Fréttablaðið - 25.03.2006, Síða 20
25. mars 2006 LAUGARDAGUR20
■ LAUGARDAGUR, 18. MARS
Miklihvellur á Laugarvatni
Mikið eru börnin í grunnskólan-
um á Laugarvatni heppin að hafa
kennara eins og Sigurð St. Helga-
son, mann sem elskar bæði nátt-
úruna og lífið og er jafnvígur á
kennslubækur og bók náttúrunn-
ar. Í stóru landi hefði hann
orðið nokkurs konar David
Attenborough, alhliða upp-
fræðari fólksins en hérna varð
þessi hámenntaði lífeðlisfræð-
ingur brautryðjandi í fiskeldi
og svo þegar hann þreyttist á
því að ala upp laxfiska fór hann
að ala upp börn.
Við skruppum austur til að
heimsækja Guðrúnu og Sigurð og
fengum að skoða fræðasetur sem
Sigurður rekur með nemendum
sínum, grunnskólakrökk-
unum þarna á Laugar-
vatni, í gömlu gróður-
húsi. Þar er
greinilega margt
rannsakað því að
þar gat að líta allt
frá uppstoppuðum
selsham upp í gríð-
arlega áhrifamikið
málverk af sköp-
un heimsins,
sem vísinda-
menn kalla Miklahvell sín á milli.
■ MÁNUDAGUR, 20. MARS
Eftirspurn eftir
íslenskum
ribbalda-
hætti
Útgef-
andinn
minn
segir mér
að þýskir
útgefendur séu að bjóða í bókina
mína Valkyrjur. Það er kannski
vísbending um að alþjóðleg eftir-
spurn sé að myndast eftir bókum
um ribbaldahátt og spillingu í
íslenskri pólitík og viðskiptum.
Það er ekki við mig að sakast út af
því. Ég skrifa bara um það sem ég
sé í kringum mig. Rithöfundar eru
eins og blessuð börnin sem læra
það sem fyrir þeim er haft.
■ ÞRIÐJUDAGUR, 21. MARS
Þrjátíu milljón töskur og
tölvunámskeið
Ég er greinilega ekki eini
maðurinn sem hefur lent í
því að farangur-
inn minn hefur
týnst. Á síðasta
ári rötuðu þrjá-
tíu milljón ferða- töskur
ekki rétta leið á áfangastað með
farþegaflugi. Flestar þeirra
komust þó á endanum í
hendur réttra eigenda,
en meira en 200 þúsund
töskur fundust þó aldrei.
Það eru því sæmilegar
líkur á því að maður sjái far-
angurinn sinn aftur þegar maður
bregður sér til útlanda.
Ég hef ekki heyrt
múkk í byggingarfull-
trúa Reykjavíkur þrátt
fyrir nokkra tölvupósta og þrátt
fyrir blaðaskrif um þessar furðu-
legu framkvæmdir við Hlaðvarp-
ann. En á netinu finn ég
fundargerð frá fundi
í Skipulagsráði
Reykjavíkur. Þar
stendur:
„Lagt fram bréf
byggingarfulltrúa
dags. 10. mars s.l.,
vegna stöðvunar fram-
kvæmda á lóðinni nr. 3 við
Vesturgötu.
Stöðvun byggingarfulltrúa á
framkvæmdum staðfest.“
Þetta bendir ótvírætt til þess
að ég hafi ekki verið að bulla þegar
ég hélt því fram að byggingaraðil-
ar væru að brjóta lög.
Ekki hefur þessi stöðvun þó
haft
nein
sjáanleg
áhrif á fram-
kvæmdirnar því að
þarna eru daglega um
20 manns að störfum og
hamast við að byggja - vænt-
anlega undir stjórn bygginga-
meistarans tommustokks-
lausa.
Í kvöld settist ég á skóla-
bekk. Byrjaði á 80 stunda
tölvunámskeiði að læra að
nota forritin Photo-
shop, Illustrator,
InDesign,
Acrobat og
eitthvað fleira.
Það er náttúr-
lega geggjun
fyrir mann á
mínum aldri að
ætla að eltast við
nútímann. En eitt-
hvað verður maður að
gera til að halda heila-
sellunum í þjálfun.
Ég var dáldið taugatrekktur í
byrjun, spenntur að takast á við
nýtt verkefni og um leið hræddur
um að standa ekki undir því. Svona
líður sennilega börnum þegar þau
byrja í skóla.
Að sjálfsögðu er ég aldurs-
forset- inn á
nám-
skeiðinu. Og tossinn í bekknum.
Ég verð ábyggilega með harð-
sperrur í heilanum í fyrramálið.
■ MIÐVIKUDAGUR, 22. MARS
Sýnilegar og ósýnilegar
varnir
Ekki skil ég allt þetta raus um
varnarmál og allra síst einhverjar
síendurteknar fullyrðingar um að
hér verði að vera „sýnilegar varn-
ir“. Ég hefði talið að það lægi í
augum uppi (ef svo má að orði
komast) að „ósýnilegar“
varnir væru miklu
kraftmeiri en þær
sýnilegu. En hvað
sem því líður
virðast menn
hafa þeim mun
minna vit á
varnarmálum
sem þeir gas-
pra meira um
þau.
Eitt gleymist í þess-
ari umræðu og það er sú
ein- falda staðreynd að hvort
sem við njótum sýnilegrar eða
ósýnilegrar verndar þá erum við í
varnarbandalaginu NATO og árás
á eina þjóð í því félagi jafngildir
árás á þær allar.
Á þessum tímum einka-
væðingar
væri það
fáránlegt að
búa til nýtt
ríkisbákn með
því að stofna
her. Miklu
nær væri ein-
faldlega að
kaupa smáaug-
lýsingu í því
sérstæða tímariti Soldier of For-
tune og óska eftir málaliðum.
Líka mætti hugsa sér að leita
eftir tilboði í landvarnir hjá
Frönsku útlendingahersveitinni
sem er þaulvön því að líta eftir
smáþjóðum. Útlendingahersveitin
er til dæmis með herstöð á Fíla-
beinsströndinni sem einnig hefur
auga með Tógó og Benín og getur
verið komin þangað á innan við
þremur tímum ef ófriður brýst
út.
Við gætum tekið nokkur her-
fylki á leigu, og til að hafa ein-
hverjar tekjur á móti gætum við
gert þessi herfylki út í víkinga-
ferðir. Í fyrsta lagi gætum við
látið liðið ræna flugvél til að koma
sér hingað ókeypis eða skipi. Í
annan stað gætum við lagt undir
okkur bæði Færeyjar og Græn-
land, og smám saman byggt upp
stórveldi hérna.
Við gætum sem sagt
tekið herflokk á leigu og
gert reksturinn sjálfbær-
an með því að fela hernum
að fara í varnarstríð við
nágrannaþjóðir okkar. Og það
gæti komið sér vel að hafa aðgang
að vaskri drengjasveit, til dæmis
ef Danir þrjóskast við og halda
áfram að birta nýjar og nýjar
greiningar á íslensku efnahags-
lífi.
Við gætum falið Frönsku
útlendingahersveitinni að kenna
Dönum að sókn er besta vörnin.
■ FIMMTUDAGUR, 23. MARS
Næsti, gjöri svo vel ...
Það er ekki öll vitl-
eysan eins. Þrákálf-
urinn sem var feng-
inn til að hlaupa í
skarðið sem ákær-
andi í hinu
ámátlega
Baugsmáli
er búinn
að áfrýja
sýknu-
dómin-
um fræga
til hæstaréttar.
Þetta kalla ég að kunna
ekki að skammast sín. Enda
vandar sá dagsfarsprúði
maður Jóhannes í
Bónus þessu liði ekki
kveðjurnar:
„Jóhannes Jónsson í
Bónus mætti til skýrslu-
töku til Ríkislög-
reglustjóra í
morgun,
harðákveð-
inn í að tjá sig
ekki við starfs-
menn embætt-
isins, og sagði
Baugsmálið
fjögurra ára
apaspil.“
Fer ekki að
verða kominn
tími til að Alþingi
Íslendinga taki í
taumana? Hefur
Ríkislögreglu-
stjóraembættið
ekkert þarfara
að gera heldur
en halda áfram
að ofsækja menn
sem ýmist hafa
verið sýknaðir af
sakargiftum eða
dómstólar, allt upp í
hæstarétt, hafa vísað
málatilbúnaði embættisins frá
sér?
Væri ekki nær að drífa í því að
sækja til saka glæpamennina í
Olíumálinu sem sumir hverjir eru
búnir að viðurkenna sekt sína, og
hljóta að bíða í ofvæni eftir að
koma fyrir dómara og fá synda-
kvittun? Það er hreinn dónaskap-
ur að láta olíufurstana bíða svona
lengi eftir allt sem þeir hafa afrek-
að.
Alla vega er þetta apaspil orðið
nokkuð langdregið. Og jafnvel
þótt hinir ákærðu í þessu máli séu
nógu stöndugir til að geta borið
hönd fyrir höfuð sér hlýtur maður
að spyrja:
Á hvern verður ráðist næst?
Og hver er það annars sem
gefur þegar spilað er apaspil?
■ FÖSTUDAGUR, 24. MARS.
Bankar eða pulsuvagn?
Þýska forlagið dtv keypti
Valkyrjur í gær. Þeir gefa
út marga helstu metsölu-
höfunda heimsins.
Nú er spurning hvort
maður ætti að fjárfesta í pulsu-
vagni í Kaupmannahöfn?
Eða treysta íslensku bönkun-
um?
Mikilihvellur og apaspil
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá Miklahvelli á Laugarvatni og alþjóðlegri eftirspurn eftir
íslenskum ribbaldahætti; fjallað er um þrjátíu milljón týndar ferðatöskur og sýnilegar og ósýnileg-
ar varnir. Síðan víkur sögunni að olíufurstum, Ríkislögreglustjóraembættinu og apaspili og lýkur í
pulsuvagni í Kaupmannahöfn.