Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 16
 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR16 fréttir og fróðleikur > Skipting kennara eftir aldri 2005 Svona erum við Dauðarefsingar hafa lengi verið umdeild leið til þess að fullnægja réttlætinu í sakamálum og fjölmörg mann- réttindasamtök um allan heim for- dæma dauðarefs- ingar, án tillits til eðli glæpsins sem dæmt er fyrir. Geta dauðarefs- ingar fullnægt réttlætinu? Ef litið er til framkvæmdar dauðarefs- inga í Bandaríkjunum er ljóst að kerfið þar er mjög óréttlátt því tilviljanir og fordómar ráða miklu um það hverjir hljóta dauðadóm. Þyngstu rökin gegn dauðarefsingum eru þó þau að dauða- refsing verður ekki aftur tekin. Jafnvel sá sem telur réttlætinu ekki fullnægt fái sakamaður ekki hæfilega refsingu hlýt- ur að fallast á að enn meira óréttlæti hlýst af því að dæma saklausan mann til dauða. Heldur þú að dauðarefsingar minnki glæpatíðni? Fjölmargar rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum þar sem dauða- refsingar hafa verið við lýði, benda alls ekki til þess að dauðarefsingar minnki glæpatíðni. Fælingarmáttur dauðarefs- ingar virðist því stórlega ofmetinn. SPURT & SVARAÐ DAUÐAREFSINGAR Ómannúðleg refsing SALVÖR NORDAL Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Áratugum saman hefur Norður-Kórea verið eitt leyndardómsfulla land heimsins, en það er eitt fárra landa sem enn eru undir kommúnistastjórn og fá afar fáir útlendingar að sækja það heim. Leiðtogi Norður-Kóreu hefur vakið mikla forvitni margra, en lítið er vitað um hann. Hver er Kim Jong-il? Kim Jong-il erfði leiðtogaréttindin eftir föður sinn, Kim Il-sung, sem stofnaði ríkið árið 1948. Þó getur sonurinn aldrei hlotið forsetatitilinn sem eilíflega tilheyrir föðurnum. Kim Il-sung lést árið 1994 og tók sonur hans við leiðtogastarfinu þremur árum síðar. Kim Jong-il er afar sjaldan ljósmyndaður og lætur næstum aldrei heyra í sér í útvarpi eða sjónvarpi. Á undanförnum árum hefur hann hitt nokkra helstu leiðtoga heims, meðal annars forseta Suður-Kóreu og forsætisráð- herra Japans. Eftir fundi sem þessa hefur honum verið lýst sem hlédræg- um glaumgosa með vandlega blásið hár sem gengur í þykkbotna skóm og þykir koníak gott. Hann er 64 ára og virðist eiga við einhver heilsuvandamál að stríða. Honum er gefið að hafa samið sex óper- ur á tveimur árum og að hafa hannað stóran turn í höfuðborginni Pjongjang. Hann á þrjá syni, en hefur enn ekki útnefnt neinn þeirra sem erfingja leiðtogatignarinnar. Hvernig er lífið í Norður-Kóreu? Fátt er vitað um daglegt líf í Norður-Kóreu. Öllum fjölmiðlum er stjórnað af ríkinu og í þeim er ekki sagt frá neinu sem gæti komið stjórninni illa. Til dæmis er aldrei sagt frá hungursneyðum sem reglulega herja á Norður-Kóreubúa. Landið reiðir sig mikið á erlend fjárframlög og telja erlendar hjálparstofnanir að um tvær milljónir manna hafi farist þar úr hungri á síðasta áratug. Auk þess berast óljósar fregnir af miklum mannréttindabrotum svo sem pyntingum, opinberum aftökum, þrælkun, ungbarnamorðum og nauðungarfóstur- eyðingum. Í landinu er jafnframt einn stærsti starfandi her heims. Um 23 milljónir manna búa í Norður-Kóreu, sem nær yfir 122.762 ferkílómetra - tæplega 20.000 ferkílómetrum stærra svæði en Ísland. Flestir eru trúlausir, en aðhyllast sterkar þjóðarhefðir. FBL GREINING: NORÐUR-KÓREA ER EITT DULARFYLLSTA LAND HEIMS: Hulduleiðtoginn Kim Jong-il Íslendingar hafa umsvifa- mikinn atvinnurekstur í Eystrasaltslöndunum, sérstaklega í Lettlandi, og starfa á ólíkum sviðum, allt frá súkkulaðiframleiðslu til timburframleiðslu, heild- sölu og hafna- og fasteigna- rekstrar. Íslensku athafnamennirnir í Lett- landi eru nokkrir. Gísli Reynisson ræðismaður er meðal umsvifa- mestu Íslendinganna í Lettlandi. Hann á og rekur stærstu og þekktustu súkkulaði- og sætabrauðs- verksmiðju landsins, Laima-Stabur- adze, og svo á hann einnig safaverksmiðj- una Gutta og pitsu- og samlokuframleiðsluna Euro-Food. Verksmiðjurnar eru flestar í miðborg Riga. Laima er þekktasta súkkulaði- og sæta- brauðsmerki Letta. Gísli á einnig tvær hafnir, sem eru í hópi stærstu hafnanna í Riga. Hann á auk þess fasteignafélag og rekur tvö gríðarstór fyrirtækja- hótel undir nafninu Nordic Industrial Park í úthverfum Riga. Fyrirtækin leigja sér þá húsnæði hjá Nordic Industrial Park. Hann hefur einnig fjárfest í timbur- vinnslu og rekur meðal annars fimm sögunarmyllur og skyldan rekstur, til dæmis trukkafyrirtæki og flutningaskip. Í kringum grúpp- una eru líka 25 verslanir. Allt er þetta í samvinnu við aðra Íslendinga og lettneskan fjár- festi. Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Norvik, er umsvifamikill í timburframleiðsl- unni en hann á tvö fyrirtæki, timburverksmiðjurnar Byko-Lat og CED í Lettlandi. Byko-Lat framleiðir timbur, glugga, hurðir, girðingar og timburhús, meðal annars fyrir íslenskan markað, og starfa yfir 300 starfsmenn í verk- smiðjunni í Valmiera. CED fram- leiðir einnig timbur og aðrar vörur og starfa þar hátt í 300 manns. Jón Helgi er einnig með aðra starfsemi í landinu, þar á meðal Depo-byggingavöruverslanirnar í Riga. Umsvifin á því sviði eru að aukast en verslanirnar eru nú þegar tvær og stefnt er að því að opna tvær til þrjár til viðbótar á næstu misserum. Verslanirnar eru afar stórar, á bilinu 6.600 og upp í fjórtán þúsund fermetra hver. Jón Helgi vakti athygli nýlega þegar hann keypti Lateko-banka í samstarfi við aðra. Loks hefur hann verið með fasteignafélag, aðallega um fasteignirnar sem Depo-verslanirnar eru í. Jákúp Jacobsen í Rúmfata- lagernum og félagar hans reka hraustlegt uppbyggingastarf í Eystrasaltslöndunum. Jákup er nú þegar með sautján Rúmfatalagera undir nafninu Jysk, sex þeirra eru í Lettlandi, sjö í Litháen og fjórir í Eistlandi. Á næstu átta árum er stefnt að því að verslanirnar verði 25 talsins. Jákúp á einnig meirihluta í fasteignafélagi sem nú þegar á fjórar verslanamiðstöðvar og eru fjórar á teikniborðinu. Lýður Friðjónsson, fyrrverandi stjórnandi hjá Coca Cola í Rúss- landi, er fyrrverandi samstarfs- maður Gísla. Hann á meðal annars sögunarmyllu í Ligatne, sem er ellefta stærsta sögunarmylla landsins, og svo á hann hlut í heild- sölunni Karsten á móti öðrum. Heildsalan veltir jafnvirði fimm til sex milljarða íslenskra króna. Þá er ótalið Nordic Barter, sem er með vöruskipti og innflutning á timburhúsum, svo að það helsta sé nefnt. ■ NORDIC INDUSTRIAL PARK Gísli Reynisson ræðismaður er mjög umsvifamikill í Lett- landi og rekur meðal annars fasteignafélag sem á þetta gríðarstóra fyrirtækjahótel undir nafninu Nordic Industrial Park. FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA STERKIR Í TIMBRINU Gísli Reynisson ræðismaður, Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Norvik, og Lýður Friðjóns- son, fyrrverandi stjórnandi hjá Coca Cola, eru í timburframleiðslu í Lettlandi. Myndin er tekin hjá Byko-Lat, sem er í eigu Jóns Helga. FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA STABURADZE Verksmiðjan Staburadze er í miðborg Riga eins og aðrar verksmiðjur Gísla Reynissonar ræðismanns. Staburadze framleiðir fyrst og fremst sætabrauð. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS Stórir í súkkulaði og timbri ÞEKKTASTA VÖRUMERKIÐ Laima er stærsta og þekktasta súkkulaði- og sætabrauðsmerkið í Lettlandi en það er í eigu Gísla Reynissonar ræðismanns. Laima rekur einnig litlar búðir eða kaffihús eins og sést á þessari mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS UMSVIFAMIKILL Í LETTLANDI Gísli Reynisson er ræðismaður í Lettlandi og stundar þar atvinnurekstur af ýmsu tagi. Hann er sennilega umsvifamestur eða með umsvifamestu Íslendingunum í Eystrasaltsríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA FRÉTTABLAÐIÐ Í LETTLANDI GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR ghs@frettabladid.is 25 -4 4 Á R A 45 -6 4 Á R A 65 Á R A O G E LD R I 24 Á R A O G Y N G R I 0,7% 39,7% 1,7% 44,5% Amfetamínframleiðsla talin umsvifamikil Litháíska mafían nær fótfestu á Íslandi Rannsókn lögre glu vindur sífellt up p á sig dv215 26.2.2006 21:15 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.