Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 8
8 13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00-18.00 og laugardaga kl. 12.00-16.00 SKIPT_um væntingarX-TRAIL ELEGANCE TILBOÐSVERÐ / SJÁLFSKIPTUR RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR 2.790.000 kr. NISSAN Veiðikortið 2006 fylgir öllum 4x4 Nissan bílum Öllum Nissan X-TRAIL sem keyptir eru í febrúar fylgja vetrardekk og dráttarbeisli 17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, rafstýrð leðursæti, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga. Mataræði grunnskólanema Betri námsárangur - meiri hreyfing - betri svefn – lífsgleði Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings á Hótel Loftleiðum, þingsal 1 þriðjudaginn 14. febrúar 2006 kl. 20:00. Frummælendur: Sigurveig Sæmundsdóttir, skólastjóri Flataskóla Dr. Laufey Steingrímsdóttir, Lýðheilsustöð Dr. Erlingur Jóhannsson, dósent, KÍ Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir dósent, HÍ og LSH Jón Gnarr foreldri Fundarstjóri. Svandís Svavarsdóttir Berum ábyrgð á eigin heilsu! Allir velkomnir. Verð kr. 700 VEISTU SVARIÐ 1 Hvar eru vetrarólympíuleikarnir haldnir? 2 Hvaða skákmenn háðu einvígi í Landsbankanum á laugardag? 3 Hvað skoraði Heiðar Helguson mörg mörk í leik Fulham og West Bromwich Albion? SVÖR Á BLS. 34 KJARAMÁL Slökkviliðs- og sjúkra- menn gengu af fundi launanefnd- arinnar í Karphúsinu fyrir helgina og frá tilboði um 24 prósenta launa- hækkun, þar sem hækkunin var einungis tveimur prósentum meiri en meðalhækkun í þeim samning- um sem launanefndin hefur gert síðasta ár, segir Vernharð Guðna- son formaður samninganefndar þeirra. „Með hækkuninni hefðu byrjunarlaun slökkviliðsmanna orðið 105 þúsund krónur.“ Vernharð segir slökkviliðs- menn ekki sætta sig lengur við að vera illa launaðir. Þeir geri hvað sem þurfi svo þeir fái þau laun sem þeir telji viðunandi. Hann segir væntingar manna miklar vegna launaráðstefnu sveitarfélaganna og hærri launa í kjölfar hennar. Tilboðið launanefndarinnar hafi því valdið þeim vonbrigðum. Tilboðið hljóðaði upp á 4,5 hækkun á launatöxtum, þriggja prósenta hækkun vegna starfs- heitatilfærslna, eins prósents út af leiðréttingu á yfirvinnupró- sentu og hækkað framlag í lífeyr- issjóð eins og aðrir starfsmenn sveitarfélaganna hafa fengið, sem og 5,6 prósenta hækkað framlag í símenntunarsjóð, samkvæmt for- manni launanefndarinnar. Samn- inganefndirnar koma saman á fundi í dag. - gag Slökkviliðsmenn eru ósáttir við tilboð launanefndarinnar: 105 þúsund eru ekki nóg SLÖKKVILIÐ AÐ STÖRFUM Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ætla að neyta verk- fallsréttar síns náist ekki samkomulag um viðunandi laun. SVEITARSTJÓRNARMÁL Íbúar Gaul- verjabæjarhrepps, Villingaholts- hrepps og Hraungerðishrepps samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta, eða tæpum 70 prósent- um atkvæða, sameiningu hrepp- anna þriggja í kosningum í fyrra- dag. Mjótt var þó á munum í Hraun- gerðishreppi en þar var munurinn aðeins sjö atkvæði. „Skýringuna er sennilegast að finna í því að hér eru það tvær fylkingar sem eru á móti sameiningu,“ segir Guðmundur Stefánsson, oddviti í Hraungerðishreppi. „Það eru ann- ars vegar þeir sem kysu frekar að sameinast Árborg og svo hinir sem vilja bara halda þessu áfram eins og þetta er.“ Árið 2003 sameinuðu hrepp- arnir þrír grunnskóla sína og var þá stofnaður Flóaskóli sem er í Villingaholtshreppi. 8., 9. og 10. bekkingar sækja hins vegar skóla í Árborg. Bjarki Reynisson, oddviti Vill- ingaholtshrepps, og Valdimar Guðjónsson, oddviti Gaulverjabæj- arhrepps, segja að nú verði farið í það að ráða sveitarstjóra í nýja sveitarfélaginu. „Sennilega verður fenginn utanaðkomandi maður til starfans því við gömlu oddvitarnir þrír erum allir bændur og getum kannski ekki sinnt þessu að fullu. Sveitarstjórinn getur þá unnið að hagsmunum okkar en þeir eru eig- inlega þeir sömu í þessum þrem- ur landbúnaðarhreppum,“ segir Bjarki en stuðningur við tillöguna reyndist hvergi meiri en í Villinga- holtshreppi en þar þar sögðu tæp 90 prósent kjósenda já. Valdimar segir að það sem brenni mest á íbúum í sínum hreppi sé að bæta samgöngur og að kannaðar verði möguleikarnir á hitaveitu. Hann segir þetta tvö af brýnustu verkefnum framtíðar- innar í nýju sveitarfélagi. Guðmundur segir að með sam- einingunni verði þetta nýja sveit- arfélag það sveitarfélag í Árnes- sýslu sem sé með flestar kýr og hross. Einnig sé hvergi í sýslunni hey og korn í meira mæli en í nýja sveitarfélaginu. Ekki hefur verið ákveðið nafn á þetta nýja sveitarfélag en væntan- lega verður gerð skoðanakönnun á því um leið og sveitarstjórnarkosn- ingarnar fara fram í vor. jse@frettabladid.is Með flestar kýr og hross Gaulverjabæjarhreppur, Villingaholtshreppur og Hraungerðishreppur renna saman í eitt sveitarfélag eftir kosningar sem fram fóru um helgina. SAMEININGARKOSNINGAR Í ÞREMUR FLÓAHREPPUM Já Nei Samtals Gaulverjahreppur 41 19 60 Samþykkt með 68,3 prósentum Hraungerðishreppur 58 51 110 Samþykkt með 53,2 prósentum Villingaholtshreppur 84 10 94 Samþykkt með 89,4 prósentum Tillagan samþykkt með 69,6 prósent greiddra atkvæða KOSIÐ UM SAMEININGU Á SUÐURLANDI Jón Kristjánsson, bóndi í Villingaholti, lét ekki sitt eftir liggja en í hans heimahreppi var mesta fylgið við sameininguna. MYND/EGILL BJARNASON ATVINNUMÁL „Það eru væntanleg- ir til okkar tíu starfsmenn, aðal- lega frá Póllandi,“ segir Einar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Pósthússins, en starfsmennirn- ir munu meðal annars vinna við blaðaútburð. Einar segir að erfiðlega hafi gengið að fá Íslendinga til að sinna dreifingu og því hafi þeir auglýst eftir fólki á meginlandi Evrópu. Ráðningin er því ekki í gegnum starfsmannaleigu. „Þetta er ekk- ert nýtt ég veit að það eru margir útlendingar í þessum störfum nú, til dæmis hjá samkeppnisaðilum okkar,“ bætir Einar við. - jse Pósthúsið ehf: Flytja inn blaðbera MALASÍA, AP Sextug malasísk ekkja hefur afneitað einum af þrem- ur sonum sínum til að losna við innheimtuaðgerðir ólöglegra lán- adrottna. Mennirnir höfðu lánað syninum fé til fjárhættuspila. Í fyrra greiddi konan lána- drottnunum allt það fé sem hún hafði safnað á langri ævi, en í stað- inn lofaði sonurinn að hætta allri spilamennsku. Hann stóð ekki við loforð sitt og er nú í felum. Síðan hann hvarf hefur ágangur inn- heimtumanna neytt konuna til að loka matvöruverslun sinni. Hún ákvað að afneita syninum. ■ Móðir afneitar syni: Spornar við lánadrottnum Þrír slösuðust Þrír voru fluttir á slysa- deild Landspítalans eftir harðan árekstur sem varð á gatnamótum Nýbýlavegar og Dalvegar í Kópavogi á laugardag. Meiðsl fólksins ekki talin alvarlegs eðlis. Báðir bílar eru gjörónýtir. LÖGREGLUFRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.