Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 2
2 13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR Skráning fer fram á www.landsbanki.is og í Þjónustuveri bankans í síma 410 4000. Allar nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara er að finna á www.landsbanki.is. Í boði er kaffi og veitingar. Fundargestir verða leystir út með lítilli gjöf. 410 4000 | www.landsbanki.is Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Fyrirlestur í Austurbæjarútibúi Landsbankans, Laugavegi 77 16. febrúar kl. 20 - Efnahagsmál í upphafi árs - Hvar liggja fjárfestingatækifærin? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 12 80 02 /2 00 6 JAPAN, AP Níutíu og einn Japani lét lífið í 34 tilfellum í fyrirfram skipulögðum sjálfsvígum í fyrra, fleiri en nokkurn tímann áður. Fólkið kynntist á netinu, hittist og svipti sig lífi öll á sama tíma. Flestir voru á milli tvítugs og fertugs og voru karlar fleiri en konur. Í október síðastliðnum hófu vefstjórar að gefa lögreglu nöfn og heimilisföng þeirra sem virðast vera að íhuga sjálfsvíg og í kjöl- farið snarfækkaði hópsjálfsvíg- um. Sjálfsvíg eru tíðari í Japan en hjá flestum öðrum þjóðum. Árið 2004 féllu yfir 32.000 Japanar fyrir eigin hendi. - smk Japanar kynnast á netinu: Fremja sjálfsvíg í sameiningu SPURNING DAGSINS Magnús, er þetta ekki orðin nokkuð dýr bíladella? Jú, þetta er farið að vinda upp á sig. En Toyotabílar eru góðir bílar svo þetta er vel þess virði. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, keypti nú á dögunum Bílaleiguna Hertz en áður hafði hann keypt Toyotaumboðið. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri ekki bílakóngur Íslands en væri hins vegar mikill bíladellukarl. Sjö ölvaðir við akstur Lögregl- an í Reykjavík stöðvaði sjö drukkna ökumenn aðfaranótt sunnudags og í gærmorgun. Að öðru leyti gekk nóttin að mestu áfallalaust fyrir sig. Vinnupallur í höfuð Maður var flutt- ur á slysadeild Landspítalans í Reykjavík laust fyrir miðnætti á laugardag eftir að hafa fengið vinnupall í höfuðið. Hann slapp án alvarlegra áverka. Innbrot í Þingholtunum Lögreglan var í fyrrinótt kölluð að íbúðarhúsi í Þingholtunum þar sem brotist hafði verið inn. Þjófurinn, sem er ófundinn, hafði á brott með sér hljómflutnings- tæki en lét annað kyrrt liggja. Mikil drykkja í Kópavogi Mikill erill var hjá lögreglunni í Kópavogi í fyrrinótt. Meiriháttar atvik voru svo að segja engin en mikið var um minni háttar áfengis- tengd útköll. LÖGREGLUFRÉTTIR ORKUMÁL RARIK og Orkubú Vest- fjarða ætla að vinna áfram að stofnun raforkusölufyrirtækis hvort sem Landsvirkjun leggur Laxárvirkjun inn í reksturinn eða ekki. Tryggvi Þór Haraldsson, for- stjóri RARIK, segir þó beðið eftir endanlegri niðurstöðu Lands- virkjunar. Undir það tekur Bjarni Sólbergsson, fjármálastjóri Orku- bús Vestfjarða. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjun- ar, segir ákvörðun stjórnarinnar standa. Hann hugar ekki að afleið- ingunum stöðvi Reykjavíkurborg Landsvirkjun í fyrirætlunum sínum. Stjórnarfundur 17. febrúar skeri úr um framhaldið. Efasemdaraddir úr borgarráði Reykjavíkur um að stjórnin hafi heimildir til að leggja Laxár- virkjun inn í nýtt sölufyrirtæki RARIK og Orkubúsins hafa borist henni. Jóhannes segir forstjórann þá þegar hafa kannað það og sam- kvæmt lögfræðiáliti hafi stjórnin allar heimildir sín megin. Borgin hafi tíma til að gera athugasemdir fyrir stjórnarfundinn: „Við hlust- um á það sem eigendurnir hafa að segja án þess að láta það stýra okkur.“ Reykjavíkurborg á 45 prósent í Landsvirkjun og 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur. Tryggvi segir hagsmunaárekstra valda ólgunni hjá þeim borgarfulltrúum sem telji borgina bera skertan hlut frá borði. Jóhannes segir það ljóst af orðum borgarfulltrúanna og segir eignarhald á fyrirtækjunum mjög snúið sem kristallist í mál- inu. „Mjög slæmt er að ríkið og borgin náðu ekki saman um sölu orkuveitunnar á sínum tíma.“ Fjögur orkufyrirtæki hafa lýst yfir að þau væru tilbúin að greiða mun hærra verð fyrir virkjunina en þann rúma milljarð sem Lands- virkjun og orkufyrirtækin tvö meta hana á í viðskiptum sínum. Jóhannes segir virkjunina ekki til sölu: „Hins vegar ef einhver er til í að greiða fjóra til sex milljarða, eins og hæst hefur verið nefnt, veit ég ekki hvað við myndum gera.“ Tryggvi bendir á að Lands- virkjun eignist tæplega 30 pró- senta hlutdeild í sölufyrirtækinu í stað Laxárvirkjunar. RARIK sé ekki tilbúið að greiða meira en milljarðinn fyrir hana. „Virkjunin er verðmetin miðað við þá sam- keppni sem hún á að standast og má því ekki vera dýrari en svo að hún ráði við hana.“ gag@frettablaðið.is Ákvörðun stjórnar verður ekki haggað Stjórnarformaður Landsvirkjunar segir ákvörðun um að Laxárvirkjun renni inn í nýtt sölufyrirtæki þess með RARIK og Orkubúi Vestfjarða standa. Málið bíði næsta stjórnarfundar. Af samvinnu verður, með eða án Landsvirkjunar. BARIST UM LAXÁRVIRKJUN Orkufyrirtæki berjast um Laxárvirkjun þar sem ódýrara er að framleiða sjálfur orku til smásölu heldur en að kaupa hana í heildsölu af Landsvirkjun. VIÐSKIPTI Sænska lággjaldaflug- félagið FlyMe, sem er að stórum hluta í eigu Fons eignarhaldsfé- lags, hefur tryggt sér kauprétt á öllum hlutabréfum Litháíska flugfélagsins Lithuanian Airlines. Lithuanian Airlines hefur fjörutíu prósenta hlutdeild á litháískum flugmarkaði. Hjá félaginu starfa 580 starfsmenn og flotinn telur fimm Boeing þotur og tvær minni SAAB vélar. Aðspurður um málið segir Pálmi Haraldsson, annar eigenda Fons, að kaupin séu mikill sigur fyrir íslenska flugsögu. Fons er eigandi Iceland Express. - sh FLyMe kaupir Lithuanian Airlines: Haslar sér völl í Litháen PÁLMI HARALDSSON Er ánægður með kaupin á litháíska flugfélaginu. JEDDA, AP Þær Cherie Blair, for- sætisráðherrafrú Breta, og Mary McAleese, forsætisráðherra Ír- lands, eru staddar í Sádi-Arabíu og notuðu tækifærið í gær til þess að hvetja þarlenda ráðamenn til þess að veita konum aukin réttindi. Þær héldu báðar ræðu á efnahags- ráðstefnu í borginni Jedda. „Aisha, fyrsta eiginkona spá- mannsins, stundaði sjálf viðskipti með miklum árangri,“ sagði McAleese í ræðu sinni og uppskar mikið klapp frá konum í ráðstefnu- salnum, en þær voru um það bil helmingur áheyrenda. Kynjunum var þó haldið aðskildum í salnum. Blair sagði í sinni ræðu að Sádi-Arabía og fleiri ríki, sem letja konur frá því að leita sér frama í stjórnmálum eða afla sér menntunar, væru að sóa mik- ilvægum mannauði. Þessi sóun hamli beinlínis frekari þróun í heilbrigðismálum, tefji fyrir því að tekjur hækki og haldi aftur af tækniþróun. „Mannréttindi og þróun haldast í hendur. Að mennta stúlkur er meðal mikilvægustu fjárfestinga sem nokkurt land getur gert fyrir framtíð sína. - gb CHERIE BLAIR Hvatti leiðtoga í Sádi-Arabíu til þess að efla réttindi kvenna. MYND/AP Cherie Blair og Mary McAleese á efnahagsráðstefnu í Sádi-Arabíu: Hvetja til aukinna kvenréttinda VÍSINDI Vísindasiðanefnd er enn að afla gagna um nefúðarannsóknir sem gerðar voru á vegum Lyfja- þróunar hf. Nefndinni bárust ábendingar um að hugsanlega hefði verið átt við niðurstöður rannsóknar sem sneri að bólusetningu með nefúða, en rannsóknirnar fóru fram á árunum 2001 til 2005. Þeim var þá hætt, þar sem niðurstöður rann- sóknarinnar voru ekki eins góðar og vonast var eftir í fyrstu. Nefndin hefur að undanförnu rætt við fagfólk sem vann við rannsóknirnar auk þess sem Lyfja- þróun hf. hefur veitt alla þá aðstoð sem nefndin hefur óskað eftir. - mh Nefúðarannsókn til skoðunar: Enn verið að afla gagna MANSTON, AP „Ég var virkilega heppinn að hafa komist hingað í dag, það gekk heilmikið á,“ sagði ævintýramaðurinn Steve Foss- ett á laugardaginn á flugvelli í Bournemouth á Englandi eftir að hafa flogið samfleytt í 76 klukku- stundir, eða rúmlega þrjá sólar- hringa. Fossett var býsna ánægður með tilveruna, því með þessu flugi hafði hann sett nýtt met í langflugi. Honum tókst að fljúga hringinn í kringum jörðina, og gott betur, án þess að lenda og án þess að taka eldsneyti á leiðinni. Samtals lagði hann að baki 42.467,5 kílómetra og sló þannig eldra metið frá 1986, sem var 40.210 kílómetrar. Síðasti hluti ferðarinnar reyndist erfiðastur og Fossett neyddist til þess að lenda flugvél sinni örlítið fyrr en hann hafði ásett sér. Það var auðjöfurinn Richard Branson sem fjármagnaði flug- ið og fagnaði hann ákaft þegar Fossett lenti. Fossett lenti í margvíslegum erfiðleikum á leiðinni, missti til að mynda mikið eldsneyti strax við upphaf ferðarinnar í Banda- ríkjunum. Einnig lenti hannn í miklum sviptivindum yfir Indlandi. ■ BRANSON KYSSIR FOSSETT Richard Branson fagnaði ákaft þegar Steve Fossett hafði lent heilu og höldnu eftir lengsta flug sögunnar. MYND/AP Ævintýramaðurinn Steve Fossett setti met í langflugi: Á flugi í þrjá sólarhringa TRYGGVI ÞÓR HAR- ALDSSON Forstjóri RARIK JÓHANNES GEIR SIGURGEIRSSON Stjórnarformaður Landsvirkjunar LÖGREGLA Farþegi var handtekinn í Leifsstöð í gær eftir að hafa verið staðinn að því að reykja um borð í flugvél Flugleiða. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og á miðri leið urðu flugfreyjur þess áskynja að reykjarlykt var á einu salerninu. Venju samkvæmt var lögregla kvödd á staðinn og fór maðurinn frá borði í fylgd lögreglumanna. Maðurinn á yfir höfði sér fjársekt vegna athæfisins. Að sögn lögreglunnar gerist það alltaf af og til að flugfarþegar séu gripnir við reykingar en slíkt er stranglega bannað. - hvá Lögregla beið flugfarþega: Reykti um borð í flugvél FLUGVÉL FLUGLEIÐA Farþegi braut reglur og reykti á salerni vélar sem var að koma til landsins frá Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.