Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 13.02.2006, Qupperneq 62
 13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR44 Íbúðalánum fækkaði milli mánaðanna desember og janúar og meðallánsfjárhæð lækkaði einnig. Ný íbúðalán íslenskra innláns- stofnana í janúar sl. námu tæpum 7,8 milljörðum króna. Það er innan við helmingur þess sem þau voru að jafnaði á hverjum mánuði síð- asta árs, en þá námu þau tæplega 17 milljónum. Í desember voru ný lán tæpir 12,4 milljarðar. Samdrátturinn stafar bæði af fækkun lána og einnig því að meðal lánsfjárhæð lækkaði lítillega og endurspeglar þetta þá þróun að dregið hefur úr hækkunum fasteignaverðs upp á síðkastið. Til dæmis nemur sam- dráttur í fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu milli desem- ber 2005 og janúar 2006 17 pró- sentum. Heildarútlán bankanna vegna nýrra íbúðalána eru nú ríflega 330 milljarðar króna. Lánum fækkar og lánsfjár- hæð lækkar Enn er byggt og byggt. SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 30/12- 5/1 108 23/12- 29/12 104 6/1- 12/1 88 13/1- 19/1 93 20/1- 26/1 131 27/1- 2/2 180 Steinunn Vala Sigfúsdóttir, stigavörður í Gettu betur, segir að draumahúsið henn- ar hafi breyst aðeins eftir að hún varð móðir. „Mig dreymdi alltaf um að eign- ast íbúð í miðbænum en núna langar mig meira að eignast hús í rólegu hverfi nálægt góðum skóla,“ segir Steinunn en Seltjarnarnesið heillar hana mjög mikið og hún gæti vel hugsað sér að búa þar. Steinunn segir að ef hún gæti byggt sitt eigið draumahús þá myndi hún fá fagfólk til liðs við sig til þess að búa til þægilegt heimili. „Stærðin á húsinu skiptir mig ekki öllu máli en ég vil að heimilið sé bjart og þægilegt.“ Steinunn segir að draumahúsið yrði að vera mjög vel skipulagt. „Mér finnst skipta miklu máli að hver hlutur eigi sinn stað á heimilinu. Það verður að vera gott skápapláss og geymslurými í húsinu svo hægt sé að koma öllu fyrir á ákveðnum stöðum því annars er allt úti um allt hjá mér. Steinunni finnst eldhúsið líka mikil- vægt. „Ég og mín fjölskylda höfum alltaf eytt miklum tíma í eldhúsinu. Ég myndi vilja eldhús sem væri þægilegt að vinna í því mér finnst mjög gaman að elda og svo yrði að vera hægt hafa það notalegt þar, drekka kaffi og lesa blöðin og svo- leiðis. Eldhúsið yrði svo náttúrulega að vera með fullt af skápum til þess að ég gæti falið öll ljótu eldhústækin mín í þeim,“ segir Steinunn og hlær. DRAUMAHÚSIÐ MITT STEINUNN VALA SIGFÚSDÓTTIR STIGAVÖRÐUR Í GETTU BETUR Hver hlutur verður að eiga sinn stað Steinunn Vala gæti vel hugsað sér að búa á Seltjarnarnesinu. Háteigsskóli á merka sögu að baki. Hann tók til starfa 15. nóvember 1968 en þá hét hann Æfinga- og tilraunaskóli Kennaraskólans. Háteigsskóli var rekin sem æfinga- deild við Kennaraháskólann allt frá árinu 1908. Það var ekki fyrr en 1968 að hann hlaut veigameiri sess en frá 1934 hafði það verið draumur Kennaraskólafólks að stofna skóla sem gegndi hlutverki æfinga- og tilraunaskóla. Draumurinn rættist með stofnun Háteigsskóla en hann þjónaði einnig sem skyldunámsskóli í sínu hverfi. Frá 1988 til 1999 var skólinn mið- stöð æfingakennslu í landinu auk þess að vera helsta þróunarstofnun í kennslu á grunnskólasviði. Í kjölfar yfirtöku sveitarfélaga á rekstri grunnskóla 1996 breyttist hlutverk Háteigsskóla og var hlutverki hans sem þróunarstofnun lokið árið 1999. Skólinn heldur þó enn í sterkt samband sitt við Kennaraháskólann og fjölmargir framtíðarkennarar stíga fyrstu spor sín í æfingakennslu í Háteigsskóla. HÁTEIGSSKÓLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.