Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 86
 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR46 Hvað er að frétta? Allt gott. Augnlitur? Grænbrúnn. Starf? Tónlistarmaður. Fjölskylduhagir? Ég er ekkjumaður. Missti konuna mína fyrir um það bil sex árum. Hvaðan ertu? Ég er innfæddur Reyk- víkingur. Ertu hjátrúarfullur? Nei, í raun og veru ekki. Er frekar forlagatrúar eins og svo margir Íslendingar. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Ég á engan uppáhaldssjónvarpsþátt. Uppáhaldsútvarpsþáttur? Ég hlusta ekkert á útvarp. Maður er stundum með smá músíkeitrun. Uppáhaldsmatur? Glóðarsteikt nauta- lund á Ben´s Steakhouse í New York. Fallegasti staður? Snæfellsnesið. Hvað er skemmtilegast? Að spila með góðum tónlistarmönnum og elska góða konu. Hvað er leiðinlegast? Kannski að ganga frá böggpóstinum. Helsti veikleiki? Þeir eru svo margir að ég vil ekki telja þá upp. Helsti kostur? Það væri kannski helst mannþekkingin sem maður heldur að maður sé búinn að koma sér upp á langri ævi. Helsta afrek? Ætli það sé ekki bara að halda haus. Mestu vonbrigði? Að missa konuna mína of fljótt. Hver er fyndnastur/fyndnust? Jón Gnarr á góðum degi. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óstundvísi og hranaleg framkoma. Uppáhaldskvikmynd? Ég er bíófrík, þannig að þetta er alveg vonlaus spurning. Núna í dag segi ég The Bunker, myndin um síðustu daga Hitlers. Uppáhaldsbók? Í dag er það Trúð- urinn eftir Henrich Böll. Hvað er mikilvægast? Það er fjölskyld- an þegar upp er staðið. HIN HLIÐIN MAGNÚS EIRÍKSSON TÓNLISTARMAÐUR Mannþekkingin helsti kosturinn HRÓSIÐ ...fær Óttar Guðnason kvik- myndatökumaður fyrir frábæran árangur í starfi. Mikhaíl Gorbatsjev, fyrrum aðal- ritari kommúnistaflokksins í Sov- étríkjunum, er væntanlegur hingað til lands á vegum tónleikahaldar- ans Einars Bárðarssonar í tilefni af 20 ára afmæli leiðtogafundar- ins í Höfða. Verður fyrirlesturinn sá fyrsti í röðinni Stefnumót við leiðtoga sem Einar ætlar að standa fyrir. Gorbatsjev kemur hingað 10. október og mun fyrirlesturinn fjalla um stjórnun á 21. öldinni, frið og sögulega þýðingu og minningar frá leiðtogafundinum í Höfða. Gorbatsjev var valinn maður níunda áratugarins af tímaritinu Time en hann er talinn hafa átt einn stærstan þátt í falli járntjalds- ins, hnignun kommúnsimsans og að kalda stríðið leið undir lok. Að mati margra var fundur þeirra Reagans og Gorbatsjev einhver merkilegasti leiðtogafund- ur 20. aldarinnar. Það er reyndar ekki vitað hvor hafi átt hugmynd- ina að fundarstaðnum í Reykja- vík því báðir vildu þeir eigna sér heiðurinn af þeirri fyrirtaks hug- mynd. Talið er að það hafi verið Sovétmenn sem hefðu verið fyrri til að setja sig í samband við rík- isstjórn Íslands og sárnaði Banda- ríkjamönnum það eitthvað. Gert hefði verið samkomulag um að það skyldi gert sameiginlega. Það er ljóst að það er mikill fengur að komu þessa nóbels- verðlaunahafa svo vitnað sé til orða Jóns Hákons Magnússonar, sem var yfirmaður fjölmiðlamið- stöðvarinnar á leiðtogafundinum. „Við eigum Mikhail Gorbatsjev og Reagan mikið að þakka að halda þennan örlagaríka fund sem er stærsti viðburður Íslandssög- unnar. [...] Rétt væri að láta gera styttu af þeim og bjóða Gorbat- sjev að afhjúpa hana við Höfða í október 2006.“ Gorbatsjev með fyrirlestur REAGAN OG GORBATSJEV Hér sjást þeir á fundi í Hvíta húsinu en fundur þeirra í Höfða er talinn marka upphafið að þiðnun milli stórveldanna. NORDIC PHOTO / GETTY IMAGES Það var ekki við öðru að búast en að Bart Cameron, ritstjóri tíma- ritsins Reykjavík Grapevine, hefði sterkar skoðanir á myndbirting- um Jótlandspóstsins á Múhameð spámanni og efnistökum fjölmiðla í kjölfarið. Blaðið tæklar málið í nýjasta tölublaði sínu með því að birta sína eigin skopteikningu og er ómyrkt í máli. Á myndinni sést hvar Anders Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Dana, stendur í ræðupúlti og biður þá sem eru, ólíkt múslim- um, hlynntir tjáningarfrelsi um að rétta upp hönd. Gegnt honum standa nokkrir menn, rígsperr- tir með útrétta hönd og minnir það ekki lítið á nasistakveðjuna alræmdu. Hver þeirra hefur borða á upphandlegg sínum með titli nokkurra dagblaða sem hafa birt myndirnar sem Jótlandspóst- urinn lét gera. Íslendingar eiga sinn fulltrúa, því einn borðinn er merktur DV. Grapevine og DV hafa um skeið eldað grátt silfur saman og er ólíklegt að þetta nýjasta útspil leiði til þess að stríðsöxin verði grafin. -bs Láta DV heilsa að nasistasið SKOPMYNDIN Í GRAPEVINE Ekki í fyrsta sinn sem blaðið gagnrýnir DV. 25.08.45 Ólafur Jóhannesson kvikmynda- gerðarmaður er um þessar mund- ir að ljúka tökum á sinni nýjustu mynd, Queen Raquel, en hún fjall- ar um heim kynskiptinga á Fil- ippseyjum. Þegar Ólafur leitaði að samstarfsfólki við gerð mynd- arinnar komst hann í kynni við Mike Stone sem að margra mati er helsta karate-goðsögn í sögu kvik- myndanna. „Ég er með frábært teymi hérna úti sem útvegar allt við gerð myndarinnar,“ útskýrir leikstjórinn þegar hann er kraf- inn skýringar á kynnum þeirra félaga. „Í gegnum þau komst ég í kynni við Stone en hann starf- ar við gerð myndarinnar,“ segir Ólafur en Mike á að baki heldur magnaða sögu. Einkalíf hans var með skraut- legasta móti en tuttugu ár eru liðin síðan hann flúði sviðsljósið og sett- ist að á eyjunni Bohol þar sem hann íhugar, lifir á ávöxtum og æfir. Hann var á sínum tíma lífvörður upptökustjórans Phils Spector, Bítilsins John Lennon og rokk- kóngsins Elvis Presley auk þess sem hann átti í ástarsambandi við Priscillu Presley sem varð til þess að rokkkóngurinn og hún skildu. „Mike var besti vinur Bruce Lee og eini maðurinn sem hann vildi ekki slást við,“ segir Ólafur en Lee var handviss um að Stone myndi ganga frá honum. Þar að auki er hann hálfbróðir leikkonunnar Sharon Stone, sem lék í hinni frægu Basic Instinct, og var nánasti samstarfs- maður Chucks Norris. Fjölmörg bókaforlög hafa falast eftir því að fá kappann til að skrifa ævisögu sína enda er ævihlaupið hans kynngimagnað. „Hann hefur alltaf neitað en með okkur hefur tekist góður vinskapur og hann hefur fallist á að segja mér sögu sína. Finnst það tímabært,“ segir Ólafur og ekki laust við að mik- illar eftirvæntingar gætir í rödd hans. Leikstjórinn hefur talað laus- lega við nokkur dreifingarfyrir- tæki um myndina og þau hafa sýnt henni áhuga. „Það er auðveldlega hægt að selja hana í formi sjón- varpsmyndar til Bandaríkjanna en það finnst mér ekki spenn- andi enda vil ég bara gera stórar myndir fyrir áhorfendur,“ segir leikstjórinn og bætti við að hann væri líklegast á leiðinni næstu daga til að taka upp efni með Mike þar sem hann býr á eyjunni Bohol. „Verkefnið er á rannsóknarstigi og það er í nógu að snúast hjá mér. Búddamunkurinn Róbert kemur út í haust, svo Queen Raquel. Ég verð bara að koma Mike Stone að einhvers staðar þar á milli.“ freyrgigja@frettabladid.is ÓLAFUR JÓHANNESSON: GERIR HEIMILDARMYND UM MIKE STONE Stakk undan Elvis Presley STONE OG ÓLAFUR Þessi dularfulli maður verður líklegast næsta viðfangsefni Ólafs en ævihlaup Mike Stone er æði skrautlegt en hann var meðal annars lífvörður Elvis Presley. FRÉTTABLAÐIÐ / ÓLAFUR ��������� �� ������������������ �������� ��� �������� ��� ������� �� ��������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.