Fréttablaðið - 12.02.2006, Side 29

Fréttablaðið - 12.02.2006, Side 29
Ráðgjafi á meðferðardeild Lausar stöður tveggja ráðgjafa og starf ráðgjafa í 25% starf um helgar á Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga að Stuðlum. Staða ráðgjafa – starfssvið. Vinna með unglinga á meðferðardeild og eftir atvikum á lokaðri deild undir leiðsögn deildarstjóra, hópstjóra og sálfræðinga. Vinnan felst í þátttöku í meðferðardagskrá, tómstund- um og einstaklingsbundnum stuðningi við unglinga í meðferð, sem og þverfaglegri teymisvinnu. Menntunar- og hæfniskröfur. Háskólamenntun á sviði uppeldis-, sál- eða félagsfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi ó og/eða reynsla af með- ferðarstarfi, starfi með unglingum eða önnur starfs- reynsla sem að mati forstöðumanns nýtist í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á með- ferðarstörfum. Umsækjendur þurfa að vera stundvís- ir, geta farið eftir verklagsreglum og jafnframt sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða vaktavinnu. Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um mennt- un og fyrri störf ásamt sakavottorði. Laun skv. kjara- samningum opinberra starfsmanna. Öllum umsókn- um verður svarað að ráðningum loknum. Umsóknir berast til Stuðla – Meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, Fossaleyni 17, 112 Reykjavík eigi síðar en 26. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veita forstöðumaður, deildar- stjóri meðferðardeildar og rekstrarstjóri í síma 530-8800. Forstöðumaður Háaleitisbraut 58-60 • Sími: 588 7700 www.radning.is • radning@radning.is Veitum persónulega og faglega þjónustu á sviði ráðninga BÆJARTÆKNIFRÆÐINGUR / BÆJARVERKFRÆÐINGUR Nýtt og áhugavert 100% starf bæjartæknifræðings/bæjar- verkfræðings, er laust til umsóknar í Vogum. Starfið innifelur m.a.: • Gerð lóðablaða, stofnskjala og ýmissa uppdrátta • Eftirlit með framkvæmdum • Gerð útboðslýsinga vegna framkvæmda og innkaupa • Aðal-og deiliskipulagsmál • Önnur hefðbundin verk byggingafulltrúa Hæfniskröfur eru eftirfarandi: • Tæknifræðimenntun/verkfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun • Reynsla af ráðgjafastörfum æskileg • Mjög góð tölvukunnátta • Góðir samskiptahæfileikar Vogar er sveitarfélag í stöðugum vexti, stutt frá höfuðborgarsvæðinu, aðeins í 15 mínútna akstursfjarlægð frá Hafnarfirði. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 424-6660 og í tölvupósti johanna@vogar.is. Bæjarstjóri Voga. Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á skemmtilegan vinnustað, starfs- ánægju og gott starfsumhverfi, sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks. Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta, séu lykillinn að farsælum rekstri bankans. ÍS LE N SK A AU G L† SI N G AS TO FA N E H F. /S IA .I S - LB I 31 32 9 0 2/ 20 06 Landsbankinn – Verðbréfamiðlun Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða sérfræðinga til starfa í verðbréfamiðlun á verðbréfasviði Landsbankans. Helstu verkefni deildarinnar lúta að miðlun innlendra sem erlendra hlutabréfa og skuldabréfa fyrir viðskiptavini bankans. Um er að ræða tvö störf, annars vegar við hlutabréfamiðlun og hins vegar við skuldabréfamiðlun, og fela bæði störf í sér samskipti við viðskiptavini bankans og miðlun í Kauphöll Íslands. Menntunarkröfur og eiginleikar: • Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærilegt nám • Brennandi áhugi og skilningur á verðlagningu hlutabréfa og skuldabréfa • Reynsla af fjármálamarkaði kostur • Geta til að vinna undir miklu álagi • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð • Frumkvæði og jákvæðni • Samstarfshæfileikar • Góð enskukunnátta Nánari upplýsingar veita Steinþór Gunnarsson forstöðumaður verðbréfa- miðlunar í síma 410 7331 og Atli Atlason framkvæmdastjóri starfsmannasviðs í síma 410 7904. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar nk. Vinsamlega sendið umsókn og ferilskrá til atlia@landsbanki.is ATVINNA SUNNUDAGUR 12. febrúar 2006 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.