Fréttablaðið - 25.03.2006, Page 24
25. mars 2006 LAUGARDAGUR24
stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
Ríkisstjórnin lækkar skatta
og boðar mikið aðhald í
ríkisútgjöldum. Hún vill
líka jafnan aðgang þegn-
anna að heilbrigðisþjónustu
og menntun. Bent var á það
á Alþingi í vikunni að slík
velferð þegnanna kostar
peninga. Allt þetta snýst á
endanum um fólk.
„Við áttum að horfa til framtíðar,
breyttrar aldurssamsetningar
þjóðarinnar, samgangna, mann-
fjöldaspár og svo framvegis.
Nefndin öll, óskipt og í fullri sátt,
skilaði ráðherra sjö veigamiklum
tillögum sem allar miða að því að
efla heilbrigðisþjónustuna til
hagsbóta fyrir sjúklinga, það er,
gera skýrari verkaskiptingu og
ábyrgð; auka gagnsæi, meðal ann-
ars með kostnaðargreiningu; auka
skilvirkni og hagkvæmni í rekstri
heilbrigðisþjónustunnar.“
Þannig mælti Jónína Bjart-
marz, þingmaður Framsóknar-
flokksins, í utandagskrárumræð-
um í vikunni um nýja skýrslu sem
stundum er við hana kennd.
Hingað og ekki lengra
Skilja mátti á þingmönnum í
umræðunni, að efni skýrslunnar
væri allrar athygli vert. En þegar
skýrsluhöfundar hvöttu til
umræðna um það hvort efnafólk
ætti að fá forgang að heilbrigðis-
þjónustu, eða verða heimilt að
kaupa sig fram fyrir biðlista, þá
brast strengur í íslensku jafnaðar-
sálinni. Hingað og ekki lengra.
Þingmenn og ráðherrar áréttuðu
að efnafólki yrði ekki veittur slík-
ur forgangur. Tvöföldu kerfi yrði
ekki komið á fót. Siv Friðleifsdótt-
ir heilbrigðisráðherra vitnaði um
þetta í stjórnarsáttmálann: „Það
sjónarmið væri hvorki í anda
stefnu Framsóknarflokksins né
stjórnarsáttmálans frá 2003, en
þar er undirstrikað að allir lands-
menn eigi að hafa greiðan aðgang
og jafnan að heilbrigðisþjónustu
óháð aldri, búsetu og efnahag.“
Vaxandi vandi
Hér má staldra við tvö atriði. Að
sögn Jónínu var nefndinni meðal
annars falið að fjalla um breytta
aldurssamsetningu þjóðarinnar og
mannfjöldaspár.
Árið 1987 spáði framkvæmda-
nefnd um framtíðarkönnun á
vegum forsætisráðuneytisins að
Íslendingar yrðu 262 þúsund um
aldamótin 2000. Reyndin varð 283
þúsund og skakkaði þar um 20 þús-
und einstaklingum eða 7,4 prósent-
um af heildarmannfjölda sem telst
mikið.
Í ritinu Landshagir frá 2001 er
gert ráð fyrir að íbúar landsins
verði orðnir 364 þúsund árið 2040.
Vitað er með vissu að hlutfallslega
mun öldruðum fjölga umtalsvert á
þessum tíma enda verður sú fjöl-
menna kynslóð sem nú heldur uppi
óvenju miklum hagvexti þá komin
á eftirlaun.
Í grein um lýðfræði Íslands í
Íslenskri félagsfræði, sem kom út
árið 2004, segir Stefán Hrafn Jóns-
son að efnahagsleg áhrif öldrunar
verði seint ákvörðuð til fullnustu,
en ljóst að áhrif væntanlegra breyt-
inga á aldurssamsetningu mann-
fjöldans á vinnumarkað og velferð-
arkerfi landsins verði mikil. „Hvers
kyns þjónusta við aldraða og þá
sem sest hafa í helgan stein kemur
til með að aukast mjög. Starfsemi
heilbrigðisstofnana kemur til með
að breytast til muna þar sem leggja
þarf sífellt meiri áherslu á sjúk-
dóma sem herja á eldri þegna þessa
lands.“
Eiga menn að borga sjálfir?
Kristinn H. Gunnarsson, flokks-
bróðir Jónínu og Sivjar, spurði fjár-
málaráðherra á þingi í vikunni
hvort hann teldi koma til greina að
sleppa því að lækka tekjuskatt um
tvö prósentustig um næstu áramót.
Lækka skyldi í staðinn skattinn
aðeins um eitt prósentustig en þar
við fengi ríkissjóður áfram fimm til
sex milljarða króna til ráðstöfunar.
Ekki veitti af og taldist Kristni til að
það kostaði um þrjá milljarða króna
á ári að leysa brýnan hjúkrunar-
rýmis- og aðstöðuvanda vaxandi
fjölda aldraðra. „Því til viðbótar er
rétt að geta þess að samkvæmt
mannfjöldaspám Hagstofu Íslands
er gert ráð fyrir að landsmönnum
fjölgi um 16 prósent á næstu 20
árum en þeim sem eru áttræðir og
eldri muni fjölga um 36 prósent.
Þörf fyrir hjúkrunarrými mun á
næstu árum aukast frá því sem nú
er,“ sagði Kristinn.
Meira svigrúm einstaklinga
Á endanum verður velferðarþjóð-
félagið að gera upp við sig hvaða
leiðir skuli farnar. Hér vísa skatta-
lækkunaráform ríkisstjórnarinnar
ljóslega í þá átt að færa skuli ein-
staklingunum meira svigrúm til
þess að ráðstafa sínum tekjum;
auka einkaneyslu á kostnað sam-
neyslu. Hvort þetta er á endanum
samþýðanlegt sáttmála ríkisstjórn-
arinnar um „að allir landsmenn
eigi að hafa greiðan aðgang og
jafnan að heilbrigðisþjónustu óháð
aldri, búsetu og efnahag,“ eins og
Siv gat um á Alþingi í vikunni, skal
ósagt látið.
Guðný Björk Eydal, lektor við
Félagsvísindadeild Háskóla
Íslands, segir um íslenskt velferð-
arkerfi í sömu bók og hér var vitn-
að til að ofan, að það hafi svipmót
norræns velferðarkerfis: „En hið
íslenska kerfi er ólíkt kerfum
hinna Norðurlandanna þegar litið
er til velferðarútgjalda því hvergi í
Evrópu hafa þau mælst lægri en
hérlendis á undanförnum árum.
Prófessor Stefán Ólafsson hefur
þess utan sýnt fram á að félagsleg
þjónusta og almannatryggingar
nái varla máli hér á landi í saman-
burði við aðrar Norðurlandaþjóð-
ir.“
Svo er sjá að með auknu val-
frelsi skattaparadísar þurfi ein-
staklingarnir oftar að taka upp
budduna. Þarf þá ekki að vera jafn
mikið í þeim ef tryggja á jafnan
aðgang að heilbrigðisþjónustunni.
johannh@frettabladid.is
ALDRAÐIR Fjármálaráðherra vildi engu svara í vikunni um það hvort til greina kæmi að
hætta að hluta til við lækkun tekjuskatts til að fjármagna vaxandi hjúkrunarvanda aldraðra.
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Ríkisstjórnin ætlar
að auka aðhald í ríkisútgjöldum og lækka
skatta. Kemur það niður á markmiðum
ríkisstjórnarinnar um jafnan aðgang að
heilbrigðisþjónustu?
JÓNÍNA BJARTMARZ Jónína áréttar að
nefndinni hafi verið falið að horfa til
framtíðar og leggja fram tillögur. Ekki hafi
verið lagt til að efnafólk fengi að kaupa sér
forgang í heilbrigðiskerfinu.
Lækkun skatta og velferð
„Það virðist sem um hannaða atburðarás sé að
ræða vegna þess að hæstvirtur utanríkisráðherra,
formaður Sjálfstæðisflokksins, treysti sér ekki til
að koma heim með það sem niðurstöðu í samning-
um að herinn væri að fara. “
Össir Skarphéðinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, í umræðu um
varnarliðið á Alþingi á mánudag.
Við ölumst upp við þann skilning að fortíðin sé óum-
breytanleg. Fræðimenn skrái óhagganlegar stað-
reyndir fortíðarinnar með vísindalegum aðferðum.
En þetta er einföldun. Sérhver einstaklingur kann-
ast við atvik á lífshlaupinu sem verða til þess að
varpa ljósi á atvik úr fortíðinni og breyta skilningi á
þeim. Þar með hefur fortíð viðkomandi breyst með
ákveðnum hætti.
Eins er farið með sagnfræðina.
Fróðlegt er í þessu ljósi að lesa inngangsorð
Dr. Jóhannesar Nordal í yfirlitsriti um félagsfræði
á Íslandi sem gefið var út árið 2004. Sem seðla-
bankastjóri ritaði Jóhannes um langt árabil greinar í
Fjármálatíðindi: Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og bankastjóri, færði
þetta í tal þegar hann afhenti Jóhannesi viðurkenningu hagfræðinga fyrir
fáeinum misserum: „Í þeim tókst honum að taka á efnahagsvanda líðandi
stundar með ljósum orðum og skiljanlegum. Jafnframt voru leiðararnir oft
eins og gluggi til umheimsins... Áður en greining í efnahagsmálum tók að
flæða yfir lönd fyrir tilstilli nýrrar upplýsingatækni var þessi sýn út á við mik-
ilvæg – og oft skýrari en verður í síbyljunni nú.”
Jóhannes rekur í áðurgreindum inngangi að Íslendingar hafi efnast vel í
síðari heimsstyrjöldinni. En þeir hafi verið íhaldssamir og auk uppbyggingar
í sjávarútvegi hafi þeir lagt áherslu á sjálfsþurftarbúskap með eflingu land-
búnaðar og verndaðs iðnaðar. „Þessi íhaldssemi í atvinnumálum studdist
við víðtæk höft á öll viðskipti við umheiminn sem drógu úr samkeppni og
erlendum áhrifum, en hvort tveggja var Þrándur í Götu aukinnar fjölbreytni
og nýjunga.” Við þetta bætir Jóhannes að íhaldssemin hafi ekki síður komið
fram í áhugaleysi um að efla vísindi og háskólanám.
Nú er eins víst að Jóhannes hafi ekki skynjað íhaldssemina þegar hann
sinnti störfum sínum sem seðlabankastjóri frá árinu 1961. En dæmi hans er
umhugsunarvert. Stjórnmálamenn samtímans þurfa nefnilega mjög á því
að halda þessa dagana að rýna vel í fortíðina og endurskoða hana í ljósi
atvika samtímans í velferðar-, efnahags- og varnarmálum þjóðarinnar. Og
læra.
VIKA Í PÓLITÍK
JÓHANN HAUKSSON
Af íhaldssemi
Menúett
Menn geta velt því fyrir sér hversu vel utanríkisþjónustan les bandarísku
fjárlögin fyrir Geir Haarde og Halldór Ásgrímsson. Svo sem fram hefur
komið var Halldóri ekki kunnugt um að ekki hafði verið gert ráð fyrir
grænum eyri til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli á þeim fjárlögum sem
gildi taka í Bandaríkjunum í október næstkomandi.
Halldór ber því við að Bandaríkjaforseti væri með málið hjá sér og tæki
endanlega ákvörðun um þetta og kvaðst auk þess ekki kunna að lesa
bandarísk fjárlög.
Jónas Kristjánsson ritstjóri heimasíðu sinnar sér óvæntan flöt
á stöðunni sem upp er komin í varnarmálunum: „Afrek utanríkis-
ráðherranna Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde í samskiptum
þeirra við Bandaríkin út af andláti hersetunnar minna okkur á, að nú
verða skemmtilegir tímar í utanríkisþjónustunni. Alls konar ljúfmenni
í stétt erlendra utanríkisráðherra munu vilja styðja framboð Halldórs
Ásgrímssonar til Öryggisráðsins gegn því að við styðjum hug-
sjónamál þeirra, svo sem morð og önnur viðskipti. Geir H.
Haarde verður fullsaddur af heimsveldi Íslands, áður en
hann kemur Halldóri í Ráðið. Það er seintekinn gróði að
dansa franskan menúett við diplómata heimsins.“
Danir tapa fé á Íslandi
Den Danske Bank hefur dálítið fengið að heyra það síðan hann sendi
íslenskum útrásarvíkingum tóninn og reyndi að tala niður stöðugleikann
eins og einhver hefði sjálfsagt orðað það.
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur rifjaði upp í þætti Sigurðar G.
Tómassonar á NFS um miðja vikuna, að téður banki hefði farið langt með
það á sínum tíma að setja Færeyinga á hausinn.
Þá fór Jafet Ólafsson viðskiptafræðingur og fastur fjármálaskýr-
andi á NFS yfir helstu hreyfingar á markaðnum síðastliðinn
fimmtudag og sagði afkomu velflestra skráðra fyrirtækja á
markaði hafa verið vonum framar á fyrsta ársfjórðungi. Nema
Icelandic, sem menn þekktu til skamms sem eitt stærsta
fyrirtæki landsins undir merkjum Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna. Það hefði tapað stórfé á síðasta ársfjórðungi síðasta
árs. Gerð er grein fyrir þessari slöku afkomu á vef Fish Update
22. mars þar sem segir af hálfs milljarðs króna tapi á
starfseminni í Grimsby.
Jafet leit á lista stærstu 20 hluthafanna og
komst að því að þeirra á meðal er Den Danske
Bank. – Von að menn séu súrir í Danaveldi.
Úr bakherberginu...