Fréttablaðið - 13.02.2006, Side 65

Fréttablaðið - 13.02.2006, Side 65
MÁNUDAGUR 13. febrúar 2006 21 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings um mataræði grunnskólanema í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 14. febrú- ar klukkan 20.00. Frummælendur eru margir og góðir. Meðal annars mun Sigur- veig Sæmundsdóttir, skólastjóri Flataskóla, kynna könnun um áhrif máltíða á starfsemi skólans. Þá mun Erlingur Jóhannsson, dósent við íþróttafræðisetur Kennarahá- skóla Íslands, fjalla um hreyfingu og hollan mat og Dr. Laufey Stein- grímsdóttir fjallar um þátt for- eldra og samfélags. Jón Gnarr mun tala fyrir hönd foreldra um þjónustu og afstöðu til barna og unglinga. Að loknum fyr- irlestrum verða pallborðsumræð- ur en allir eru velkomnir að koma og hlýða á áhugaverða fyrirlestra. Málþing NLFÍ um mataræði barna ÞRÍR FÉLAGAR Góður matur á skólatíma gefur orku til leiks og starfa. Stefán Haukur Jóhannesson sendi- herra afhenti í síðustu viku hans hátign Albert II Belgíukonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Belgíu. Afhendingin fór fram með við- höfn í höll konungs í Laeken. Kon- ungur og sendiherra ræddu meðal annars um samskipti Íslands og Belgíu og um samningaviðræð- urnar á vettvangi Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar um aukið frelsi í heimsviðskiptum. Sendiherra hittir konung STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON Sendiherra í Belgíu. HÖFUÐGRÍMA Kínverjinn Wu Te-ching sýnir húðflúr sem grafið var á hvirfil hans á hátíðinni World Tattoo Arts Festival sem haldin er í Bangkok á Taílandi.AP/REUTERS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.