Fréttablaðið - 13.02.2006, Síða 63

Fréttablaðið - 13.02.2006, Síða 63
MÁNUDAGUR 13. febrúar 2006 19 Í desember 2004 sló meirihlutinn Í Kópavogi um sig með því að boða niðurgreiðslu æfingagjalda fyrir börn í Kópavogi. Í fyrstu leit þetta rosalega vel út og íbúar í Kópavogi voru mjög ánægðir. Svo þegar kom í framkvæmd, var þetta ekki eins gott og það hljómaði í upphafi. Einungis þeir sem stunda íþróttir fengu 10.000 króna niður- greiðslu á æfingagjöldum í tveim- ur greinum. Svo var bætt við nú í desember 2005 að þeir sem hafa áhuga á skátum, ballet og skák fengu líka niðurgreiðslu. Þannig að allt sem heitir list er skilið út undan. Oft eru það list- greinarnar sem eru langdýrastar og því oft á tíðum einungis börn efnameiri foreldra sem geta stundað tónlistarnám. Listgreinar eru dýrari því oft eru færri þar í hóp eða jafnvel einkakennsla eins og t.d. í tónlistarnámi. Þarna er verið að mismuna börnum og fjöl- skyldum um miklar upphæðir. Tökum mína fjölskyldu sem dæmi: Ég á tvö börn, 10 ára stelpu og 12 ára strák. Við erum mjög heppin að því leyti að þau stunda bæði tvær íþróttagreinar og því fær mín fjölskylda niðurgreiðslu frá bænum upp á 40.000 krónur, sem er æðislegt fyrir okkur. En hvað með hina? Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki eru með íþróttir á heilanum? Börn eru með misjöfn áhuga- mál og það að barn stundi sitt áhugamál í tómstundum er lang- besta forvörn sem til er. Því eiga bæjaryfirvöld að gera allt sem þau geta til að sem flest börn finni sér sitt áhugamál og hjálpa þeim við að stunda þau. Ekki taka eitt áhugasvið út úr og hampa því. Gerum öllum jafnt undir höfði. Öllum gert jafnt undir höfði UMRÆÐAN TÓMSTUNDIR BARNA BJARNI GAUKUR ÞÓRMUNDSSON En hvað með hina? Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki eru með íþróttir á heilanum? „Ársfundur Alþýðusambands Íslands 2005 skorar á Alþingi að fullgilda á yfirstandandi þingi samþykkt nr. 158 frá Alþjóða- vinnumálastofnuninni og tryggja með því íslensku launafólki sömu lágmarksréttindi við uppsagn- ir úr starfi eins og gilda meðal flestra annara vestrænna þjóða. Fundurinn minnir á að ályktun um sama efni var samþykkt á ársfundi Alþýðusambandsins á árinu 2004.“ Þannig hljóðar ályktun sem ég flutti fyrir hönd Verkalýðsfélags- ins Hlífar á ársfundi ASÍ, sem haldinn var 28. og 29. október sl. Ályktunin var síðan samþykkt á fundinum örlítið breytt. Þrátt fyrir að ársfundir og þing ASÍ hafi á síðustu 10 árum samþykkt einróma hliðstæðar ályktanir frá Hlíf hefur háttvirt Alþingi ekki séð ástæðu til að fjalla um þær, hvað þá að verða við þeim. Í greinargerð með ályktuninni sagði m.a: „Eins og málum er nú háttað hér á landi er atvinnurek- anda leyfilegt að segja starfs- manni upp starfi án þess að geta um ástæðu uppsagnarinnar. Í samþykkt Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar er aftur á móti sett það skilyrði að atvinnurek- andi skuli ávallt, með eins góðum fyrirvara og hægt er, upplýsa viðkomandi stéttarfélag og trún- aðarmann um ástæðu uppsagnar starfsmanns. Ef atvinnurekandi, einhverra hluta vegna, bregst þeirri skyldu sinni að upplýsa félagið og viðkomandi trúnað- armann tímanlega um uppsögn starfsmanns, telst uppsögnin ógild.“ Í fyrrgreindri samþykkt er einnig að finna fjölmörg önnur ákvæði. Meðal annars eru tald- ar upp eftirfarandi ástæður sem ekki teljast gildar til uppsagnar: a) aðild að stéttarfélagi eða þátt- taka í starfsemi stéttarfélags utan vinnutíma, eða í vinnutíma með samþykki atvinnurekanda; b) að leita eftir því að gegna trúnaðarstarfi sem trúnaðar- maður launafólks eða starfa eða hafa starfað sem slíkur; c) að hafa borið fram kæru eða tekið þátt í málsókn gegn atvinnurek- anda sem felur í sér ásökun um meint brot á lögum, reglugerðum eða kjarasamningi eða að hafa leitað aðstoðar hlutaðeigandi stjórnvalds; d) kynþáttur, hör- undslitur, kynferði, hjúskapar- stétt, fjölskylduábyrgð, þungun, trúarbrögð, stjórnmálaskoðun, þjóðernislegur eða félagslegur uppruni; e) fjarvist frá vinnu í fæðingarorlofi; f) aldur starfs- manns; g) fjarvist frá starfi um stundarsakir vegna veikinda eða slysa. Hérlendis er fólk á almennum vinnumarkaði varnarlaust gagn- vart geðþóttauppsögnum. Rétt- indi þess eru engin. Hægt er að segja því upp starfi án þess að gefa upp ástæðu. Hér geta fyrir- tæki sagt fólki upp störfum vegna pólitískra skoðana eða vegna persónulegrar óvildar yfirmanns í garð einhvers starfsmanns- ins. Hver sem ástæðan er þá er almennt launafólk berskjaldað fyrir slíkum uppsögnum. T.d. að mæta á fundi í verkalýðsfélagi og tjá skoðun sína getur kostað viðkomandi starfið. Þegar svo atvinnurekandinn er spurður um uppsögnina svarar hann því gjarnan til að starfsmaðurinn falli ekki inn í hópinn eða það sé best starfsmannsins vegna að halda ástæðunni leyndri. Stund- um vitnar atvinnurekandinn í lög og segir að í þeim sé ekkert sem banni honum að segja starfs- manni upp án þess að geta um ástæðuna. Ég lýsi eftir skoðunum alþing- ismanna. Finnst ykkur eðli- legt að Ísland sé eina landið í V-Evrópu sem ekki hefur sett mannsæmandi lög sem tryggja almennu launafólki lágmarks- mannréttindi við uppsagnir úr starfi ? Finnst ykkur eðlilegt að fólk á almennum vinnumarkaði búi við önnur og verri kjör en fjöldi opinberra starfsmanna? Finnst ykkur eðlilegt að fyrir- tæki geti rekið mann úr starfi fyrir það eitt að mæta á fundi í verkalýðsfélagi og segjast ætla að greiða atkvæði gegn drögum að kjarasamningi ? Á sama tíma brýtur félags- málaráðherra lög og situr áfram eins og ekkert hafi í skorist. Já það er mikill munur á honum Jóni og séra Jóni. Hve lengi ætlið þið þarna í þinginu að viðhalda þessum miðaldahugsanahætti? Almenningur um land allt bíður eftir svörum ykkar um réttindi sín, ekki síst starfsmenn sem vinna hjá Alcan í Straumsvík. Höfundur er fyrrverandi for- maður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Íslensk mannréttindi UMRÆÐAN VINNUMARKAÐUR OG MANNRÉTT- INDI SIGURÐUR T. SIGURÐSSON FYRRVERANDI FORMAÐUR HLÍFAR SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.