skáksambands ts-
lands, Ginar S. Ginarsson, for-
seti.”
Auk Friöriks hafa tveir aörir
tilkynnt um framboö sin,
júgóslavneski stórmeistarinn
Glicoric og Rafael Mendes frá
Puerto Rico. Friörik var m.a.
spuröur aö þvi i gær, hverjar sig-
urlikur hans væru I kosningunum
haustiö 1978.
Friörik sagöi, aö staöan væri
nokkuö óljós. Þriöji heimurinn
myndi aö öllum likindum styöja
Mendes, ef hann yröi eini fram-
bjóöandinn utan Evrópu, og gæti
hann þvi hlotiö allt aö 40 atkvæöi
viö 1. umferö, en aöildarþjóöir
FIDE eru 97 aö tölu. Friörik
sagöi, aö Austurblokkin myndu
trúlega flykkjast um Glicoric, eöa
um 15lönd,en sjálfurmyndi hann
treysta á atkvæöi Vestur-Evrópu-
þjóöa, sem væru um 30 aö tölu. —
Þetta veröur þvi einkum spurn-
ingin um þaö, hvor okkar Glicoric
fellur út 11. umferö, en til þess aö
ná kjöri þarf frambjóöandi aö
hafa yfir 50% atkvæöa, sagöi
Friörik.
Eins og sjá má af þessu er staö-
an óljós, en stuöningur Dr. Euwe,
núverandi forseta FIDE, viö
Friörik, ætti aö koma honum aö
góöu gagni. Raunar mun Euwe
hafafullyrt, þegarhannfórþess á
leit viö Friðrik, að hann gæfi kost
á sér sem sinn eftirmaður, að
hann gæti tryggt honum meiri-
hluta atkvæða, en eftir þvi sem
Friðrik sagði í gær, hefur fram-
boö Glicoric eflaust sett strik i
þann reikning. — Mér fannst þó
ráðlegt aö stökkva, sagði Friðrik.
Rilmt ár er þangaö til forseta-
kjöriö fer fram, og aö sögn Skák-
sambandsmanna mun þessi timi
veröa notaöur til þess aö kynna
framboöFriörikseins vel og kost-
ur er. Mun þaö bæöi veröa gert
meö þvl aö sækja þing og fundi og
kynna Friörik, og eins meö útgáfu
bæklinga. Mun islenzka rikiö
styrkja Skáksambandiö f járhags-
lega vegna þessarar kynningar.
— Viö munum reyna aö halda
nafni Friðriks sem mest á lofti og
kynna framboö hans t.d. á aöal-
fundi norræna Skáksambandsins,
sem haldinn veröur I Finnlandi i
næsta mánuöi, og á aukaþingi
FIDE i lok næsta mánaöar, sagöi
Einar S. Einarsson, forseti Skák-
sambandsins.
Stefnt er aö þvi, aö aöalstöövar
FIDE flytjist hingaö til lands nái
Friörik kjöri sem forseti, enda
eru ákvæöi þar aö lútandi I lögum
FIDE. Aflaö hefur veriö upplýs
inga um kostnaöarliöi viö aö
halda uppi skrifstofu FIDE og
nam rekstrarkostnaður 1975-1976
12,5 milljónum isl. króna, þar af
launakostnaöur um 6 millj kr.
Mun islenzka rlkiö þurfa aö veru-
legu leyti aö standa undir þessum
kostnaöi.
Starfsmenn á vegum FIDE eru
fáir, eöa 2-3, en Friörik sagöi, að
hann væri þvi hlynntur aö starf-
semin yröi efld, sem myndi þá
þýöa aukinn starfskraft.
Sjálf forsetastaöa Alþjóöa-
skáksambandsins er ólaunuö
viröingarstaöa aö mestu leyti. Þó
mundi Friörik fá einhver laun frá
FIDE og halda sinum launum hjá
islenzka rikinu, sem stórmeistari.
Friörik varspuröuraö þvi I gær
hvaöa mál hann teldi brýnast aö
bæta úr eöa leysa hjá FIDE.
Hann sagöi, aö hann heföi ekki
haft mikinn tima til þess aö
hugsa um þetta, en sér ætti aö
gefast tlmi til þess aö móta skoö-
anir sinar á þvi rúma ári sem
væri til stefnu. Þó nefndi Friörik
nokkuratriöi, semsérheföu strax
komiðl huga og gat hannfyrst um
breytingar á fyrirkomulagi heims
meistarakeppninnar. Sagöi hann,
aö eins og málumværi nú háttaö
væri fyrirkomulagiö aö dómi
skákmanna alltof þungt I vöfum,
og þyrfti aö liöka til i þvl sam-
bandi.
— MérfinnstFIDE vera frekar
ihaldssamt i þessum efnum, þær
breytingar, sem geröar hafa ver-
iöá undanförnum árum, ekkigef-
iö góöa raun. Ég tel ennfremur
nauösynlegt aö skákmenn taki
virkari þátt i starfsemi FIDE,
enda á FIDE aö vera hagsmuna-
samtök skákmanna.
Þá kallaöi Friörik þaö
ófremdarástand, aö ekki skuli
vera hægt aö koma saman einvigi
á milli tveggja sterkustu skák-
manna heimsins, þ.e. Roberts
Fischer og Anatolys Karpov, og
kvaöst vilja gera allt sem I slnu
valdi stæöi til þess aö koma ásliku
einvlgi „þótt ljónin væru mörg i
veginum” eins og hann oröaöi
þaö. Eitt þessara „ljóna” er þaö,
aö báöir lita þeir á sig sem
heimsmeistara.
Friörik nefndi ennfremur aö
nauösyn bæri til aö leiöa FIDE af
þeim villigötum sem þaö væri
komið L Sagöi hann, aö pólítlk
væri farin aö spila alltof mikla
rulluí samtökunum og hún væri á
góöri leiö meö aö kljúfa þau.
Aö lokum nefndi hann skort á
reglum um almenn skákmót, sem
hann taldi brýnt aö bæta úr.
Kvaöst hann þekkja gjörla til viö-
horfa skákmanna að þessu leyti,
enda heföi hann teflt sjálfur a
fjölmörgum mótum á undanförn-
um árum.og vissi þvi hverju væri
helzt ábótavant aö sinum dómi og
þeirra. Sagöi hann, aö skákmenn
væru mjög óánægöir meö þaö aö
engar reglur væru til vegna skák-
móta.
Fari svo aö Friörik nái kjöri
mun hann veröa aö takmarka
þátttöku sina I skákmótum vegna
starfsins, en þó þarf hann siöur en
svo aö leggja taflboröiö á hilluna.
Hann getur eftir sem áöur teflt á
almennum skákmótum en sóma
sins vegna gæti hann ekki tekiö
þátt I keppninni um heimsmeist-
aratitilinn vegna þess, hve af-
skipti forseta FIDE geta veriö
mikil i þeirri keppni.
Einar S. Einarsson forseti
Skáksambandsins sagöi þaö
skoöun sina, aö næöi Friörik kjöri
myndihann sem forseti stuöla aö
einingu og samheldni innan
FIDE. Hann kvaö Friörik njóta
trausts og viöingar i skákheimin-
um og hann heföi aflað sér mikilla
vinsælda.
Heimilis-
Tírninn
Útgáfa Heimilis-Timans féll niö-
ur á meðan yfirvinnubanniö var,
en nú mun hann koma út aö nýju,
er blaðaútgáfa færist aftur i eðli-
legt horf.
Fyrsta tölublaö hans eftir
stöövunina mun koma út i næstu
viku.
íslendingaþættir munu einnig
koma út fljótlega.
BRÁÐABIRGÐALÖGIN
UM SKATTINN KOMIN
1 gær voru gefin út bráöa-
birgöalög um breytingu skatt-
stiga tekjuskatts einstaklinga við
álagningu skatta 1977. Aö teknu
tilliti til skattvlsitölunnar 162.5
sem ákveöin var I fjárlögum,
verður skattstiginn sem hér seg-
ir:
Hjónskulu greiöa 20% skatt af
fyrstu 1400 þúsund króna skatt-
gjaldstekjum, 30% af næstu 600
þúsund krónum en 40% af skatt-
gjaldstekjum umfram tvær
milljónir króna.
Einhleypingar skulu greiöa
20% skatt af fyrstu 1 milljón
króna skattgjaldstekjum, 30% af
næstu 400 þúsundum krónum en
40% af skattgjaldstekjum um-
fram 1400 þúsund krónur.
Breytingin frá fyrri skattstiga
er fyrst og fremst aö tekiö er upp
nýtt skattþrep meö 30% skatti.
40% skattur reiknast þvl fyrst viö
til muna hærri tekjur en áöur
gilti. Breyting þessi mun létta
skattgreiöslur hjá öllum þorra
tekjuskattsgreiöenda, en hlut-
fallslega mest hjá þeim, sem hafa
lágar miölungstekjur.
Persónuafsláttur er aö teknu
tilliti til skattvisitölu 235.625 kr.
fyrir hjón en 157.625 fyrir ein-
hleypinga.
— Togararnir okk-
ar veröa sjálfsagt
jafnskjöldóttir
fyrst uin sinn.
— Af hverju geta.
þeir ekki bara
málaö þá?
— Efnahagsbanda-
lagiö ætlar aö
senda okkur meira
gú
ári,