Fréttablaðið - 25.03.2006, Side 16
25. mars 2006 LAUGARDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís
Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
������������������
���������
��������������������������������������������
������������������������������� �����������
�� ���������������������������������������
���������������������������������������������
�������������������������������������������
������������������������������������ ����
������������������������������������������
����������������������������������������
���������������������������������������������
������������������ �������������������������
����������������������������������������������
���� ������������������
��������������
����������������������
������������
���������������������
������������������
Aðeins rúm fyrir pólitík í pólitík
Helga Sigrún Harðardóttir, skrifstofu-
stjóri þingflokks Framsóknarflokksins,
gerir fréttaflutning á mbl.is og ruv.is að
umtalsefni í pistli á timinn.is sem er einn
af áróðursvefjum flokksins. Á fréttamiðl-
unum tveimur var sagt frá umræðum á
þingi um flutning Fæðingar-
orlofssjóðs út á land.
Mbl.is sagði flutn-
ingnum fagnað á
þingi en ruv.is sagði
flutninginn gagnrýndan. Helga Sigrún
segir í pistli sínum athyglisvert að sjá
svo augljóslega hve pólitískar skoðanir
fréttamanna lita frásagnir þeirra. Ekki
virðist rúm í kolli Helgu Sigrúnar fyrir
nokkuð sem kallast fréttamat og þarf
svo sem ekki að koma á óvart enda eru
þeir sem gefa sig að stjórnmálum einkar
lagnir við að skoða tilveruna út frá pólitík
og engu öðru.
Banabiti Framsóknar
Helga Sigrún er þeirrar skoðunar að
stjórnmálaflokkarnir hafi almennt slík
tök á fjölmiðlunum að þeir geti vélað
um hverjir vinni á miðlunum og hverjir
ekki. Segir hún Framsóknar-
flokkinn algjörlega frían af
slíku og veltir fyrir sér hvort
hann geti
hreinlega dáið
drottni sínum sökum þess. Orðrétt segir
hún: „Í mínum huga er vald fjölmiðlanna
ógnvænlegt og hafa framsóknarmenn
goldið þess til langs tíma, að hafa ekki
potað sínu fólki að í réttar stöður á
fjölmiðlunum. Framsóknarmenn treysta
á lýðræðið, málfrelsið og sanngirnina og
hafa neitað sér um að taka þátt í þeim
leik sem leikinn hefur verið á fjölmiðlun-
um. Ég velti fyrir mér hvort það verður
hans banabiti.“
Rangnefni
Þegar Bandaríkjaher var fundinn staður
á Íslandi á sínum tíma varð Miðnesheiði
á Suðurnesjum fyrir valinu. Fljótlega var
flugvöllurinn nefndur Keflavíkurflugvöll-
ur og má af því ætla að völlurinn hafi
tilheyrt Keflavík og síðar Reykjanes-
bæ. Svo er ekki því Miðnesheiði er
í Sandgerði þar sem útgerðarfélagið
Miðnes var lengi helsti
vinnustaðurinn og bæj-
arskrifstofurnar standa
við Miðnestorg 3. Út frá
þeirri staðreynd væri því í
raun réttara að flugvöll-
urinn héti Sandgerðisflug-
völlur og kannski lag
fyrir Sandgerðinga að
Frelsi snýst um að eiga val. Þess
vegna er frelsið kjarni þess sem
við köllum mennsku. Mannfólkið
þarf að borða, sofa, lifa og fjölga
sér en í því felst engin sérstaða.
Það eru valkostirnir sem gera
okkur mennsk. Valkostirnir eru
líka kjarni sjálfsvitundarinnar.
Ef ættum ekki valkosti þyrftum
við enga sjálfsvitund, aðeins
eðlishvatir.
Valkostir mannanna eru tak-
markaðir við stað, stund og iðu-
lega er þrengt að þeim af öðru
fólki. Öll frelsisbarátta snýst
hins vegar um að fjölga þessum
valkostum, geta valið sér nýtt
hlutskipti. Mestu takmarkanirn-
ar á frelsinu er þegar fólki er
sagt að það eigi ekkert val. Að
valkostir séu ekki „raunhæfir“,
að við eigum að gera eins og allir
aðrir, að lestin sé komin af stað
og bruni áfram án þess að neitt sé
við því að gera. Í orðræðu frelsis-
sviptingar þá heita ögrandi val-
kostir „draumórar“, „öfgar“ eða
„jaðarskoðanir“.
Mannfólkið skiptist ekki með
afgerandi hætti í frjálsa menn og
þræla. Þvert á móti erum við öll
stödd á mismunandi stigum frels-
is. Margir þættir hafa áhrif á það.
Fólk getur fjölgað valkostum
sínum með því að skapa sér greið-
an aðgang að ýmsum lífsgæðum
samfélagsins, t.d. menntun og
upplýsingu. Frelsið snýst að hluta
til um aðgengi að lífsgæðum.
Auðhyggjan segir okkur að
ríkidæmi fjölgi valkostum. Við
sjáum þetta endurspeglast í aug-
lýsingum fjármálastofnana. Þetta
er að hluta til rétt, en þá verður
fólk að vera samkvæmt sjálfu
sér. Auðhyggjumaður sem heldur
því fram að fátækt fólk hafi sama
frelsi og þeir sem hafa meira, t.d.
til að forða sér undan náttúru-
hamförum, er ekkert annað en
hræsnari. En orðræða um frelsið
er því miður iðulega hræsnisfull.
Það er fleira en auður sem
fjölgar valkostum fólks. Fyrir þá
sem skortir auðinn er það sam-
takamátturinn og samstaðan sem
breytir lífinu. Þegar samtaka-
mátturinn veikist þá fækkar val-
kostum hinna veiku. Ein leiðin til
að veikja samtakamáttinn er að
segja fólki að það eigi í raun ekki
val, að mótmæli gegn valdhöfum
séu tilgangslaus, að það sé „búið
að ákveða“ eitthvað. Þannig virk-
ar orðræða frelsissviptingar
líka.
Pólitík snýst fyrst og fremst
um frelsi. Frelsisbarátta blökku-
manna í Bandaríkjunum og
Suður-Afríku snerist um að öðl-
ast sömu valkosti og aðrir hópar.
Kvenfrelsi snýst um að konur
eigi sömu valkosti og karlar, sem
þær eiga því miður ekki ennþá í
okkar upplýsta nútímasamfélagi.
Gegn þessum baráttuhreyfingum
stendur íhaldsstefnan, sem boðar
að frelsi eins megi ekki auka á
kostnað annarra. Og það er vissu-
lega rétt, að aukið valfrelsi eins
hóps getur takmarkað frelsi ann-
ars hóps, hópsins sem hefur van-
ist því að drottna yfir öðrum.
Frelsið getur verið takmörkuð
auðlind í sumum tilvikum.
Það er hins vegar afskræming
frelsisins til að velja á milli ólíkra
valkosta að halda því fram að
frelsið sjálft geti verið valkostur.
Að hægt sé að „velja frelsið“.
Þegar íhaldsstefnan kennir sig
við frjálshyggju þá er hún í raun
að reyna að takmarka valkostina
því að auðvitað vilja allir frelsið.
Með því að kalla sig „frjáls-
hyggju“ reynir íhaldsstefnan að
takmarka frelsi okkar til að velja
eitthvað annað en hana. Einokun
á frelsishugtakinu getur aldrei
orðið annað en tilraun til frelsis-
skerðingar.
Sama hugsun kom fram með
öllu róttækari hjá bandaríska
íhaldsmanninum Francis Fuku-
yama þegar hann bjó til frasann
„endalok sögunnar“. Í skilningi
hans merkti þetta endalok pólit-
ískra valkosta, að framvegis
ættum við aðeins valkost sem
væri auðvald, markaðshyggja og
hið afar takmarkaða borgaralega
lýðræði. Ekki er hægt að hugsa
sér meira ófrelsi en þetta, að ein-
ungis einn pólitískur valkostur sé
í boði. Sem betur fer hafa margir
komið auga á þetta og andóf gegn
þessari hugmyndalegu einokun
brýst m.a. fram í mótmælum
gegn hnattvæðingunni. „Hnatt-
væðingin“ er jú ekki annað en
tröllaukin tilraun pólitískra og
efnahagslegra valdahópa til þess
að eyða valkostum jarðarbúa, að
steypa alla veröldina í sama mót.
Krafan um takmörkun val-
kostanna kemur ekki aðeins frá
íhaldsmönnum, þótt þeir séu
helstu merkisberar hennar nú á
dögum. Hugmyndin um sam-
ræðustjórnmál er t.d. vinsæl hjá
norrænum félagshyggjumönn-
um. Við verðum hins að gæta
okkur vel á því að samræðu-
stjórnmál geta auðveldlega
umhverfst í samstöðustjórnmál,
þar sem krafa er gerð um að þjóð-
in hafi einn vilja. Við eigum frek-
ar að efla orðræðu frelsisins,
skerpa hugmyndina um að það
séu alltaf margir kostir í boði.
Það er alltaf til önnur leið.
Frelsið er forsenda mennskunnar
Í DAG
FRELSIÐ
SVERRIR
JAKOBSSON
Með því að kalla sig „frjáls-
hyggju“ reynir íhaldsstefnan
að takmarka frelsi okkar til að
velja eitthvað annað en hana.
Einokun á frelsishugtakinu
getur aldrei orðið annað en
tilraun til frelsisskerðingar.
Úrslit kosninganna í Hvíta-Rússlandi um síðustu helgi voru eins og menn höfðu almennt búist við. Lúkasjenko fékk um 83 af hundraði greiddra atkvæða. Hann hefur
því ekki að ástæðulausu af mörgum verið talinn síðasti einræð-
isherrann í Evrópu. Það gefur því auga leið að það er erfitt
fyrir andstæðinga hans að heyja einhverja raunverulega kosn-
ingabaráttu, þar sem hann hefur heljartök á fjölmiðlum í land-
inu, ekki síst sjónvarpinu sem er ríkisrekið og forsetinn virðist
stjórna því beint. Einvaldurinn Alexander Lúkasjenko hefur
því þriðja kjörtímabil sitt sem forseti Hvíta-Rússlands örugg-
ur í sessi, því hann tekur ekki mikið mark á margra daga mót-
mælum í miðborg höfuðborgarinnar Minsk, og lét reyndar
hreinsa torgið þar í gær í orðsins fyllstu merkingu. Nokkur
hópur mótmælenda hefur haldið þar til í tjöldum í vorkuldan-
um undanfarna daga, en ekki haft erindi sem erfiði.
Þrátt fyrir öfluga sveit eftirlitsmanna frá Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu er ljóst að kosningarnar fóru ekki fram
með lýðræðislegum hætti. Það eru ekki aðeins grunsemdir um
kosningasvindl á sjálfan kjördaginn, heldur halda flestir hinna
erlendu eftirlitsmanna því fram að aðdragandi kosninganna
hafi ekki verið á þeim lýðræðislegu nótum sem menn eru vanir
á Vesturlöndum. Andstæðingum forsetans var ekki gefinn kost-
ur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, þannig að hinar
tíu milljónir íbúa landsins gætu gert sér einhverja grein fyrir
stefnumálum þeirra. Þeirra helsta vopn var að fara hús úr húsi
og boða þannig fagnaðarerindið.
Rússar eru þó ekki sammála því að kosningarnar hafi ekki
farið fram með lýðræðislegum hætti. Í opinberum yfirlýsing-
um frá Moskvu segir að ekki verði annað séð en að kosningarn-
ar hafi farið fram samkvæmt almennt viðurkenndum reglum
og að ekkert gefi tilefni til að efast um lögmæta niðurstöðu
þeirra. Þessi yfirlýsing Rússa kemur ekki á óvart, því þótt
talað sé um að persónulegt samband þeirra Pútíns Rússlands-
forseta og Lúkasjenko sér ekkert sérstakt, þá eru Hvít-Rússar
mikilvægir nágrannar Rússa og samskipti landanna mikil.
Hvít-Rússar eru mjög háðir Rússum hvað varðar gas sem
orkugjafa og til þess hefur verið tekið að Rússar hækuðu ekki
verið á gasinu til Hvít-Rússa nú um áramótin, líkt og til margra
annarra.
Formælendur Evrópusambandsins hafa gagnrýnt mjög
hvernig staðið var að kosningunum í Hvíta-Rússlandi um síð-
ustu helgi, en geta lítið annað gert. Viðskiptaþvinganir myndu
fyrst og fremst koma niður á fátækum íbúum landsins, þar sem
meðalmánaðarlaun í fyrra eru talin hafa verið sem svarar sex-
tán þúsund krónum íslenskum. Það er frekar talið vænlegt að
beita pólitískum þrýstingi á stjórnvöld í Rússlandi til að hafa
áhrif á gang mála í Hvíta-Rússlandi, vegna þess hve Rússar
eiga mikið undir því að vera í góðu sambandi við Vesturlönd.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Lúkasjenko kosinn sem einræðisherra.
Langt í lýðræðið
hjá Hvít-Rússum
ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT
n‡ vöru- & fljónustu-
skrá á visir.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A