Fréttablaðið - 27.02.2006, Síða 73

Fréttablaðið - 27.02.2006, Síða 73
MÁNUDAGUR 27. febrúar 2006 29 FÓTBOLTI Brasilíski sóknarmaður- inn Rivaldo hefur ekki enn gefið upp á bátinn að vera valinn í lands- liðshóp Brasilíu sem tekur þátt á HM í Þýskalandi í sumar. Rivaldo hefur farið á kostum með liði Olympiakos í Grikklandi í vetur og vonast til að sú frammistaða veiti honum sæti í brasilíska lið- inu. „Sá draumur verður fjarlægari með hverjum deginum en ég hef ekki enn gefið upp alla von. Það eina sem ég get gert er að leggja mig allan fram með Olympiakos og vona að það verði til þess að ég geti endað landsleikjaferil minn í Þýskalandi,“ segir Rivaldo, en hann lék lykilhlutverk í landsliði Brasilíu sem varð heimsmeistari árið 2002. „Nokkrar af mínum eftirminni- legustu minningum á ferlinum eru frá heimsmeistarakeppninni og mig langar ekkert heitar en að spila þar einu sinni enn. Ég veit að það er langt síðan ég spilaði síðast fyrir landsliðið en ég tel mig enn eiga heima í 23 manna hópi liðsins. Nú er það mitt að sanna það fyrir þjálfaranum,“ segir Rivaldo. - vig Hinn brasilíski Rivaldo hefur spilað frábærlega í Grikklandi í vetur: Ætlar sér á HM í sumar RIVALDO Hefur verið hylltur af grískum fjölmiðlum sem besti leikmaðurinn sem nokkurn tímann hefur leikið í grísku úrvalsdeildinni. Olympiakos er langefst í grísku deildinni og er það ekki síst mögnuðum leik Rivaldo að þakka. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Hinn sænski landsliðs- þjálfari Englendinga, Sven-Göran Eriksson, hefur hvatt enska knatt- spyrnusambandið til þess að ráða nýjan landsliðsþjálfara fyrir HM en sem kunnugt er hættir hann með liðið eftir keppnina. „Ég held það ætti að klára þetta mál hið fyrsta því það gæti verið of seint eftir keppnina. England á vináttuleik í ágúst og undankeppni EM hefst síðan í september þannig að tíminn er ekki mikill,“ sagði Eriksson en hann vill ekki heyra á það minnst að nýi þjálfarinn verði að sniglast í kringum liðið á HM. „Ég held að England eigi aðeins að fara með einn þjálfara á HM en ekki tvo. Nýja þjálfaranum er samt velkomið að sitja í stúk- unni.“ - hbg Sven-Göran Eriksson: Nýjan þjálfara fyrir HM SVEN-GÖRAN ERIKSSON Gefur góð ráð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FRJÁLSAR Björn Margeirsson gerði sér lítið fyrir og nældi í brons- verðlaun í 1500 metra hlaupi á sænska meistaramótinu í gær. Hann varð rúmri sekúndu á eftir fyrsta manni. Þingeyingurinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson tók einnig þátt í mótinu en hann hljóp 800 metra hlaup á 1,52,97 sekúndum, sem er þriðji besti tími Íslendings í grein- inni. Sænska meistaramótið: Björn fékk brons BJÖRN OG SIGURBJÖRN ÁRNI Í fínu formi í Sviþjóð. FÓTBOLTI Langþráður draumur knattspyrnumanna í Vestmanna- eyjum fer að verða að veruleika þar sem bæjarstjórn Vestmanna- eyja hefur samþykkt að hefja við- ræður við Fasteign ehf. um bygg- ingu knattspyrnuhúss á eynni. Verður það svokallað dúkahús eins og má meðal annars finna í Kaplakrika hjá meisturum FH en Grindvíkingar ætla einnig að byggja sams konar knattspyrnu- hús. - hbg Birtir til í Eyjum: Knattspyrnu- hús mun rísa HANDBOLTI Fjöldi leikja fór fram í Evrópukeppnum í handbolta í gær þar sem Íslendingar létu til sín taka. Í Meistaradeildinni lagði Ciudad Real Evrópumeistara Celje Lasko að velli með sjö mörkum, 34-27, á Spáni og veitir liðinu ekki af forskotinu fyrir síðari leikinn, sem fram fer á einum erfiðasta útivelli í Evrópu. Ólafur Stefáns- son skoraði þrjú mörk fyrir Ciu- dad, þar af tvö úr vítum. Mirza Dzomba fór mikinn fyrir Ciudad í leiknum og skoraði níu mörk og Siarhei Rutenka, fyrrum leikmað- ur Celje, skoraði fimm mörk fyrir Ciudad. Jaliesky Garcia Padron er loks- ins orðinn góður af támeiðslunum alræmdu en hann lék á alls oddi með liði sínu Göppingen þegar það flengdi danska liðið GOG, 24-29, í Danmörku í EHF-keppninni. Gar- cia skoraði 11 mörk í öllum regn- bogans litum. Íslendingaliðið Lemgo var einnig á ferðinni í sömu keppni og vann öruggan sigur á Dynamo Astrakhan, 33-18, en allir þessir leikir eru fyrri leikirnir í átta liða úrslitum keppnanna. Logi Geirsson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo en Ásgeir Örn Hall- grímsson komst ekki á blað að þessu sinni. Íslendingaliðð Skjern er svo gott sem úr leik í Evrópukeppni bikarhafa eftir fjögurra marka tap á heimavelli, 31-35, gegn rúm- enska liðinu Constanta. Vignir Svavarsson skoraði fimm mörk fyrir Skjern í leiknum en Vil- hjálmur Halldórsson og Jón Þor- björn Jóhannesson komust ekki á blað. - hbg Evrópukeppni í handbolta: Íslendingar í sviðsljósinu ÓLAFUR STEFÁNSSON Skoraði þrjú mörk í Meistaradeildinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.