Fréttablaðið - 27.02.2006, Side 78

Fréttablaðið - 27.02.2006, Side 78
 27. febrúar 2006 MÁNUDAGUR34 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Shandi Sullivan, sem flestir Íslend- ingar þekkja úr sjónvarpsþættin- um vinsæla America‘s Next Top Model kemur til Íslands 4. mars til að þeyta skífum á Gauki á Stöng. Shandi er einn af þekktari plötusnúðum sem spila tónlist níunda áratugarins í New York um þessar mundir auk þess sem hún sinnir fyrirsætustörfum. Með Shandi í för verður hip hop- plötusnúðurinn DJ Lord Easy og Karaoke Killed the Cat, sem er kar- ókíhópur Shandi og vina hennar. „Eftir að hún var í Top Model fór hún aftur að vinna í Walgreens og flutti til New York. Þar kynnt- ist hún þessum karókíkrökkum og þeir komu henni á framfæri úti,“ segir Margrét Mack, sem stendur að komu þeirra Shandi og félaga til lands. „Hún er í litlum verkefnum sem fyrirsæta og var til dæmis á pöllunum á Fashion Week í byrjun febrúar. Hún er að fá fjölbreytt verkefni því hún lítur svo venjulega út og er ofsa- lega há og grönn. Það er hægt að nota hana í svo margt,“ segir hún um Shandi. Margét fór með vinkonu sinni á tónleika The White Stripes síðasta haust í New York og fóru þær m.a. á stað sem heitir Pianos. „Á efri hæðinni var karókí í gangi en við föttuðum það ekki fyrr en eftir svona fjögur til fimm lög því þetta var alveg geðveikt. Þeir voru búnir að spila yfirgrunna á lögum og þetta var dálítið flottara en á Ölveri,“ segir hún. Shandi og félagar munu dvelja í eina viku á Íslandi. Mun einn félaganna nota ferðina sem brúð- kaupsferð. Eftir Íslandsdvölina verður ferðinni síðan heitið til London vegna frekara tónleika- halds. - fb Sjónvarpsfyrirsæta til Íslands SHANDI SULLIVAN Fyrirsætan og plötusnúðurinn er á leiðinni hingað til lands í næstu viku. LÁRÉTT 2 nautasteik 6 klukkan 8 sjór 9 ar 11 óreiða 12 ráðagerð 14 greinilegt 16 hvað 17 ferð 18 spíra 20 eldsneyti 21 eignarfornafn. LÓÐRÉTT 1 listi 3 kringum 4 lest 5 titill 7 apó- tekari 10 í hálsi 13 hljóð svína 15 traðkaði 16 rámur 19 bardagi. LAUSN Myndlistarfólkið Ragnar Kjart- ansson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir sjá um helgarnámskeið fyrir ungt fólk í annað sinn og fara nám- skeiðin fram í Myndlistaskólan- um í Reykjavík. Á námskeiðunum munu þau taka fyrir þann bræð- ing sem skapast þegar myndlist og tónlist renna saman. „Þarna verðum við að skoða myndlist út frá tónlistinni því tónlist er svo góður inngangur að nútímamynd- list. Fólk er oft með fordóma gagnvart nútímalist ef það sér hana í listasöfnum en þegar fólk sér hana í tónlistarmyndböndum skilur það hana miklu frekar,“ segir Ragnar Kjartansson, sem er einnig söngvari hljómsveitarinn- ar Trabant. Myndlistin hefur haft gífurleg áhrif á mótun tónlistarsögunnar og margir tónlistarmenn tengjast myndlistinni á einhvern hátt. Þar má meðal annars nefna The Roll- ing Stones, Pink Floyd, Björk, David Bowie, The Velvet Under- ground, Beck og fleiri. Á nám- skeiðinu verður farið yfir þessa sögu auk þess sem gerð verða verkefni sem tengja saman tónlist og myndlist. „Tónlistin vinnur mikið með myndlistinni og sömuleiðis mynd- listin með tónlistinni. Á námskeið- unum verðum við með kynningu á þessari tengingu auk þess sem við fáum fólk til að vinna út frá henni. Maður lærir mest á því. Fólk virð- ist vera nokkuð forvitið um þetta því það er slatti búinn að skrá sig.“ Aðspurður hvað þau vilji að fólk fái út úr námskeiðunum segir hann: „Við vonum bara að fólki finnist þetta spennandi og muni vinna áfram með þessa hugmynd. Það er draumurinn, að starta ein- hverju í hausnum á fólki.“ Nám- skeiðið stendur yfir þrjár fyrstu helgarnar í mars og lýkur með uppákomu í Hinu húsinu. hilda@frettabladid.is MYNDLISTASKÓLINN Í REYKJAVÍK: HELGARNÁMSKEIÐ Í MARS Myndlist og tónlist renna saman RAGNAR KJARTANSSON OG ÁSDÍS SIF GUNNARSDÓTTIR Myndlistarfólkið og hjónin sjá um helgarnámskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík þar sem þau skoða myndlist út frá tónlistinni. Margir vöknuðu við bank á bossann í morgun, enda sívinsæll og góður siður barna að reiða til höggs með litríkum bolluvendi á afturenda foreldranna áður en dagur hefst og boðið er til hlaðborðs rjómabollna í eldhúsinu. Reyndar hafa landsmenn að mestu fært bolluátið fram um einn dag, og segir Þormar Þorbergsson bakari í Café Konditori Copenhagen að sunnudagurinn sé orðinn mun stærri en bolludagurinn sjálfur. „Þetta er danskur siður sem kom hingað snemma á síðustu öld og er enn stærsti dagur ársins í íslenskum bak- aríum þótt um heila helgi sé að ræða. Danir byrja hins vegar strax að bjóða fram bollur í sínum bakaríum í janúar, sem er hrein viðbót við rjómakökuhefð þeirrar þjóðar, sem er vinsæl allt árið en nær hámarki á bolludaginn,“ segir Þormar, en Íslendingar eru meira fyrir súkkulaðitertur, frómasfyllingar og bakaðar þurrar kökur. „Á Íslandi er til siðs að baka tvær tegundir af bollum; annars vegar vatnsdeigsbollur og svo gerdeigs- bollur, en við bökum vínarbrauðs- bollur eins og tíðkast í Danmörku, þar sem gerdeigsbollur eru með öllu óþekktar,“ segir Þormar og rifjar upp snjallræði íslenskra bakara fyrri tíma. „Í gamla daga, þegar Danir voru með smjör í öllu sínu, var hreint ekki hlaupið í það að komast í gott hráefni hér. Þá redduðu menn sér með brauðbollum í stað vínarbrauðsbollna og úr varð hefð sem haldist hefur æ síðan, eins og reyndar mikið af íslenskum bakarísvör- um sem urðu til úr því hráefni sem var til hverju sinni, en þá stóð upp á bakar- ana að finna eitthvað sniðugt úr því sem til var,“ segir Þormar, sem býður engum upp á megrunarbollur í sínu bakaríi. „Við notum smjör í deigið, rjóma í kremið og sýnum enga miskunn þar. Þetta er auðvitað engin hollustuvara og þýðir ekkert að þykjast neitt með það. Þetta á fyrst og fremst að vera rosalega gott, enda skemmtileg hefð með tilheyr- andi syndum í mataræði. Óhóf hefur þó minnkað og færri raða í sig bollum í tugavís, en flestir leyfa sér bolluát á sunnudeginum og aftur í vinnunni daginn eftir með góðri samvisku.“ SÉRFRÆÐINGURINN ÞORMAR ÞORBERGSSON Í CAFÉ KONDITORI COPENHAGEN BAKAR 10.000 BOLLUR Á BOLLUDAG Bolluát með góðri samvisku HRÓSIÐ ...fær Aron Brink, sem stendur sig eins og hetja og stelur senunni í kvikmyndinni Blóðböndum. LÁRÉTT: 2 buff, 6 kl, 8 mar, 9 ryk, 11 rú, 12 áform, 14 skýrt, 16 ha, 17 túr, 18 ála, 20 mó, 21 sitt. LÓÐRÉTT: 1 skrá, 3 um, 4 farmrúm, 5 frú, 7 lyfsali, 10 kok, 13 rýt, 15 tróð, 16 hás, 19 at. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 1 Viðey. 2 Ólína Þorvarðardóttir. 3 Haukar. �������� ��� �� �� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ������ ������� �� �� �� �� �� � �� �� �� �� � ��������� ����������������������� ������������� ������������������������� �� ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.