Fréttablaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 24
13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR6
Arkitekt: Sigríður Ólafsdóttir
Lækjarskóli í Hafnarfirði er reistur
samkvæmt vinningstillögu arki-
tektanna Finns Björgvinssonar,
Hilmars Þ. Björnssonar og Sigríðar
Ólafsdóttur í opinni samkeppni árið
2000. Þau reka nú fyrirtækið Á stof-
unni við Bergstaðastræti 10. „Skól-
inn stendur í hrauni og við lögðum
áherslu á að fella hann að því lands-
lagi,“ segir Sigríður sem beðin er að
lýsa hugmyndunum bak við hönn-
un Lækjaskóla. „Aðalálman liggur á
gömlu vegstæði og því lá beinast við
að hún yrði eins konar göngugata
sem tengir mismunandi húshluta og
starfsemi saman. Við enda hennar
er svo skólatorgið með hverfismið-
stöð og aðalinngangi. Jafnframt því
að laga skólann að umhverfinu eru
byggingarnar þannig úr garði gerð-
ar að þeir sem leggja leið sína upp
með læknum, yfir Hörðuvellina eða
að Sólvangi geta fylgst með nem-
endum í leik og starfi innan skólans.
Með sama hætti eru nemendur og
starfslið skólans í nánum tengslum
við náttúruna og mannlífið utan
veggja hans.“
Samstarfsaðilar við hönnunina:
Landmótun og VSÓ ráðgjöf. Aðal-
verktaki: Ístak. Eigandi: Nýtak
Vegstæðið varð að aðalálmu
Það líf sem fram fer innan veggja skólans
er mjög sýnilegt utan frá – og öfugt.
Fegurð himinsins speglast í húsinu.
Horft eftir aðalálmunni sem liggur eftir
gamla vegstæðinu.
Álmurnar tilheyra að miklu leyti sérhverju skólastigi en á „göngugötunni“ mætast allir
aldurshópar.
Hraunið er órjúfanlegur hluti skólaumhverfisins.
Jónas Örn Hafdís Ásdís Ósk
Jónas Örn Jónasson, hdl., löggiltur fasteignasali – Hafdís Rafnsdóttir, sölufulltrúi, sími 895-6107, hafdis@remax.is – Ásdís Ósk Valsdóttir, sölufulltrúi, sími 863-0402, asdis@remax.is
MJÓDD www.remax.is. .i
Fr
u
m
Ásbúð 28 – einbýli – 210 Garðabær
Rúmgott einbýlishús á einni hæð með 28 fm. Innbyggðum
bílskúr og stórum grónum garði með palli og heitum potti. 6
svefnherbergi, sjónvarpshol og 2 uppgerð baðherbergi, ann-
að með hornbaðkari, sturtuklefa og saunaklefa innaf.
VERÐ: 44,5 M
OPIÐ HÚS í dag kl. 17:30-18:00
Kambasel 46 – 2ja herb – 109 RVK
Snyrtileg íbúð á jarðhæð með sérgarði. Eldhús með
hvítri/beykiinnréttingu og borðkrók, þvottahús innaf eldhúsi.
Stofa og borðstofa með parketi og útgengt í suðurgarð. Bað-
herbergi með flísalögðu gólfi og sturtuklefa. Svefnherbergi
með fataskáp. Vel skipulögð eign á góðum stað í Seljahverfi.
VERÐ: 15,7 M
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18:30-19:00
Efstilundur 9 – einbýli – 210 Garðabær
195,5 fm. einbýli með 45 fm bílskúr samb. húsinu, (innifalið í
stærð hússins). 3 svefnherb. Eldhús er endurnýjað með rúm-
góðri innréttingu og góðum borðkrók, stór gróinn garður.
Húsið er staðsett innarlega í botnlanga á friðsælum stað.
Skemmtileg eign sem getur verið laus fljótlega.
VERÐ: 46,9 M
OPIÐ HÚS í dag kl. 17:30-18:00
Núpalind 2 – 4ra herbergja – 201 Kópavogi
Mjög falleg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð ásamt bílskýli.
Svefnherbergi eru 2 en hægt að hafa 3. Eldhús er með fal-
legri maghony innréttingu og granít borðplötu. Baðherbergi
er flísalagt í hólf og gólf, bæði með baðkari og sturtu. 2 rúm-
góðar stofur samliggjandi og með parketi.
VERÐ: 27,9 M
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18:30-19:00
Boðagrandi 7 – 2ja herb – 107 RVK
2ja herbergja íbúð á 8. hæð í lyftuhæð með bílskýli. Eldhús
og stofa er eitt opið rými. Svefnherbergi með föstum skáp.
Baðherbergi er flísalagt með baðkari og tengi fyrir þvottavél.
Glæsilegt útsýni er frá íbúðinni.
VERÐ: 14,6 M
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18:30-19:00
Keilugrandi 2 – 2ja herb – 107 RVK
Mjög falleg og snyrtileg 2ja herb. íbúð með bílskýli. Komið
inn í parketlagt hol með góðum fataskáp. Baðherb. er nýupp-
tekið. Eldhús og stofa eru samliggjandi með parketi á gólfi.
Eldhús er með eikarinnrétt. og mósaíkflísum á milli efri og
neðri skápa. Sv.herb. er rúmgott með góðum skáp.
VERÐ: 14,9 M
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 17:30-18:00
Burknavellir 17B – 3ja herbergja – 221 Hafnarfjörður
Mjög falleg 3ja herb. íbúð á jarðh. með sérinng. og sérafnota-
rétti af garði. 2 svefnherb., bæði með parketi og skápum.
Eldh. og stofa er opið rými, útg. í garð frá stofu. Baðherb. er
flísalagt í hólf og gólf, rúmg. þv.hús innaf baðherb. Geymsla
með glugga innan íbúðar, hægt að nýta sem vinnuherb.
VERÐ 17,9 M
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 17:30-18:00
Fagrahlíð 5 – 2ja herb. – 221 Hafnarfirði
Falleg 2ja herbergja íbúð á 2 hæðum með sérverönd. Eldhús
er með fallegri innréttingu. Öll íbúðin er mjög stílhrein og
samskonar parket og innréttingar eru í allri íbúðinni.
VERÐ: 16,9 M
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18:30-19:00
Símar
895-6107
863-0402
Hlíðarvegur 52 – 3ja herb – 200 KÓP
Vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með stórkostlegu
útsýni. Komið inn um sameiginlegan inngang. 2 rúmgóð
svefnherb., bæði með skápum. Flísalagt baðherb. með bað-
kari. Eldhús með upprunl. innrétt. og borðkrók. Stofa með
útg. á svalir. Fráb. staðsett íbúð með stórfenglegu útsýni.
VERÐ: 16,8 M