Fréttablaðið - 12.02.2006, Side 12

Fréttablaðið - 12.02.2006, Side 12
 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR12 timamot@frettabladid.is Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Soffía Jónsdóttir Dalbraut 27, áður Laugarásvegi 41, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 13. febrúar kl. 13.00. Gylfi Sigurjónsson Valgerður Ólafsdóttir Sif Gylfadóttir Haraldur Sigurjónsson Sigurjón Gylfason og langömmubörn. IMMANUEL KANT (1724-1804) LÉST ÞENNAN DAG. „Það er ekki aðeins vilji guðs að við séum ham- ingjusöm, heldur að við gerum okkur sjálf hamingjusöm.“ Immanuel Kant var þýskur heim- spekingur. Á þessum degi árið 1999, eftir fimm vikna lögsókn, ákvað öldungaþing Bandaríkjanna að sýkna Bill Clinton Bandaríkjafor- seta af ákærum um meinsæri og því að hafa hindrað réttlætið. Í nóvember árið 1995 hóf Clinton framhjáhald með Monicu Lewinsky, 21 árs lærlingi í Hvíta húsinu. Samband þeirra varði í eitt og hálft ár en í apríl árið 1996 var Lewinsky flutt yfir í Pentagon. Það sumar trúði hún samstarfs- konu sinni, Lindu Tripp, fyrir því sem gerst hafði. Sú brást við með því að taka upp öll samtöl þeirra vinkvenna. Á svipuðum tíma ákærði Paula Jones forsetann fyrir kynferðis- lega áreitni. Lögfræðingar hennar reyndu að fá Lewinsky til liðs við sig en hún neitaði því að hafa átt í sambandi við forsetann. Þá gaf Linda Tripp sig fram við Kenneth Starr, sem sá um rannsókn máls- ins, til að ræða upptökurnar sem hún hafði í fórum sínum. Lewin- sky var yfirheyrð og lofað friðhelgi ef hún játaði, sem hún gerði. Clinton neitaði staðfastlega öllum ásökunum þar til vitnis- burður Lewinsky var gerður opin- ber. Þá játaði hann brot sitt. Að fimm viknum liðnum tók öldungaþingið ákvörðun um hvort víkja ætti forsetanum úr embætti. Mikill meirihluti var þó á móti því og Clinton var sýknað- ur af öllum sökum. ÞETTA GERÐIST > 12. FEBRÚAR 1999 Clinton fundinn saklaus BILL CLINTON MERKISATBURÐIR 1912 Síðasti keisari Kína afsalar sér völdum. 1918 Útgáfa Dags á Akureyri hefst. 1924 Verk tónskáldsins George Gershwin, Rhapsody in blue, er frumflutt í New York. 1940 Staðfest eru lög um friðun Eldeyjar undan Reykjanesi. 1986 Mannréttindasinnanum Anatoly Scharansky er sleppt úr haldi í Sovétríkj- unum eftir átta ára fangels- isvist. 1989 Rafmagn fer af öllu landinu. Sums staðar kemst straum- ur ekki á fyrr en eftir tvo sólarhringa. 1994 Málverkinu Ópinu eftir Edward Munch er stolið af listasafni í Osló. Kaupfélag Eyfirðinga tók í gær í notk- un nýtt firmamerki og nýja vefsíðu en hvoru tveggja er ætlað að endurspegla nýjar áherslur í starfi félagsins. KEA er ekki lengur verslunar- og fram- leiðsluveldi heldur öflugt fjárfest- ingafélag sem ætlað er að vinna í þágu eigendanna, félagsmanna, að eflingu atvinnulífs og bættum búsetuskilyrð- um á starfssvæði félagsins. Starfs- mannafjöldi KEA slagar ekki lengur í eitt þúsund, eins og þegar starfsmenn félagsins voru flestir, heldur eru þeir aðeins fjórir. Í lok þessa mánaðar munu félagsmenn í KEA fá í pósti fríð- indakort sem veita mun þeim afslætti hjá samstarfsaðilum KEA og í vor mun félagið flytja skrifstofur sínar í eigið húsnæði. Gamli KEA-tígullinn hefur verið fjarlægður af skrifstofuhúsnæði KEA og gylltur ferningur kominn í hans stað. Halldór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri KEA, segir að ekki sé vitað hver hannaði gamla KEA-merkið en það var áberandi í miðbæ Akureyr- ar og hluti af bæjarmyndinni í rúm 75 ár. „Við höfum reynt ákaft að grafa upp hver hannaði merkið og erum með tvö nöfn sem koma hugsanlega til greina en vantar staðfestingu.“ Bakgrunnur KEA-tígulsins var grænn þegar hann var tekinn niður en svo hefur ekki alltaf verið. „Tígull- inn hefur verið í ýmsum litum í gegn- um tíðina, til dæmis blár, svartur og rauður. Við munum tryggja að merkið falli ekki í gleymsku því ætlunin er að koma upp eins konar minjasafni um langa og mikilvæga sögu KEA. Félag- ið var stofnað fyrir 120 árum og saga þess, fram til 1986, hefur verið skráð og gefin út og á döfinni er að láta skrá sögu KEA frá 1986 til 2002,“ segir Halldór. Nýja merkið var hannað af Ásprenti Stíl á Akureyri en það er gylltur fern- ingur á ljósum grunni. „Merkið getur haft margvíslega skírskotun og líta má á ferninginn sem ramma utan um félagssvæðið og félagsmenn. Gyllti liturinn táknar traust og fjárstyrk,“ segir Halldór. Ný vefsíða KEA var einnig hönnuð af Ásprenti Stíl en hún er í senn einföld og stílhrein, líkt og merki félagsins. Í lok febrúar fer fríðindakort KEA í dreifingu til félagsmanna en það mun veita þeim margvíslega afslætti. „Félagsmenn í KEA eru núna um 10.500 og hefur fjölgað um 3.000 frá því í nóvember. Félagsmenn fá KEA- kortið sent í pósti og verður það þeim að kostnaðarlausu,“ segir Halldór. Skrifstofur KEA eru í húsnæði sem er í eigu Stoða en með vorinu verða skrifstofurnar fluttar. „Við munum væntanlega fara í húsnæði sem stend- ur að Glerárgötu 36 og er í eigu KEA en þar verður rýmra um starfsmenn félagsins en í því húsnæði sem við nú erum í,“ segir Halldór. kk@frettabladid.is KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA: KVEÐUR FORNA ÍMYND Frá fortíð til framtíðar NÝTT UPPHAF Á LANGRI SÖGU Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA telur að gamla merki félagsins muni ekki falla í gleymsku. Ætlunin er að koma upp einskonar minjasafni um langa sögu KEA en félagið var stofnað fyrir 120 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Klassísk messa með greg- orslagi verður haldin í Hall- grímskirkju í kvöld klukkan 20.00. Lux Aeterna, áhuga- hópur um klassíska messu og iðkun gregorssöngs, stendur fyrir slíkum mess- um með gregorslagi annan sunnudag hvers mánaðar í Hallgrímskirkju og er kynn- ing og æfingar á messunum hálfri klukkustund fyrir messuna sjálfa eða klukk- an 19.30. Hópurinn kallar til ýmsa presta en að þessu sinni mun Kristján Valur Ingólfsson sjá um helgiþjón- ustu. Klassísk messa með gregorslagi HALLGRÍMSKIRKJA Gregorssöngur mun hljóma um kirkjuna í kvöld. Jón B. Jónasson lögfræð- ingur og skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneyt- inu verður skipaður ráðu- neytisstjóri sjávarútvegs- ráðuneytisins og tekur við starfinu þegar Vilhjálmur Egilsson lætur af því 15. mars næstkomandi. Jón hóf störf í ráðuneytinu árið 1974 og hefur verið skrif- stofustjóri í ráðuneytinu í 25 ár og staðgengill ráðu- neytisstjóra. Vilhjálmur hættir VILHJÁLMUR HÆTTIR Vilhjálmur Egilsson lætur af starfi ráðuneytisstjóra þann 15. mars. AFMÆLI Franz Gunnarsson tónlistarmaður er 31 árs Védís Jónsdóttir tískuhönnuður er 41 árs Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur er 56 ára María Guðmunds- dóttir ljósmyndari er 64 ára Baldvin Tryggvason fyrrverandi sparisjóðs- stjóri er áttræður FÆDDUST ÞENNAN DAG 1809 Abraham Lin- coln Bandaríkjaforseti 1809 Charles Darwin náttúrufræðingur 1567 Thomas Camp- ion tónskáld Bridgehátíð Bridgesam- bands Íslands hefst mið- vikudaginn 15. febrúar með stjörnutvímenningi á Hótel Loftleiðum. Þar taka þátt erlendir boðsgestir auk valinna íslenskra para, landsliðspör og fyrrverandi heimsmeistarar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra setur tvímenning Bridgehátíðar fimmtudaginn 16. febrúar klukkan 19.00. Sveitakeppni hefst á laugardaginn en mótinu verður slitið sunnu- daginn 19. febrúar. 122 pör og 64 sveitir hafa skráð sig til leiks að þessu sinni en aldrei hafa fleiri erlendir keppendur komið á eigin vegum. Fimmtíu til sextíu keppendur koma frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Bandaríkjunum og Englandi. Bridgehátíð 2006 hefst í vikunni SPÁÐ Í SPILIN Bridgehátíð 2006 hefst í vikunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.