Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 10
10 13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR Skyr.is drykkurinn fæst nú með bláberjabragði – án viðbætts sykurs Nýjung! LÓÐAMÁL Hærra lóðaverð hefur lítil áhrif á íbúðaverð, segir Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala. „Mér finnst menn gjarnan hrapa að þeirri ályktun að lóðaverð valdi því að fasteignaverð hafi hækk- að,“ segir Björn Þorri. „Íbúðaverð hefur hins vegar hækkað langt umfram efniskostnað við bygg- ingaframkvæmdir.“ Björn Þorri segir hærra lóða- verð fyrst og fremst koma niður á tekjum þeirra sem byggi íbúðirn- ar. Hann telur að hærra lóðaverð skýrist fyrst og fremst af því að fólki bjóðist lán á hagstæðari kjör- um frá bönkunum en áður auk þess sem það fái hærra lánshlutfall af íbúðaverðinu en áður. Lóðaútboð í suðurhlíðum Úlf- arsfells stendur til 16. febrúar. Lágmarkssöluverð er sett á lóð- irnar, 10,5 milljónir fyrir einbýl- ishúsalóðir, ellefu milljónir fyrir parhúsalóðir og svo mishátt verð fyrir fjölbýlishúsalóðir eftir stærð þeirra. Dýrasta lóðin verður seld fyrir rúmar 182 milljónir eða meira. Lóðir í Norðlingaholti hækkuðu um helming milli áranna 2004 og 2005. Til að mynda voru að með- altali greiddar 6,7 milljónir fyrir einbýlishúsalóðir í júní 2004 en 14 milljónir í apríl 2005. - gag BJÖRN ÞORRI VIKTORSSON Segir íbúðaverð hafa hækkað langt umfram byggingar- kostnað. Formaður Félags fasteignasala um verð á lóðum: Lóðaverð stjórnar ekki íbúðaverði HÁTÍÐ 112-dagurinn var haldinn hátíðlegur á laugardag og efndu viðbragðsaðilar til mikillar veislu um allt land. Slökkviliðið, lögregla, björgunarsveitir, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan og fleiri fylktu liði og fóru í bíla- og tækjalest- um um borg og bæi undir merkj- um samvinnu og samhæfingar. Almenningi gafst síðan kostur á að kynnast starfseminni í opnu húsi sem efnt var til um allt land. Í Reykjavík lék veðurblíðan við höfuðborgarbúa sem gátu séð til- komumikla lest björgunartækja aka frá Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð með blikkandi ljósum gegnum Kópavog og Garðabæ og fylgdi þyrla Landhelgisgæsl- unnar lestinni eftir úr lofti. Gátu gestir og gangandi síðan skoðað herlegheitin á tækjasýningu sem haldin var í Skógarhlíðinni. Varð- skipið Týr, Sæbjörg, björgunar- skip og þyrla voru enn fremur opin almenningi við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn. Um landið allt var boðið upp á svipaða dagskrá og virt- ust landsmenn vera áhugasam- ir um að kynna sér starfsemi Neyðarlínunnar. - fgg Dagur Neyðarlínunnar haldinn hátíðlegur: Efnt til veislu undir merkjum samvinnu Á SIGLINGU Gestir og gangandi gátu fengið bátsferð með björgunarskipi og fjölmargir nýttu sér það tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN RÓM, AP Ítalskur dómari hefur vísað frá dómi málsókn trúleys- ingja þar í landi sem vildi kæra prest nokkurn fyrir að halda því fram að Jesús Kristur hafi verið til og væri sonur parsins Maríu og Jóseps. Maður þessi heldur því fram að rómversk-kaþólska kirkjan hafi staðið fyrir blekk- ingum í 2000 ár og að presturinn hafi brotið lög með fullyrðingu sinni. Dómarinn í málinu hefur hvatt saksóknara til að athuga hvort ekki má kæra trúleysingj- ann fyrir róg, sem á sama tíma undirbýr að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. ■ Tilvist Jesú fyrir rétti á Ítalíu: Málinu vísað frá dómi ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur, Innri-Akraneshreppur og fyrir- tækið Stafna á milli á Akranesi hafa gert samning um að Orku- veitan byggi upp og reki fráveitu, gagnveitu, hitaveitu og vatnsveitu í landi Kross í Innri-Akranes- hreppi. Landið sem um ræðir er við Leyni og í fyrri áfanga fram- kvæmdanna er gert ráð fyrir 124 íbúðum á 24 lóðum. Í síðari áfang- anum má síðan reikna með því að 170 til 180 íbúðir bætist við. ■ Innri-Akraneshreppur: Samið um nýja hitaveitu BAGDAD, AP Myndir af breskum hermönnum að berja ungmenni í Írak voru sýndar í sjónvarpi í Bretlandi og víða í Mið-Austur- löndum í gær. Íbúar í suðurhluta Íraks áttu vart orð til að lýsa hneykslan sinni. Á myndböndum sjást bresk- ir hermenn draga nokkra unga Íraka inn í byggingu og berja þá með hnefum og kylfum. Heyra má rödd hvetja hermennina áfram. Röddin er talin vera rödd mynda- tökumannsins, sem er sagður vera yfirmaður í hernum. Atburð- irnir eru sagðir hafa gerst fyrir tveimur árum. Myndbandið komst fyrst í hend- ur breska dagblaðsins News of the World, sem segist hafa kannað áreiðanleika þess ítarlega áður en það birti frétt um málið í gær. Arabískar gervihnattarstöðvar á borð við Al Djasíra og Al Arabíja, sýndu myndbandið aftur og aftur í gær. Breska herlögreglan hefur þegar hafið rannsókn á mynd- bandinu. Martin Rutledge, tals- maður breska hersins, segir mynd- irnar vera „afar óþægilegar“ og rannsókn á þeim verði hraðað. Gordon Brown, fjármálaráð- herra Breta, segir bresku her- mennina hegða sér þarna með algerlega óviðunandi hætti. „Þeir sem bera ábyrgð á þessu verða dregnir fyrir dóm,“ sagði hann. „Við þökkum guði fyrir að þetta komi frá þeirra eigin ljósmynd- ara. Margir telja þessar athafnir ósköp venjulegar miðað við það sem gerist á bak við luktar dyr,“ sagði Muhannad al-Moussaoui, íbúi í Basra, sem er næststærsta borgin í Írak. „Við fordæmum alla misnotkun og hrottamennsku,“ sagði Chris Thomas, yfirmaður í flughernum, en neitaði þó að veita upplýsingar um hvaða bresku herdeildir hefðu verið í Basra fyrir tveimur árum. Talsmaður breska hersins í Basra segir þó að ásakanirn- ar beinist einungis að litlum hluta þeirra 80 þúsund breskra hermanna sem gegnt hafa her- þjónustu í Írak frá árinu 2003, þegar innrásin undir forystu Bandaríkjanna hófst. Um það bil átta þúsund bresk- ir hermenn eru staddir í Írak. Flestir þeirra eru í Basra. gudsteinn@frettabladid.is BRESKUR HERMAÐUR Í BASRA Um það bil átta þúsund breskir hermenn eru í Írak núna, flestir í Basra, sem er næststærsta borg landsins. MYND/AP HROTTALEGT Forsíða breska dagblaðsins News of the World í gær. MYND/AP Barsmíðar valda hneyksli Hrottalegar barsmíðar breskra hermanna á ungmennum í Írak vekja hörð viðbrögð. Yfirmaður hermann- anna virðist hafa tekið þær á myndband sem komst í hendur breskra blaðamanna. SNJÓR Í NEW YORK Mikið öngþveiti ríkti í New York í gær vegna mikillar snjókomu. Borgarstarfsmenn voru kallaðir út til þess að moka snjónum af Times Square. MYND/AP KRÓATÍA, AP Eitt virtasta vikublað Króatíu birti í liðinni viku tólf myndir af múgæsingarmótmæl- um múslima vegna skopmynda Jótlandspóstsins af Múhameð spámanni og sagði þau vera meiri móðgun við íslamstrú en uppruna- legu skopteikningarnar tólf. Myndirnar birtast undir fyr- irsögninni „Tólf skrípamyndir af Múhameð“ og sýna þær mótmæl- endur í ýmsum ríkjum brenna danska fánann og kveikja í bygg- ingum. Segir í blaðinu að með hátt- erni sínu séu viðkomandi virki- lega að sýna trú sinni og sönnum múslimum lítilsvirðingu. ■ Óvæntur liðsauki Dana: Mótmælin meiri móðgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.