Fréttablaðið - 13.02.2006, Side 72

Fréttablaðið - 13.02.2006, Side 72
28 13. febrúar 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 10 11 12 13 14 15 16 Mánudagur ■ ■ SJÓNVARP  18.30 NBA-körfuboltinn á Sýn. Viðureign Miami Heat og Detroit Pistons endursýnd.  20.30 Ítölsku mörkin á Sýn. Öll flottustu tilþrifin í ítalska boltanum um helgina.  21.00 Ensku mörkin á Sýn. Mörk helgarinnar í ensku 1. deildinni.  21.30 Spænsku mörkin á Sýn. Glæsileg mörk úr sterkustu knatt- spyrnudeild heims.  22.30 Hm 2002 á Sýn. Sérvalinn leikur úr síðustu heimsmeistara- keppni sem fram fór í Suður-Kóreu og Japan.  Vetrarólympíuleikarnir á Rúv verða að sjálfsögðu á sínum stað allan daginn og samantekt um kvöldið. Hannes Þ. Sigurðsson spilaði á laugar- daginn sinn fyrsta heila leik fyrir Stoke City í ensku 1. deildinni í nokkuð lang- an tíma en hann hefur átt við ökkla- meiðsli að stríða. „Þessi leikur var lítið frábrugðinn flestum öðrum leikjum hjá okkur á tímabilinu. Við höfum verið að spila ágætis bolta en erum ekkert vak- andi í föstum leikatriðum og erum að gera dýrkeypt mistök,“ sagði Hannes en Stoke tapaði leiknum 3-0 fyrir Cardiff og er í sextánda sæti deildarinnar. Draumar um að komast upp á þessu tímabili eru fjarlægir. „Þetta var fyrsti leikurinn þar sem ég fékk að spila í minni stöðu allan leikinn. Hingað til hef ég aðallega verið notaður á vinstri kantinum og einnig eitthvað á þeim hægri. Nú lék ég í sókninni allan leikinn og það var mjög gaman að fá að gera það aftur. Það er bara synd að maður hafi ekki náð að skora. Það kemur bara í næsta leik,“ sagði Hannes sem fékk nokkur skotfæri sem hann náði ekki að nýta. Hannesi líkar lífið í Stoke mjög vel. „Enski boltinn er stórskemmtilegur og það er gaman að fá að taka þátt í honum. Gengi liðsins hefur reyndar ekki alveg verið eins og við vonuðumst eftir. Við höfum kastað öllum möguleikum frá okkur í síðustu átta til níu leikjum,“ Hannes var viðriðinn A-landslið Íslands undir lok stjórnartíðar Ásgeirs og Loga. Nú fer Eyjólfur Sverrisson að tilkynna fyrsta landsliðshóp sinn og verður spennandi að sjá hvort Hannes verði hluti af honum. „Að sjálfsögðu er það metnaður manns að komast í hópinn eins og hjá öllum öðrum. Það eina sem ég get gert er að reyna að standa mig eins vel og ég get með mínu liði og vonað það besta,“ sagði Hannes sem hefur verið helsti markaskorari U21 lands- liðsins en Eyjólfur stýrði því eins og kunnugt er. HANNES Þ. SIGURÐSSON HEFUR SNÚIÐ AFTUR Í LEIKMANNAHÓP STOKE EFTIR MEIÐSLI Ég skora bara í næsta leik FÓTBOLTI Á ársþingi Knattspyrnu- sambands Íslands sem fram fór um helgina var samþykkt álykt- un þar sem mótmælt er harðlega vinnubrögðum stjórnar Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að snið- ganga hreyfinguna við úthlutun á fjárframlagi. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði í ræðu sinni að svona framkoma væri gjörsam- lega óásættanleg. „Ég er mjög ósáttur við það að þeir fjármunir sem koma frá ríkisvaldinu og eiga að renna til íþróttastarfs á Íslandi skuli ekki vera skipt rétt. Ég er í forsvari fyrir langstærsta íþróttasamband á Íslandi og við höfum verið að reka það mjög vel í mörg ár. Það er fáránlegt að verið sé að refsa okkur fyrir það. Ef við hefðum meiri fjármuni á milli handanna þá gætum við gert mun meira, spilað fleiri landsleiki og sinnt grasrótarstarfinu betur,“ sagði Eggert í samtali við Fréttablaðið. Í ræðu sinni talaði Eggert um að í raun væri verið að verðlauna skussana. „Ég er þó ekki að tala um alla. Sumir eru að vinna mjög gott starf,“ sagði Eggert sem vill breytingar í þessum málum sem allra fyrst. „Ég er búinn að vera að tala um þetta í mörg ár og ÍSÍ hefur haft nægan tíma til að leið- rétta þetta ef vilji væri til þess. Það kom þrjátíu milljóna króna framlag frá menntamálaráðherra til sérsambandanna og þar fékk KSÍ ekki krónu. Við munum senda mótmæli til menntamálaráðherra og spyrja hvort það hafi verið hennar hugsun að stærsta íþrótta- hreyfingin myndi ekki njóta neins af því.“ Eggert var endurkjörinn for- maður á þinginu ásamt allri stjórn sambandsins. Hann sagði í ræðu sinni að fjárhagsstyrkur KSÍ hefði vaxið síðustu ár með markvissum vinnubrögðum en ekki verið í fjárstyrkjum frá UEFA eða FIFA eins og margir virðast halda. Hann er sannfærð- ur um að fá vilja sínum framgengt varðandi þessi fjárframlög þó það gæti tekið tím. „Að lokum vinnum við sigur, ég er sannfærður um að ríkisvaldið hafi eitthvað um þetta að segja,“ sagði Eggert. - egm Mjög ósáttur við vinnubrögð ÍSÍ Eggert Magnússon, formaður KSÍ, lét í sér heyra á ársþingi sambandsins um helgina og í ræðu sinni gagn- rýndi hann stjórn ÍSÍ harðlega vegna úthlutunar á fjárframlagi frá menntamálaráðherra. EGGERT ÓSÁTTUR Eggert Magnússon er allt annað en sáttur við framkomu ÍSÍ. > KR fær flestar stjörnur Á ársþingi KSÍ um helgina var samþykkt tillaga þess efnis að félög megi setja eina stjörnu á búning sinn fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla sem þau hafa unnið til. Fimm félög geta fengið stjörnur í búninga sína en þau eru KR, Valur, Fram, ÍA og Víkingur. KR getur fengið flestar stjörnur eða fjórar talsins en Vesturbæjarfélagið hefur unnið alls 24 Íslandsmeistaratitla en þann síðasta vann það árið 2003. Valur gæti fengið þrjár stjörnur en félagið hampaði síðast Íslandsmeistaratitli árið 1987. Fram og ÍA gætu einnig fengið þrjár stjörnur en hvort félag hefur unnið 18 titla, Fram síðast 1990 og ÍA árið 2001. Víkingar gætu fengið sér eina störnu fyrir sína fimm Íslandsmeistar- atitla en hann unnu þeir síðast árið 1991. Fyrsti hópurinn Snemma á morgun mun Eyólfur Sverr- isson tilkynna sinn fyrsta landsliðshóp og verður spennandi að sjá hverjir hljóta náð fyrir hans augum. Ívar Ingimarsson, leikmaður Reading, gefur kost á sér á nýjan leik en hann vildi ekki leika fyrir landsliðið undir stjórn Ásgeirs og Loga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A TL I

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.