Fréttablaðið - 25.03.2006, Síða 6
6 25. mars 2006 LAUGARDAGUR
FJÁRSVIKAMÁL Sýslumaðurinn á
Keflavíkurflugvelli óskaði eftir
því í gær að Nígeríumennirnir
tveir, sem teknir voru með 100
þúsund evrur í fórum sínum fyrir
rúmri viku, verði í gæsluvarðhaldi
í tvær vikur til viðbótar.
Rannsókn málsins er vel á veg
komin en enn á eftir að yfirheyra
vitni í málinu sem geta gefið skýr-
ari mynd af ferðum Nígeríumann-
anna hér á landi. Þeir komu hingað
til lands 16. mars frá Kaupmanna-
höfn og ætluðu sér að fara af landi
brott daginn eftir, en voru þá
stöðvaðir við eftirlit á vellinum.
Ábending barst til lögreglunnar
á Keflavíkurflugvell um að
Nígeríumennirnir væru líklegir til
þess að tengjast fíkniefnamisferli.
Leit var gerð í farangri mann-
anna en engin fíkniefni fundust.
Því næst voru mennirnir teknir í
nákvæma leit á Landsspítalanum
þar sem kannað var hvort menn-
irnir væru með fíkniefni innvort-
is. Svo reyndist ekki vera.
Eftir að mennirnir höfðu verið
hér á landi í einn sólarhring fann
lögreglan evrurnar en mennirnir
höfðu upphaflega ætlað að fara til
Kaupmannahafnar 19.mars en
flýttu ferðinni, þar sem þeim tókst
að sinna störfum sínum á skemmri
tíma en þeir áætluðu í fyrstu.
Íslendingarnir sem höfðu við-
skipti við mennina
voru
handteknir í vikunni en þeim var
sleppt að loknum yfirheyrslum.
Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar,
fulltrúa hjá sýslumanninum á
Keflavíkurflugvelli, eru Íslend-
ingarnir grunaðir um ólögmæt
viðskipti með falsaða peninga.
„Íslend-
ingarnir tengjast þessu meðal
annars með þeim hætti að þeir
hafi hugsanlega verið plataðir í
viðskiptum með falsaða peninga.
Rannsókn á þeirra aðild að málinu
stendur nú yfir.“
Nígerísk fjársvikastarfsemi er
þekkt um allan heim og meðal ann-
ars sú leið að selja falsaða peninga.
Mál af þessu tagi hefur ekki áður
komið inn á borð lögregluyfirvalda
á Keflavíkurflugvelli.
Eyjólfur biður fólk um að vera
á varðbergi gagnvart grunsamleg-
um tölvupóstum eða öðrum skila-
boðum. Hann segir jafnframt að
ólíklegt sé að falsað fé hafi komist
í umferð. „Algengast er að Níger-
ísk glæpasamtök komi sér í sam-
band við fólk með því að auglýsa
tilboð sem virðast freistandi. Ef
fólk svarar þessum tilboðum af
áhuga er það að bjóða hættunni
heim.“ magnush@frettabladid.is
SÍÐASTA SÝNINGARHELGI
Pétur Gautur · Hafnarborg · 4. - 27. mars
SAMGÖNGUMÁL Banaslysum í
umferðinni fækkaði á síðasta ári
miðað við árið á undan en alvar-
legum umferðarslysum fjölgaði á
sama tíma samkvæmt skýrslu
Umferðstofu um umferðarslys
árið 2005.
Síðastliðið ár reyndist betra en
fyrri ár í flestum tilvikum. Heildar-
fjöldi slysa, slasaðra og látinna var
minni en árið 2004. Fækkaði slösuð-
um og látnum úr 1156 í 1013 og
slysum úr 790 í 671.
Sé litið til ársins 1999 þegar
flest slys urðu á síðasta áratug er
fækkunin alls um 43 prósent
miðað við síðasta ár. Nítján manns
létust í sextán banaslysum sem
flest urðu í dreifbýli en ekkert
barn var þar á meðal. Hefur slys-
um á börnum að fjórtán ára aldri
fækkað talsvert á síðustu árum.
Voru þau 105 á síðasta ári en 176
fyrir tíu árum. - aöe
UMFERÐARSLYS Á HELLISHEIÐI Nítján létust á síðasta ári í umferðinni og hafa ekki færri
látist í umferðinni síðan árið 1997 og heildarfjöldi slasaðra aldrei verið lægri en á liðnu ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Góður árangur náðist í umferðaröryggismálum á nýliðnu ári:
Slysum fer stöðugt fækkandi
■ Banaslys algengust í dreifbýli.
■ Alvarleg slys algengust í þéttbýli.
■ Slysum á börnum hefur fækkað.
■ Fleiri karlmenn létust en kvenmenn.
■ Ölvun kom við sögu í sex
banaslysum.
■ Flest óhöpp urðu milli fimm og sex
á daginn.
■ Flest slys urðu í desember.
Umferðarslys árið 2005:
Staðreyndir
KJÖRKASSINN
Stafar okkur ógn af erlendum
glæpagengjum?
Já 83%
Nei 17%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Er rétt að halda rannsókn
Baugsmálsins áfram?
Segðu skoðun þína á visir.is
Náðu ekki að nota
fölsuðu peningana
Rannsókn á fjársvikum tveggja Nígeríumanna er langt komin. Eyjólfur
Kristjánsson, fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, segir ólíklegt að
falsað fé hafi komist í umferð hér á landi. Enn á eftir að yfirheyra nokkur vitni.
ATBURÐARÁSIN Í MÁLINU HINGAÐ TIL
16. mars Nígeríumennirnir tveir koma hingað til lands frá Kaupmannahöfn um miðnætti. Í fórum þeirra
finnast efni og tól til peningafölsunar. Þeir er báðir teknir í nákvæma fíkniefnaleit á Landspítalanum.
Fíkniefni finnast ekki við leitina og er þeim sleppt í kjölfarið.
17. mars Nígeríumennirnir eru stöðvaðir við eftirlit á Keflavíkurflugvelli 17. mars, eða daginn eftir að
þeir komu frá Kaupmannahöfn. Þeir eru á heimleið. Í fórum þeirra finnast 100 þúsund evrur, eða 8,7
milljónir íslenskra króna. Mennirnir eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í vikutíma, vegna gruns um fjár-
svik. Annar mannanna áfrýjar úrskurðinum til Hæstaréttar.
22. mars Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness.
23. mars Tveir Íslendingar eru handteknir í tengslum við málið. Nígeríumennirnir eru taldir hafa platað
þá í fjármálum. Auk þess sem Íslendingarnir eru grunaðir um ólögmæt viðskipti.
24. mars Gæsluvarðhald er framlengt um tvær vikur yfir báðum mönnunum.
EVRUR Það getur verið erfitt fyrir ókunnuga að átta sig á því hvort um falsaða peninga er
að ræða, en sérfræðingar lögreglu eiga í flestum tilfellum auðvelt með að þekkja falsaða
seðla frá ekta. Nígeríumennirnir eru grunaðir um að falsa peninga og selja hér á landi fyrir
100 þúsund evrur. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
ÁSTRALÍA, AP Ástralar hafa áhyggj-
ur af fleiru en bara tjóninu sem
hvirfilbylurinn Larry olli þegar
hann reið yfir Queensland aðfara-
nótt mánudags. Vallabían Joey er
týnd og krókódílarnir á búgarði
Margaret Tabone eru svo skelfdir
að þeir komu ekki matarbita
niður.
Tabone hefur alið Joey upp
síðan hann var nýfæddur, og kom
hann á hverjum morgni til hennar
til að fá mjólk. Nú hefur hann og
um 50 kengúrur af búgarðinum
ekki sést síðan á sunnudag.
Fari krókódílarnir ekki að
borða gæti Tabone jafnframt
tapað töluverðu fé, en hún elur
5.000 krókódíla fyrir skinn þeirra
og kjöt. - smk
Fórnarlömb hvirfilbyls:
Vallabía týnd
VALLABÍA Margaret Tabone, krókódíla-
bóndi, heldur hér á vallabíu, en uppáhalds
vallabían hennar hefur ekki sést síðan
hvirfilbylur reið yfir Ástralíu fyrr í vikunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Ágreiningur um vísitöluhækkun
Kona var í gær dæmd í Héraðsdómi
Norðurlands eystra til að greiða
byggingarfyrirtækinu Hyrnunni tæpar
5 milljónir króna vegna íbúðar sem
konan keypti. Neitaði hún að greiða
vísitöluhækkun sem orðið hafði á
kaupverði.
VERSLUN Smáratorg hyggst reisa
26 þúsund fermetra verslunar-
miðstöð í Reykjanesbæ og er gert
ráð fyrir að húsnæðið verði tilbú-
ið að tveimur árum liðnum.
Mun verslunin rísa við Reykja-
nesbraut á því svæði sem áður var
nýtt undir gókart braut en sú starf-
semi er nú hætt. Mun verslunar-
húsnæðið hýsa fjölmargar versl-
anir og veitingastaði en fyrstu
teikninga af byggingunni er að
vænta innan skamms. - aöe
Nýtt verslunarhúsnæði:
Smáratorg
á Reykjanesi
Stal frá Olís og braut umferðar-
lög Rúmlega þrítugur maður hefur verið
dæmdur í tveggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi til þriggja ára. Hann
tók heimildarlaust út vörur hjá Olís á
Selfossi fyrir tæpar 65 þúsund krónur og
braut ítrekað umferðarlög.
DÓMSMÁL
Notuðu nafn sem þeir áttu ekki
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð
hérðasdóms um að fyrirtækinu Gagna-
stýringu veri gert að skipta um nafn.
Strikamerki mótmæltu því að fyrirtækið
notaði nafnið Gagnastýring sem Strika-
merki greiddi fyrir við samruna þess við
fyrirtæki með því nafni fyrir fimm árum
en ákvað svo að nota ekki.
ATVINNUMÁL Verkalýðs- og starfs-
greinafélög á Suðurnesjum ásamt
bæjarstjórnum Sandgerðis og
Reykjanesbæjar hafa komið af
stað átaki um að koma stafsmönn-
um varnarliðsins til aðstoðar.
„Það felst í því að stofna
upplýsingaveitu fyrir starfsmenn
hvort sem þeir starfa hjá varnar-
liðinu eða öðrum þar tengdum,“
segir Kristján Gunnarsson, for-
maður Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavíkur. Gengið var frá
þessu á fundi formanna félaganna
og bæjarstjóra í fyrradag.
„Þar geta starfsmenn fengið
upplýsingar um það hvar þeir
geta fengið áfallahjálp, farið í
símenntun og það verður boðið
upp á námskeið um það hvernig
megi nýta sér atvinnumiðlun og
ráðningarþjónustur, hvernig eigi
að gera starfsferilsskrá og
fleira.“
Starfsmenn varnarliðsins fá
nú frídag hálfsmánaðarlega sem
þeim er ætlað að nýta sér til
atvinnuleitar. - jse
Átak til aðstoðar íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins:
Fá frídag til atvinnuleitar
STARFSMENN VARNARLIÐSINS Átaki sem
ætlað er að auðvelda starfsmönnum varnar-
liðsins að finna sér nýja atvinnu hefur verið
ýtt úr vör. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM