Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 65
SUNNUDAGUR 12. febrúar 2006 25 Hann hefur leikið Mussol-ini, páfann, Winston Chur-chill, Stalín, engil Guðs og Kölska sjálfan. Bob Hoskins er þó kannski þekktastur fyrir hlut- verk sitt í fjölskyldumynd Robert Zemeckis um Kalla kanínu. Það er augljóst þegar maður spjall- ar við hann að honum er nokkuð sama hvaða álit fólkið í kringum hann hefur á honum. Hann er mjög óheflaður í framkomu og gjörsamlega laus við hina ýktu siðprýði sem einkennir marga Breta. Hann er frekar hávaða- samur og nýtur augljóslega athyglinnar. Hann er líka alveg merkilega fyndinn. Maður veltir því fyrir sér hvort það séu þess- ir eiginleikar sem gera hann svo fýsilegan í hlutverk hinna ýmsu stórmenna? Hann heldur ekki. „Ég held að það sé nú bara vegna þess hvernig ég er í lag- inu,“ segir Bob glottandi og gríp- ur um maga sér. „Ég segi líka alltaf já þegar ég er beðinn um að leika feitan einræðisherra. Hver annar gæti passað í svoleiðis hlut- verk? Ég og Danny DeVito.“ Í Mrs. Henderson Presents leikur Bob Hoskins leikhússtjór- ann Vivian Van Damm sem svarar auglýsingu og tekur að sér rekst- ur Windmill leikhússins í Soho- hverfi London á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Í fyrstu voru þar settir á svið hefðbundn- ir söngleikir en þegar fór að halla undan fæti fékk frú Henderson þá söluvænu hugmynd að setja naktar stúlkur á svið. Það var á þeim tíma bannað með lögum og hún þurfti að beita samböndum sínum innan breska þingsins til þess að koma hugmynd sinni í framkvæmd. Það er víst ekki mikið til af upplýsingum um persónu þína, Hvernig grófust þær upp? „Sannleikurinn er sá að ég hafði ekki hugmynd um að ég myndi leika Vivian Van Damm fyrr en á síðustu stundu. Það var ekki fyrr en stúlkurnar í förðunardeildinni báðu mig um að koma inn til þess að prufa hárkollur sem ég frétti það. Þegar ég mætti á settið á fyrsta tökudegi spjallaði ég við Stephen Frears leikstjóra og við- urkenndi fyrir honum að ég hefði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að fara að því að leika hann. Hann sagði mér bara að slaka á og leika sig. Þannig að ég gerði það. Allan leik minn í myndinni er ég að apa eftir leikstjóranum. Þannig að hann var alltaf að leiðrétta mig á tökustað þegar honum fannst ég fara of fjarri hans persónuleika.“ En bíddu við? Ert þú ekki einn af framleiðendum myndarinnar? Hvernig er það mögulegt að þú hafir ekki vitað af því að þú ættir að leika eitt aðalhlutverkið? „Það var bara aldrei talað um það. Vinir mínir höfðu verið að rannsaka sögu Windmill leikhúss- ins í mörg ár, en aldrei náð að ýta verkefninu af stað. Þeir létu mig vita af þessu og ég hugsaði strax með mér að Judi Dench myndi smellpassa í hlutverkið. Ég læt Normu Hayman vita og hún tók að sér að framleiða myndina. Hún vildi að ég léki Van Damm og maður mótmælir henni ekki.“ Ertu spenntur fyrir því að sjá viðbrögðin við þessari mynd? „Já, ég held að ég sé spenntari fyrir þessari mynd en nokkurri annarri sem ég hef gert. Það er vegna þess að það að gera þessa mynd var með því ánægjulegra sem ég hef gert um ævina. Við byggðum eftirmynd af leikhús- inu, með skrifstofurnar á efri hæðinni og búningsherbergin á þeirri neðstu. Við bjuggum innan veggja þess og urðum eins og alvöru leikhús. Fólk mætti á stað- inn þegar það átti frídag. Þetta var eins og annað heimili okkar. Þegar tökum lauk var það mjög dapurlegt að þurfa að kveðja staðinn. Svo þegar Stephen sagð- ist þurfa að taka nokkur atriði upp aftur mættu allir á staðinn.“ Þannig að þú hefur haft það strax á tilfinningunni að það væri mikið varið í þessa mynd? „Já, tvímælalaust. Það sem var líka alveg magnað var að nokkrar af upprunalegu Windmill stúlkunum komu, þær eru allar á níræðsaldri nú. Þær mættu á svæðið og gengu um sviðsmynd- ina og rifjuðu upp hitt og þetta frá þessum tíma. Þegar þær svo sáu myndina sögðu þær við mig að ég væri nákvæmlega eins og Van Damm hefði verið. Ég sagði þeim þá að ég hefði verið að leika Stephen, en þær sögðu þá að hann væri nákvæmlega eins persóna og Van Damm var.“ Myndin gerist á tíma stöðugra sprengjuárása, þegar enginn Lundúnarbúi gat verið viss um að vakna í sama rúmi og hann sofn- aði í. Hoskins man örlítið eftir þessum tíma. „1942 var ófrísk móðir mín send til Suffolk. Svo þegar ég var tveggja vikna gamall vorum við send aftur til London þegar sprengjuárásirnar voru í hámarki. Ég eyddi því þremur fyrstu árum ævi minnar undir eldhúsborðinu heima. Ég man ekki vel eftir því, en ég man eftir tilfinningunni. Ég man eftir því að leikvöllur- inn okkar var sprengdur og fullt af húsum í götunni okkar. Það er eitthvað í mér, sem er kannski gamaldags en mjög breskt. Ég sé England fyrir mér eins og smá- vaxna gamla konu með hjálm og kústskaft að berjast á móti Hitler. Það er andi Englands fyrir mér.“ biggi@frettabladid.is www.apollo.is • 5 100 300 Búlgaría á blússandi ferð! Bókaðubesta verðiðá heimasíðunniwww.apollo.is Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasíða: www.apollo.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Bókaðunúna! *Barnaverðið gildir á fyrirfram ákveðnum stöðum. Sjá nánar á www.apollo.is. Barnaverðið gildir ef börnin eru á sömu bókun og a.m.k. 2 fullorðnir sem greiða skv. verðlista og búa í sömu vistarveru. Ef bókað er á söluskrifstofunni bætist við 2.500 kr. bókunargjald á mann. Kynningarafsláttur nær ekki til Barnaverðanna. Barnaverðin okkar eru frá Netklúbburinn... Skráðu netfangið þitt í netklúbbinn okkar á forsíðu heimasíðunnar www.apollo.is. Það marg borgar sig. Kynningarafsláttur á þrotum Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér besta verðið með kynningarafslætti Búlgaríu-bæklingurinnkominn út! 19.900 kr. í eina viku. Sjá nánar á www.apollo.is. BOB HOSKINS Í leit að bresk- um geirvörtum Leikarinn Bob Hoskins framleiðir og leikur annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Mrs. Henderson Presents.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.