Fréttablaðið - 12.02.2006, Síða 22

Fréttablaðið - 12.02.2006, Síða 22
 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR22 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Bibione frá kr. 49.995 Portoroz frá kr. 58.595 Ein glæsilegasta sólarströnd Ítalíu Planetarium Village að seljast upp! Perlan við Adríahafið Búlgaría frá kr. 29.990 Salou frá kr. 42.995 Sló í gegn - yfir 2.000 sæti seld Sólarperlan á Costa Dorada Brottfarir í júní að seljast upp! Bókaðu beint á www.terranova.is og fáðu lægsta verðið Barcelona Düsseldorf París München Frá kr. 29.990 Tryggðu þ ér 10.000 kr . afslátt á mann! Tryggðu þér bestu gististaðina og lægsta verðið! 2006Sumar E N N E M M / S IA / N M 20 34 1 Það reiðifár sem riðið hefur yfir byggðir múslima um víða veröld síðan danskt og síðar fleiri evrópsk dagblöð birtu nokkr- ar teikningar – þar á meðal fáeinar háðslegar – af Múhameð spámanni sýnir glögglega þá vaxandi spennu sem nú ríkir milli hins íslamska heims og Vesturlanda. Að baki hamagangs síðustu daga og vikna er margslungin umræða sem snertir grundvallaratriði frjáls lýðræðis- samfélags. Með ógn hryðjuverka af hálfu íslamskra öfgamanna sífellt vof- andi yfir standa þjóðir Evrópu og Vesturlanda frammi fyrir spurn- ingum á borð við hvernig setja skuli frelsinu hömlur, og hvaða menning- arlegu gildi innflytjendum beri að tileinka sér til að fá að setjast að í nýju landi. „Það er mjög erfitt fyrir frjálst lýðræðissamfélag að eiga við öfl sem vilja grafa algerlega undan sjálfum undirstöðum hins frjálsa lýðræð- issamfélags,“ segir Richard Whit- man, sérfræðingur í Evrópumálum við Chatham House-hugveituna í Lundúnum. Múslimum í Danmörku misboðið Sá áberandi árekstur menningar- heimanna tveggja sem deilan um Múhameðsteikningarnar hefur leitt af sér upphófst með því að músli- mar í Danmörku, sem töldu að sér vegið með birtingu teikninganna í haust sem leið, tóku sig til og sendu sendinefnd til Mið-Austurlanda með teikningarnar úr Jótlandspóstinum og fleiri gögn og sýndu þau trúar- og stjórnmálaleiðtogum, í þeim til- gangi að fá þá til að þrýsta á dönsk stjórnvöld. Dönsku múslimarnir voru óánægðir með að forsætis- ráðherrann skyldi ekki vilja beita ríkisvaldinu til að knýja ritstjórn Jótlandspóstsins til að iðrast þess opinberlega að hafa birt teikning- arnar, en það var menningarritstjórn blaðsins sem fékk teiknarana til að teikna skopmyndirnar í því yfirlýsta augnamiði að storka sjálfsritskoðun listamanna þegar kæmi að því að fjalla um málefni tengd íslam. Ritstjórnin sætti margvísleg- um hótunum frá því teikningarnar birtust og vegna þeirra endurbirti kristið norskt dagblað þær, í janúar, í nafni tjáningarfrelsis. Síðan þá hafa mjög mörg blöð birt myndirn- ar í því yfirlýsta skyni að sýna sam- stöðu um að standa vörð um tján- ingarfrelsið. Reiði múslima hefur þó mest beinzt gegn Dönum. Eftir að yfirvöld í Sádi-Arabíu létu málið til sín taka upp úr miðj- um janúar og hvöttu fólk þar í landi til að sniðganga danskar vörur í mótmælaskyni við vanvirðuna sem Danir sýndu spámanninum varð fjandinn laus og það reiðibál var tendrað sem enn logar stafna á milli í múslimaheiminum – frá Marokkó til Filippseyja og Evrópu til Suður-Afríku. Reyndar hefur verið á það bent að stjórnvöld í Sádi- Arabíu, eða öllu heldur fjölmiðlar þar í landi, létu ekkert í sér heyra um málið fyrr en eftir slysið á Hajj- pílagrímahátíðinni í Mekka um miðjan janúar, þar sem á fimmta hundrað frómra múslima tróðust undir vegna skipulagsleysis yfir- valda. Þá hafi ríkisstýrðir fjölmiðl- ar landsins fengið fyrirmæli um að flytja ítarlegar fréttir af Múhameðs- teikningunum. Aukin harka En hvað sem líður pólitískri misbeit- ingu málsins líta milljónir múslima, innan sem utan Evrópu, á teikn- ingarnar sem vísvitandi móðgun. „Víglínan“ milli íslam og Evrópu, ef svo má að orði komast, hefur verið að harðna til muna á síðustu árum. Orsakirnar fyrir því liggja víða og ná bæði til þróunar á alþjóðasviðinu og heima fyrir. Í niðurníddum úthverfablokkum Parísar, í hinu fjölmenna samfélagi pakistanskra innflytjenda í Leeds á Englandi og víðar þar sem fjöl- mennir hópar múslima hafa setzt að í Evrópu, hefur atvinnuleysi, misrétti og vonleysi ræktað þá til- finningu meðal þessa fólks að það sé óvelkomið og utangátta. Reiði vegna hernaðar Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í múslima- löndunum Afganistan og Írak, hörð afstaða Evrópumanna til kjarnorku- áætlunar Írana og hin viðvarandi óleysta deila Palestínumanna og Ísraela kynda undir þessari kraum- andi óánægju. Ótvírætt er jafnframt að öfga- öfl hafa gripið tækifærið og kynt undir múgæsingu vegna teikning- anna, svo sem í Sýrlandi og Pak- istan. Lögregla stóð aðgerðalaus hjá þegar múgur kveikti í danska sendiráðinu í Damaskus. Í Afgan- istan og Írak leikur ekki vafi á því að uppreisnarmenn reyna að nýta sér reiði múslima vegna Múha- meðsteikninganna til að espa fólk til ofbeldisverka gegn erlendum hermönnum. Í Íran nýta ráðamenn sér reiðina til að undirstrika óvin- aímynd Vesturlanda. Svipað geng- ur einræðisstjórninni í Sýrlandi til þegar hún lætur hömlulaus skríl- slæti viðgangast gegn sendiráðum vestrænna ríkja. Og þannig mætti lengi telja. Hófsamir áhyggjufullir Hófsamir múslimar hafa hins vegar skiljanlega áhyggjur af því að þessi skrílslæti ýti enn undir þá neikvæðu ímynd sem margir Vesturlandabúar hafi af íslam og múslimum. „Það er nógu slæmt að við séum stimplaðir hryðjuverkamenn,“ hefur AP-fréttastofan eftir Farah al-Bahili, tvítugum námsmanni í Sádi-Arabíu. „Hvers vegna vilja þessir mótmælendur að fólk á Vesturlöndum klíni á okkur öðrum stimpli: villimenn?“ Magnus Ranstorp, sem hefur stundað rannsóknir á því hvernig al-Kaída-hryðjuverkanetið virkjar nýja menn til liðs við sig í Evrópu, tjáði AP: „Þessar bylgjur alþjóð- legra átaka sem eru óleyst kynda undir þessari reiði, ásamt því að innflytjendur hafa ekki aðlagast nýjum heimkynnum sínum sem hefur leitt til „gettóíseringar“ stórra hópa múslima í Evrópu.“ Myndirnar hafa vakið óhug: æstur múgur gengur berserksgang í brunarústum dansks sendiráðs. Þús- undir reiðra múslima brenna danska fána og kalla eftir hryðjuverkum í Kaupmannahöfn. Á spjaldi sem breskur múslimi veifar stendur: „Hálshöggvum þá sem móðga íslam.“ Auðunn Arnórnsson skoðar árekst- ur menningarheima. REIÐI Í GARÐ VESTURLANDA Reiðir múslimar í Teheran brenna þjóðfána Danmerkur og Bandaríkjanna í mótmælum vegna Múhameðsteikninganna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Árekstur Evrópu og íslams ágerist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.