Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 82
12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR
OPNUNARTÍMI:
Laugardag kl.11.00–18.00
Sunnudag kl.11.00–18.00
MIÐAVERÐ:
1500 kr.(6–12 ára 500 kr.)
Helgarpassi 2250 kr.
Ó
ly
m
pí
ua
ka
de
m
ía
n
Flugferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Leitað er eftir einstaklingum sem
náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félags-
störfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum Ólympíuhreyfingarinnar
sérstakan áhuga. Þeir skulu hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars
æskufólks í hvívetna.
Námskeið í Ólympíu
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á
námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í
Grikklandi dagana 19. júní til 3. júlí n.k.
Umsóknarfrestur er til 3. mars n.k.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ eða á heimasíðu sambandsins,
www.isisport.is
Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri Fræðslusviðs, Andri Stefánsson í síma
514-4000 og einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið: andri@isisport.is
HANDBOLTI „Við spiluðum ekki
nægilega vel í þessum leik, Hauk-
ar voru einfaldlega betri og áttu
sigurinn skilinn,“ sagði Guð-
mundur Guðmundsson, þjálfari
Fram, eftir undanúrslitaleikinn
gegn Haukum. Leikurinn var
kaflaskiptur og liðin skiptust á
að raða inn mörkunum án þess að
andstæðingurinn fengi rönd við
reist en Haukar höfðu að lokum
þriggja marka sigur.
„Við byrjuðum leikinn vel en
náðum ekki að fylgja því eftir.
Varnarleikurinn var góður að
stórum hluta en á öðrum köflum
var hann að sama skapi slakur
og þannig missum við niður for-
ystuna okkar. Það var grátlegt að
jafna í 20-20 og fá tvö tækifæri
til að jafna en nýta þau ekki. Auk
þess náðu lykilmenn í liðinu sér
ekki á strik, þetta er ungt lið og
það má lítið út af bregða ef ekki á
illa að fara og við áttum ekki skil-
ið að vinna leikinn,“ sagði Guð-
mundur og bætti við að fjölmargt
hefði þurft að ganga upp til að
sigra feikisterkt lið Hauka.
Það var þó aðeins markvarsla
Birkis Ívars Guðmundssonar sem
hélt Haukum inni í leiknum til að
byrja með en Framarar mættu
mjög ákveðnir til leiks með dygg-
an stuðning fjölmargra stuðnings-
manna sinna. Liðið spilaði frá-
bæra vörn og Egidijus Petkevicius
markmaður varði alls sextán skot
í leiknum auk þess sem Magnús
Erlendsson átti góða innkomu og
varði sex skot, þar af fjögur víta-
köst. Það dugði þó ekki til þar
sem óskynsamur sóknarleikur
var allsráðandi hjá gestunum á
Ásvöllum á meðan Haukar léku
af mikilli skynsemi og yfirvegun
og kláruðu leikinn örugglega.
„Það var ekki mikið sem skildi
á milli liðanna í dag. Mér fannst
við vera að spila mjög slakan
varnarleik í 55 af 60 mínútum í
leiknum en sem betur fer gekk
sóknarleikurinn okkar ágætlega
upp og það bjargaði okkur í þess-
um leik,“ sagði Birkir Ívar, mark-
maður Hauka, eftir leikinn en
hann varði þrettán skot í markinu
og boltarnir sem hann varði úr
dauðafærum vógu þungt gegn
Frömurum.
„Þetta var mjög erfiður leikur
og Framararnir eru með gott lið
og við vorum að hluta til heppnir
að vinna leikinn miðað við þá slöku
vörn sem við vorum að spila. Við
lögðum okkur alla fram, það er
ekki hægt að taka það af okkur en
það gerðu Framararnir líka og það
skilaði sér í þesum hörkuleik. Við
erum með aðeins betra lið og sýnd-
um það í dag,“ sagði Birkir Ívar að
lokum en bætti við að það kæmi
ekkert annað til greina en að hirða
bikarinn. hjalti@frettabladid.is
Áttum einfaldlega ekki
skilið að vinna leikinn
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, segir að of margt hafi brugðist til
að Fram hafi getað lagt sterkt lið Hauka að velli. Haukar unnu leikinn 30-27 og
mæta Stjörnunni í bikarúrslitaleik karla þann 25. nóvember í Laugardalshöll.
MYND Andri Stefan leikmaður Hauka skorar hér eitt af fimm mörkum sínum í leiknum án
þess að Þorri Guðmundsson og Stefán Stefánsson komist til varnar FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI „Við byrjuðum leikinn
mjög vel og höfðum svör við öllu
sem þeir gerðu. Þeir buðu okkur
velkomna í skot og við hittum vel
þannig að ég er hæstánægður,“
sagði Patrekur Jóhannesson eftir
að Stjarnan tryggði sér í úrslita-
leik SS-bikars karla með 36-32
sigri gegn ÍBV á heimavelli sínum
í gær. Stjarnan hafði forystuna
allan tímann, voru yfir 19-14 í hálf-
leik og unnu á endanum með fjög-
urra marka mun. Eyjamenn tóku
Tite Kalandaze og Patrek báða úr
umferð á kafla í seinni hálfleik
en það skilaði ekki tilætluðum
árangri.
„Við vorum mjög vel undirbúnir
og allir sinntu sínu hlutverki. Öfugt
við þá héldum við kjafti og það skil-
aði sér. Þeir svekkja sig líklega á
því núna að hafa verið að rífa kjaft
allan leikinn,“ sagði Patrekur en
hann var markahæstur í leiknum
með ellefu mörk. Leikmenn ÍBV
létu mótlætið fara í taugarnar á
sér og voru mikið að svekkja sig á
dómgæslunni.
„Í byrjun vorum við alltof hátt
stemmdir andlega og vorum að láta
reka okkur af velli á klaufalegan
hátt. Svo vorum við að pirra okkur
út í dómarana og þeir borga það
margfalt til baka í leiknum. Til að
byrja með vorum við að gera slæm
mistök í sókninni en svo komst það
í gang. Vörnin hjá okkur var alveg
hrikaleg og þar af leiðandi var erf-
itt fyrir Bjögga að standa í mark-
inu. Stjarnan er með þrusugott lið
og ef maður ætlar að ná að sigra
Stjörnuna þá verður maður að spila
vörn,“ sagði Kristinn Guðmunds-
son, þjálfari ÍBV, í leikslok. Mladen
Cacic var bestur í liði gestanna í
gær og skoraði tíu mörk.
Fjölmenni var á leiknum í gær
og stuðningsmenn Stjörnunnar
létu vel í sér heyra og gáfu leiknum
skemmtilegan lit. „Það er að mynd-
ast góð stemning hérna og stuðn-
ingsmennirnir eiga stóran þátt í
þessum sigri í dag,“ sagði Patrekur
sem var hæstánægður með stuðn-
inginn sem liðið hefur fengið. - egm
Stjarnan komst í gær í úrslit bikarsins með dyggum stuðningi í Ásgarði:
ÍBV átti fá svör gegn Stjörnunni
GÓÐUR LEIKUR Tite Kalandadze átti góðan leik og skoraði 6 mörk.