Fréttablaðið - 12.02.2006, Side 66

Fréttablaðið - 12.02.2006, Side 66
 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR26 Smitandi lífsgleði og heil- brigð fegurð geislar af smáskammtalækninum Kristínu Kristjánsdóttur sem einnig er starfsmaður heilsufyrirtækisins Maður lifandi, þar sem margir vinsælustu lærifeður þeirra sem leita í óhefðbundin heilsuúrræði taka á móti skjólstæðingum sínum. Kristín segir sjálfshjálp orðna vinsælli en áður og hóp þeirra sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu ört stækkandi. „Að sumu leyti má tala um nýjan lífsstíl þeirra sem meira hafa á milli handanna en áður, því með- ferðarúrræði af þessu tagi eru fremur dýr og ekki niðurgreidd af Tryggingastofnun, en á móti kemur að með þessu fyrirbyggir fólk heilsubrest seinna á ævinni og fjárfestir í sjálfu sér. Mörgum þykir dýrt að fara til heilara og borga 5.000 krónur fyrir skiptið, á sama tíma og það veigrar sér ekki við að borga sömu eða hærri upp- hæð fyrir lyf sem engin trygging er fyrir að lækni það, en læknir- inn mælti með,“ segir Kristín, en algengt verð fyrir þjónustu með- ferðaraðila í óhefðbundna heilsu- geiranum er frá 5.000 krónum og upp úr. Heilsa á eigin ábyrgð Að sögn Kristínar koma þeir sem stunda reglulegar heimsóknir til heilsugúrúa úr öllum þjóðfélags- hópum, enda mikil hvatning til almennings að bera ríkari ábyrgð á eigin heilsu. „Í nútímaþjóðfélagi eru kröfur á vinnumarkaði miklar og margir sem sinna störfum þar sem þeir verða að halda dampi. Þá er ein- faldlega ekki í boði að vera orðinn þreyttur og lúinn seinnipartinn, enda lítt spennandi að eiga sér ekk- ert líf eftir vinnu þegar loks gefst stund til að komast í ræktina og sinna börnum, heimili og maka,“ útskýrir Kristín og fullyrðir að enginn þurfi að vera orkulaus. „Enda kemur á daginn að þeir sem leita úrræða hjá heilsugúrúum smita út frá sér og láta í sér heyra, sem svo fær hina þreyttu til að hugsa: „Hví getur mér ekki liðið svona líka?“ Öll viljum við vera hamingjusöm og sjálfsskoðun af þessu tagi tel ég byggja mjög á þeirri staðreynd,“ segir Krist- ín sem þekkir af eigin raun hve gefandi og auðvelt er að hlúa að sjálfum sér. „Um leið og maður tekur ábyrgð á eigin heilsu kemst maður í betra jafnvægi og öðrum fer að líða betur í kringum mann líka. Maður hefur í forgangi hvað maður setur ofan í sig, hversu mikið maður hreyfir sig og hvaða fólk maður umgengst upp á gefandi en ekki slítandi nær- veru, en allt þetta spinnst saman og verður að hringrás sem gerir alla að betri manneskjum,“ segir Kristín brosandi. Lífsstíll til að ánetjast Hingað til hefur stærsti hluti þeirra sem leita sér óhefðbund- inna læknisúrræða verið sjúk- lingar sem leitað hafa allra leiða en ekki fundið lækningu annars staðar, en með því blanda þeir saman austrænum og vestræn- um læknavísindum. Kristín segir hópinn nú fara ört stækkandi og vera fjölbreyttari. „Ef við lítum til Bandaríkjanna má sjá að allar þær stjörnur sem byggja framtíðina á útliti sínu eru með heilsugúrúa á sínum snærum; leita til næringaþerapista, í jóga, nudd og til stjörnu- og talnaspek- inga til að gera sér lífið léttara. Flestir vita líka að þegar þeim líður illa í sálartetrinu fer margt annað úrskeiðis, enda tengjast lík- amlegir og andlegir kvillar,“ segir Kristín sem viðurkennir að nafla- skoðun af þessu tagi geti hæglega farið út í öfgar. „Til er fólk sem þræðir á milli lækna og finnur endalaust einhver vandamál til að leggja fyrir þá, og óhefðbundni heilsugeirinn fer ekki varhluta af því, en slíkt til- heyrir þó algjörum undantekning- um. Vinsælir leiðbeinendur taka fólk í tíma en vísa þeim frá aftur þegar nóg er komið. Meðferðar- úrræðin ganga enda út á það að fólk taki sjálft ábyrgðina. Vinna gúrúanna er heildræn; í upphafi er farið yfir lífsstíl fólks og stundum tilfinningalíf, en eftir tímann held- ur sjálfshjálpin áfram heima. Það eru því ekki gúrúarnir sjálfir sem bóka skjólstæðinga sína áfram út í það óendanlega, nema síður sé, en kannski má segja að hægt sé að ánetjast slíkum heimsóknum þar sem menn finna fljótt hversu vel þeim líður og hve gott það gerir manni að sækja til þeirra.“ Viðurkennd menntun skilyrði Ásókn í óhefðbundnar lækningar fer vaxandi og æ fleiri sem hafa þrjá eða fleiri gúrúa í sinni þjón- ustu, sem hver með sínum hætti hlúir að ólíkum þáttum andlegrar og líkamlegrar heilsu. „Auðvitað eru tískubólur í þessu eins og öðru og innan viss hóps eru menn varla með mönnum nema þeir hafi aðgang að gúru í sínu lífi. Hins vegar styð ég heils hugar þá sem leita sér hjálpar, því ólík úrræði henta ólíku fólki. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á samspil mataræðis og lík- amlegra kvilla. Menn eru það sem þeir borða og auðveldlega hægt að kalla yfir sig sjúkdóma og van- heilsu með röngu mataræði, rétt eins og bæta má heilsu og jafnvel lækna með réttu mataræði. Mér finnst því eðlilegt að fólk leiti sér óhefðbundinna lækninga meðfram þeim vísindalegu og vestrænu,“ segir Kristín en bætir við að fólk skyldi ávallt velja viðurkennda aðila áður en haldið er blint áfram í leit að bættri heilsu. „Í Bandaríkjunum gerast kröfur um viðurkennda menntun sífellt háværari og jafnvel farið fram á þeir sem stundi nálastung- ur hafi einnig lokið gráðum í lækn- isfræði. Þeir sem starfa í þessum geira myndu sjálfir aldrei fara til neins sem hefði aðeins helgarnám- skeið að baki og þess vegna hafa verið stofnuð ýmis félagasamtök á bak við þessar starfandi stéttir, þar sem enginn gerist meðlimur né fær skírteini án tilskilinnar menntunar, sem tryggir öryggi skjólstæðinga okkar.“ Eftirtaldir aðilar hafa notið mikilla vinsælda meðal þeirra sem vilja taka aukna ábyrgð á eigin heilsufari og leita með því á náðir nátt- úrulækninga. Eftir áberandi umræðu um ýmiss konar fæðuóþol leita æ fleiri til meðferðaraðila sem greina óþol líkamans við ákveðnum fæðuteg- undum og í kjölfarið ráðleggja skjólstæðingum sínum að forðast eða draga úr neyslu vissra matartegunda en velja hollari kost í staðinn. Þá njóta nálastungur vaxandi vinsælda meðal Íslendinga, sem og áheyrn á púls líffæra, tungulestur og lithimnugreining, en með slíku má finna hulin mein líkamans, næringarskort og fleira. Hómópatía, eða smáskammtalækningar, sem og grasalækningar eru kostir sem sífellt fleiri velja þegar kemur að náttúrulegri lækningu í stað hefðbundinna lyfja, auk þess sem hverskyns nudd, heilun, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð, rolfing, ásamt fleiri óhefðbundnum heilsuúrræðum njóta sívaxandi vinsælda. Þess má geta að óhefðbundnir meðferðaraðilar taka aldrei fram fyrir hendur lækna í heilbrigðisstétt, heldur veita sína hjálp meðfram öðrum lækningum. Vinsælustu heilsugúrúar landsins eru meðal annars þessir: Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti. Matthildur Þorláksdóttir, náttúrulæknir sem meðal annars vinnur með greiningarvél sem greinir mataróþol. Þuríður Hermannsdóttir, hómópati, ráðleggur meðal annars um makró- bíótískt fæði og greinir mataróþol. Kristján Ívar Ólafsson, nuddari og heilari, hefur einnig menntað sig í nálastungum, rolfing og fleiru. Birna Imsland, hómópati og meðferðaraðili við höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferð. Þórunn Birna Guðmundsdóttir; austurlenskar nálastungur og nudd, les í tungu og lithimnu. Sigurður Sigurðsson, nudd og austurlenskar nálastungur. Örn Jónsson, sjúkranudd og austurlenskar nálastungur. Vinsælir gúrúar HAMINGJAN UPPMÁLUÐ ENDA HEILSAN Í ÖRUGGRI STJÓRN Kristín Kristjánsdóttir smáskammtalæknir er ein fjölmargra sem sækja til mismunandi heilsugúrúa til að ná enn betri tökum á heilsu og lífshamingju, en slíkt gerist æ vinsælla meðal Íslendinga.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hringrás hamingju og hreysti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.