Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 22
 13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR4 Hjá versluninni S. Guðjónsson þar sem seldur er ýmiss konar raf- og ljósabúnaður var nýlega opnaður nýr sýningarsalur. Verslunin er í Auðbrekku í Kópavogi. Það má með sanni segja að hvergi hér á landi má finna eins fullkom- inn raf- og ljósabúnað og í S. Guð- jónssyni. Í nýja sýningarsalnum má heldur betur fá forsmekkinn af því. Þar má meðal annars finna uppsetta rofa, dyrasímakerfi og mikið úrval af lömpum og ljósum. Lydía Ósk Óskardóttir er kynn- ingarfulltrúi S. Guðjónsson en hún segir að auk þess sem finna megi í nýja sýningarsalnum bjóði fyrirtækið einnig upp á raflagnar- og lýsingarefni, fjarskiptalausnir, ýmsar smávörur fyrir rafvirkja en umfram allt býður fyrirtækið upp á heildarlausnir fyrir raflagnir í hús. Slíkar heildarlausnir bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega möguleika. Þannig má tengja allt rafkerfi heimilisins saman, til dæmis rafmagn, ljósabúnað, hita íbúðarinnar, dyrasíma, hljóðkerfi og jafnvel sjónvarp. Lydia segir að þróunin hafi verið mjög mikil á undanförn- um árum. Hita og ljósum er sem dæmi hægt að stjórna í gegn- um tölvu og þannig má breyta hitastigi íbúðar með SMS. Birtu íbúðarinnar má einnig stilla eftir mismunandi skapgerðum. ,,Það má hanna ákveðnar ljósasenur í kveikibúnaðinum. Þú kallar til dæmis eina stillingu ,,kósí“ og þá er hægt að ýta á einn takka og fá hana fram. Einnig er hægt að fá fjarstýringu á rimlagardín- ur og hafa þær með sólskynjara, til dæmis til að vernda leðurhús- gögn. Þannig má stilla allt raf- kerfi heimilisins og stjórna því hvernig það virkar.“ Öll þróun á þessu sviði snýst um að einfalda og gera lífið þægi- legra enda segir Lydia að það sé krafa viðskiptavinanna. ,,Það eina sem þú þarft er lófatölva og þannig getur þú, hvar sem er í heiminum, stillt birtu, hita og hvaða rafmagnsinnstungur og annað rafmagn sé í notk- un,“ segir Lydia Ósk að lokum og vonar að það uppfylli kröfur sinna viðskiptavina. steinthor@frettabladid.isEnn meiri afsláttur! miki› úrval af gjafavörum og sængurgjöfum Laugavegi 67 • Sími: 551 8228 Í sýningarsalnum má einnig finna lampa og ljós. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Raf- og ljósabúnaður framtíðarinnar Nýi sýningarsalurinn hjá S. Guðjónssyni er stórskemmtilegur og þar getur maður verið viss um að finna eitthvað nýtt. FRÉTTABLAIÐ/STEFÁN Í þessari stjórnstöð má í raun stjórna allri starfsemi heimilisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rofar frá hinu virta merki Gira eru eitt af því sem finna má í nýja sýningarsalnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á heimasíðu Orkuveitunnar má finna gagnlegar upplýsing- ar um eðlilega notkun á heitu vatni og hvaða leiðir má fara til að spara heita vatnið. Til að draga úr kostnaði heita- vatnsnotkunar þarf að huga vel að einangrun, réttum innihita og still- ingum. Einnig er ágætt að átta sig á hvað telst eðlileg notkun á heitu vatni og er þá gott að styðjast við viðmiðunartölur. Í meðalstórum einbýlishúsum telst varmanýting góð þegar notuð eru 1,2 til 1,7 tonn (rúmmetrar) af heitu vatni fyrir hvern rúmmetra húsnæðis á ári. Í stórum húsum þarf að öllu jöfnu hlutfallslega minna vatn en í litlum húsum en í fjölbýli ætti notkun til dæmis að vera hlutfallslega mun minni, vegna færri útveggja íbúða. Eldri hús þurfa yfirleitt meira vatn til upphitunar en ný hús og helst vatnsnotkun í hendur við hitastig úti. Einangrun Varmatap húsa helst í hendur við einangrun glers og veggja. Vel ein- angrað húsnæði þarf minni varma til upphitunar og ofnar nýtast þá betur. Tvöfalt gler í gluggum spar- ar mikinn varma. Spara má mikinn varma án mikils tilkostnaðar með því að auka einangrun í þaki en því er oft ábótavant í eldri húsum. Þegar kalt er í lofti skaltu loft- ræsta rými daglega í stuttan tíma og lækka stillingu á ofnloka í leið- inni. Réttur innihiti Innihiti hefur áhrif á varmanotk- un, því hærri sem hitinn er því meiri verður orku- og heitavatns- notkunin. Orkuveitan áætlar að upphitunarútgjöld hækki um allt að sex prósent fyrir hverja gráðu sem innihiti er stilltur yfir 20°. Þægilegur innihiti í húsum er um 20°. Vísbending um að þú sért að sóa fjármunum í hita er þegar ofnar eru ekki kaldir eða volgir neðst við snertingu. Góð regla er að þreifa á ofnunum reglulega. Réttar stillingar Ef hitakerfi er ekki í jafnvægi fer of mikið vatn um suma ofna og varmanýting þeirra verður slæm. Einstaka ofnar verða út undan og fá ekki nægjanlegt vatn sem leiðir af sér að misheitt verður í húsinu. Takmarka verður hámarksrennsli til allra ofna eftir afkastagetu og að bakrásarhiti sé álíka frá öllum ofnunum. Oft vantar nokkuð upp á að hitakerfi séu rétt stillt. Skyn- samlegt er að fá fagmann til að athuga hitakerfin leiki grunur á að þau sé vanstillt. Heita vatnið sparað Er kominn tími til að hreinsa eða endurnýja sængina og koddann? Gott er að aðgæta alla ofna og athuga hvort þeir eru rétt stilltir. Tvöfalt gler í gluggum sparar verulega heitavatnsnotkun. Til umhugsunar Hægt er að læsa ofnlokum og koma þannig í veg fyrir yfirstill- ingar. Nýjar gerðir af framlokum vinna mun hraðar og nákvæmar en þær eldri og nýta vatnið betur. Stilla þarf bakloka og þrýstijafnara eftir árstíðum svo þeir sói ekki vatni. Hægt er að fá stjórnloka sem er sérstaklega gerður til að stjórna neysluvatnsnotkun þinni og með því fæst besta nýtingin á heita vatninu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.