Fréttablaðið - 27.02.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 27.02.2006, Síða 16
 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR16 fréttir og fróðleikur > Skipting kennara eftir aldri 2005 Svona erum við Dauðarefsingar hafa lengi verið umdeild leið til þess að fullnægja réttlætinu í sakamálum og fjölmörg mann- réttindasamtök um allan heim for- dæma dauðarefs- ingar, án tillits til eðli glæpsins sem dæmt er fyrir. Geta dauðarefs- ingar fullnægt réttlætinu? Ef litið er til framkvæmdar dauðarefs- inga í Bandaríkjunum er ljóst að kerfið þar er mjög óréttlátt því tilviljanir og fordómar ráða miklu um það hverjir hljóta dauðadóm. Þyngstu rökin gegn dauðarefsingum eru þó þau að dauða- refsing verður ekki aftur tekin. Jafnvel sá sem telur réttlætinu ekki fullnægt fái sakamaður ekki hæfilega refsingu hlýt- ur að fallast á að enn meira óréttlæti hlýst af því að dæma saklausan mann til dauða. Heldur þú að dauðarefsingar minnki glæpatíðni? Fjölmargar rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum þar sem dauða- refsingar hafa verið við lýði, benda alls ekki til þess að dauðarefsingar minnki glæpatíðni. Fælingarmáttur dauðarefs- ingar virðist því stórlega ofmetinn. SPURT & SVARAÐ DAUÐAREFSINGAR Ómannúðleg refsing SALVÖR NORDAL Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Áratugum saman hefur Norður-Kórea verið eitt leyndardómsfulla land heimsins, en það er eitt fárra landa sem enn eru undir kommúnistastjórn og fá afar fáir útlendingar að sækja það heim. Leiðtogi Norður-Kóreu hefur vakið mikla forvitni margra, en lítið er vitað um hann. Hver er Kim Jong-il? Kim Jong-il erfði leiðtogaréttindin eftir föður sinn, Kim Il-sung, sem stofnaði ríkið árið 1948. Þó getur sonurinn aldrei hlotið forsetatitilinn sem eilíflega tilheyrir föðurnum. Kim Il-sung lést árið 1994 og tók sonur hans við leiðtogastarfinu þremur árum síðar. Kim Jong-il er afar sjaldan ljósmyndaður og lætur næstum aldrei heyra í sér í útvarpi eða sjónvarpi. Á undanförnum árum hefur hann hitt nokkra helstu leiðtoga heims, meðal annars forseta Suður-Kóreu og forsætisráð- herra Japans. Eftir fundi sem þessa hefur honum verið lýst sem hlédræg- um glaumgosa með vandlega blásið hár sem gengur í þykkbotna skóm og þykir koníak gott. Hann er 64 ára og virðist eiga við einhver heilsuvandamál að stríða. Honum er gefið að hafa samið sex óper- ur á tveimur árum og að hafa hannað stóran turn í höfuðborginni Pjongjang. Hann á þrjá syni, en hefur enn ekki útnefnt neinn þeirra sem erfingja leiðtogatignarinnar. Hvernig er lífið í Norður-Kóreu? Fátt er vitað um daglegt líf í Norður-Kóreu. Öllum fjölmiðlum er stjórnað af ríkinu og í þeim er ekki sagt frá neinu sem gæti komið stjórninni illa. Til dæmis er aldrei sagt frá hungursneyðum sem reglulega herja á Norður-Kóreubúa. Landið reiðir sig mikið á erlend fjárframlög og telja erlendar hjálparstofnanir að um tvær milljónir manna hafi farist þar úr hungri á síðasta áratug. Auk þess berast óljósar fregnir af miklum mannréttindabrotum svo sem pyntingum, opinberum aftökum, þrælkun, ungbarnamorðum og nauðungarfóstur- eyðingum. Í landinu er jafnframt einn stærsti starfandi her heims. Um 23 milljónir manna búa í Norður-Kóreu, sem nær yfir 122.762 ferkílómetra - tæplega 20.000 ferkílómetrum stærra svæði en Ísland. Flestir eru trúlausir, en aðhyllast sterkar þjóðarhefðir. FBL GREINING: NORÐUR-KÓREA ER EITT DULARFYLLSTA LAND HEIMS: Hulduleiðtoginn Kim Jong-il Íslendingar hafa umsvifa- mikinn atvinnurekstur í Eystrasaltslöndunum, sérstaklega í Lettlandi, og starfa á ólíkum sviðum, allt frá súkkulaðiframleiðslu til timburframleiðslu, heild- sölu og hafna- og fasteigna- rekstrar. Íslensku athafnamennirnir í Lett- landi eru nokkrir. Gísli Reynisson ræðismaður er meðal umsvifa- mestu Íslendinganna í Lettlandi. Hann á og rekur stærstu og þekktustu súkkulaði- og sætabrauðs- verksmiðju landsins, Laima-Stabur- adze, og svo á hann einnig safaverksmiðj- una Gutta og pitsu- og samlokuframleiðsluna Euro-Food. Verksmiðjurnar eru flestar í miðborg Riga. Laima er þekktasta súkkulaði- og sæta- brauðsmerki Letta. Gísli á einnig tvær hafnir, sem eru í hópi stærstu hafnanna í Riga. Hann á auk þess fasteignafélag og rekur tvö gríðarstór fyrirtækja- hótel undir nafninu Nordic Industrial Park í úthverfum Riga. Fyrirtækin leigja sér þá húsnæði hjá Nordic Industrial Park. Hann hefur einnig fjárfest í timbur- vinnslu og rekur meðal annars fimm sögunarmyllur og skyldan rekstur, til dæmis trukkafyrirtæki og flutningaskip. Í kringum grúpp- una eru líka 25 verslanir. Allt er þetta í samvinnu við aðra Íslendinga og lettneskan fjár- festi. Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Norvik, er umsvifamikill í timburframleiðsl- unni en hann á tvö fyrirtæki, timburverksmiðjurnar Byko-Lat og CED í Lettlandi. Byko-Lat framleiðir timbur, glugga, hurðir, girðingar og timburhús, meðal annars fyrir íslenskan markað, og starfa yfir 300 starfsmenn í verk- smiðjunni í Valmiera. CED fram- leiðir einnig timbur og aðrar vörur og starfa þar hátt í 300 manns. Jón Helgi er einnig með aðra starfsemi í landinu, þar á meðal Depo-byggingavöruverslanirnar í Riga. Umsvifin á því sviði eru að aukast en verslanirnar eru nú þegar tvær og stefnt er að því að opna tvær til þrjár til viðbótar á næstu misserum. Verslanirnar eru afar stórar, á bilinu 6.600 og upp í fjórtán þúsund fermetra hver. Jón Helgi vakti athygli nýlega þegar hann keypti Lateko-banka í samstarfi við aðra. Loks hefur hann verið með fasteignafélag, aðallega um fasteignirnar sem Depo-verslanirnar eru í. Jákúp Jacobsen í Rúmfata- lagernum og félagar hans reka hraustlegt uppbyggingastarf í Eystrasaltslöndunum. Jákup er nú þegar með sautján Rúmfatalagera undir nafninu Jysk, sex þeirra eru í Lettlandi, sjö í Litháen og fjórir í Eistlandi. Á næstu átta árum er stefnt að því að verslanirnar verði 25 talsins. Jákúp á einnig meirihluta í fasteignafélagi sem nú þegar á fjórar verslanamiðstöðvar og eru fjórar á teikniborðinu. Lýður Friðjónsson, fyrrverandi stjórnandi hjá Coca Cola í Rúss- landi, er fyrrverandi samstarfs- maður Gísla. Hann á meðal annars sögunarmyllu í Ligatne, sem er ellefta stærsta sögunarmylla landsins, og svo á hann hlut í heild- sölunni Karsten á móti öðrum. Heildsalan veltir jafnvirði fimm til sex milljarða íslenskra króna. Þá er ótalið Nordic Barter, sem er með vöruskipti og innflutning á timburhúsum, svo að það helsta sé nefnt. ■ NORDIC INDUSTRIAL PARK Gísli Reynisson ræðismaður er mjög umsvifamikill í Lett- landi og rekur meðal annars fasteignafélag sem á þetta gríðarstóra fyrirtækjahótel undir nafninu Nordic Industrial Park. FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA STERKIR Í TIMBRINU Gísli Reynisson ræðismaður, Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarformaður Norvik, og Lýður Friðjóns- son, fyrrverandi stjórnandi hjá Coca Cola, eru í timburframleiðslu í Lettlandi. Myndin er tekin hjá Byko-Lat, sem er í eigu Jóns Helga. FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA STABURADZE Verksmiðjan Staburadze er í miðborg Riga eins og aðrar verksmiðjur Gísla Reynissonar ræðismanns. Staburadze framleiðir fyrst og fremst sætabrauð. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS Stórir í súkkulaði og timbri ÞEKKTASTA VÖRUMERKIÐ Laima er stærsta og þekktasta súkkulaði- og sætabrauðsmerkið í Lettlandi en það er í eigu Gísla Reynissonar ræðismanns. Laima rekur einnig litlar búðir eða kaffihús eins og sést á þessari mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/GHS UMSVIFAMIKILL Í LETTLANDI Gísli Reynisson er ræðismaður í Lettlandi og stundar þar atvinnurekstur af ýmsu tagi. Hann er sennilega umsvifamestur eða með umsvifamestu Íslendingunum í Eystrasaltsríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/KASPARS GOBA FRÉTTABLAÐIÐ Í LETTLANDI GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR ghs@frettabladid.is 25 -4 4 Á R A 45 -6 4 Á R A 65 Á R A O G E LD R I 24 Á R A O G Y N G R I 0,7% 39,7% 1,7% 44,5% Amfetamínframleiðsla talin umsvifamikil Litháíska mafían nær fótfestu á Íslandi Rannsókn lögre glu vindur sífellt up p á sig dv215 26.2.2006 21:15 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.