Tíminn - 23.06.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.06.1977, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 23. júni 1977 Halldór Kristjánsson: Takið eftir tilburðunum Svarthöföi Visisfóstri er mannlegur aö þvi leyti aö hann getur fundiö til og kveinkaö sér og langar til aö hefna sin ef hon- um finnst ónotalega aö sér vik- iö. Þvi hefur honum fundizt aö hann yröi einhverju aö mér aö vikja og samvinnuhreyfingunni vegna greinar minnar I Timan- um 9. b.m. Hitt segir sina sögu, aö Svart- höföa veröur léttara aö tala um mig persónulega i kjaftakerl- ingarstil en aö ræöa um sam- vinnumál. Þeim hluta greinar hans anza ég engu. Þess gerizt ekki þörf. Hins vegar er ástæöa til aö vekja athygli á hvernig þessum rithöfundi ferst aö fylgja eftir á- deilunum á samvinnufélögin. Hann segir, aö Sambandiö geti ,,ekki hróflaö upp kornturn- um og vöruafgreiöslum I Reykjavik fyrir ágóöann af bændaverzluninni án þess aö bændur ókyrrist nokkuö”. Nú hélt ég aö flestir fullorönir gætu skiliö, aö til þess aö verzlun veröi eins hagkvæm og hægt er þarf hafnarmannvirki, svo aö uppskipun og umskipun geti kostaö eins litiö og veröa má. Svarthöföi nefnir kornturna. Mér er ekki kunnugt um aö þeir séu notaöir hérlendis fyrir ann- aö en fóöurvöru. Eg held áö allir viti, aö þaö er hagkvæmara aö flytja fóöurkorn ósekkjaö til landsins en kornturninn gerir þaö hagkvæmt. Þeir' sem reka búskap i héruöum, sem eru svo afsiöis, aö ekki er um aö ræöa flutning á lausu fóöri til þeirra vita þetta lika. Kornturn gerir korniö ódýrara. Þaö vita allir. En þá er spurningin. Hvaöan á aö koma fé til aö festa I korn- turni? Mér skilst aö Svarthöföi telji ekki gott aö þaö komi frá bændaverzlun. Nú er þaö aö vlsu svo aö ekki ætti aö breyta miklu um afkomu bænda, hvort fóðurvörur eru dýrari eöa ódýr- ari. Þær eru reksturskostnaöur, sem taka ber tillit til þegar verö er ákveöiö. Þaö kemur fram I veröinu til neytenda hvort þær eru dýrar eöa ekki. En mér er ekki kunnugt um nein neytenda- samtök, sem leggja fram fé til aö gera verzlun meö reksturs- vörur landbúnaöarins hag- kvæma og ódýra. Ef Svarthöföi þekkir til þess vil ég biöja hann aö gera mér aövart. Finnist þau engin held ég aö veröi ill nauö- synaö „ágóöi af bændaverzlun” gangi til þess. Eöa vill Svart- höföi aö allt sé flutt I pokum? Svarthöfði segir um heildsölu kaupfélaganna: „Hún hefur engan siöferöilegan rétt til skattfriöinda eöa lokaörar verzlunar, þ.e. lánaviöskipta, sem bindur bændur verzlunar- lega séö viö kaupfélag”. Hvaö á þetta tal um skattfriö- indi aö þýöa? Um hvaö er Svart- höföi aö fjasa? Ég spyr enn I þriöja sinn. 1 hverju liggur þetta skatt- frelsi? Aö visu er rétt aö taka þaö fram, aö Svarthöföi segir alls ekki aö samvinnuverzlunin njóti nokkurra skattfriöinda, heldur aðeins aö hún hafi engan siö- feröilegan rétt til þeirra. En hvaöa tilgangi þjónar sú orö- ræöa? Þá er þaö „lokuö verzlun” og „lánaviöskipti, sem bindur bændur verzlunarlega séö viö kaupfélag”. Þetta er óljóst oröalag og engan veginn vist á hverju höfundur vill tæpa. Hver erhin lokaöa verzlun? Mér dett- ur 1 hug, aö lánaviöskipti þau sem hann hefur I huga sé þaö aö verzlanir fá afuröalánin en ekki hver bóndi fyrir sig eins og Eyjólfur Konráö hefur lagt til. Þaö er mál sem gjarnan má fara um nokkrum oröum til glöggvunar. Þó aö verzlunin fái afuröalán- in skil ég ekki aö þaö bindi neinn i viöskipti. Lániö er veitt út á þær afuröir sem verzlunin hefur þegar fengiö i sinar vörzlur. Og menn eru jafnfrjálsir aö þvl aö fara annaö meö framleiöslu sina næst. Mér viröist aö séu ýmsir ann- markar á þvi aö hver bóndi fái sitt afurðalán. Hver á aö ábyrgjast bönkunum aö skýrsl- ur um framleiöslu hvers og eins séu réttar? Þeir sem velja sér aðherópi: „Bákniðburt” mættu hugleiöa þaö atriöi áöur en þeir flytja tillögur. En svo er rétt aö hafa I huga allt eöli þessara viö- skipta. Bændur láta yfirleitt afuröir sinar i umboössölu. Mjólkurbú- iö.sláturfélagiö eöa kaupfélagiö tekur afuröir þeirra til aö vinna þær og koma þeim I verö. Eng- inn getur vitað fyrirfram hvaö út úr þvi næst. En menn hafa al- menn trúað þvi aö þetta væri réttlátast. Bændur hafa talaö um aö þeir þyrftu aö biöa lengi eftir kaupi sinu. Þaö eru rétt og eðlileg rök sem þeir bera fram I þvl sam- bandi. Hins vegar breyttist þetta ef þeir seldu afurðirnar á föstu veröi viö afhendingu eins og sjómenn gera oft. Og auðvit- aö gætu einstaklingar rekiö mjólkurbú og sláturhús og borg- aö mjólk og kjöt viö móttöku eins og fiskur er greiddur. Og vitanlega veröur aö taka tillit til þess hvenær bændur frá greiöslu þegar kjör þeirra eru metin. Þaö er fræöilegur mögu- leiki, aö rikisvaldiö ábyrgist fullt verö viö afhendingu og verölagningin sé þá miöuð viö þaö. Afuröalánin eru þarna eins konar millivegur. Nú mun ekki vera almennur áhugi á þvi aö hverfa frá um- boössölunni, slzt meö lagaboöi. Þaö mun ekki heldur þykja grundvöllur fyrir beinni rikis- ábyrgö á öllu afuröaveröinu. Þvi held ég aö veröi aö gera ráö fyrir svipaöri tilhögun og verið hefur: Samvinnufélög meö um- boössölu og frelsi einstaklinga og félaga til aö keppa viö þau. Þaö er sjálfsagt aö athuga þá hugmynd aö sérhver sá sem lætur sláturafuröir I umbobs- sölu fái afurðalánið sjálfur en ekki verzlunin. Hins vegar sýnist mér I fljótu bragöi aö þaö kosti mikla skýrslugerö. A kannski aö skylda verzlanir til aö skila innleggsmiöum sem þær nú senda skattstofu i tviriti svo aö bankarnir fái annaö? Hver á aö borga vinnu- og send- ingarkostnað? Við skulum ekk- ert tala um fjölgun bankareikn- inga, en þó má vera að sú vrnna kostaði eitthvaö. En þætti breytingin gerleg breytti þaö vitanlega útborgunarreglum, þvi aö afuröalánin hafa yfirleitt komiö á móti þvi sem sam- vinnufélögin greiöa bændum uppi verö óseldra afuröa. En þó aö t.d. bóndi i minni sveit eigi kjöt sitt hjá kaupfélaginu I ár bannar honum enginn aö fara næsta haust með sláturfé sitt noröur I Bolungarvik til Einars Guöfinnssonar og selja honum þaö. Afuröalánin binda enga viö- skiptafjötra. Þau eru afleiöing þess sem er búiö og gert. Svarthöföi talar um hávaöa og hugsjónasnautt gróðafyrir- tæki. Þaö fer vel saman. Hávaöasöm fullyröing á ekkert skylt viö rök. Þar sem ég þekki til hafa samvinnumenn almennt verið ánægöari þegar rekstur- inn skilaöi afgangi. Þeim finnst enginn glæpur þó aö þaö komi fyrir. 6g get seinna reynt aö skýra þaö fyrir Svarthöfða. Nú mun honum nóg boöið aö sinni. ★ ★ ★ Orville og Judy Bernhöft I Reykjavik Timamynd Róbert Islenzk áhrif enn sterk í Rauðárdalnum Beztu vinir okkar eru af Is- lenzkum ættum og þaö eru enn sem fyrr sterk íslenzk áhrif i Mountain, bæöi byggöinni og bænum. Þetta kom fram i samtali viö hjónin Orville T. Bernhöft og konu hans Judy, sem eru ný- komin hingaö til lands meö hópi 180 Vestur-lslendinga. Judy og Orviile stunda búskap á Bern- höft Farms, 2000 ekra jörö, ná- lægt Mountain i Noröur-Dakota I Bandarikjunum og býr sonur þeirra meö þeim félagsbúi, en hann er kvæntur og á einn son. Judy og Orville búa heima hjá sr. Ólafi Skúlasyni og Ebbu konu hans, en þau voru ná- grannar og góövinir þegar sr. Ólafur var sóknarprestur I Mountain fyrir nokkrum árum. Glatt var á hjalla á heimili presthjónanna þegar rifjaðar voru upp gamlar endurminn- ingar frá Mountain. En Ebba sagðist hafa átt i erfiðleikum meö aö fá fólk til aö tala viö sig ensku á þessum Islendingaslóö- um. Foreldrar Orvilles fæddust á tslandi og fluttist móöir hans vestur um haf 5 ára gömul en faðir hans 18 ára. Þau eignuöust 15 börn og eru sex þeirra enn á lifi, Orville þeirra yngstur. Móöir hans, sem nú er látin, kom til Islands á sjötta áratugnum ásamt einum af eldri sonunum. For- eldrar Judy eru hins vegar fæddir i Bandarikjunum, en af- ar hennar og ömmur á Islandi. Judy og Orville eru bæði af bændafólki, hún frá Mountain, en hann frá næstu byggð. Orville starfaði i nokkur ár sem ungur maður hjá bróöur sinum i Kaliforniu, sem rak verzlun. Siðan gegndi hann her- þjónustu I Evrópu i slðari heim- styrjöldinni, en hóf búskap 1946, en þá var ekki komið rafmagn I Mountain. Nú eru hins vegar þar um- skipti orðin. Búskapurinn er mfóg tæknivæddur. Dráttarvél- in hans er risastór óg meira að segja búin hljómflutningstækj- um, og I bilnum, sem notaður er við búskapinn, er simi. Þeir Bernhöftsfeðgar rækta hveiti, bygg, hör, sólblóm, mais og pintóbaunir. Kartöflurækt hafa þeir lagt niöur. Sonurinn hefur skepnur en ekki Orville. Judy starfar m.a. I undirbún- ingsnefnd, sem mun skipu- leggja hátlðahöld vegna 100 ára afmælis byggðarinnar og kirkj- unnar I Mountain, en hú er elzta Islenzka kirkjan i Vesturheimi. Upphafsmaður Islenzka land- námsins á þessum slóðum var sr. Páll Þorleifsson, sem einnig stofnaði islenzku kirkjurnar I Garðar, Eyford, Svold, Vidalin, Hallson og Fjalla. Lengi var starfandi islenzkt prestafélag I vesturheimi og voru þá prest- arnir jafnan Islenzkir eöa af Is- lenzkum ættum. Nú hefur fé- lagið verið lagt niður og sóknar- presturinn I Mountain er nú Bandarikjamaður. Fólki hefur fækkað I bænum Mountain þvi þar er litil at- vinna. Þetta er landbúnaðar- hérað og öll vinnsla og þjónusta i sambandi við hann hefur á. undanförnum árum færst á færristaði. Um 50manns búa nú i bænum, en 150 fyrir nokkrum árum. Þau Orville og Judy ætla aö fara i hringferð um landið ásamt nokkrum öðrum Vest- ur-tslendingum, og leiðin legg- ur aftur til Noröur-Dakóta i júli. SJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.