Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 74
 13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR30 Fiskbúðin Hafrún Skipholti 70 Sími 553 0003 Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070 Fiskbúðin Árbjörg Hringbraut 119 Sími 552 5070 MÁNUDAGSTILBOÐ GLÆNÝ LÍNUÝSA, HROGN OG LIFUR KR. 590/KG FÓTBOLTI Kristján Guðmunds- son, þjálfari Keflavíkur í Lands- bankadeild karla, tekur undir með kollega sínum og nágranna úr Grindavík, Sigurði Jónssyni, að ekki sé nægilega vel hugsað um velli á Íslandi. Sigurður telur að hægt sé að fjölga liðum í efstu deild úr tíu í tólf strax í sumar en til þess þurfi ef til vill að hugsa betur um vellina. „Það þarf að huga miklu betur að völlunum, það er engin vinna lögð í vellina yfirhöfuð og almennt séð er mjög léleg umhirða á þeim. Það er hægt að gera þetta miklu betur en gert er í dag og það er lyk- ilatriði að gera það áður en fjölg- að er í deildinni. Ég vil stækka deildina en fyrst verður að laga þetta,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í gær og bætti við að völlurinn í Keflavík væri engin undantekning en vissulega væri ekki hægt að alhæfa um málið. „Það má spila deildina þétt- ar en gert er og væri það mun skemmtilegra. Eftir þeysireið í júní og júlí þá er hægt of mikið á í ágúst,“ segir Kristján sem telur að það sé ótímabært að fjölga í deildinni. „Það er ekki hægt að fjölga strax í sumar. Það eru of margir þættir sem þarf að laga til þess að það sé möguleiki en það ætti þó ekki að líða á löngu áður en það verður gert,“ sagði Kristján að lokum. - hþh Kristján Guðmundsson: Illa hugsað um leikvellina KRISTJÁN GUÐMUNDSSON Vill fjölga. FÓTBOLTI Sigurður Jónsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í ítarlegu við- tali við Fréttablaðið í gær að það væri ótrúlegt að ekki væri búið að fjölga í deildinni og vel væri hægt að fjölga leikjunum úr 18 í 22 án þess að gera stórvægilegar breyt- ingar á völlunum. Þessu er Jóhann ekki sammála en hann hefur gríð- arlega reynslu af slíku enda séð um Laugardalsvöllinn lengi. „Ég tel að það sé ekki hægt. Það er enginn völlur sem er það virkilega vel byggður upp nema hugsanlega í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði en með ofnotkun er auðvelt að skemma vellina. Það er oft verið að fara inn á vellina án þess að þeir séu tilbúnir sem er virkilega slæmt og oftar en ekki eru vellirnir ekki tilbúnir. Það er ekki hægt að setja sama- semmerki á milli þess að völlur sé grænn og að hann sé tilbúinn, liturinn á grasinu er ekki mæli- kvarði á það að völlur sé tilbúinn en vissulega er hægt að bæta alla vellina með enn meiri vinnu,“ sagði Jóhann við Fréttablaðið í gær. „Fyrir þremur árum var keypt- ur dúkur til að setja á Laugardals- völl. Hann kostaði rúmar þrjár milljónir en dúkurinn einn og sér er engin heildarlausn. Hann myndi virka mun betur ef hita- kerfi væri undir vellinum líka til að gefa yl undir grasið en ef það á að vera hitakerfi þarf að vera vökvunarkerfi líka til að brenna ekki jarðveginn,“ sagði Jóhann en það er ein aðferð sem rætt hefur verið um að hægt sé að gera til að lengja tímabilið á Íslandi. „Það þarf sérstakar aðstæð- ur til þess að dúkurinn virki og það er ekki hægt að hafa hann á vellinum allan ársins hring. Það krefst mikillar vinnu að festa dúkinn niður en hann er settur á eftir aðstæðum, yfirleitt um miðj- an apríl en við höfum ekki mikið sett hann á um haustið nema þá kannski ef stutt er í landsleik og völlurinn er í slæmu ásigkomu- lagi,“ segir Jóhann og bætir við að akrýldúkar sem settir hafa verið yfir Laugardalsvöll yfir sum- artímann hjálpi líka til en þurr norðanvindur sé helsti óvinur vallarins. Á mörgum völlum i Evrópu hefur það tíðkast að sauma gervi- gras ofan í grasvelli og hefur sú tækni hlotið mikið lof. Jóhann segir að það væri mjög góður kostur en hann yrði afar kostn- aðarsamur. Flytja þyrfti sérstaka vél til landsins og það myndi ekki standa undir sér nema fleiri vell- ir en Laugardalsvöllur íhuguðu svipaða tækni. „Ég vonast að sjálfsögðu til þess að framtíð Laugardalsvallar sé að hita- og vökvunarkerfi verði sett á völlinn en engin afstaða hefur verið tekin til þess enn sem komið er,“ sagði Jóhann og bætti við að lokum að með slíkum velli væri hægt að lengja keppnistíma- bilið um allt að fjórar vikur. hjalti@frettabladid.is Nægir ekki að hugsa bara vel um knattspyrnuvellina okkar Jóhann Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, telur að ekki sé hægt að fjölga í efstu deild karla um tvö lið einungis með því að hugsa betur um vellina en gert er í dag en almennt er talið að umhirða þeirra sé ekki eins og best sé á kosið. JÓHANN KRISTINSSON Veit hvað hann syngur þegar rætt er um gras á íslenskum knatt- spyrnuvöllum. Fréttablaðið stóð fyrir könn- un á meðal fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í efstu deild á Íslandi um hvort það ætti að fjölga liðum í efstu deild. Eins og sjá má hér að neðan er mikill meirihluti með því að fjölga liðum. ÞJÁLFARAR BJARNI JÓHANNSSON, BREIÐABLIK NEI ÓLAFUR JÓHANNESSON, FH JÁ LEIFUR GARÐARSSON, FYLKI JÁ SIGURÐUR JÓNSSON, GRINDAVÍK JÁ ÓLAFUR ÞÓRÐARSON, ÍA JÁ GUÐLAUGUR BALDURSSON, ÍBV JÁ KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, KEFLAVÍK JÁ TEITUR ÞÓRÐARSON, KR JÁ WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON, VAL JÁ MAGNÚS GYLFASON, VÍKINGI JÁ FYRIRLIÐAR HJÖRVAR HAFLIÐASON, BREIÐABLIK JÁ AUÐUN HELGASON, FH JÁ ÓLAFUR STÍGSSON, FYLKI JÁ ÓLI STEFÁN FLÓVENTSSON, GRINDAVÍK JÁ ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON, ÍA JÁ PÁLL HJARÐAR, ÍBV JÁ GUÐMUNDUR STEINARSSON, KEFLAVÍK JÁ GUNNLAUGUR JÓNSSON, KR NEI SIGURBJÖRN HREIÐARSSON, VAL JÁ HÖSKULDUR EIRÍKSSON, VÍKING JÁ FORRÁÐAMENN STEINI ÞORVALDSSON, BREIÐABLIK JÁ PÉTUR STEPHENSEN, FH NEI HÖRÐUR ANTONSSON, FYLKI NEI JÓNAS ÞÓRHALLSSON, GRINDAVÍK JÁ EIRÍKUR GUÐMUNDSSON, ÍA JÁ GÍSLI HJARTARSON, ÍBV JÁ RÚNAR ARNARSSON, KEFLAVÍK NEI JÓNAS KRISTINSSON, KR NEI BÖRKUR EDVARDSSON, VAL NEI RÓBERT AGNARSSON, VÍKING JÁ SAMMÁLA Auðun Helgason fyrirliði FH og Ólafur Jóhannesson þjálfari liðsins voru sammála um að fjölga liðum í efstu deild úr tíu í tólf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.