Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 16
 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR16 Mikið hefur verið rætt um ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur enda ber- ast okkur sífellt fleiri fregnir af hrottafengn- um ofbeldisbrotum þaðan. Lögreglan segir hins vegar að ofbeldis- brotum í miðbænum hafi fækkað stöðugt frá árinu 2000. Jón Sigurður Eyjólfsson og Haraldur Jónasson kíktu á næturlífið á laugardagskvöldi og urðu vitni að líkams- árás. Þeir könnuðu viðbrögð lögreglu og viðbúnað hennar. Nýleg rannsókn, sem Rann-veig Þórisdóttir, Helgi Gunnlaugsson og Vilborg Magnúsdóttir gerðu fyrir Ríkis- lögreglustjóra og Háskóla Íslands, leiddi í ljós að mörgum stendur stuggur af miðbæ Reykjavíkur um helgar. Til að mynda sögðu rúm áttatíu prósent kvenna að þær væru óöruggar einar á gangi þar að kvöldi og á sömu lund svöruðu tæp 44 prósent karla. Í sömu rann- sókn kemur fram að þátttakendur voru almennt ánægðir með það hvernig lögreglu hefði tekist að stemma stigum við afbrotum í sínu hverfi og aðeins 2,5 prósent þeirra sem tilkynntu um ofbeldi eða hótun gagnrýndu lögregluna fyrir að hafa verið lengi að koma sér á vettvang. Um síðustu helgi sagði vaktstjóri á hjúkrunar- og slysa- deild frá því í sjónvarpsfréttum að ofbeldisbrotum virtist vera að fjölga og yrðu sífellt grófari. Þetta stangast hrapalega á við það sem lögreglumenn sögðu Jóni Sigurði og Haraldi sem hættu sér í bæinn til að forvitnast um hvað það er sem fólk óttast og gagnvart hverju lögreglan stendur og hvernig hún stendur sig í þeirri baráttu. Ofbeldisbrotum hefur stórfækkað Umræðan um ofbeldi í miðbæn- um hefur að undanförnu frekar hnigið að því að ofbeldisbrotum sé að fjölga og líkamsárásir verði sífellt grófari. Rannsóknir sýna hins vegar að þessu sé öfugt farið. Staðreyndin er sú að frá árinu 2000 til 2004 hefur ofbeld- isbrotum sem framin eru árlega fækkað úr 429 í 265 eða um tæp 40 prósent. „Það er tvennt sem getur útskýrt þessa fækkun ofbeldisbrota,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. „Það er ann- ars vegar lengri afgreiðslutími skemmtistaða og hins vegar mynd- arvélarnar sem við höfum sett upp hér og þar um bæinn. Nú vita menn að við sjáum hver átti upptökin ef slagsmál verða og við getum rakið ferðir þeirra svo við missum þá ekki úr sigtinu. Við í lögreglunni hefðum því viljað sjá einhverjar tölulegar upplýsingar frá þeim á slysadeild sem telja að ofbeldis- brotum hafi fjölgað og þá líka upp- lýsingar um það hvar þau eiga sér stað,“ bætir hann við. Nú er unnið að því að fækka þessum brotum enn frekar. „Hlut- fallið milli þeirra brota sem eru framin inni á skemmtistöðum og þeirra sem framin eru úti virðist vera nokkuð jafnt og nú ætlum við að reyna að koma á samstarfi við dyraverði og aðra sem vinna á skemmtistöðunum til að reyna að ná þessu enn frekar niður,“ segir yfirlögregluþjónn. Hættan ekki mikil í raun Þennan laugardag sem tvímenn- ingarnir voru í bænum bárust lögreglunni sjö tilkynningar um líkamsárás, þar af var ein úr Breiðholti en hinar úr miðbænum. Blaðamaður varð vitni af einni þeirra en þá réðust fimm menn á einn sem slasaðist á hné og hlaut höfuðáverka. Geir Jón segir þennan fjölda tilkynninga nærri meðaltali fyrir laugardagskvöld. „Yfir helgina eru þessar tilkynningar oftast á bilinu 10 til 15 en af þeim eru venjulega ekki nema fjögur til sex tilfelli þar sem fórnarlambið fylgir mál- inu eftir með kæru þannig að hitt virðist vera frekar minniháttar. Ef við tölum svo um líkamsárásir þar sem alvarleg meiðsl hljótast af eru þær svona ein til tvær yfir helgi,“ segir Geir Jón. En hvað segir þá yfirlögreglu- þjónn um miðbæinn; er hann í raun hættulegur staður til að vera á? „Ef einhver fer þangað og er ekkert að skipta sér af illindum né að stofna til þeirra þá er harla ólíklegt að menn verði fyrir ein- hverjum brotum. Tilefnislausar líkams árásir eru sárafáar en þær eiga sér þó stað. Venjulega verða þær seint um nótt eða þegar komið er undir morgun og iðulega eru þá árásarmennirnir illa á sig komnir vegna neyslu fíkniefna,“ segir Jón Geir. Ávallt komnir innan þriggja mínútna „Það eru um það bil tíu til tólf lög- reglumenn sem sinna miðbænum sérstaklega á laugardagskvöldum og svo koma fleiri þar að ef þurfa þykir,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson sem var aðalvarð- stjóri þetta laugardagskvöld. „Þessi nótt hefur ekki verið neitt sérlega viðburðarík en þó eru nokkrir sem gista fangageymslur eftir viðburði næturinnar. Þar af einhverjir fyrir líkamsárásir.“ Lögreglan telur að um fimm til sjö þúsund gestir séu venjulega í miðbænum á laugardagskvöldi. En er þetta nægur mannsafli til að stemma stigu við ofbeldinu sem hlýtur að fylgja slíkum mannfjölda sem safnast saman um vín og glaum? „Í flestum tilfellum erum við nógu margir. Þó koma fyrir álgaspunktar þar sem einhver töf verður á afgreiðslu útkalla og er þá reynt að forgangsraða eftir mikilvægi þeirra. En við erum venjulega með það mikinn viðbún- að að við eigum að vera komnir á vettvang innan við þrjár mínútur eftir að tilkynningin berst en auð- vitað reynum við alltaf að koma eins fljótt og hægt er,“ segir aðal- varðstjórinn. Lögreglan er ekki lengur með fótgangandi lögregluþjóna í mið- bænum heldur hafa myndavélarn- ar leyst þá af hólmi. Miðbæjar- gestir verða þó lögreglunnar varir þar sem hún fer um bæinn á bílum sínum, ýmist þeim stóru sem í eru fjórir til fimm lögreglumenn eða minni bílunum sem í eru aðeins tveir. Ari Schröder, sem rekur ásamt öðrum krána Amsterdam við Tryggvagötu, segir hins vegar að þegar lokað sé á stöðunum þar í kring klukkan hálf sex væri æski- legt að hafa lögreglu sýnilega þar um slóðir þar sem margmenni safnist þar fyrir og oft komi þá til slagsmála. Í eftirlitsferð Jón Sigurður og Haraldur slógust því næst í för með tveimur lög- regluþjónum sem voru í eftirlits- ferð um miðbæinn um fjögurleyt- ið. Ekki bar til sérstakra tíðinda enda segja lögreglumenn að tíminn frá hálf fjögur til hálf sex sé venju- lega nokkuð rólegur. Þó voru höfð afskipti af tveimur ökumönnum og þeir látnir blása í alkóhólmæli. Hvorugur reyndist vera ölvaður. Í talstöðinni mátti þó heyra að sitthvað gekk á hér og þar um bæinn, til dæmis var kallað eftir lögreglubíl til að huga að gangi mála í heimahúsi en þar hafði karl- maður verið sleginn í gólfið. Ekki urðu tvímenningarnir varir við fleiri ofbeldisverk þessa nótt en heyrðu þó af því síðar að til slagsmála hefði komið ofar- lega á Laugavegi. Til allrar lukku slasaðist þó enginn. Í FANGAGEYMSLU Að sögn varðstjóra var vaktin ekki sérlega annasöm en þó fengu nokkrir að gista fangageymslur, meðal annars fyrir líkamsárásir. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI STUMRAÐ YFIR ÞEIM SÆRÐA Allt er afstaðið og lögreglumenn huga að hinum særða og koma honum svo undir læknishendur. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VALDÍS ÓSK VALSDÓTTIR Valdís er hér að segja frá þeirri óhuggulegu reynslu sem hún hafði upplifað fyrir utan vinnustaðinn nokkrum mínútum áður. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LÖGREGLUMAÐUR HLEYPUR Á EFTIR JÁRNHNÚFUÐUM OFBELDISMANNI Lögreglumaður er hér á hlaupum á eftir vopnuðum árásarmanni sem hvarf svo í mannþröngina. Á meðan náðu hinir ofbeldismennirnir fjórir að berja fórnarlambið enn frekar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI FJÖLDI OF- BELDISBROTA Á SVÆÐI 101 REYKJAVÍK 1997 352 1998 381 1999 409 2000 429 2001 380 2002 368 2003 337 2004 265 Klukkan þrjú kemur til deilna fyrir utan skemmtistaðinn Pravda. Fimm ungir menn byrja svo að ógna manni um tvítugt sem er einn á ferð. Hann hring- ir í félaga sinn og segist vera í vanda staddur en leggur svo á flótta. Fimm- menningarnir hlaupa hann uppi á Austurvelli og ganga í skrokk á honum. Tveir árásarmannanna eru vopnaðir hnúajárnum. Hringt er á lögreglu sem er komin um mínútu síðar og eltir hún þá vopnuðu. Blaðamaður sér annan þeirra hverfa inn í mannþröngina við Bankastræti en veit ekki hvað varð um hinn. Hinir árásarmennirnir þrír fara þá á eftir fórnarlambinu sem hugðist koma sér undan en þeir ná honum fyrir utan skyndibitastaðinn Quizno‘s Subs við Lækjargötu. Þar var Valdís Ósk Valsdóttir að afgreiða og varð vitni að því þegar þeir náðu fórnarlambi sínu. „Þeir kýldu endalaust í hausinn á honum og spörk- uðu í hann þegar hann lá niðri. Ég hringdi strax á lögregluna og hún kom eftir svona þrjár mínútur. En áður en þeir komu birtust þrír vinir fórnarlambs- ins og þá hurfu árásarmennirnir á brott og félagarnir á eftir þeim. Ég veit ekkert hvað varð úr því. Svo komu menn að stumra yfir stráknum og þegar hann hífði upp buxnaskálmina þá stóð bara hnéskelin út,“ segir Valdis og hryllir við. Samkvæmt upplýsingum sem blaðamaður fékk frá kunningja fórn- arlambsins reyndust meiðsl hans ekki alvarleg en lögregla kom honum undir læknishendur. „Ég hef ekki oft séð svona áður þótt reyndar hafi ég séð einhverja fara fram hjá alblóðuga,“ segir Valdís eftir þessa óskemmtilegu reynslu. Hnéskelin stóð út TILKYNNINGAR UM LÍKAMS- ÁRÁSIR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR AÐFARANÓTT SUNNUDAGS 5. FEBRÚAR 03.35 Austurstræti: Fimm menn ráðast á einn sem slasast á hné og fær höfuðáverka 04.12 Lækjargata: Deilur leiða til slags- mála 04.13 Lækjargata: Önnur slagsmál 06.10 Austurstræti: Slagsmál verða í bið- röð við skemmtistað (sem á að vera búinn að loka lögum samkvæmt) 06.21 Tryggvagata: Sést á myndavél að maður er sparkaður þrisvar í höfuðið. Þiggur ekki aðstoð þegar lögregla kemur á vett- vang 06.30 Aðalstræti: Minni háttar pústrar Glaumur og glæpir Reykjavíkurnætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.