Fréttablaðið - 20.03.2006, Page 10

Fréttablaðið - 20.03.2006, Page 10
 20. mars 2006 MÁNUDAGUR NISSAN X-TRAIL Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Ríkulegur staðalbúnaður 17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga. E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 5 8 9 Nissan X-Trail Sport 2.690.000 kr. FULLBÚINN Á FRÁBÆRU VERÐI! Vika á Ítalíu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 13.600 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Bíll úr flokki B 50 50 600 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima fyrir 1. apríl - og fáðu 1000 Vildarpunkta *Verð gildir eftir 1. apríl. Miðað við gengi 1. mars 2006 * Gæsun-Brúðargjöf. Tvær flugur í einu höggi. Málið flott stell og gæsið í leiðinni. Gæsun HERINN Baldvin H. Sigurðsson, verðandi oddviti Vinstri grænna á Akureyri, vill að björgunarþyrlur Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verði fluttar til Akureyrar þegar þorri starfsmanna Varnarliðsins hverfur af landi brott í haust. „Ég vil að stjórnvöld krefjist þess að fá þær þyrlur sem herinn hefur hér á landi sem skaðabætur fyrir samn- ingsrof. Akureyrarbær og Land- helgisgæslan eiga svo í sameiningu að taka að sér að reka þyrlusveit- ina, hugsanlega í samvinnu við Dani og Norðmenn,“ segir Baldvin. Staðsetning þyrlusveitarinnar á Akureyri myndi að mati Baldvins svara ákalli íslenskra sjómanna til fjölda ára þess efnis að björgunar- þyrla verði á landsbyggðinni. „Þyrlusveitin myndi gæta öryggis sjófarenda í norðurhöfum auk þess að sinna útköllum vegna slysa á landi. Þyrlupall- ur er til staðar við sjúkrahúsið á Akureyri og hér eru reyndir flugsjúkraflutn- ingamenn. Flug- virkjar eru einn- ig á svæðinu og við flugstöðina á Akureyri er tilbúin lóð undir flug- skýli og viðhaldsþjónustu,“ segir Baldvin. - kk Brotthvarf bandaríska hersins frá Keflavíkurflugvelli: Þyrlurnar fari til Akureyrar BALDVIN H. SIGURÐSSON TF-LÍF Þyrla Landhelgisgæslunnar sést hér á björgunaræfingu við Pollinn á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/KK REKSTUR Kaupfélag Eyfirðinga skilaði 263 milljóna króna hagnaði í fyrra að teknu tilliti til skatta. Hagnaður félagsins árið 2004 nam 1.958 milljónum króna, að stærst- um hluta vegna sölunnar á eignar- hlut KEA í fjárfestingarfélaginu Kaldbaki. Halldór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri KEA, segir afkomu félagsins í fyrra viðunandi. „Miðað við þá fjárfestingarstefnu sem félagið vinnur eftir er ég þokka- lega sáttur við niðurstöðuna,“ segir Halldór. Heildareignir KEA um síðustu áramót námu rúmum 5,1 milljarði króna en rúmum 4,8 milljörðum króna árið áður. Skuldir og skuld- bindingar félagsins voru 840 milljónir króna í fyrra en 775 milljónir króna í árslok 2004. KEA seldi í fyrra eignarhlut sinn í Samherja fyrir rúma tvo milljarða króna en söluhagnaður var að sögn Halldórs óverulegur. KEA á 45 prósenta hlut í Norð- lenska matborðinu og jók á árinu eignarhlut sinn í félaginu um átta- tíu milljónir króna. Þá keypti KEA sjötíu prósenta eignarhlut í Ásprenti Stíl og tók þátt í nokkrum smærri verkefnum. - kk Framkvæmdastjóri KEA segir afkomu félagsins í fyrra vera viðunandi: Hagnast um 263 milljónir HALLDÓR JÓHANNSSON Framkvæmdastjóri KEA er þokkalega sáttur við afkomuna. VIÐSKIPTI Alþjóðlega matsfyrir- tækið Standard & Poor’s staðfesti fyrir helgi lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuld- bindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuld- bindingar í íslenskum krón- um. Einnig var staðfest einkunnin A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krón- um. Horfur eru stöðugar, að mati Standard & Poor’s. Sturla Pálsson, framkvæmda- stjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands, segir lánshæfismatið mjög gott og telur að það staðfesti sterka stöðu ríkissjóðs. „Við erum að borga niður erlendar skuldir og lánshæfismatið endurspeglar sterka stöðu ríkis- sjóðs samanborið við önnur lönd,“ sagði hann. Þá sagði Sturla gott lánshæfis- mat Standard & Poor’s ánægjulegt í ljósi þeirra efasemda sem heyrst hafi undanfarið. „Matsfyrirtækin kafa hvað dýpst ofan í staðreyndir mála áður en þau gefa út álit sín og okkur finnst að þau eigi að hafa meiri vigt en álit annarra aðila,“ sagði Sturla og vísaði í skýrslur fjármálafyrirtækja á borð við Fitch, sem sagði lánshæfishorfur ríkissjóðs neikvæðar. „Niðurstöð- urnar eru í takt við það sem okkur finnst satt og rétt og ég held að lánshæfiseinkunnir Standard & Poor’s hjálpi til við að róa markað- inn,“ sagði Sturla. - jab Matsfyrirtækið Standard & Poor’s: Lánshæfi staðfest STURLA PÁLSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.