Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 70
NÝTT – OPIN FERÐ Nú er hægt að bóka NETSMELL til eins áfangastaðar og heim frá öðrum. Þetta gildir um alla áfangastaði Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. OPNA FERÐ verður að bóka á milli áfangastaða í sömu heimsálfu. ALLT AÐ 140 FLUG Á VIKU TIL 22 ÁFANGASTAÐA.BERLANÓ TIL BERLÍNAR – HEIM FRÁ MÍLANÓ ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N /S IA .I S I C E 3 1 4 6 5 0 2 /2 0 0 6 Söngkonan og hörpuleikarinn Joanna Newsom heldur tónleika í Fríkirkjunni fimmtudaginn 18. maí Á undan Newsom spilar hljómsveitin Slowblow en þeir félagar hafa ekki spilað á Íslandi í langan tíma. Joanna Newsom er án efa með forvitnilegri tónlistarmönnum sem komið hafa fram á síðustu árum. Harpa og söngur er nóg til þess að menn leggja við hlustir en það er samt svo miklu meira sem bíður þeirra sem sökkva sér ofan í tónlist hennar; einstök rödd og sérstakar lagasmíðar sem skarta bæði næmni og fegurð. Fyrstu tvær stuttskífur Newsom voru heimagerðar; Walnut Whales og Yarn and Glue. Vöktu þær athygli manna eins og Will Oldham og Devendra Banhart. Fljótlega eftir útkomu Walnut Whales var henni boðið að spila á tónleikum með þeim báðum og jókst hróður hennar upp úr því. Eina breiðskífa Joanna Newsom kom síðan út árið 2004, The Milk- Eyed Mender, og hefur hún fengið mjög góðar viðtökur gagnrýnenda. Miðasala á tónleikana er hafin á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT úti um allt land. Miðaverð er 2.500 kr. auk miðagjalds en aðeins verða seldir um 400 miðar á tónleikana. Newsom til Íslands JOANNA NEWSOM Söngkonan og hörpu- leikarinn heldur tónleika í Fríkirkjunni í maí. Þrjátíu ár eru liðin síðan All the President‘s Men var frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á samnefndri sögu Bob Woodward og Carl Bernstein en þeir sviptu hulunni af Watergate-hneykslinu sem varð til þess að forseti Banda- ríkjanna, Richard Nixon, varð að segja af sér. Í tilefni af afmælinu kemur út tveggja diska útgáfa af þessari frægu mynd sem varpaði skýru ljósi á upplifun blaðamann- anna af málinu. Robert Redford sagði í samtali við AP-fréttastofuna að á sínum tíma hefði enginn viljað gera myndina. „Fólkið í Hollywood sagði að öllum væri sama og að enginn vildi heyra af málinu,“ segir Redford, sem taldi hins vegar að þessi saga yrði að fá að heyrast. „Myndin fjallar alls ekki um Nixon heldur um rannsóknarblaða- mennsku og erfiða vinnu,“ útskýr- ir hann. Redford hafði sjálfur veg og vanda af því að myndin væri gerð. Hann hitti meðal annars Woodward og Bernstein á sínum tíma þegar þeir voru að skrifa bók- ina en þeir voru efins í fyrstu um hvort saga þeirra ætti erindi við almenning. „Ég sannfærði þá um að fólk vildi heyra þeirra hlið af málinu,“ sagði Redford, sem hefur barist ötulega gegn Bush- stjórninni og er þekktur fyrir afdráttarlausar skoðanir sínar. Redford fékk góðvin sinn Alan J. Pakula til að leikstýra myndinni og Dustin Hoffman gekk svo til liðs við þá en leikararnir tveir undirbjuggu sig vandlega fyrir gerð myndarinnar. „Nákvæmni skipti öllu. Við máttum ekki klúðra neinu,“ segir leikarinn. Mörgum vikum var eytt á ritstjórn Wash- ington Post og þegar tökur fóru fram var meira að segja rusl frá blaðinu notað. „Ef eitthvað hefði farið úrskeiðis hefðu gagnrýnend- urnir tætt myndina í sig og sagt að Hollywood væri enn og aftur að skrumskræla mikilvægan atburð,“ segir Redford. HOFFMAN OG REDFORD All the President‘s Men hlaut mikið lof gagnrýnenda en leik- ararnir undirbjuggu sig vandlega fyrir gerð hennar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Enginn vildi gera þessa mynd NIXON Richard Nixon varð fyrsti forseti Bandaríkjanna sem neyddist til að segja af sér, eftir að Washington Post fletti ofan af Watergate-málinu. FRÉTTIR AF FÓLKI Kate Moss mætti á tískuvikuna í Mílanó þar sem vetrarlína tískuhússins Burberry var kynnt. Þetta er í fyrsta sinn sem hún sækir opinberan viðburð síðan myndir af henni að sniffa kókaín birtust framan á tímariti. „Mér finnst svolítið erfitt að vera hérna. Það er svo langt síðan ég hef verið á tískusýningum,“ sagði Moss á viðburðinum. Samn- ingi hennar við Burberry var rift eftir að myndirnar birtust en hún hefur nú skrifað undir nýjan samning og mun birtast á myndum fyrir fyrirtækið á næstunni. Katie Holmes eyðir mörgum klukkutímum á hverjum degi að biðja í vísindakirkju nokkurri. Hún er sögð heimsækja kirkjuna þrisvar á dag til að læra meira um trúna. „Fjölskylda Katie er orðin mjög áhyggjufull og þau vita ekki hvað er verið að kenna henni þarna,“ sagði vinur Holmes. „Hún virðist dýrka vísindakirkjuna jafn mikið og hún dýrkar Tom.“ Keira Knightley er í tygjum við Rupert Friend, með- leikara sinn í kvikmyndinni Pride and Prejudice, en parið er í fríi á Bahamaeyj- um. „Keira og Rupert eru yfir sig hrifin hvort af öðru,“ sagði heimild- armaður. Keira hætti með fyrirsætunni Jamie Dornan á síðasta ári. Óskarsverðlaunahafinn Hilary Swank hefur skrifað undir milljón dollara samning um að verða andlit næsta ilmvatns- ins frá Guerlain. Ilmurinn hefur ekki enn fengið nafn en auglýsingarnar munu birtast í september og áfram á næstu þremur árum. Aðrar leikkonur sem hafa verið andlit fyrir ilmvötn eru til dæmis Nicole Kidman fyrir Chanel No. 5 og Gwyneth Paltrow fyrir Pleas- ures frá Estee Lauder. Námskeið Sprunguaðferðin vinsæla. Fimmtudagskvöld 2.mars kl. 20-23. Þátttökugjald kr. 1000. Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Keramik fyrir alla NFS ER Á VISIR.IS ÆVINTÝRIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA - SV MBL - VJV topp5.is VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM YKKUR HENTAR NANNY MCPHEE kl. 6 og 8 CONSTANT GARDENER kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA UNDERWORLD kl. 10 B.I. 16 ÁRA FINAL DESTINATION 3 kl. 6 B.I. 16 ÁRA CAPOTE kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA TRANSAMERICA kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 14 ÁRA WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ CONTANT GARDENER kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 16 ÁRA NANNY MCPHEE kl. 3.40 og 5.50 UNDERWORLD kl. 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA ZATHURA m/íslensku tali kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA ZATHURA m/ensku tali kl. 5.50 B.I. 10 ÁRA WALK THE LINE kl. 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA SÝND Í Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.40, 8 og 10.10 S. S  Ó. YFIRVOFANDI HÆTTA OG SAMSÆRI LÍF OKKAR ER Í HÖNDUM TVEGGJA EINSTAKLINGA FRÁ LEIKSTJÓRA CITY OF GOD EFTIR METSÖLUBÓK JOHN LE CARRÉ EIN BESTA MYND ÁRSINS BAFTA tilnefningar 10 Tilnefningar til ÓSKARS- VERÐLAUNA 4 Tilnefningar til ÓSKARS- VERÐLAUNA M.A. BESTA MYND, BESTI LEIKSTJÓRI OG BESTI LEIKARI Í AÐALHUTVERKI 5 STÓRKOSTLEG VERÐLAUNAMYND BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM BESTI LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUT- VERKI TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA ÓÞEKKUSTU BÖRN Í HEIMI HAFA FENGIÐ NÝJA BARNFÓSTRU SEM ER EKKI ÖLL ÞAR SEM HÚN ER SÉÐ. „...listaverk, sannkölluð perla“ - DÖJ, kvikmyndir.com Tilnefningar til GOLDEN GLOBE verðlauna 3 - MMJ Kvikmyndir.com „Capote er stórbrotin og metnaðarfull kvikmyndagerð og samvinna góðs leikstjórn Millers og magnaðri frammistöðu Hoffman í hlutverki Capote gera myndina Óskarsverðuga’’ - VJV -Topp5.is MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI YNDISLEGU MYND MARGVERÐLAUNUÐ OG MÖGNUÐ MYND MEÐ FELICITY HUFFMAN ÚR DESPERATE HOUSEWIVES -MMJ, Kvikmyndir.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.