Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2006, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 27.02.2006, Qupperneq 78
 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR34 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Shandi Sullivan, sem flestir Íslend- ingar þekkja úr sjónvarpsþættin- um vinsæla America‘s Next Top Model kemur til Íslands 4. mars til að þeyta skífum á Gauki á Stöng. Shandi er einn af þekktari plötusnúðum sem spila tónlist níunda áratugarins í New York um þessar mundir auk þess sem hún sinnir fyrirsætustörfum. Með Shandi í för verður hip hop- plötusnúðurinn DJ Lord Easy og Karaoke Killed the Cat, sem er kar- ókíhópur Shandi og vina hennar. „Eftir að hún var í Top Model fór hún aftur að vinna í Walgreens og flutti til New York. Þar kynnt- ist hún þessum karókíkrökkum og þeir komu henni á framfæri úti,“ segir Margrét Mack, sem stendur að komu þeirra Shandi og félaga til lands. „Hún er í litlum verkefnum sem fyrirsæta og var til dæmis á pöllunum á Fashion Week í byrjun febrúar. Hún er að fá fjölbreytt verkefni því hún lítur svo venjulega út og er ofsa- lega há og grönn. Það er hægt að nota hana í svo margt,“ segir hún um Shandi. Margét fór með vinkonu sinni á tónleika The White Stripes síðasta haust í New York og fóru þær m.a. á stað sem heitir Pianos. „Á efri hæðinni var karókí í gangi en við föttuðum það ekki fyrr en eftir svona fjögur til fimm lög því þetta var alveg geðveikt. Þeir voru búnir að spila yfirgrunna á lögum og þetta var dálítið flottara en á Ölveri,“ segir hún. Shandi og félagar munu dvelja í eina viku á Íslandi. Mun einn félaganna nota ferðina sem brúð- kaupsferð. Eftir Íslandsdvölina verður ferðinni síðan heitið til London vegna frekara tónleika- halds. - fb Sjónvarpsfyrirsæta til Íslands SHANDI SULLIVAN Fyrirsætan og plötusnúðurinn er á leiðinni hingað til lands í næstu viku. LÁRÉTT 2 nautasteik 6 klukkan 8 sjór 9 ar 11 óreiða 12 ráðagerð 14 greinilegt 16 hvað 17 ferð 18 spíra 20 eldsneyti 21 eignarfornafn. LÓÐRÉTT 1 listi 3 kringum 4 lest 5 titill 7 apó- tekari 10 í hálsi 13 hljóð svína 15 traðkaði 16 rámur 19 bardagi. LAUSN Myndlistarfólkið Ragnar Kjart- ansson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir sjá um helgarnámskeið fyrir ungt fólk í annað sinn og fara nám- skeiðin fram í Myndlistaskólan- um í Reykjavík. Á námskeiðunum munu þau taka fyrir þann bræð- ing sem skapast þegar myndlist og tónlist renna saman. „Þarna verðum við að skoða myndlist út frá tónlistinni því tónlist er svo góður inngangur að nútímamynd- list. Fólk er oft með fordóma gagnvart nútímalist ef það sér hana í listasöfnum en þegar fólk sér hana í tónlistarmyndböndum skilur það hana miklu frekar,“ segir Ragnar Kjartansson, sem er einnig söngvari hljómsveitarinn- ar Trabant. Myndlistin hefur haft gífurleg áhrif á mótun tónlistarsögunnar og margir tónlistarmenn tengjast myndlistinni á einhvern hátt. Þar má meðal annars nefna The Roll- ing Stones, Pink Floyd, Björk, David Bowie, The Velvet Under- ground, Beck og fleiri. Á nám- skeiðinu verður farið yfir þessa sögu auk þess sem gerð verða verkefni sem tengja saman tónlist og myndlist. „Tónlistin vinnur mikið með myndlistinni og sömuleiðis mynd- listin með tónlistinni. Á námskeið- unum verðum við með kynningu á þessari tengingu auk þess sem við fáum fólk til að vinna út frá henni. Maður lærir mest á því. Fólk virð- ist vera nokkuð forvitið um þetta því það er slatti búinn að skrá sig.“ Aðspurður hvað þau vilji að fólk fái út úr námskeiðunum segir hann: „Við vonum bara að fólki finnist þetta spennandi og muni vinna áfram með þessa hugmynd. Það er draumurinn, að starta ein- hverju í hausnum á fólki.“ Nám- skeiðið stendur yfir þrjár fyrstu helgarnar í mars og lýkur með uppákomu í Hinu húsinu. hilda@frettabladid.is MYNDLISTASKÓLINN Í REYKJAVÍK: HELGARNÁMSKEIÐ Í MARS Myndlist og tónlist renna saman RAGNAR KJARTANSSON OG ÁSDÍS SIF GUNNARSDÓTTIR Myndlistarfólkið og hjónin sjá um helgarnámskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík þar sem þau skoða myndlist út frá tónlistinni. Margir vöknuðu við bank á bossann í morgun, enda sívinsæll og góður siður barna að reiða til höggs með litríkum bolluvendi á afturenda foreldranna áður en dagur hefst og boðið er til hlaðborðs rjómabollna í eldhúsinu. Reyndar hafa landsmenn að mestu fært bolluátið fram um einn dag, og segir Þormar Þorbergsson bakari í Café Konditori Copenhagen að sunnudagurinn sé orðinn mun stærri en bolludagurinn sjálfur. „Þetta er danskur siður sem kom hingað snemma á síðustu öld og er enn stærsti dagur ársins í íslenskum bak- aríum þótt um heila helgi sé að ræða. Danir byrja hins vegar strax að bjóða fram bollur í sínum bakaríum í janúar, sem er hrein viðbót við rjómakökuhefð þeirrar þjóðar, sem er vinsæl allt árið en nær hámarki á bolludaginn,“ segir Þormar, en Íslendingar eru meira fyrir súkkulaðitertur, frómasfyllingar og bakaðar þurrar kökur. „Á Íslandi er til siðs að baka tvær tegundir af bollum; annars vegar vatnsdeigsbollur og svo gerdeigs- bollur, en við bökum vínarbrauðs- bollur eins og tíðkast í Danmörku, þar sem gerdeigsbollur eru með öllu óþekktar,“ segir Þormar og rifjar upp snjallræði íslenskra bakara fyrri tíma. „Í gamla daga, þegar Danir voru með smjör í öllu sínu, var hreint ekki hlaupið í það að komast í gott hráefni hér. Þá redduðu menn sér með brauðbollum í stað vínarbrauðsbollna og úr varð hefð sem haldist hefur æ síðan, eins og reyndar mikið af íslenskum bakarísvör- um sem urðu til úr því hráefni sem var til hverju sinni, en þá stóð upp á bakar- ana að finna eitthvað sniðugt úr því sem til var,“ segir Þormar, sem býður engum upp á megrunarbollur í sínu bakaríi. „Við notum smjör í deigið, rjóma í kremið og sýnum enga miskunn þar. Þetta er auðvitað engin hollustuvara og þýðir ekkert að þykjast neitt með það. Þetta á fyrst og fremst að vera rosalega gott, enda skemmtileg hefð með tilheyr- andi syndum í mataræði. Óhóf hefur þó minnkað og færri raða í sig bollum í tugavís, en flestir leyfa sér bolluát á sunnudeginum og aftur í vinnunni daginn eftir með góðri samvisku.“ SÉRFRÆÐINGURINN ÞORMAR ÞORBERGSSON Í CAFÉ KONDITORI COPENHAGEN BAKAR 10.000 BOLLUR Á BOLLUDAG Bolluát með góðri samvisku HRÓSIÐ ...fær Aron Brink, sem stendur sig eins og hetja og stelur senunni í kvikmyndinni Blóðböndum. LÁRÉTT: 2 buff, 6 kl, 8 mar, 9 ryk, 11 rú, 12 áform, 14 skýrt, 16 ha, 17 túr, 18 ála, 20 mó, 21 sitt. LÓÐRÉTT: 1 skrá, 3 um, 4 farmrúm, 5 frú, 7 lyfsali, 10 kok, 13 rýt, 15 tróð, 16 hás, 19 at. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 1 Viðey. 2 Ólína Þorvarðardóttir. 3 Haukar. �������� ��� �� �� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ������ ������� �� �� �� �� �� � �� �� �� �� � ��������� ����������������������� ������������� ������������������������� �� ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.