Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2006, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 20.03.2006, Qupperneq 73
28 20. mars 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is 9. hver vinnur! Ferð þú á leikinn? R SMS LEIKUR SMS LEIKUR SMS LEIKU R SMS LEI Meistaradeildin í 100% beinni! Henry vs. DelPiero Arsenal vs. Juventus Léttöl Vi nn in ga r v er ða a fh en tir í Sk ífu nn i S m ár al in d/ Kó pa vo gi . M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rtu k om in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið - Þú h ef ur 5 m ín út ur ti l a ð sv ar a! Carlsberg býður þér og vini þínum á Highb ury að sjá Arsenal vs Juventus 28.mars! Sendu SMS skeytið JA MEF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Við sendum þér 2 spurningar. Þú svarar me ð því að senda SMS skeytið JA A, B eða C á númerið 1900. Þú gætir unnið: • Ferð fyrir 2 á leikinn* • PS2 tölvu • PSP tölvu • Fótbolta tölvuleiki • Fullt af DVD, tölvuleikjum og fleira! *Ferðin á leikinn erdreginn úr ölluminnsendum skeytumþann 24. mars.Vinningshafi verðurbirtur á www.gras.is Evróp ukepp nin í kna ttspyr nu hefst á PSP ! Það var sérstök stund fyrir Gunnlaug Jónsson á laugardag þegar KR og ÍA mættust í deildabikarnum. Það má segja að Gunnlaugur hafi verið andlit Skagaliðsins undanfarin ár en eftir síð- asta tímabil ákvað hann að breyta til og gekk til liðs við KR þar sem hann hefur verið gerður að fyrirliða. „Það var óneitanlega sérstök tilfinning að fara að keppa gegn gömlu félög- unum en um leið og leikurinn hófst gleymdist það og baráttan tók við,“ sagði Gunnlaugur. „Maður var aðeins í vandræðum með hvað maður átti að segja, það kom einu sinni fyrir að ég kallaði óvart áfram með þetta Skaga- menn. En ég slapp samt alveg frá því að ruglast á litunum og var ekkert að gefa á leikmenn ÍA.“ ÍA vann leikinn 2-1 en eina mark KR kom úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Gunnlaugi innan teigs. „Þeir réðu ekkert við mig í teignum og einhvern veginn urðu þeir að stoppa mig,“ sagði Gunnlaugur hlæjandi. „Það skekkti aðeins leikinn að við misstum mann af velli með rautt snemma í seinni hálfleik, það hefði verið skemmtilegra að ná að klára leikinn með tvö fullmönnuð lið. En það gerist bara í vor. Annar leikur okkar í Lands- bankadeildinni verður á Skaganum og það verður hörkugaman.“ KR-ingar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum í deildabikarnum til þessa en Gunnlaugur er ekkert farinn að fyllast áhyggjum. „Við erum kannski ekki að fá nein frábær úrslit en erum að spila ágætlega og það vantar ekki mikið í að þetta fari að smella hjá okkur. þetta snýst um að toppa á réttum tíma,“ Gunnlaugur reiknar með því að sínir fyrrum samherjar í ÍA verði sterkir í sumar. „Það er loksins búið að fá þann styrk í sóknarleikinn sem liðið hefur þurft undanfarin ár. Varnar- leikurinn er kannski spurning- armerki en ég hef trú á því að þeir noti Bjarna Guðjóns í miðverðinum í sumar. Ég tel Bjarna vera mesta fenginn sem liðið hefur fengið, hann getur spilað allar stöður á vellinum,“ sagði Gunnlaugur. GUNNLAUGUR JÓNSSON, FYRIRLIÐI KR: SPILAÐI GEGN ÍA Í FYRSTA SINN Á LAUGARDAG: Öskraði óvart áfram Skagamenn > Ekkert tilboð komið Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson hefur farið á kostum í fyrstu tveim umferðum dönsku úrvalsdeildarinnar með Silke- borg en hann hefur skorað tvö mörk í báðum leikjun- um, nú síðast á laugardag gegn meisturum Bröndby. Það vekur athygli að Hörður er aðeins á lánssamningi hjá Silkeborg fram í maí og enn hefur ekkert tilboð borist í hann frá Silkeborg, sem hefur forkaups- rétt á honum fram í maí. Haldi hann uppteknum hætti gæti Keflavík fengið fínan pening fyrir hann. Hvað gerir Hildebrand? Arnór Atlason mun í dag fara fram á að fá bréf frá stjórn Magdeburg þar sem staðfest er að hún muni ekki krefjast greiðslu fyrir hann fari svo að hann finni sér nýtt félag. Arnór fundaði með þýsku úrvalsdeildarfélagi á föstudag og gengu þær viðræður vel en hann þarf bréfið frá Magdeburg áður en lengra er haldið. ÍÞRÓTTIR Klara Bjartmarz, skrif- stofustjóri KSÍ, hélt mjög áhuga- vert erindi á hádegisverðarfundi ÍSÍ á dögunum. Þar fjallaði Klara um málefni lesbía og homma í íþróttum en Klara er sjálf lesbía sem spilaði knattspyrnu til margra ára. Margt athyglisvert kom fram í fyrirlestri Klöru og meðal ann- ars að hlutfall lesbía í íþróttum á Íslandi er mun hlutfall homma. Reyndar er erfitt að muna eftir samkynhneigðum íslenskum karl- manni í íþróttum á Íslandi. Því liggur beinast við að spyrja hvar hommarnir séu eiginlega í íslensku íþróttalífi? „Það er góð spurning. Mín til- finning er sú að þeir séu allir hætt- ir. Það er mjög miður en þeir virð- ast flæmast snemma úr íþróttum,“ sagði Klara. Það er alþekkt að lesbíur eru í kvennaknattspyrnunni sem og í landsliðinu en hvernig stendur á því að lesbíur eiga auð- veldara með að taka þátt í íslensku íþróttalífi en hommar? „Ég held að ástæðan sé sú að það séu meiri for- dómar gagnvart hommum en lesbíum í samfélaginu. Lesbíur virðast almennt eiga auðveldara uppdráttar og minni fordómar gagnvart þeim. Það tengist kannski karlmennskuímyndinni. Hommar eru oft stimplaðir sem þeir séu ekki alvöru karlmenn og eigi því ekki að stunda karlmennskuíþrótt- ir eins og knattspyrnu. Þeir eigi frekar að vera í listhlaupi á skaut- um og öðrum góðum greinum. Konur eru meiri félagsverur og miklu meiri vinkonur. Þar er öðru- vísi mórall og þess vegna held ég að lesbíur eigi auðveldara upp- dráttar.“ Þó það teljist mjög eðlilegur hlutur í dag að lesbíur spili knatt- spyrnu var slíku ekki að skipta fyrir rúmlega tíu árum síðan. „Það stóð til að stofna sérstakt knatt- spyrnufélag fyrir lesbíur í Reykja- vík en það kom í kjölfar þess að það hröktust stelpur úr Val. Þær fóru að lokum í Hauka þar sem var tekið vel á móti þeim. Fram- farirnar hafa því verið hraðar og sem betur fer eru fordómar á und- anhaldi í samfélaginu,“ sagði Klara. Klara greindi frá því í fyrir- lestri sínum að lítil sem engin umræða væri um stöðu samkyn- hneigðra í íþróttahreyfingunni og ekki væri vanþörf á að bæta um betur. Rannsóknir sýna að hommar undir 25 ára aldri eru 4-5 sinnum líklegri til að fremja sjálfsmorð en gagnkynhneigðir karlmenn á sama aldri. Hlutfall lesbía í þessum aldursflokki er aðeins hærra. Ástæðan í mörgum tilfellum er sú að samkynhneigðir verða fyrir miklum fordómum sem síðan leið- ir til þunglyndis. Klara telur að hægt sé að draga verulega úr for- dómum, og þar með sjálfsvígum, ef Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, taki þátt í átaki sem miði að því að útrýma fordómum og upplýsa almenning. „Óskastaðan er sú að ÍSÍ setji sérstakan starfsmann sem sér um málefni minnihlutahópa í samfé- laginu. Við þurfum sérstaklega að bæta okkur í rannsóknum og fræðslu. Þannig getum við fjölgað iðkendum úr minnihlutahópum. Lög ÍSÍ segja að sambandið eigi að berjast gegn misrétti. ÍSÍ stendur fyrir íþróttum fyrir alla,“ sagði Klara. Staðreyndin er sú að það eru mun fleiri hommar og lesbíur í íþróttum en nokkur heldur, en samkvæmt könnunum eru aðeins þrjú prósent þeirra alveg opinská um kynhneigð sína innan íþrótta- hreyfingarinnar. Með öðrum orðum þora 97 prósent samkyn- hneigðra íþróttamanna ekki að greina frá kynhneigð sinni. 64 pró- sent hafa þorað að segja völdum liðsfélögum frá kynhneigð sinni. „Íþróttafélögin á Íslandi geta líka tekið til í sínum málum en auðvitað er það erfitt þar sem það er engin fræðsla. Hvernig geta þjálfarar brugðist við sem hafa ekki fengið neinar leiðbeiningar og vita því ekki hvernig skal bregðast við komist þeir að því að iðkandi hjá sér sé samkynhneigð- ur? Það þarf að fræða þjálfara og leiðbeinendur. Það þarf líka að horfa á stóru myndina og byrja á grunninum. Vita til að mynda leik- skólakennarar hvernig á að taka á móti börnum samkynhneigðra? Það þarf að fræða þjóðfélagið í heild sinni,“ sagði Klara, sem starfar hjá Knattspyrnusambandi Íslands eins og áður segir. Hún segir breytingar í vændum hvað varðar þjálfaranámskeið hjá sam- bandinu. „KSÍ stefnir á að taka inn í sín grunnþjálfaranámskeið fræðslu varðandi málefni minni- hlutahópa. Það er ekki búið að móta stefnuna en við höfum verið að dreifa bæklingum þar sem meðal annars er talað um knatt- spyrnu án fordóma.“ Það er ljóst að fordómarnir eru miklir og vandamálið stórt og erf- itt viðfangs. Sem dæmi um for- dómana hefur það færst í aukana að mæður reyni að setja dætrum sínum stólinn fyrir dyrnar ef þær vilja stunda knattspyrnu, þar sem þær óttast að þær verði lesbíur fyrir vikið. Af gefnu tilefni skal tekið fram að samkynhneigð er ekki smitsjúkdómur. henry@frettabladid.is Erfiðara að vera hommi en lesbía í íþróttum á Íslandi Samkynhneigðir eiga undir högg að sækja í íþróttahreyfingunni. Hommar flæmast snemma úr íþróttum en skilningur í garð lesbía hefur aukist til muna. 97 prósent samkynhneigðra íþróttamanna greina ekki frá kynhneigð sinni. LESBÍUR Í LANDSLIÐINU Þær Ólína Guð- björg Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir eru par sem spilar saman fótbolta með Breiðablik og íslenska landsliðinu. Enginn yfirlýstur hommi spilar knattspyrnu á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. KLARA BJARTMARZ Hún vill að ÍSÍ ráði starfsmann til sín sem sjái um málefni minnihluta- hópa. Hún segir samkynhneigða, og þá sérstaklega homma, eiga undir högg að sækja í íþróttahreyfingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Götulistamaður varð fyrir líkamsárás Jójó misþyrmt inni á klósetti í miðbænum Ekiðmeðvitundarlausum á spítalaEkið i l í l 2x15 -lesið 19.3.2006 20:57 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.