Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 62
 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR44 Grandaskóli er við Keilu- granda í Vesturbæ Reykja- víkur. Skólinn var vígður 1986 og á því tuttugu ára starfsafmæli í ár. Í skólanum eru fimm samtengdar álmur með átján almennum kennslustof- um, sjö sérgreinastofum, námsveri, sérkennsluaðstöðu, tveimur tölvu- verum og skólasafni. Uppbygging skólans hefur verið hröð því fyrir tuttugu árum rúmaðist skólastarfið innan veggja einnar álmu. Skólinn er í dag einsetinn og stunda þar 340 6-12 ára nemendur nám í sautján bekkjum. Mikil hefð hefur myndast fyrir öflugri sérgreinakennslu en meðal þeirra greina sem standa nemendum til boða eru leiklist og upplýsingatækni. Fyrirhugað er að halda afmælishátíð í maí til að fagna tuttugu ára afmæli og er undirbúningur kennara og nemenda í góðum farvegi. Skólastýra Granda- skóla er Kristjana M. Kristjánsdóttir en aðstoðarskólastýra hennar er Inga Sigurðardóttir. GRANDASKÓLI FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Tryggva Guðmundsson, knattspyrni með meiru, dreymir um að eiga hús sem gefur honum og fjölskyldu hans nóg af plássi. ,,Draumahúsið þarf að vera með góðri verönd og heitum potti og stóru eldhúsi með góðum innréttingum,“ segir Tryggvi. Hann þarf líka að geta horft á enska boltann í almennilegum gæðum svo hann vill að í stofunni sé risastór flatskjár. „Svo þarf auðvitað að vera nóg af herbergjum fyrir fjölskylduna,“ bætir Tryggvi við. Tryggvi á glæstan feril að baki en hann hefur nú snúið heim úr atvinnumennsku og leikið með FH við góðan orðstír. Hann hefur þó ekki alveg sagt skilið við drauminn um atvinnumennskuna því hann ætlar sex ára syni sínum stóra hluti. „Það væri ekki vitlaust að vera með fótboltavöll með tveimur litlum mörkum í bakgarðinum. Ég þarf að þjálfa drenginn því ég ætla að setja hann í atvinnumennsku og græða á honum,“ segir Tryggvi og hlær. Að sögn Tryggva kemur aðeins ein staðsetning til greina að svo stöddu. „Ég er í Vesturbænum núna þannig að þar yrði draumahúsið að vera.“ DRAUMAHÚSIÐ MITT TRYGGVI GUÐMUNDSSON KNATTSPYRNUMAÐUR Þarf bara að vera nógu stórt Góð verönd og heitur pottur er við draumahús Tryggva. Dregið hefur mjög úr hækkun fasteignaverðs hér á landi. Nærri lætur að íbúðaverð hafi staðið í stað undanfarna mánuði og verðhækkanirnar sem ein- kenndu markaðinn í upphafi síð- asta árs hafa ótvírætt rénað. Þetta kemur fram í nýlega útkomnu vefriti fjármálaráðuneytisins. Gerð er þar grein fyrir verð- breytingum á fasteignamarkaði á undanförnum misserum. Þegar litið var til baka um tólf mánuði í ágúst 2005 hafði verðið hækkað um fjörutíu prósent á því tímabili en í janúar 2006 var hækkunin síðustu tólf mánuðina hins vegar 25 prósent þannig að ljóst er að markaðurinn er mjög að róast. Fjármálaráðuneytið telur að sú þróun muni hafa áhrif til lækkun- ar á verðbólgu, mældri með neysluverðsvísitölunni. Fasteigna- markaðurinn róast Enn er byggt og byggt. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 6/1- 12/1 88 13/1- 19/1 93 20/1- 26/1 131 27/1- 2/2 180 3/2- 9/2 203 10/2- 16/2 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.