Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 74
 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR30 FÓTBOLTI Liverpool vann þriðja leikinn í röð með markatölunni 1-0 gegn Manchester City í gær. Þrátt fyrir góðan sigur var stjóri liðs- ins, Rafael Benitez, ekki alveg nógu sáttur því hann vill sjá liðið skora fleiri mörk en það er að gera þessa dagana. „Ég er ekki sáttur við niður- stöðuna því enn og aftur vinnum við 1-0. Vissulega mjög mikilvæg stig en ég vil sjá liðið skora fleiri mörk. Það er hættulegt að vera alltaf 1-0 yfir og við þurfum að læra að ganga frá leikjum, sér- staklega þegar við erum manni fleiri eins og gerðist í dag,“ sagði Benitez en Joey Barton fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og það ekki í fyrsta skipti á ferlin- um. „Við fengum samt færin en ein- hverra hluta vegna eru leikmenn- irnir ekki að nýta færin sín. Svo urðu leikmennirnir stressaðir og þá fékk City færi, sem er ekki nógu gott. Við verðum að læra að gera okkur lífið auðveldara því það er óþarfi að bjóða alltaf upp á svona spennu,“ sagði Benitez. - hbg Liverpool vann enn og aftur með einu marki: Benitez vill sjá fleiri mörk frá Liverpool KEWELL AÐ KOMA TIL Harry Kewell er farinn að spila sífellt betur og hann skoraði markið mikilvæga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að Heiðar Helguson hafi verið allt í öllu þegar Bolton og Fulham mætt- ust í ensku deildinni í gær. Heiðar skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Fulham en varð síðan fyrir því óláni að jafna leikinn fyrir Bolton er hann skoraði sjálfsmark. Kevin Nolan skoraði svo sigurmarkið fyrir Bolton. Fyrir utan mörkin tvö átti Heið- ar skot í þverslána og svo vildi hann fá víti í leiknum en fékk ekki. „Heiðar gat ekkert gert við sjálfs- markinu en ég var ekki ánægður með varnarleikinn í síðara mark- inu,“ sagði Chris Coleman, stjóri Fulham, svekktur en kollegi hans hjá Bolton, Sam Allardyce, var aftur á móti í skýjunum. Stóri Sam vill sjá Nolan í enska landsliðinu en hann var ekki valinn í hópinn fyrir leikinn gegn Úrúgvæ. „Það kom mér ekki á óvart en ég var samt svekktur að sjá hann ekki í hópnum. Strákurinn getur ekki spilað mikið betur en hann er að gera í vetur en það eru menn eins og Lampard og Gerrard fyrir í hópnum þannig að hann verður að vera þolinmóður og halda áfram að spila vel. Hans tími mun koma,“ sagði Allardyce. - hbg Bolton lagði Fulham í skrautlegum leik: Heiðar skoraði bæði fyrir Fulham og Bolton ÚPPS Heiðar Helguson skorar hér sjálfsmark rétt fyrir hlé og jafnar þar með leikinn fyrir Bolton. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Það var aðeins eitt lið á Þúsaldarvellinum í Cardiff í gær þegar úrslitaleikur deildabikar- keppninnar fór fram. Stórlið Manchester United er vant því að spila slíka leiki en slíkt hið sama verður ekki sagt um mótherjana í Wigan, sem voru að spila sinn fyrsta úrslitaleik og reynsluleysið var augljóst á löngum köflum. United þakkaði pent fyrir sig og rúllaði andstæðingnum upp með fjórum laglegum mörkum. Tvö komu frá Wayne Rooney og þeir Louis Saha og Cristiano Ronaldo skoruðu hin tvö. Eftir leikinn fóru leikmenn United í boli með skila- boðum til Alans Smith um að sig- urinn hefði verið fyrir hann en Smith fótbrotnaði mjög illa um síðustu helgi. „Það voru allir í molum yfir þessum hræðilegu meiðslum hjá Smith. Hann gat ekki verið með okkur hér í dag og þess vegna til- einkuðum við honum sigurinn,“ sagði Gary Neville, fyrirliði Man. Utd., en hann var að taka við sínum fyrsta bikar sem fyrirliði liðsins. Athygli vakti að hollenski markahrókurinn Ruud van Nistel- rooy mátti gera sér að góðu að verma tréverkið í leiknum en í hans stað var Frakkinn Louis Saha. „Saha átti skilið að spila þar sem hann var búinn að skora fimm mörk í síðustu leikjum og tíu mörk í síðustu þrettán leikjum,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. „Ruud virtist vera í lagi í bún- ingsherberginu fyrir leikinn og spjallaði við strákana. Auðvitað er hann vonsvikinn samt með að spila ekki og hann á að vera það. Ég var líka svekktur þegar ég var settur á bekkinn fyrir úrslitaleikinn 1965. Svona kemur fyrir en það er eðli leiksins að menn fara inn og út úr byrjunarliðum,“ sagði Sir Alex, sem vildi ekki meina að það hefði verið léttir að vinna leikinn. „Mér er alls ekki létt en það er gott að vita að við getum enn unnið bikara. Það hefur verið sagt að við höfum kallað þennan bikar „einskis verða bikarinn“ en það er ekki satt. Bikar er bikar og það var mjög ljúft að fagna sigri hér í dag.“ Louis Saha sýndi enn og aftur að hann á sætið í byrjunarliðinu vel skilið, skoraði mark og lék mjög vel. „Við vildum vinna bikar í vetur og það er mjög gott að hafa náð því takmarki,“ sagði Saha en maður leiksins, Wayne Rooney, var einnig í skýjunum með árang- urinn. „Þetta er alveg magnað og ég er mjög sáttur við mörkin tvö þar sem ég hef ekki verið að skora mikið upp á síðkastið.“ Paul Jewell, stjóri Wigan, var stoltur í leikslok. „Ég er mjög stoltur af mínu liði og ekki bara í dag. Það voru fjölmargir búnir að afskrifa okkur fyrir tímabilið en við komumst í bikarúrslit og erum með fjörutíu stig í deildinni, sem er ekki ónýtt.“ henry@frettabladid.is Tileinkuðu Alan Smith sigurinn Manchester United vann enska deildabikarinn í annað sinn í gær. Mótherjinn Wigan var lítil fyrirstaða og Man. Utd. vann öruggan og mjög sannfærandi stórsigur, 4-0. Tímabilinu er því bjargað hjá liðinu. KAFMASSAÐUR Portúgalinn Ronaldo fagn- aði marki sínu með því að fara úr að ofan og sýna vöðvana. Hann fékk gult spjald fyrir athæfið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES LÉTTIR Þjálfarateyminu Ferguson og Quei- ros var greinilega mikið létt í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES KAMPAVÍN OG GLEÐI Gleðin réð ríkjum hjá leikmönnum Man. Utd. eftir leikinn í gær. Á bolum leikmanna stendur: “For you, Smudge” eða fyrir þig, Smudge en það er gælunafn Alans Smith, leikmanns liðsins, sem fótbrotnaði illa um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Lærisveinar Teits Þórð- arsonar í KR sóttu ekki gull í greipar Víkinga í Egilshöllinni í gær þegar liðin mættust í deildar- bikarnum. Leikurinn var dramatískur í meira lagi en Víkingur fór með sigur að lokum, 4-3, eftir að KR hafði leitt í leikhléi, 2-1. KR var yfir, 3-1, þegar tólf mín- útur voru eftir af leiknum en tvö mörk Davíðs Þórs Rúnarssonar undir lokin tryggðu sigur Víkinga. Björgólfur Takefusa, Sigmundur Kristjánsson og Bjarnólfur Lárus- son skoruðu mörk KR. Viktor Bjarki Arnarsson og Stefán Sveinbjörnsson skoruðu hin mörk Víkinga. - hbg Deildabikarinn: KR tapaði fyrir Víkingi BARÁTTA Víkingurinn og fyrrum KR-ingur- inn Björgvin Vilhjálmsson sést hér í barátt- unni við tvo KR-inga í Egilshöllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÓL Í TÓRÍNÓ Vetrarólympíuleikun- um í Tórínó lauk formlega í gær- kvöldi með glæsilegri lokahátið. Flestir eru sammála um að leik- arnir hafi tekist vel og var almenn ánægja meðal skipuleggjenda í gærkvöldi. Þjóðverjar gerðu sér lítið fyrir og hirtu flest gullverðlaun á leik- unum, 13 talsins. Þeir unnu einnig til flestra verðlauna, samtals 29. Bandaríkjamenn komu næstir með 25 verðlaun, þar af níu gull. Austurríkismenn voru með 23 verðlaun og einnig níu gull en Rússar urðu að sætta sig við átta gullverðlaun að þessu sinni. Mestu vonbrigðin voru í her- búðum Noregs, sem lenti í þrett- ánda sæti á verðlaunalistanum með nítján verðlaun og þar af aðeins tvö gull en Norðmenn ætl- uðu sér stóra hluti á leikunum eins og Bandaríkjamaðurinn Boide Miller sem fór tómhentur heim. - hbg ÓL í Tórínó: Þjóðverjar unnu flest gull SKRAUTSÝNING Það var mikið um dýrðir á lokaathöfn ÓL í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Spænska stórliðið Real Madrid fékk enn eitt kjaftshöggið í gærkvöldi þegar það tapaði fyrir Real Mallorca sem er í botnbar- áttu í deildinni. Eftir leikinn er Madrid í þriðja sæti deildarinnar, heilum tíu stig- um á eftir toppliðinu Barcelona sem á sigurinn í deildinni vísan enda níu stig í liðið í öðru sæti, Valencia. Real Mallorca eygir að sama skapi góða von um að forðast fall- ið eftir sigurinn þótt liðið sé enn í fallsæti. Það er nefnilega jafnt fjórum öðrum liðum að stigum og allt því galopið fyrir lokaumferð- irnar, sem verða vafalítið æsi- spennandi. - hbg Spænski boltinn: Enn tapar Real Madrid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.