Fréttablaðið - 12.02.2006, Side 26

Fréttablaðið - 12.02.2006, Side 26
ATVINNA 2 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 11, 101 Reykjavík, sími: 411 5000, fax: 411 5009, netfang: itr@itr.is, vefslóð: www.itr.is Umsjónarmaður frístundaheimilisins Denna dæmalausa við Seljaskóla 100% starf. Ábyrgð/starfssvið umsjónarmanns • Umsjón með frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn • Stuðla að því að börn á frístundaheimilinu fái að njóta sín og þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur • Önnur verkefni tengd tómstundastarfi í hverfinu Menntunar og/eða hæfniskröfur: • Háskólamenntun á uppeldissviði eða önnur sambærileg menntun • Góð reynsla af starfi með börnum • Áhugi á frítímauppeldi/frístundastarfi • Skipulögð og fagleg vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Að vera fær um að skapa liðsheild í starfsmannahópi • Góð almenn tölvukunnátta Umsóknum skal skilað til frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs, Gerðubergi 1, 111 Reykjavík eða á neðangreint netfang, merkt „Umsjónarmannastarf, mars 2006”. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veitir Sóley Tómasdóttir, deildarstýra barnastarfs í Miðbergi, s: 557-3550, netfang: soley.tomasdottir@reykjavik.is Frístundaráðgjafi í félagsmiðstöðina Miðberg 100% starf. Ábyrgð/starfssvið frístundaráðgjafa í félagsmiðstöð • Umsjón með félagsmiðstöðvarstarfi fyrir unglinga • Skipulagning starfs í samráði við unglinga og starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar • Samskipti og samstarf við skóla, foreldra og annað starfsfólk sem kemur að starfi með unglingum • Ýmiss konar upplýsinga-, forvarnar- og kynningarstarf Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á uppeldissviði eða önnur sambærileg menntun • Góð reynsla af vinnu með börnum og/eða unglingum • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, frumkvæði og framtakssemi • Að vera fær um að skapa liðsheild í starfsmannahópi • Almenn tölvukunnátta auk skipulags- og stjórnunarhæfileika Umsóknum skal skilað til frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs, Gerðubergi 1, 111 Reykjavík, eða á neðangreint netfang, merkt „Félagsmiðstöðvastarf, mars 2006”. Umsóknarfrestur er til 3. mars n.k. Nánari upplýsingar veitir Kristrún Lilja Daðadóttir, deildarstjóri unglingastarfs í Miðbergi í síma 557 3550, netfang: kristrun.lilja.dadadottir@reykjavik.is. Nánari upplýsingar um laus störf á frístundaheimilum ÍTR er að finna á www.itr.is og á skrifstofu ÍTR í síma 411 5000. Laun eru skv. Kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Spennandi störf hjá frístundamiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.