Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 4
4 13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 10.2.2006
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 63,09 63,39
Sterlingspund 110,25 110,79
Evra 75,5 75,92
Dönsk króna 10,112 10,172
Norsk króna 9,347 9,403
Sænsk króna 8,151 8,199
Japanskt jen 0,5364 0,5396
SDR 90,81 91,35
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
106,0024
DÓMSMÁL Maður sem tekinn var
fyrir að aka ölvaður á 159 kíló-
metra hraða um Austur-Húna-
vatnsýslu hefur verið dæmdur í
Hæstarétti í sex mánaða skilorðs-
bundið fangelsi til þriggja ára.
Við handtöku lögreglunnar
framvísaði maðurinn skilríkj-
um annars sem var í kjölfarið
ákærður fyrir aksturinn. Sá kom
fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og
greindi frá því að veskinu hans
hafi verið stolið á veitingastað í
miðbænum. DNA rannsókn í Nor-
egi skar úr um hver ók bifreiðinni
og komst maðurinn því ekki hjá
dómi, en þar sem hann var aðeins
19 ára þótti skilorð við hæfi. - gag
Réttindalaus lygalaupur:
Drukkinn á
ofsahraða
DANMÖRK Árásir tölvuþrjóta úr
röðum múslima á danskar vefsíð-
ur hafa margfaldast undanfarna
daga.
Ekkert bendir til að fárið sem
yfir Dani hefur riðið á netinu
vegna Múhameðsteikningamáls-
ins sé í rénun. Þvert á móti séu
tölvuþrjótaárásir á heimasíður og
vefi danskra fyrirtækja, stofnana
og einstaklinga að færast sífellt
í vöxt. Þetta hefur fréttavefur
Politiken eftir tölvumálafrétta-
vefnum ComOn, sem fékk netör-
yggisfyrirtækið FortConsult til
að kanna umfang tölvuþrjótaárás-
anna. Mest beri á slíkum árásum
frá Tyrklandi og Nígeríu. ■
Múhameðsteikningafárið:
Vaxandi árásir
tölvuþrjóta
Rangt var farið með nöfn Sigríðar Rósu
Magnúsdóttur og Kristins Guðlaugsson-
ar í frétt blaðsins um prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins á Álftanesi.
LEIÐRÉTTING
Fjórir fluttir á slysadeild Fjórir
krakkar á tvítugsaldri keyrðu út af á
Kjalarnesi, snemma í gærmorgun, með
þeim afleiðingum að bíllinn lenti á staur
og stórskemmdist. Að sögn varðstjóra
hjá slökkviliðinu voru áverkar ung-
mennanna minni háttar.
LÖGREGLUFRÉTT
LYFJAMÁL Skilgreindum dag-
skömmtum á ofvirknilyfinu
rítalíni hefur farið fjölgandi á
undanförnum árum og þeir farið
stækkandi. Lyfseðlum þar sem
ávísað er á það fækkaði hins vegar
á sama tíma, svo og einstakling-
um sem notuðu þetta umrædda
lyf. Þetta kemur fram á heima-
síðu Landlæknisembættisins.
Áhyggjur sumra vegna vax-
andi notkunar ritalíns eru skilj-
anlegar þar sem um er að ræða
lyf sem meðal annars er gefið
börnum og það virkar á mið-
taugakerfið, að því er fram
kemur hjá Matthíasi Halldórs-
syni aðstoðarlandlækni. Að auki
er lyfið stundum misnotað af
fíklum og þá oftast sprautað í æð.
Slík misnotkun er vel þekkt hér
á landi.
„Hafa ber í huga að þegar lyfið
er notað í meðferðarskyni er um
miklu minni skammta að ræða en
þá sem fíklar nota til að komast í
vímu,“ segir aðstoðarlandlæknir
á heimasíðu embættisins. Engin
sérstök vellíðunarkennd fylgir
lyfinu í þeim
sköm mt u m
sem notað-
ir eru til
meðferðar.
Rannsóknir
benda til
þess að börn-
um með
ofvirkni og
athyglisbrest
sé hættara við
lyfjamisnotk-
un en öðrum
þegar fram í
sækir. Hins
vegar eigi
það síður við
þau börn sem
fengið hafa
viðeigandi lyfjameðferð.
Landlæknisembættið hefur
skipað starfshóp til að skerpa
á verklagsreglum varðandi
ávísanir á rítalín. - jss
MATTHÍAS HALL-
DÓRSSON
Landlæknisembættið skipar starfshóp til að skerpa á verklagsreglum:
Notkun rítalíns fer vaxandi
NOTKUN RÍTALÍNS
Ár Einstaklingar
2002 1.800
2003 3.200
2004 3.500
2005 3.300
PRÓFKJÖR Engar kærur hafa borist
kjörnefndum þeirra þriggja próf-
kjöra Sjálfstæðisflokksins sem
haldin voru á laugardag.
Anna Þóra Baldursdóttir, for-
maður kjörnefndar á Akureyri,
segir engar athugasemdir hafa
borist en kjörnefnd muni funda
á næstu dögum. Ársæll Hauks-
son, formaður kjörnefndarinnar á
Álftanesi, og Óðinn Gestsson, for-
maður kjörnefndar á Ísafirði, taka
í sama streng og segja allt með
felldu. - sh
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins:
Engar athuga-
semdir borist
WASHINGTON, AP Condoleezza Rice
kom fram í gær í bandarísku
spjallþáttunum Face the Nation
og This Week, þar sem hún sagð-
ist meðal annars hafa ákveðnar
efasemdir um framtíð lýðræðis í
Rússlandi.
„Við höfum miklar áhyggjur,
ekki síst af ákveðnum þáttum í lýð-
ræðisþróuninni sem virðist stefna
í vitlausa átt,“ sagði hún í þættin-
um Face the Nation, og nefndi sem
dæmi miklar takmarkanir sem
rússnesk stjórnvöld settu starf-
semi frjálsra félagasamtaka nú
í byrjun ársins. Hún taldi einnig
vafasamt hvernig Rússar notuðu
gasveitu sína sem vopn í deilu við
Úkraínumenn í vetur.
Vladimír Pútín, forseti Rúss-
lands, hefur oft verið gagnrýndur
fyrir að efla miðstjórnarvaldið á
kostnað lýðræðis.
Hún tók þó fram að Rússland
væri ekki það sama og Sovétríkin.
„Við skulum ekki gera of mikið úr
þessu,“ sagði hún.
Hún sagðist einnig hafa áhyggj-
ur af mótmælum múslima víða
um heim vegna skopmyndanna af
Múhameð spámanni. Hún sagði
að mótmælin gætu sem hægast
„farið úr böndunum“ ef stjórnvöld
neita að haga sér með ábyrgum
hætti.
„Allir hafa skilning á því að
fólki sé ofboðið, að þessar teikni-
myndir voru óviðeigandi í heimi
múslima,“ sagði hún. „En menn
tjá ekki hneykslan sína með því að
fara út og brenna sendiráð. Menn
láta hneykslun sína í ljós með
friðsamlegum hætti.“
Ekki líst henni heldur á þróun
mála í Íran. Hún segir ekki hægt
að treysta Írönum fyrir kjarnorku
sem þeir geti beitt í ófriðsamlegum
tilgangi.
„Enginn treystir þeim fyrir
slíku því þeir hafa verið að ljúga
að alþjóðasamfélaginu í átján ár.“
Utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna sagðist hins vegar ekki
hafa minnstu áhyggjur af Osama
bin Laden, þrátt fyrir að honum
hafi tekist að fela sig með góðum
árangri til þess.
„Hann er ekki sami maður og
sá sem sat allan tíunda áratuginn
í Afganistan, með þjálfunarbúðir
og fær um að stjórna aðgerðum.“
gudsteinn@frettabladid.is
CONDOLEEZZA RICE, UTANRÍKISRÁÐHERRA BANDARÍKJANNA Hefur áhyggjur af lýðræði í
Rússlandi, mótmælum gegn dönsku skopmyndunum og kjarnorku í Íran, en lætur Osama
bin Laden ekki raska ró sinni. MYND/AP
Segir lýðræðisþróun
Rússa á villigötum
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir lýðræðisþróun í Rússlandi vera á villi-
götum. Hún hefur einnig áhyggjur af því að mótmælin gegn dönsku skopmynd-
unum geti orðið stjórnlaus.
MARSERAÐ Á RAUÐA TORGINU Pútín þykir
of hallur undir miðstjórnarvald. MYND/AP
KANADA, AP Ákveðið hefur verið
að stofna nýtt 65 þúsund ferkíló-
metra friðland við strönd Kyrra-
hafsins í suðvesturhluta Kanada.
Í regnskóginum, sem heitir Stóru-
bjarnaskógurinn er fjöldi grá-
bjarna, svartbjarna, úlfa, hjartar-
dýra og annarra dýrategunda, og
jafnframt er skógurinn heimkynni
fjölmargra indjánaþjóðflokka. Þar
er auk þess að finna einu heim-
kynni hvítra svartbjarna, sem eru
í útrýmingarhættu.
Innan garðsins verða 18 þús-
und ferkílómetrar af friðuðu
landi, en til samanburðar má
nefna að bandaríski Yellowstone-
þjóðgarðurinn nær yfir 8.900
ferkílómetra. - smk
Náttúrufriðland í Kanada:
Lífríki regn-
skóga friðað
GRÁBIRNIR Birnir sem þessir eiga ekki
lengur á hættu að missa heimkynni sín í
regnskógum Kanada.
EVRÓPUMÁL Stjórn félags ungra
framsóknarmanna í syðra Reykja-
víkurkjördæmi telur að aðildar-
viðræður við Evrópusambandið
séu réttur vettvangur til að láta
reyna á hvort hagsmunum Íslend-
inga sé betur borgið innan sam-
bandsins eða utan þess.
Félagið skorar á stjórnvöld að
hefja viðræður um aðild Íslands
að ESB ekki seinna en á næsta
kjörtímabili. - sh
Ungir framsóknarmenn:
Vilja viðræður
um ESB-aðild