Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 18
 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Bolla Bolla og Bolla Mega tilboð Fiskibollur 499kr/kg Fiskfars 399kr/kg Mikið úrval fiskrétta -Þú getur alltaf treyst á prinsinn- Hlíðasmári 8 • S:5547200 • www.hafid.is Síðasta vika var um margt fróðleg á hlutabréfa- og gjald-eyrismarkaði. Sveiflurnar voru þörf áminning um ýmsa þætti sem lúta að hagsæld hér á landi. Meðal þess sem viðbrögð vikunnar leiddu í ljós er að þótt við séum okkar eigin gæfu smiðir í efnahagslegu tilliti erum við ekki óháð kröftum á mörkuðum heimsins og þeim lögmálum sem um þá gilda. Á margan hátt má segja að markaður hér á landi hafi sýnt styrk og þroska með viðbrögðum sínum. Markaðurinn sveiflast með sama hætti og hann myndi gera á flestum mörkuð- um heimsins, lækkaði við vondar fréttir og leiðrétti þá lækkun þegar í ljós kom að fréttirnar voru ekki jafn vondar og virtist í fyrstu. Hreyfingin var líka þörf áminning um að ekki er á vísan að róa á markaði. Þannig hefur almenningur sýnt hlutabréfum vax- andi áhuga að undanförnu, án þess að meta til fulls að ávinning- ur og áhætta eru samofin fyrirbæri. Vondar fréttir geta svipt menn viðunandi ávöxtun til margra ára ef tímasetning kaupa er röng. Slík hætta er meiri þegar hagkerfi nálgast topp hagsveiflu. Full ástæða er því fyrir venjulegt fólk að fara varlega á markaði nú og vera þess meðvitað að hægt er að tapa á fjárfestingu í hlutabréfum. Fjármálakerfið og staða þjóðarinnar í efnahagslegu tilliti er sterk, en mikilvægt er að halda skynsamlega á málum. Ríkið þarf að halda aftur af útgjöldum sínum og nota tímann í uppsveiflunni til að hagræða í rekstri. Það er sársaukaminnst að taka til þegar næg atvinna er í landinu. Þegar rykið settist eftir lánshæfismat Fitch einkenndist umræðan hér á landi af yfirvegun og stillingu. Í erlendum fjöl- miðlum, einkum í Danmörku, mátti greina feginleikatón um það að teikn væru á lofti um að fyrri fullyrðingar um bóluhagkerfi væru réttar. Það kann að vera að hlutabréfamarkaður eigi eftir að lækka og nokkuð ljóst er að gengi krónunnar mun gefa eftir þegar til lengri tíma er litið. Það er hins vegar fjarri lagi að einhvers konar hrun sé í spilunum. Einkavæðing og kerfisbreytingar í hagkerfinu hafa gert það að verkum að meiri sveigjanleiki er í hagkerfinu en áður. Aðlögun ætti því að taka skemmri tíma og vera sársaukaminni en áður. Í útlöndum hefur mönnum gengið illa að skilja rætur þeirrar efnahagssprengju sem orðið hefur á Íslandi. Þar er verk að vinna fyrir íslensk fyrirtæki og stjórnvöld. Hitt er svo verra að innan- lands eru margir þeir sem hafa áhrif á umræðuna jafn fullvissir og erlendir fjölmiðlar um að útrás íslensks viðskiptalífs og vöxt- ur fjármálafyrirtækja séu byggð á misskilningi. Það má því vel spyrja að því hvort ekki sé frekleg tilætlunar- semi að ætla erlendum fjölmiðlum að skilja íslenskan efnahags- veruleika, þegar við á heimavelli sáum ranghugmyndum og vill- andi áherslum inn í umræðuna. Breytingar í efnahagsumhverfi okkar og atvinnulífi síðustu ár hafa verið gríðarlegar. Ekki er því að furða að einhverjar eftirlegukindur séu áttavilltar í þessum breytta heimi. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við tökum viðvaranir um að ekki sé nægj- anlega varlega farið og metum þær af skynsemi. Öllum er ljóst að við fetum veginn eftir bjargbrún þenslunnar. Við slíkar kring- umstæður geta tvenns konar tilfinningar orðið okkur til tjóns. Önnur er fífldirfska og hin er lofthræðsla. SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Sveifla á mörkuðum var heppileg áminning á markaði. Skynsemi á bjargbrúninni Ástæða er til að hlusta á varnaðar- orð kennara um að í bígerð sé að skerða nám til stúdentsprófs - ekki bara stytta það. Spurt er: hví skyldu íslensk ungmenni vera fjögur ár að því sem evrópsk ung- menni gera á þremur árum? Það er reyndar sérlega áhrifarík og lævísleg röksemd á þessum tímum þegar sjálfsmynd þjóðarinnar finnur einkum speglun í Silvíu Nótt, þessari skringilegu blöndu af Ragnheiði Birnu úr Þetta er allt að koma og eyðingargyðjunni Kalí með tunguna úti, fullri af ofsa- fengnu oflæti og bernskri sjálf- hverfu... Já - hví ættu íslenskir krakkar að vera ári lengur í menntaskóla en jafnaldrar í Evrópu? Kannski er ekki rétt spurt. Mætti ekki allt eins spyrja: hví geta evrópsk ung- menni lært það á þremur árum sem tekur þau íslensku fjögur ár. Svarið liggur í undirbúningnum - í grunnskólanum. Af einhverjum ástæðum virðist tíminn ekki nýt- ast sem skyldi hjá íslenskum börn- um, að minnsta kosti ekki ef miðað er við börn í Evrópu sem almennt virðast læra meira og markvissar en þau íslensku. Þegar maður fylg- ist með blessuðum börnunum nema á augabragði öll júróvisjón- lögin, hvert orð í hverju lagi, þá spyr maður sig óneitanlega hvort ekki væri hægt að nýta þetta ógn- arnæmi til fleiri hluta líka. Ekki sýnist vera óhætt að skerða nám í framhaldsskólunum fyrr en við höfum verið sannfærð um að nám í íslenskum grunnskól- um sé sambærilegt við það sem gerist best í Evrópu. Önnur spurning sem velta mætti fyrir sér: hvað er að? Hver er nákvæmlega vandinn? Of mikil menntun? Hvers vegna er svo brýnt að draga úr menntun íslenskra ungmenna? Vantar fólk í álverin? Eða eru íslensk ungmenni of vel menntuð þegar komið er í framhaldsnám? Benda umsagnir háskólakennara til dæmis í stærð- fræði um undirbúning nýnema við háskólana til þess að nú sé brýnast af öllu að skerða nám í þessum greinum? Það er helst að maður hafi orðið var við raddir um nauðsyn þess að stytta nám frá því fólki sem kallar sig alltaf „atvinnulífið“ - eða „við- skiptalífið“ - þegar það tekur til máls og er sennilega sama fólkið og skrifar á nokkurra ára fresti skýrslur um að Íslendingar skuli taka upp ensku. Hugsunin virðist þá sú að atvinnulífið þurfi á því að halda að þetta menntaða vinnuafl komi fyrr á vinnumarkaðinn, nýt- ist fyrr. En hinar svokölluðu þarf- ir atvinnulífsins geta aldrei orðið einhlítur mælikvarði á það hvern- ig íslenskri menningu skuli hátt- að. Fyrst og fremst er ástæða til að leggja eyrun við því sem kennarar segja um þessi mál, því að þeir þekkja vitanlega best til þeirra - kennararnir vita best hvernig börnin koma undirbúin í fram- haldsskólana, hvað þau læra þar, hverju verður fórnað nái hug- myndir menntamálaráðherra fram að ganga. Óneitanlega hefur manni stundum virst sem forysta samtakanna hafi gengið fram af meiri röggsemi en nú, og undar- legt að fylgjast með hálfgerðu karpi þessara forystumanna við umbjóðendur sína, þar sem þeir eru nánast að biðja þá um að vera ekki að skipta sér af þessu, en skuli „treysta“ forystunni; þarna skortir átakanlega á samhljóm. Það hvarflar að manni að ef til vill hafi verið gengið á baráttuelds- neyti stéttarinnar og forystu henn- ar í hinu langa verkfalli grunn- skólakennara í fyrra. Án þess að vilja gerast talsmað- ur frjálshyggju og anarkisma: þarf ekki fyrst og fremst að draga dálítið úr miðstýringu í íslensku skólakerfi? Láta völdin í hendur kennurunum og skólastjórunum í stað þess að í ráðuneytinu sitji fólk við að skipuleggja allt milli himins og jarðar? Hvað er málið með öll þessi samræmdu próf sem skólastarfið miðast svo mikið við að börnin þurfi að standast - og voru meira að segja látin taka eftir að hafa húkt heima mánuðum saman meðan geisaði verkfall? Hvað mæla þessi próf, hvað segja þau okkur, hvernig gagnast þau börnunum? Vantar fólk í álverin? Í DAG STYTTING NÁMS Í FRAMHALDS- SKÓLA GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Hvers vegna er svo brýnt að draga úr menntun íslenskra ungmenna? Vantar fólk í álverin? Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m k væ m t fj ö lm ið la k ö n n u n G a ll u p o k tó b e r 2 0 0 5 . Ekki andskotalaust Hverfulleiki lífsins er Össuri Skarp- héðinssyni alþingismanni hugleikinn í pistli sem birtist á heimasíðu hans. Innblásinn af hremmingum nokkurra starfssystkina sinna býður Össur upp á merkilega og mannlega innsýn í starf stjórnmálamannsins, sem er því miður fágætt. „Það er að minnsta kosti ekki and- skotalaust að á örfáum misserum hafa sex eða sjö þing- menn lent í einhvers konar heilsu- farsvanda sem liggur einhvers staðar á milli verulegra áfalla og stóráfalla,“ segir hann og bendir á að það er langt því frá einsdæmi að þingmenn séu hætt komnir á þjóðvegum landsins, eins og henti Steingrím J. Sigfússon á dögunum. Nefnir hann meðal annars að Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra hafi eitt sinn fengið grjóthnullung í gegnum bílrúðuna, en málgleðin skildi á milli feigs og ófeigs. „Það er stundum heilsusamlegt að vera málglaður. Einari var svo mál að tala að hann hallaði sér fram í sætinu - og slapp því við grjótið.“ Vaxandi baugar og vanrækt börn Það er ekki alltaf tekið út með sæld- inni að vera í framlínu stjórnmálanna og breitt bak þarf til að þola álagið sem fylgir. „Mín sjóuðu augu sjá þegar ungir ráðherrar bogna tímabundið undir oki þungs málaflokks, biðja um frið með augunum, horast, súpa hveljur - af því þeir eru mannlegir og sjá ekki alltaf framúr endalausu verki,“ segir hann og rekur dæmi um hið sífellda áreiti sem fylgir því oft að vera í forystuhlutverki; bauga sem vaxi í öfugu hlutfalli við fylgið, síma sem ekki hætti að hringja og börn sem ekki sé hægt að sinna „með tilheyrandi samviskubiti.“ Sumir söðla um áður en þeir „springa á limminu“, aðrir eftir. Össur býður þó forystusauðunum vonarglætu og klykkir út með þeim orðum að sjálfur er hann „fjaður- magnaðri í spori en fyrir ári síðan - og hugsanlega léttari í lund.“ bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.