Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 22
 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR Litla dúkkuhúsið að Vörðustíg 2 í Hafnarfirði er að verða mikill dýrgripur. „Við reynum að halda öllu sem upp- runalegustu og förum alveg eftir bókinni,“ segir Magný Jónsdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum Reyni Sigurðssyni er að endurbyggja húsið að Vörðustíg 2. Það hefur staðið í látleysi á grunni sínum frá árinu 1916 og fyrir tveimur árum stóð til að það viki fyrir nýbygg- ingu. „Hjartað í mér tók kipp þegar ég frétti að þetta hús ætti að hverfa því þar hafði nánast engu verið breytt frá upphafi,“ segir Magný, sem eignaðist húsið með því að bjóða betur en sá sem ætlaði að rífa það. Hún segir þau hjón hafa notið ráðlegginga Magnúsar Skúla- sonar hjá Húsafriðunarnefnd við endurbæturnar og að húsið hafi hlotið styrk úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðarbæjar á liðnu ári. Grunnflötur hússins er aðeins um 32 fermetrar og íbúðin var á einni hæð en geymslur uppi í risi og í kjallara. Nú hafa Magný og Reynir látið stækka kjallarann og koma þar fyrir nútíma snyrtingu og svefnherbergi sem gengið er niður í úr stofunni. Að utanverðu er húsið komið í endanlegt horf en inni eru mörg handtök eftir. Allt þarf að sérsmíða, hurðir, glugga og lista, til að yfirbragðið verði nákvæmlega eins og það var. „Þetta er dýrt því það verður að hugsa fyrir hverju smáatriði,“ segir Magný og strýkur panelinn í stof- unni, sem er ótrúlega heillegur og verður pússaður upp. Gólfin fá svipaða meðferð og meira að segja litla eldhúsinnréttingin frá 1916 verður látin halda sér. „Svo verður kamína í litlu stofunni,“ segir Magný brosandi og bætir við. „Það verður að láta rjúka úr litla skor- steininum öðru hvoru.“ gun@frettabladid.is Eldhúsinnrétting frá 1916 Vinalegur snerill. Litla húsið er í góðum félagsskap annarra með upprunalegt yfirbragð. Grjóthleðslan neðan við húsið er á minjaskrá. Húsið við Vörðustíg 2 stendur rétt ofan við höfnina og hefur horft á skipin koma og skipin fara síðan 1916. Eldhúsinnréttingin frá 1916 verður pússuð upp og látin lifa áfram. Þótt enn sé margt ógert þar til Magný getur flutt inn hefur mikið áunnist. Það sér hún þegar hún skoðar filmur af húsinu eins og það var þegar hún og Reynir keyptu það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Húsið var í niðurníðslu þegar Magný og Reynir keyptu það enda hafði það staðið autt og óupphitað í tíu ár. MYND/MAGNÝ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.