Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2006, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 12.02.2006, Qupperneq 80
 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR40 Það hefur verið lengi í umræðunni að fjölga liðum í efstu deild karla úr tíu í tólf. Enn sem komið er hefur það ekki verið samþykkt. Á ársþingi KSÍ árið 2005 var tillög- unni vísað frá en þess í stað skip- uð nefnd til að skoða hvað þyrfti að gera svo að mögulegt væri að lengja keppnistímabilið. Nefnd þessi komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að lengja keppnistímabilið án þess að bæta keppnisvellina umtalsvert, með hita og sjálfvirku vatnskerfi en það myndi fela í sér mikinn kostnað fyrir félögin. Sigurður Jónsson, þjálfari Grindavíkur í Landsbankadeild, karla telur það lífsnauðsynlega þróun fyrir íslenska knattspyrnu að fjölga liðum í deildinni sem allra fyrst. „Það þarf að fjölga leikjum og lengja keppnistímabilið, við erum að æfa alltof mikið af árinu til þess að fá að spila aðeins í nokkra mánuði og ég tel að það sé klárlega grundvöllur fyrir því að lengja tímabilið, það er það sem allir leik- menn vilja. Það er ótrúlegt að ekki sé búið að fjölga miðað við hversu lítið þarf til og hversu mikil áhrif þetta myndi hafa á knattspyrnuna á Íslandi,“ sagði Sigurður sem gefur lítið fyrir þær niðurstöður að mikill kostnaður þurfi að felast í lengingu keppnistímabilsins. Má spila þéttar „Það má spila leikina mun þéttar en gert er núna. Það þarf ekki að koma að nema fjórum leikjum til viðbótar við þessa átján og það er lítið mál að byrja til dæmis keppn- istímabilið aðeins fyrr, ljúka því aðeins seinna og sleppa því að taka frí um verslunarmannahelgina sem er algjörlega óþarft,“ segir Sigurður og bendir á annan mjög stóran kost við að fjölga leikjunum í efstu deild. „Fjölgun myndi þýða að liðin yrðu að öllum líkindum með stærri leikmannahópa sem þýðir að ungir leikmenn fá fleiri tæki- færi til að spreyta sig og geta þar með komið sér á framfæri. Það eru ekki nægilega margir ungir leik- menn sem fá að spreyta sig og öðl- ast reynslu sem er mjög mikilvægt fyrir stráka á þessum aldri,“ sagði Sigurður. En eru vellirnir í nógu góðu ásig- komulagi til að fjölga leikjum? „Mín skoðun er sú að það sé ekki hugsað nægilega vel um vellina. Það eru margir sem ég hef rætt við sem eru sammála mér í því að það sé byrjað að huga að völlum fyrir sumarið alltof seint. Það væri hægt að hjálpa gífurlega mikið til með því að leggja dúka yfir vellina sem myndu hlífa þeim, vellirnir yrðu þar með tilbúnir mun fyrr,“ bendir Sigurður á og bætir við að tímabilið á Íslandi, sem hefst iðu- lega um miðjan maímánuð, sé ein- faldlega of seint. „Það er mjög auðvelt að byrja mótið viku til tíu dögum fyrr. Ég er búinn að spila á völlum í Skot- landi og Svíþjóð við svipaðar aðstæður og það er ekkert því til fyrirstöðu að gera slíkt hið sama hérna heima,“ segir Sigurður sem hefur spilað sem atvinnumaður í Englandi, Skotlandi og Svíþjóð. En hvað leiðir fjölgunin af sér? „Við myndum spila fleiri leiki á hverju ári sem væri mjög gott fyrir knattspyrnuna í heild sinni. Mótið er mjög stutt eins og er og eðli málsins samkvæmt eru þjálf- arar ekki tilbúnir til að taka miklar áhættur í þessum fáu leikjum þar sem það er einfaldlega of mikið í húfi. Menn eru mjög hræddir við að nota yngri leikmenn þar sem þú mátt ekki við því að tapa neinum stigum. Ég veit að ég og eflaust fleiri þjálfarar væru tilbúnir til að gefa fleiri ungum leikmönn- um tækifæri með fleiri leikjum. Það myndi án efa skili sér í betri leikmönnum sem er ekkert nema jákvæð þróun fyrir knattspyrnuna á Íslandi,“ sagði Sigurður. Útsláttarkeppni? Til að bæta við spennuna í deild- arkeppninni kemur Sigurður með athyglisverða hugmynd, að taka upp útsláttarkeppni í efstu og 1. deild um sæti í efstu deild árið eftir. „Tvö lið fara sjálfkrafa niður en síðan tæki við útsláttarkeppni um laus sæti í efstu deild. Það myndi halda spennunni í mótinu lengur en raun ber vitni í dag og skapa fleiri leiki sem skiptu máli á lokasprett- inum,“ sagði Sigurður og tekur dæmi um FH og Val á síðasta ári. „FH var löngu búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn áður en mótið var búið og Valur var búið að tryggja sér annað sætið. Það dró spennuna mikið úr mótinu sem var þar með búin á toppnum. Ef svip- að væri uppi á teningnum í fram- tíðinni myndi það auka spennuna fram eftir móti sem skilar sér í mætingu fólks á völlinn auk þess sem það hvetur leikmenn til að gefa allt í á lokasprettinum. Þetta dæmi hefur sýnt sig í öðrum lönd- um og hefur gefist vel fyrir þar,“ sagði Sigurður en fyrirkomulagið þekkist viða um Evrópu. Sigurður segir að góðir hlutir gerist hægt og varlega verði að fara í sakirnar, ekki sé hægt að gera íslensku deildina jafn stóra og umfangsmikla og stóru deild- irnar á Norðurlöndunum eru en í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru fjórtán lið í efstu deildunum. „Ég vil byrja á því að fjölga liðum í tólf áður en skrefið upp í fjórtán liða deild verður tekið. Það þarf ekki að byggja nýja velli og setja hitakerfi og fleira á vellina til að fjölga í tólf lið, sem vissulega væri hægt í sumar, en það gildir annað mál ef fjölga á í fjórtán lið. Ef á að fjölga um fjögur lið og bæta við átta leikjum þá er klárlega þörf á því að laga vellina en eins og stað- an er í dag er engin þörf á því í tólf liða deild,“ sagði Sigurður en bætti við að fríin í kringum landsleiki væru erfiðari en þó væri hægt að skoða ýmsa kosti í kringum þau. „Landsliðsfríin eru erfiðari þar sem ungmennalandsliðið spil- ar daginn áður en A-landsliðið og þrátt fyrir að það séu fáir leik- menn úr efstu deild í A-liðinu eru oft margir í ungmennaliðinu. Það er hugsanlegt að spila bara þegar landsleikir eru og félög þyrftu að taka því að missa sína menn í nokkra daga, en þá missa þeir hugsanlega af einum leik af 22 sem væri enginn heimsendir fyrir félögin sem fengju lengra tímabil í staðinn. Félögin þyrftu að sjálf- sögðu að komast að samkomulagi um þetta atriði en þetta myndi einnig hugsanlega gefa yngri leikmönnum tækifæri í staðinn,“ ítrekaði Sigurður. Gervigrasið ekki skemmtilegt Talað er um að hægt væri að spila til að mynda fyrstu tvær umferðir Íslandsmótsins inni í knattspyrnu- höllunum en flestir eru alfarið á móti þeirri hugmynd, þar á meðal Sigurður sem sér einfadlega ekki þörf fyrir það eins og staðan er í dag. Sigurður er einnig alfarið á móti því að félög byggi gervigras- velli og spili á þeim í efstu deild hér heima. „Gervigrasið tekur þetta óvænta og skemmtilega úr fótboltanum, það geta verið þúfur á vellinum og undirlagið mismunandi að gerð og mýkt. Auk þess gerir bleytan gras- völlum mönnum oft erfitt fyrir en fótboltinn missir þann eiginleika á gervigrasinu þar sem undirlagið er nánast alltaf eins,“ sagði Sigurð- ur og bætti við að mikil óánægja væri með að gervigrasvellir væru notaðir í efstu deild í Svíþjóð þar sem hann spilaði. Deildabikar inn í Íslandsmótið? Sigurður kom með aðra athyglis- verða hugmynd sem gengur út á að láta Deildabikar KSÍ fá meira vægi en hann er spilaður alfarið í knattspyrnuhöllunum. „Það væri einnig hægt að ræða hvort Deildabikarinn mætti fá meira vægi og láta hann koma inn í Íslandsmótið. Þannig gætu úrvalsdeildarliðin verið saman í riðlum og fengju ákveðin stig eftir árangri í Deildabikarnum. Þannig væri hægt að gefa fleiri leikjum aukið vægi enda eru margir leikmenn á launum allan ársins hring. Til dæmis gæti efsta liðið feng- ið nokkur stig inn í Íslandsmót- ið en eins og staðan er í dag er Deildabikarinn ekkert annað en æfingamót þar sem engin verð- laun eru í boði. Fjögur til fimm stig inn í Íslandsmótið gætu verið góð verðlaun fyrir hvaða lið sem er,“ sagði Sigurður sem er ekki mjög jákvæður á að fjölgað verði á næstunni en það getur úr þessu í fyrsta lagi gerst sumarið 2008. Verðum að láta verkin tala „Ég er ekkert mjög jákvæður úr því að þetta er enn ekki komið. Það virðist vera sú skoðun að það þurfi gervigrasvelli og upphitaða velli til að hægt sé að fjölga og ég sé það ekki gerast nærri því strax, ekki á meðan skoðun forystu- manna knattspyrnusambandsins er þessi. Ég hefði viljað sjá þetta samþykkt í tólf liða deild fyrir löngu síðan en þetta hefur verið í umræðunni í langan tíma. Menn hafa verið að tala meira en að láta verkin tala. Ég myndi halda að það að ekki sé búið að fjölga í deildinni, hefti framþró- un íslenskrar knattspyrnu og þeir sem stjórna hljóta að bera ein- hverja ábyrgð á því. Ég er mjög undrandi á því að það sé ekki til- laga um þetta á ársþingi KSÍ um helgina,“ sagði Sigurður og sendi knattspyrnukveðju að lokum. hjalti@frettabladid.is ������������������������ �������� ��������� ����������������� ������������������������������������� ���������������������������������� ��������������������������������� ���������������������������������� SUNNUDAGSVIÐTALIÐ: SIGURÐUR JÓNSSON Ótrúlegt að enn sé ekki búið að fjölga Athygli vakti að á ársþingi KSÍ sem fram fór í gær barst ekki tillaga um að fjölga liðum í efstu deild karla úr tíu í tólf. Sigurður Jóns- son, þjálfari Grindvíkinga, er mjög undrandi á þessu og í viðtali við Hjalta Þór Hreinsson lýsir Sigurður áhyggjum sínum af fram- þróun íslenskrar knattspyrnu og staðhæfir að vel sé hægt að fjölga strax í ár úr tíu í tólf lið án stórvægilegra breytinga. SIGURÐUR JÓNSSON Er ekki mjög jákvæður á að fjölgað verði úr því sem komið er. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SIGURÐUR JÓNSSON Segir að löngu sé orðið tímabært að fjölga liðum í efstu deild úr tíu í tólf. Á ársþingi KSÍ í gær var samþykkt að fjölga liðum í 1. deild en engin tillaga um fjölgun í efstu deild barst og því er fjölgun í deildinni ekki á dagskrá á næstunni.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.