Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 27. febrúar 2006 7
Lýsing: Komið er inn í flísalagða forstofu á fyrstu hæð. Inn
af forstofu er gestasnyrting með glugga. Rúmgott hol er með
stigum upp á efri hæð og niður á jarðhæð. Eldhús er nýlega
stækkað og uppgert með borðkrók. Stofa er rúmgóð með
góðum gluggum og útgengi á suðvestursvalir. Á efri hæð
eru fjögur góð svefnherbergi. Hjónaherbergi er með útgengi
út á suðvestursvalir og góðum skápum meðfram vegg.
Baðherbergi er nýuppgert með hvítri innréttingu, upphengdu
salerni með mósaíkflísalögðum kassa og baðkari með sturtu.
Þvottaherbergi er með glugga og tengi fyrir þvottavél og
þurrkara. Á jarðhæð er stórt herbergi með útgangi í garð.
Herbergið nýtist vel sem unglingaherbergi eða skrifstofa og hægt er að útbúa baðhergergi í herberginu en
þar er tengi fyrir sturtu og klósett. Beykiparkett er á flestum gólfum eignarinnar.
Úti: Steypt verönd, þrjátíu fermetra bílageymsla og mjög gott leiksvæði.
Annað: Útsýni er mjög gott en hægt er að horfa yfir Reykjavík, Esjuna og Snæfellsjökul. Eignin er nettengd
alls staðar með adsl tengi og breiðbandi.
Fermetrar: 200 Verð: Tilboð óskast Fasteignasala: Húseign
109 Reykjavík: Útsýni yfir Esjuna
Dalsel 27: þriggja hæða endaraðhús.
Lýsing: Flísalagt anddyri með fataskáp sem
nær upp í loft. Þaðan er gengið inn í hol
sem nú nýtist sem sjónvarpsrými. Flísalagt
rúmgott baðherbergi með hornbaðkari,
sturtuaðstöðu og innréttingu. Gert er ráð
fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingunni.
Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og er
stærra herbergið með fataskáp. Herberg-
ið er um 24 fermetrar en í því er einnig
geymsla. Eldhúsið er með nýrri innréttingu
og tækjum. Borðstofa fyrir framan eldhús.
Lítil stofa inn af eldhúsi með útgengi á
sólpall sem snýr í suður.
Annað: Íbúðin er á jarðhæð með sér inn-
gangi. Stærra svefnherbergið var uppruna-
lega útbúið sem bílskúr.
Verð: 26,3 Stærð: 117,6 fermetrar Fasteignasala: Fasteignamiðlun.
108 Reykjavík: Sólpallur og hornbaðkar
Ásgarður 22-24: Fasteignamiðlun er með til sölu 117,6 fermetra íbúð í fjöleignarhúsi á
eftirsóttasta stað í bænum.
Sóleyjarimi - Nýtt - Grafavogi
Glæsileg 208 fm raðhús á tveimur hæðum á þessum frábæra stað. Lýsing. Á neðri hæð er bílskúr,
forstofa, salerni, eldhús, stofa og borðstofa. Á efri hæð hol, baðherbergi, þvottaherbergi og 4 herbergi.
Húsin skilast fullbúin að utan með steinuðum útveggjum og að innan tilbúin til spörslunar án milliveggja.
Lóð verður frágengin þ.e. bílastæði hellulagðar með hitalögnum en að öðruleiti tyrfð. Teikningar og
nánari upplýsingar á skrifstofu.
Álftatjörn - Ytri Njarðvík
Glæsilegt 194 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið sem er í byggingu afhendist
fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð og búið verður að skipta um jarðveg undir bílastæði. Að innan
afhendist húsið rúmlega fokhelt. Maghoní gluggar og hurðir. Húsið er teiknað af Pálmari Kristmundssyni.
Afhending til áframhaldandi vinnu kaupanda er 15.03 n.k. Verð 33,8 millj.
Smárarimi - Einb. á einni hæð
Fallegt 184,3 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum 31,1 fm bílskúr í botnlangagötu. Húsið
skiptist í rúmgóða forstofu, hol, rúmgott eldhús, stóra borðstofu og stofu, fjögur rúmgóð
svefnherbergi, gestasnyrtingu og stórt baðherbergi með glugga. Sjá nánari skilalýsingu á
www.hofid.is. Verð 39,9 millj.
Valsheiði - Glæsihús - Hverag.
Glæsilegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Sjónvarpsherbergi og fjögur
svefnherbergi eitt með fataherbergi og baðherbergi inn af. Björt stofa og borðstofa með mikilli
lofthæð. Húsið er til afhendingar í vor tilbúið undir tréverk að innan og fullbúið að utan með
grófjafnaðri lóð. Verð 37 millj.
Akurvellir - Nýtt - Hf.
Glæsilegar nýjar 155 fm íbúðir í litlu fjölbýlishúsi á þremum hæðum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án
gólfefna og með glæsilegum innréttingum og gæða tækjum. Stórar og góðar svalir með íbúðum á 2
og 3. hæð og sér lóð með íbúðá jarðhæð. Teikingar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Verð frá
29,4 millj.
Fr
u
m
Akurhvarf - Útsýni
Vorum að fá í sölu glæsileg raðhús á tveim hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið er staðsteypt og
afhendist fullbúið að utan, en tilbúið til spörlunar og málunar að innan. Búið verður að hlaða og múra alla
milliveggi og hiti tengdur. Lóð verður grófjöfnuð. Verð 39,5 millj.
Guðmundur Björn Steinþórsson
löggiltur fasteignasali
Jón Guðmundsson
sölustjóri
Geir Þorsteinsson
sölumaður
Bráðvantar fyrir ákveðinn kaupanda 2ja til 3ja þús. fm atvinnuhúsn. Kaup eða leiga.