Fréttablaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 72
28 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
FEBRÚAR
24 25 26 27 28 1 2
Mánudagur
■ ■ LEIKIR
19.00 ÍS og Grindavík mætast í
Iceland Express-deild kvenna í körfu-
bolta.
■ ■ SJÓNVARP
16.20 Spænski boltinn á Sýn.
Endursýndur leikur frá því í gær.
18.30 Enski deildabikarinn á Sýn.
Leikur Man. Utd. og Wigan endur-
sýndur.
20.30 Ítölsku mörkin á Sýn.
21.00 Ensku mörkin á Sýn.
21.30 Spænsku mörkin á Sýn.
22.30 HM 2002 á Sýn. Magnaður
leikur endursýndur.
00.10 Ítalski boltinn á Sýn.
Greta Mjöll Samúelsdóttir, knattspyrnu-
kona úr Breiðabliki og efnilegasti leik-
maður Landsbankadeildar kvenna
á síðasta tímabili, sýndi og sannaði
í síðustu viku að hún er liðtæk í
fleiru en fótboltanum. Þá
gerði hún sér lítið fyrir
og bar sigur úr býtum í
söngvakeppni Mennta-
skólans í Kópavogi, en þar
stundar hún sitt nám. „Ég er
nú engin söngkona og þetta
hefur aldrei verið neitt meira en
bara áhugamál hjá mér. En það
eru til spólur heima sem ég hef
sungið inn á frá því að ég var
fjögurra ára,“ sagði Greta Mjöll
við Fréttablaðið og bætti því
við að sigurinn í keppninni
hefði komið henni mjög á óvart. „Ég hef
aldrei lært söng og aldrei lært á hljóð-
færi. Ég sé mikið eftir því en þetta er
samt alveg að koma – ég er búin að
læra fjögur grip á gítarinn!“
Greta Mjöll hefur
tekið þátt í hinum
ýmsu söngvakeppnum
í gegnum tíðina og býr
því yfir nokkurri reynslu
af þeim. Með sigrinum
í MK öðlast Greta Mjöll
sjálfkrafa rétt í söngva-
keppni framhaldsskól-
anna sem framundan
er, en sigurlag Gretu
Mjallar í keppninni var
dægurlagið kunna
„Ó, María“, þó með
nokkuð breyttu sniði. „Þetta er lag sem
allir þekkja úr útilegunum en fáir hafa
líklega pælt í textanum, sem er í raun
mjög sorglegur. Systir mín og kærastinn
hennar sömdu því nýtt lag við þennan
texta sem kemur líka svona miklu betur
út,“ segir Greta Mjöll.
Spurð um hvað yrði á undan, fót-
boltinn eða söngurinn, yrði hún neydd
til að velja, sagði Greta Mjöll að sá
samanburður væri heldur ósann-
gjarn. „Fyrir mér er fótboltinn orð-
inn miklu meira en bara áhugamál
en það er söngurinn að minnsta
kosti enn sem komið er.
Þannig að ég held nú að
fótboltinn hafi miklu
meira fram að færa
fyrir mig eins og er.“
GRETA MJÖLL SAMÚELSDÓTTIR HJÁ BREIÐABLIK: SIGRAÐI Í SÖNGVAKEPPNI MK Í SÍÐUSTU VIKU
Tæki sennilega boltann fram yfir sönginn
> Kári úr leik
Kári Árnason hefur dregið sig út úr
íslenska landsliðshópn-
um í knattspyrnu fyrir
leikinn gegn Trinidad og
Tobago vegna meiðsla
sem hann hlaut í leik
með Djurgården á
dögunum. Enginn
hefur verið kallaður
í hópinn í hans stað.
Þá hefur KR-mark-
vörðurinn Atli Jón-
asson verið kallaður í
U-21 árs hópinn í stað
Eyjapeyjans Hrafns
Davíðssonar sem er
meiddur. U-21 árs
liðið mætir Skotum á
þriðjudag.
Nýr formaður
Hörður J. Oddfríðarson var kjörinn
formaður Sundsambands Íslands á
ársþingi sambandsins um helgina. Hann
tekur við af Benedikt Sigurðarsyni, sem
gaf ekki kost á sér ti endurkjörs.
FÓTBOLTI Uppi varð fótur og fit í
leik Real Zaragoza og Barcelona á
laugardagskvöldið þegar kamer-
únski framherjinn Samuel Eto´o
hótaði að yfirgefa völlinn þar sem
honum ofbauð kynþáttahatrið sem
hann mátti þola frá stuðnings-
mönnum Real Zaragoza.
Frank Rijkaard, þjálfari Barce-
lona, og nokkrir leikmenn ræddu
við Eto´o og fengu hann ofan af
því að fara út af. Dómari leiksins
lét stöðva leikinn og í kjölfarið
kom tilkynning í hátalarakerfi
vallarins þar sem stuðningsmenn-
irnir voru beðnir um að láta af
þessari hegðun.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
stuðningsmenn Zaragoza verða
uppvísir að slíkri hegðun en félag-
ið hefur áður verið sektað vegna
kynþáttahaturs stuðningsmann-
anna og nú virðist önnur sekt vera
á leiðinni. - hbg
Samuel Eto´o fékk nóg gegn Real Zaragoza:
Hótaði að yfirgefa
leikvöllinn
SAMUEL ETO´O Búinn að fá upp í kok af kynþáttahöturum á knattspyrnuvöllum heimsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
HANDBOLTI Upprunalegi tíminn
sem Guðmundur Ingvarsson og
félagar í stjórn HSÍ ætluðu sér til
að leysa landsliðsþjálfaramálin er
brátt á enda og enn er málið fast á
fyrstu hindrun. Eins og Frétta-
blaðið greindi frá fyrir nokkru
síðan er Alfreð Gíslason að reyna
að fá sig lausan frá Magdeburg og
takist það er líklegt að hann taki
við landsliðinu enda er hann sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
eini þjálfarinn sem HSÍ hefur rætt
við um þjálfarastöðuna.
Það er járn í járn í viðræðum
Alfreðs og Magdeburgar um
starfslokasamning en Alfreð stað-
festi við Fréttablaðið í gær að
hann hefði ætlað að gefa sér fram
að helginni til að leysa málið. Hann
hefur framlengt þann tíma örlítið
en ljóst er samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins að hann getur ekki
dregið málið mikið lengra enda er
stjórn HSÍ farið að lengja veru-
lega eftir niðurstöðu í máli
Alfreðs.
Alfreð vildi að öðru leyti ekkert
tjá sig um málið rétt eins og Guð-
mundur Ingvarsson, formaður
HSÍ. „Ég vil ekkert tjá mig fyrr en
eftir svona tvo til þrjá daga. Þá
verðum við vonandi búnir að klára
málið og þá getum við upplýst
allan sannleikann,“ sagði Guð-
mundur.
Geir Sveinsson er samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins næstur
á lista HSÍ verði ekkert úr því að
Alfreð fái sig lausan. Hann sagði
við Fréttablaðið í gær að HSÍ hefði
ekki haft samband við sig og finnst
honum ekkert að því þar sem hann
styður það að HSÍ sé að reyna að
fá Alfreð til starfa.
„Miðað við það sem ég sé í fjöl-
miðlum er verið að bíða eftir
niðurstöðu hjá Alfreð. Meira veit
ég ekki. Ef svo er þá er það hið
besta mál því ég er hlynntur því
að HSÍ ræði við Alfreð enda er
hann mjög öflugur kostur fyrir
Íslands hönd og HSÍ á klárlega að
athuga með hans stöðu,“ sagði
Geir, sem bíður rólegur en hans
afstaða í málinu hefur ekkert
breyst. „Ef hlutirnir ganga ekki
upp með Alfreð og HSÍ vill hitta
mig mun ég fara á fund með þeim
en ég veit ekkert hvað myndi
koma út úr þeim fundi.“
henry@frettabladid.is
Landsliðsþjálfaramálin í hnút
Enn er pattstaða í þjálfaramálum íslenska handboltalandsliðsins. Alfreð Gíslason hefur enn ekki fengið
úrlausn sinna mála hjá Magdeburg og Geir Sveinsson bíður þolinmóður á hlíðarlínunni.
Á EKKERT AÐ LÁTA MANN LAUSAN? Alfreð Gíslason er í miklum vandræðum með að fá sig
lausan frá Magdeburg og er að falla á tíma ef hann vill taka við íslenska landsliðinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/BONGARTS
Foreldrar athugið!
Við viljum ekki missa fleiri ungmenni
í neyslu fíkniefna. Því viljum við
minna ykkur á foreldrafundi í
eftirtöldum skólum á vegum
Maritafræðslunnar:
Grunnskóli Snæfellsbæjar Ólafsvík
Lækjarskóli Hafnarfirði
Þri. 28. feb. kl 18:00
Fim. 2. mars. kl 20:00
Markmiðið er að samhæfa aðgerðir foreldra í því að styðja unglinga til að taka
afstöðu gegn neyslu vímuefna. Reynsla undanfarinna ára sýnir að það ber
árangur þegar foreldrar standa saman og setja sameiginlegar reglur og markmið.
Nýlega var árangur starfsins metin og benda niðurstöður til þess að þessi fræðsla
hafi áhrif á viðhorf unglinga. Að félaginu standa Lögreglan í Reykjavík,
Reykjavíkurborg og Marita, forvarnarsvið Samhjálpar.
kostaði auglýsinguna